Þjóðviljinn - 04.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.09.1938, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN ÍUðomuiNii Sunnudagínn 4. sept. 1958. Ví % 4. Málgagn islands. Kommúntstaflokks Einar Olgeirsson. Hverfisgata 4, (3. Ritstjóri: Rttstjórn: hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Liugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánuds>£a. Aski Iftargjald á mánuöi: Reykja\ík og nágrenni kr. 2,00. Annarss taðar á landinu kr. 1,25. 1 lausruölu .10 aura eintakiö. Vlkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Morgunblaðíð og Það er ekki langt síðan Morg- unblaðið f ræddi lesendur sána á j þeim gleðitíðindum, að búið væri ! að selja alla saltfiskframleiðsl- j una. Lítur blaðið svo á að von- j um, að þetta; boði bjartari fram- tíð yfir íslensikum atvinnumál- ! um en þátíðin hefir verið. Þá leggur blaðið áherslu á að nú verði að efla fiskveiðarnar, og að »það sé í senn öflugasta gjald- eyris- og atvinnuleysisráðstöf un- in, sem á verður bent um þess- ar m.undir«. Svo mörg eru þaú orð Morgun- blaösins, og virðast þau gefa hina bestu ástæðu til þess að ræða þetta m;ál betur, og athuga afstöðu Sjálfstæðisflokksins til málsins að undanförnu. Morgunblaðið segir að um þetta le'yti árs, að undanförnu hafi fiskbirgðir numið tugum þúsunda smálesta, siemi verið var að selja fram á vor. Þetta bend- ir óneitanlega til að hægt væri að selja enn mjög mikið af fiski ef hann væri til, og afla þannig mikils gjaldeyris. En hverjum er það að kenna fyrst og fremst, að ekki er til meiri fiskur? Morg unblaðið mætti gjarna minnast þess nú, að útgerðarmenn stöðv- uðu togaraflotann hálfa saltfisk- vertíðina í fyrra, í þeim, eina til- gangi að koma á enn meiri gjald eyrisyandræðum, sem gsetu orð- ið ríkisstjórninni að falli. Það er togaraútigerðarmönnum aö kenna áð ekki aflaðist miklu meiri fiskur á saltfiskvertíðinni, og það er þessum sömu herrum að kenna að Islendingar geta nú ekki selt meiri fisk, þó að vafa- 'lítið sé markaður fyrir hendi. ÍTtgerðarmenn berja barlóms- bumþuna daglega, og barma sér yfir taprekstri togaraútgerðar- innar. En hvernig á nokkur út- gerð að bera sig með því að vera óstarfrækt mestan hluta ársins. Það er vert að minnast þess nú, að sá togarinn, sem hefir flesta veiðidaga árlega, Max Pember- ton, er eini togarinn sem sýmr sæmilega, rekstursafkomu og- greiðir einn saman álíka útsvar og Kveldúlfur. En það var ekki aðeins í fyrra vetur, sem útgerðarmenn sýndu hug siinn til atvinnuveg-anna, gjaldeyrisvandræðanna og at- vinnuleysisins., Það verður naum ast annað séð, e.n að togaraút- gerðarmenn vinni að því vitandi Við Corbera var mér stungið inn í Ssjúkrabíl, sem ók þegaraf stað í áttina til Mora del Ebró. Aðeins einn sjúklingur til var í vagninum, hermaður með hægri öxl og handlegg sundur- skotið. Hann leið ákaflega og engdist sundur og saman. — Vegurinn var góður, malbikað- ur, og brátt vorum við í'Mora. Það er allstór bær með mörg- um verksmiðjum, en allarstóðu þær vitanlega. Hér voru margir íbúanna ennþá. Niðri við ána höfðu ýmsar byggingar verið teknar í þjónustu herlæknanna og moraði þar alt af særðum mönnum, en fullir sjúkrabílar komu hvert augnablik meðnýja hleðslu særðra. Hér var þóekk- ert sjúkrahús, til þess lá Mora alt of nálægt eldinum, heldur aðeins áfangastöð. Við fengum eitt glas af mjólkurkaffi, sprautu í lærið, og vorum svo sendir yfir fljótið á bátum. Hinumegin liggur annar