Þjóðviljinn - 30.08.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1938, Blaðsíða 4
ap I\íy/a T5io a§ Amerísk stórmynd í 2 köflum, 24 þáttum, ó- venjulega spennandi og viðburðarík. Aðalhlutverkin leika: Bob Steele, Jach Mulhall, Luc le Brown og fl. Fyrri hluti sýndur í 'kvöld Börn fá ekki aðgang. Næturlæknir Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður ier í Ingólfs- og Laugavegs apóteki. Útvarpið í dag: 19,20 Erindi: Gagnfræðaskóli Reykvíkinga, Ágúst H. Bjarna- son. 20,15 Erindi: Um iðnþing og iðnsýningu í Osló, Helgi H. Eiríksson. 20,40 Hljómplötur. a. Lundúnasymfónía, D-dúr, eftir Háydn. b. Symfónía nr. 2, D-dúr, eft- ir Beethoven. c. Lög úr óperum . 22,00 Dagskrárlok. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Miðbæjarbarnaskólanum, sem birtist hér á öðrum stað í blað- inu. Er þar tiltekið á hvaða tíma börn, er stunda eiga nám í skólanum komi til viðtals. Ríkisskip. Súðin var á Kópaskieri í gær- kvöldi. Esja; er í Reykjavík. þjóoyiuiNN Niðbæjarskólin Börn, sem heíma eíga í Míðbæjarshóahverfí Reyhja- víhur og stunda eíga nám í shólanum, homí í shól- ann eíns og hér greínír: Fímmtudagínn 1. september hl. 8 árdegís homí 10 ára börn, fædd 1928; hl. 10 9 ára börn, fædd 1929 hl. 1 síðdegís, 8 ára börn, fædd 1930 og hl. 3 homi 7 árabörn fædd 1931. Héraðslæhnír shoðar shólabörnín föstudag 2. sept- ember. Koma 9 og 10 ára drengír hl. 8 að morgní | í shólahúsíð. Stúlhur á sama aldrí homí hl. 10; 7 og j 8 ára drengír homi hl. 1 siðdegís og telpur á sama ' aldrí hl. 4. Undírrítaður sinnír víðtölum í shólahúsinu hl. 11 tíl 12 árdegís og 5 til 6 síðdegís. Símí er 4862. Hallgtrímutr Jónsson shólastjórí Eommn beim. Hallur Hallsson tannlæhnír. A ©amla TJAPAJEF Stórfengleg rússnesk kvik mynd um frelsishetjuna rússnesku í byltingunni 1917—19. Aðalhlutverkín leiica rúss- neskir úrvalsleikarar. Börn fá ekki aðgang. Börn fædd 1928, 1929, 1930 og 1931, er heíma eíga í Shíldínganess- og GrímsstaðaholtsbYgð, mætí víð shólahúsíð Baugsveg 7, föstudagínn 2. sept. n. h. Árgangarnír frá 1928 og .1929 mætí hl. 10 f. h. en yngri börn, fædd 1930 og 1931 mætí hl. 2 e. h. Hín lögshípaða berhlashoðun héraðslæhnís fer fram í shólahúsínu laugard. 3. sept. frá hl. 9 árdegís. Reyhjavíh, 29. ágúst 1938. Arngrímur Krísfjáiissoí!. Slátrna giyrjai L íloMzs dansfef fágmjöi basifeabyggsmjöL sléímgmn og allsfeonaf feydd, I nýtt éííímhjöt Ffosna áílímhföiíð tæhhmð í vcrðL K aupfélag s eykjavíkur %gg 0 N agrennls Agatha Christie. 17 Hver er sá seki? játaði þetta fyrir þér? — Það stendur þannig á því, að fyrir þremur mán- uðum síðan bað ég frú Ferrars að giftast mér. Hún sagði nei. Ég bað hana þess aftur og aftur, og loks lét hún undan, en vildi þó ekki gefa leyfi til að trú- lofunin yrði opjnberuð fyrr en sorgafrárið væri liðið. I gæ'r fór ég á fund hennar, vakti máls á þvíað nú væri sorgarárið liðið og þremur vikum betur, og nú gæti ekkert verið því til fyrirstöðu að við opinber- uðum trúlofun okkar. Ég hafði veitt því eftirtekij, að hún hafði verið eitthvað undarleg. í inokkra daga. Svo alt í einu var sem hún misti kjarkinn. Húin sagði mér alt af létta. Hvernig hún hefði hataðþenna harðúðga mann sinn, hvernig henni hefði farið áð þykja vænna og vænna um mig, og — hin hrægi- íega leið sem hún valdi var — eitur! Herra minn trúr, — það var morð að yfirlögðu náði. Ég sá viðbjóðinn og óttann er skein út úr andliti Ackroyds. Þessi sömu svipbrigði hlaut frú Ferrars að hafa séð. Ackroyd er ekki einn af þeim heitu elskhugum, er geta fyrirgefið alt ástarinnar