Þjóðviljinn - 03.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.09.1938, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 3. sept. 1938. ÞJOÐVILJINN luepsueoia er knsið á HorðfirOi? D-Iísfínn er eíní lisfínn, sem gefur komíð fíl mála að náí meíríhluta, Efílir Bjama Þórðarson, Nordfírðí. Það ber eigi ósjaldan við að maður heyri spurningar svipað- ar þessari. Og það er eðlilegt, að spurt sé hversvegna hér sé kosið, en ekki í hinum bæjun- um, sem samvinna var í, við kosningarnar í vetur. í grein þessari vil ég skýra orsakir þessa, en til þess er nauðsynlegt, að rekja að nokkru þau átök, er orðið hafa innan alþýðuhreyfingarinnar, bæði hér og annarsstaðar og urðu þess valdandi, beint og óbeint, að keðjan rofnaði hér. Ekki löngu eftir kosningar, kom hingað fregnin um „brott- rekstur" Héðins Valdimarsson- ar. — Alþ.fl.mennirnir stóðu sem þrumu lostnir, því þeir trúðu einlægni foringja sinna og þóttust þess fullvissir að dag ur einingarinnar væri í nánd. — Afstaða Alþ.fl.mannannahérvar á þennan veg. Sumir tóku eiri- arðlega afstöðu gegn þessuger ræði, aðrir — þeir, sem raun- verulega enga samvinnu vildu —■ tóku afstöðu með klofnings- mönnum og þriðji hópurinn vildi í hvoruga löppina stíga, en bíða átekta og sjá hverju fram færi, svo þeir væru vissir um að fylgja þeim, er útlit væri á að ofan á yrði. Skoðanir bæjarfulltrúa verk- lýðsflokkanna voru í raun og veru allólíkar á ýmsum sviðum og var því fyrir höndum mikill möguleiki á því að sá þar sæði sundrungarinnar með árangri. — Afstaða tveggja bæjar'full- trúa Alþ.fl. gagnvart okkurkom múnistum gjörbreyttist og þeir sviku samþyktir síns eigin flokks. Flestir Iitu svo á, að átökin í Alþ.fl. ættu ekki að þurfa að eyðileggja samvinnuna í bæjar- stjórn. — Hversvegna skyldi ekki vera hægt að vinna fram- vegis að framkvæmd umsam- inna mála? — Hversvegna var ekki hægí að beita sér hér fvr- ir bvggingu sundlaugar og drátt arbrautar þó H. V. væri vikið úr Alþ.fl.? Hversvegra skyldi eigi vera hægt að vinna aðauk- inni menningu og valme in bæjarbúa, þótt einhverjir for- ingjar væru komnir í hár sam- an suður í Reykjavík? — Svona spurði fólkið og niðurstaðan var sú, að þetta ætti ekki að hafa nein áhrif á samvinmina i :, bæjarstjórnarinnar. Til þess að reyna að yernda samstarfið, bar Alfons Pálma- son fram í Alþýðuflokksfélag- inu í vetur, tillögu sem fól í sér þá ályktun, að ekki ætti aðsííta samvinnunni við kommúnista vegna þessara átaka, heldur vinna af krafti að framgangi starfsskrármálanna. Pessi tillaga var samþykt í' einu hljóði — líka af hægri mönnunum. Og þeir virtust ákveðnir í því, að standa við samþykt þessa. En það var einn duldur kraft- ur, sem hinir leiðitömu hægri menn höfðu ekki tekið með og setti ljótt strik í reikninginn. Suður í Reykjavík sátu helstu forvígismenn klofningsmann- anna og lögðu kollana í bleyti til þess að geta fundið eitthvað ráð til að sanna að samviníia við kommúnista gæti aldrei blessast. Og það mun hafa ver- ið Jónas Guðmundsson, sem fann lausnina. — Hún var ofur einföld. Það þurfti ekki annað, en fyrirskipa hægri mönnun- fum í Neskaupstað að skapa á- greining við samstarfsflokkinn innan bæjarstjórnarinnar og sprengja samvinnuna. Og for- sjónin lagði þessum mönnum ‘tækifærið upp í hendurnar. í Neskaupstað var óráðinn bæjar- stjóri og ekki þurfti annað, en ganga að engum manni, hvað sem raulaði og tautaði. Og hægri mennirnir voru ekki 'að súta það, þó þeir gengju á bak þeim samþyktum sínum, að samþykja bæjarstjóraefni okk- ar. Það tókst að kljúfa bæjar- stjórnina ,og foringjaklíkan í Reykjavík fekk efni í stórarfyr- irsagnir um að samvinnúslitin í Neskaupstað afsönnuða alla sam starfsmöguleika við kommún- ista. — En til þess voru refirn- ir skornir. Aðeins eitt bæjarstjóraefni buðu þeir okkur, en gættu þess vel, að svo yrðf í pottinn búið, að við ekki