allstór bær, Mora la Nueva. Þar biðum við alllengi eftir bíl til frekari flutnings. Hér hitti ég fyrir 3 danska félaga, er særst höfðu í gærkvöldi í einu áhlaupinu. Allir voru svangir, því nú var komið fram yfir miðdegi, en enginn matur. '^Ég var sá eini, sem um morguninn hafði feng- ið mat til dagsins:^affi á her- mannaflösku, 1 brauð, gráfíkj- ur, sneið af svínslæri, litla kjöt- vits að steypa atvinnuvegum. og afkomu landsJns fram, af þeirri heljarþröm, semi þeir sjálfir e;ga enn höfuðþáttinn að atvinnuTeg- irnir standa, nú á. En blað togaraútgerða,rmann- anna, Moraunblaðið, fceimtar aö nú verði saltfiskveiðarnar aukn- ar »þar sem, sýnilegt er að- við getum: selt miklu meiri fisk, en við höfum aflað«. Kommúnistar geta af heilum. hug tekið undir þessa kröfu Morgunblaðsins, en það virðist nokkurt öfugstreymi, að blað útgerðarmannanna skuli bera fram, þessa kröfu, einmitt það blaðið sem f astast studdi þá; þegar þeir stöðvuðu togaraflot- a,nn í fyrravetur, það blaðið, sem ásamt útgerðarmönnum varð þess valdandi að við eigum eng- an, fisk til þess að selja og gét- um ekki bætt úr gjaldeyrisvand- ræðunum cg atvinnuleysinu eins og okkur hefði annars ve-rið í lófai lagið. Þessi og önnur skrif Morgun- blaðsins eru lýðskrum frá ró!- um. Þau eiga ekkert skyít við það sem, Morgunblaðið kallar í gær »gagnrýni« og »þjóðar- skyldu«. Morgunblaðið er hér að leika, svipað hlutverk og þeir tveggja tilverumenn, sem bo'a guðsótta og géða siði á strætum og gatnamótum, mtðan bjart er af degi og hverfa svo til hermd- arverka þegar degi tekur að halla. dós og 2 dósir af sardínum. Þetta var óvenjumikill og góð- ur matarskamtur. Auk þess hafði ég náð í nokkrar dósir af kjöti og marmelade í einu forðabúri fasista; og nú var þessum föngum skift í bróð- erni milli allra viðstaddra. Loksins kom bíllinn. Það var bara stór, nýr vöfubíll. Sjúkra- vagna höfðu þeir ekki nógu marga. Dýnur voru lagðar á pallinn, og þar á settumst við, nema 3 félagar, sem voru hættu lega særðir, þeir lágu á sjúkra- börum. Einn af Dönunum kom á bílinn. Svo var ekið af stað, gegnum Mora la Nueva, út á svarta malbikaða þjóðveginn, til baka frá vígstöðvunum — til hinna hlýlegu sveita Kata- lónska baklandsins. Að ferðast lengi á vörubíl er venjulega nokkuð þreytandi. Fyrir særða menn er það hrehi- asta plága og það jafnvel þó bíllinn sé nýr og vegurinn góð- ur. Fyrir okkur, sem léttar vor- um særðir, var það þó vel þol- andi, en hinir 3 þjáðust óskap- lega. Einn þeirra var vinur minn frá sjúkrabílnum um morgun- inn. Hann hélt það ekki út til lengdar ,fekk óþolandi hitasótt og varð að fara af á einni stöð- inni. Þegar við höfðum ekið ca. 1 tíma, var hrópað: „Aviacion" (fluglið). Bíllinn nam staðar. Enginn skuggi var á veginum, og við gátum átt á hættu að rjúka allir í loft upp, en sem betur fór tóku þeir ekki eftir okkur. Það var stór fylking ítalskra flugvéla. Þær flugu lengra inn í baklandlð og „bom barderuðu" ákaflega. Gífurlegir reykmekkir stigu til himins og huldu landið á stórum svæðum. Litlu seinna sáum við 2 stóra, bláa reykjarmekki í hæðunum úti við sjónarrönd. Hvað skyldu þeir hafa verið að evðiieggja nú?, hugsaði ég. Svarið kom litlu síðar. Við héldum aftur af stað, þegar flugliðið var horf- ið. Brátt vorum við komnir til bæjarins Falset, sem 6g þekti vel frá fyrri tíð. En nú var alt breytt. Gegnum miðjan bæjinn liggur breið Óg falleg aðalgata með kastaníutrjám á báðarhend ur. Hér liggja