vegna. Hann var fyrst og fr-emst venjulegur borgari. Lög- hlýðni hans, i einlægni og manngæska hlýtur að hafa beðið þungt áfall við þessa játningu, og alt. þetta hefir hjálpast að til þess að hrinda honum) frá konunni. — Já, hélt hann áfram lágri, blælausri röddu, hún játaði alt, og mér skildist að einhver hafi vitað þetta allan tímann, og neytt út úr henni stórfé tij að þegja. Það vár í þann veginn að gera hana brjál- aða. j, — Hver er sá maður? Aþ, í jefniu sá ég fyrir mé/f í svip Ralph Paton og frú Ferrars hlið við hlið. Þau höfðuverið ítrúnaðar samtali. Mér varð snöggvast ilt við af þessari til- hugsun. Gat það verið, — nei það var ómögulegt. Ég hugsaði til þess hve glaðlega Ralph híafði tekið mér. Nei, það gat ekki átt sér stað. — Hún vildi ekki segja mér nafn hans, sagði Ack- royd hægt. Hún sagði ekki einu sinni að það hefði verið karlmaður. En auðvitað . —. — Já, auðvitað, samþykti ég. Það hlýtur að hafa verið karlmaður. Hefirðu engan grun um hver það gæti verið? Ackroyd stundi og fól andlitið í íiöndum sér. — Það er ómögulegt, sagði hann, það getur ekki átt sér stað. Nei, ég vildi ckki einu sinni segja þér frá þeim grun, sem ég fann snöggvast til. En svo mikið get ég sagt þér, að orð, sem hún l'ét falla fékk mig til að halda, að umrædd persóna væri á héimili rnínu — en það getur ekkí átt sér stað. Ég hlýt að hafa misskilið hana. — Hvað sagðir þú við hana? — Hvað gat éyT sagt? Hún sá hversu skelfilega mér varð við fréttina. Svo kom annað til: Hvað átli é{g ab gera? Hún var búin að gera mig meðsekan, með því að segja mér frá þessu. Og hún skildi þetta alt fljótar en ég. Ég var .alveg agndofa. Hún bað mig um sólarhrings frest, og neitaði ákveðið að segja mér til óþokkans, se.ni hefði h'aft peninga út úr henmi. Hún hefir vist verið hrædd um að ég mundi fara beint til hans og láta hann fá makleg málagjöld, og þá hafði leyndarmálið komist út með' al mainna. Hún sagði að ég skyldi frétta af sér áður ien sólarhringur væri liðinn. Sheppard, — mér kom það aldrei til hugar að hún mundi fremja sjálfs- morð, bg ég rak hana út í dauðann.“ „Nei, nei“, sagði ég, „vertu nú ekki með neinar grillur. Þú berð enga ábyrgð á dauða hennar“. - „En hvað á ég mú að taka til bragðs. Konan er dáin. Og því skyldum við vera að róta upp í því sem liðið er“. „Nei, til þess er engin ástæða“. ,,En svo er anríað. Hvernig á ég að náí í lurginn á óþokkunum, sem rak hana út í' dauðann, rétt eins og hann hefði sjálfur myrt hana. Hann vissi um glæp hennar og réðist að henni eins og viðbjóðslegur hræfugl. Hún hefir bætt fyrir brot sitt. Á hann að sleppa við hegningu?“ „Á, þannig“, sagði ég hægt. „Þú ætlar að ná í hann og hegna honum. En með því móti verður þetta opinbert mál“. „Já, ég hefi einnig hugsað um það atriði. Og ég hefi enn ekki getað tekið neina ákvörðun“. „Ég er þér sammála um, að óþokkinn ætti að fá sína hegningu, en það getur orðið of dýrt“. Ackroyd stóð upp og gekk um gólf. Rétt á Cftir hné hann niður á stólinn. „Heyrðu, Shepparcl. Hvernig lízt þér á að ég geri út um málið á íþennan hátt: Ef ég fæ enga orðsend1- ingu frá henni, læt ég málið niður falla“. „Hvað áttu við með því að fá oFðsendingu frá henni?“ spurði ég forvitnislega. „Ég hefi sterkt hugboð um, að einhversstaðar bíði mín skilaboð frá henni, sem hún hafi skilið eft- ir, áður en hún gekk út í dauðann. Ég get engin rök fært fyrir þessu, en mér finnst samt að það muni vera“. Ég hristi höfuðið. „Hún skildi ekki eftir nein bréf eða skilaboð/* sagði ég.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.