gætum gengið að því, þar eð það var brot ástarf- .skránni. Það liggur í auffum uppi, að ókleift var að halda sam\inn- unni, þegar tveir bæjarfulltrú- ar Alh.fl. og auk þess bæ'ar- stjóri. átti enga ósk heitari, en að allt spryngi. Alfons Pálrrason \a" eini bæj arfulltrúi Alþ.fl., sem gerði það, bem í hans valdi stóB, tiT þcss að samvinna flokkanna, semtek ið var með svo miklum fögnuði af kjósendum, sundraðist ekki. Vegna þessarar einlægni og trygðar við málstaðinn, þurftu hægri mennirnir að hefna sín á honum og í trausti þess, að hægt væri að flæma hann úr bæjarstjórn, sprengja þeir sam- vinnuna. — En þeim verður fekki kápan úr því klæðinu, því sú sókn, er þeir hugðustmundu hefja á sameininguna, er þegar snúin upp í skipulagslausan jflótta og fyrirsjáanlegt að þeir verða gjörsigraðir 11. sept. Klofningsmennirnir tengdu allar sínar sigurvonir við { að, að ekki gæti tekist að mynda sameiginlegan lista. Þe:s\egna var það reiðarslag fyrir þá, er listinn var birtur og á bonum voru nöfn vinsælustu forvígis- manna Alþ.fl. hér, sem jafn- framt voru þeir, er trúast stóðu vörð um málstað einingarinnar innan Alþ.flokksins. Kosningabarátta sameiningar- manna er beint áframnald frá síðustu kosningum. — Það,sem skeð hefir er þetta: Nokkrir hægri menn hafa svikið stefnu sína frá í vetur og bjóða nú frarn klofningslista. Og það er táknandi, að þeir menn, er ákaf- ast börðust gegn samvinnunni í vetur, eru nú í röð efstu manna listans, t. d. Eyþór Þórðarson og Sigurður Kristjánsson. Klofningserindreki Skjald- borgarinnar á Norðfirði, Jónas Ouðmundsson, hefir ^rúlega blásið að glóðum sundrung- innar. En það mun alþýðan sýna 11. sept., að einmitt vegnaklofn ingsstarfseminnar þjapþar hún sér fastar saman um D-Jistann og veitir honum algerðan sigur. Norðfirðingum ber yfirleitt saman um það, að D-Iistinn sé eini listinn, sem komið geti t'I mála að fái meiribluta. — Ná- ist sá meirihluti ekki, getum við gert ráð fyrir því, að þurfa að efna til kosninga hér tvisvar á ári, en það þýðir aftur á móti, að ekkert verður gert. Klofningsmennirnir vonuðu, að úrslit kosninganna yrðu á þann veg, að Alþýðublaðið fengu stórar fyrirsagnir, umað alþýðan vildi ekki einingu. Og það er satt, að ef sundrungar- öflin vinna sigur hér, er það geysistyrkur fyrir þau um land alt. — En það er engin hætta á því. Alþýðan hér mun gefa Skjaldborginni svo eftirminni- lega ráðningu, að Alþýðublað- ið reyni að fela sem best bað getur úrslitin. — Og munum þetta tvent: pví glæsilegri, sem sigur einingarirmar verður hér, því sterkari verður afstaða henn ar á vígstöðvunum «m alt Iand. Og svo þetta: Eina ráðið til að bæjarstjórnin hér verði starf hæf, er að veita D-I?stanum — lista sameiningarmanna — meirihlufa —. pessvegna kjós- um við hann! N.k. 25. ágúst 1938. Bjarni pórðarsor. Skipafréttir. Gullfoss er í Reykjavík, Goða foss va'r í gær á Akureyri Brú- arfoss er á leið til Kaupmanna- hafnar frá Leith, Dettifoís er í Hull, Lagarfoss \ar á .Akur- i'eyri í jgær Sclfoss er á leið til Leith frá Antwerpen. Dron.ning Alexandrine fer á mánudags- kvöld vestur og norður. 80 ára er í dag Guðlaugur Hannes- son verkamaður, Bragkagötu 32. Guðlaugur er ennþá ern og fylgist vel með málefnum verka lýðsins. Sendiö sameliingameirl- hlita í bæiarstjóriiaa. Eramh. af 1. síðu. Þá mun öllum í fersku minni sú innheimtuaðferð, sem við- höfð var af fyrverandi samlags- stjórn. Hún hefir nú veriðstöðv uð. Nú þekkist ekki, að fyrsiu peningarnir, sem fátækir verka- menn vinna sér inn eftir alls- leysi vetrarins, séu íeknir upp í iðgjöld samlagsins, eins og áð ur var. i 3. Sjúkrahúsið. Sameiningarmenn voru það, sem bentu á leið til að auka tæki sjúkrahússins og lagfæra það með því að notfæra sér heimild um fjárstyrk úr sjúkra- hússjóði Lifrarbræðslufélagsins Enginn úr meirihtuta bæjar- stjórnarinnar sá ástæðu til að vekja það nauðsynjamál. Við ilögðum fram tillögu um að sjúkrahúsnefnd legði hið fyrsta fyrir bæjarstjórn tillögu um framtíðarrekstur hússins. Svo sljór er meirihlutinn fyrir nauð- syn þessa máls, að sumir fulltrú arnir greiddu ekki atkvæði með að hefja nauðsynlegan undir- púning í málinu og bæjarstjórn hefir enn ekki fundið ástæðu til að kalla saman sjúkrahús- nefndina. 4. Framfærslumál. Fulltrúum okkar var það strax ljóst, að ríkjandi ástand í fram- færslumálum bæjarins var alveg óviðunandi. Þeir hófu því fylli- lega rannsókn í þessum va.nda- sömu málum og ákváðu að leggja fram tillögur að rann- rannsókninni lokinni um tilhög- un framvegis. Meðal annars tóku þeir nákvæma skýrslu af öllu því húsnæði sem bærinn nú ábyrgist greiðslu fyrir fá- tæklinga eða greiðir. Skýrsla þessi sýnir ljcslega ,að húsnæð- ið er gjörsamlega óviðunandi og fjarri öllu lagi að bærinn greiði og það með fullu verði, húsnæði þetta. sem ekki erleigu fært samkvæmt lögum. Full- trúar andstæðinga okkar sáu ekki nauðsyn á að vera með við þessa athugun og urðu því okkar fulltrúar einir að taka skýrsluna. Við höfum lagt til, að styrkþegar fengu ákveðna upphæð á viku til kaupa á lífs- nauðsynjum og réði þá hver hvaða tegundir hann legði sér til, en væri ekki jafn bundinn við kílógramsúthlutun bæjar- stjóra og nú er. Við höfum og bent á;, að vel þarf að athuga alla aðstöðu hvers þess, sem um styrk sækir, en láta ekki alla fá jafnt án till'ts til þess þó aðstaða þeirra sé hin ójafn- asta. Andstæðingar 'okkar hafa glögglega sýnt, að þeir hafa engan skilning á lausn þefsara vandasömu mála. Og það er víst, að fái þeir að ráða, mun fátækraframfærið fara vaxandi og eymd styrkþegana mun auk- ast. 5. Rafmagnsverðið. Við höfurn lagt til að rann- sakaðir yrðu möguleikar á lækk un rafmagnsverðsins, sem hér er hærra en á flestum öðrum stöðum á landinu. Andstæðing ar okkar hafa daufheyrst við því, og er því ekki að vænta þess að neinn árangur fáist í því máli nema að sameiningin sigri. ! 6. Dráítarbrautin. Fyrir atbeina sameiningar- manna hefir verið hafist handa í því máli, en meirihluti bæjar- stjórnar hefir ekkert gert sér- staklega fyrir málið. 7. Atvinnubætur. Hverja kröfuna af annari höf- um við gert til að fá unnið fyr- ir atvinnúbótaféð, er andstæð- ingar okkar undir forustu bæj- arstjóra hafa neitað því. Það fé, sem kom til bæjarins í vetur og fara átti til styrkíár atvinnulausum bæjarbúum, sem allslausir voru eftir misheppn- aða vertíð, lögðum við til að yrði látið vinna fyrir, en and- stæðingar okkar notuðu féð á ranglegan hátt í þárfir bæj- arkassans. Hér hefi ég nefnt nokkurmál, s?m nægja munu til þess að fullvissa menn um, að við sam- einingarmennirnir höfum þrátt fyrir minúihluta aðstöðu, gert allmargt af því sem byrjaþurfíi á. Víðast höfum við aðeinskom ið á undirbúningsrannsókn, en á því verður að byrja, og hefð- um við haft meirihluta, þáhefði ekki aðeins undirbúningurinn verið gerður, heldur og fram- kvæmt. Fulltrúar hægri mannanna í Alþýðufl., íhaldsmennirnir og Framsóknarmaðurinn hafa al!s ekkert la.gt til. Þeir hafa reynt að viðhalda aðgerðarleysi bæj- arstjórnarinnar og verði alþýða bæjarins ennþá svo óheppin að þeir nái sameinaðir meirihluta, þá verður ekkert hreyft við nauðsynjamálum fólksin?. Hver einn og einasti alþýðu- maður og verlcalýðssinni, sem vill að sú stefna sigri, sem mörlc )uð var í vetur af sameiningunni — hlýtur því að skipa sér um D-listann og hefja öfluga sókn fyrir meirihluta sigri hans. Störf bæjarstjórnaritinar sýna gleggst, að það eru aðeins D- listamennirnir, sem raunveru- lega vilja og ætla sér að vima að framgangi þeirrar stefnu. Sameiningin sigri! Lúðvík Jósepsson. Ffokbsfélapr og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í þjéðviljanum, oglát- ið blaðsins getið!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.