verslanir bæjar- ins, bíóið og veitingahúsin. Hér var altiaf krökt af fólki áður. Nú sást varla nokkur manneskja Er við ókum inn í götuna, var hun á vissu svæði þakin ein- hverju grænu ,sem leit íit fyrir ¦að stráð hefði verið yfir alla hluti. Ég þekti þessa grænu á- breiðu alf'of vel, og sá samtím- is kastaníutrén fallegu standa blaðlaus og hnípin við götuna. Hér hafði verið varpað „háex- plusivum" sprengjum. Loftþrýst ingurinn af sprengingum þeirra er svo mikill, að hann reitir ekki Efímsson, aðeins hvert blað af trjánum í grendinni, heldur tætir þau sundur í smáagnir, sem svo falla eins og græn skæðadrífa til jarðar. Sprengjuholurnar gat að líta beggja megin götunnar. Nokkur hús lágu í rústum og' flest allar rúður voru molaðar. „Rómversk-þýska menningin" hafði heimsótt hinn friðsama sveitabæ Falset. Við héldum lengra eftir þjóðveginum. Brátt komum við þar að, sem sprengj um hafði ringt niður á veginn. DjYipar skálar í veginn og alt umhverfið yfirstráð möl og sandi. Skálarnar lágu þéttar og þéttar, og að síðustu sáum við fram undan litla brú, er lá yfir járnbrautarspor. Hér var lítil járnbrautarstöð, sem virtisthafa átt að vera, áfangastöð okkar, og þessa brautarstöð hafa full- trúar „Öxulsins Berlinska" auð- sjáanlega ætlað að eyðileggja. Hér á litlum bletti höfðu fallið tugir stórra sprengja. Ein hafði skorið sneið úr brúnni, en þc ekki eyðilagt hana.. Ein haíði hitt beint niður á krossspor <og slitið alla teinana. En lest sáum við enga. Bíllinn sneri við og ók sömu leið til baka. Beygði síðan út á litla afgötu, ók gegnum tvö lít- il sveitaþorp, sem bæði höfði* verið „bombarderuð" rækilega ein s og upp á sport, því enga hernaðarþj^ðingu gat það haft, og loks komum við að annari járnbrautarstöð, rétt við dyrnar á löngum jarðgöngum, sem sporið lá inn í. Hér námum við staðar við hliðina á langri járnbrautarlest sjúkravagna. Stór rauður kross á hvítum grunni hafði (í einfeldni) verið málaður á þak hvers einasta vagns. Nú skildi ég til fulís til- ganginn m.eð loftárásinni um daginn: það hafði átt að hjálpa nokkrum hundruðum særðra hermanna inn í eilífðina, en lestin hafði getað forðað sér inn í jarðgöngin. Lestin var yfir full og við urðum frá að hvería. Ferðin hélt áfram á vörubíln- lum upp í fjallaklasann, sem skil ur þetta hérað frá láglendinu norð-austur við Miðjarðarhaf, en þangað áttum við að fara. Þegar upp, kom sáum við bet- ur hina 2 stóru bruna, sem fram fóru uppi í fjallaskörðunum. Ekki var hægt að . sjá hvað brann. E. t. v. hafa það verið bílar eða bensíngeymar. — Þeg ar ofar dró sáum við ehn einn bruna, sem tók öllu öðru fram, er ég hefi séð af því tági. Frá litlum fjalladal stigu mekkrnir til himins og fyltu bókstaflega allan dalinn. Hér hlaut heilt þorp eða eitthvað þvílíkt að standa í björtu báli, og hafði „forvörðum siðmenningarinn- ar« tekist vel í betta ekiffi. 2 dögum síðar gat enn að fita rvkinn frá litla f jalladalnum alla Hör-iiuleg't bs i'iðíauji. Ufigur húígígnasmiöur í Kaup- mannahöfn ætiaði ao gans,a 1 hjóna- band með unnuslunni" sinni, núna. íi jón.smessunni. Hann var að upplagi mjög óhraustur og hafði unöanfarn- ar vikur unnið mikla aukuvinnu við að smíða, húsgögn til síns væntan- lega hei,milis. Nú var því ö.lu' lokið og íbúðin beið þeirra nákvæmlega eins og þau vildu hafa hana. En þegar hjónavígslan átti að fara að hefjast og kunningjar þ^irra, ætt- ingjar og vinir voru saman safnaðit í kirkjunni veiður. brúðguminn alt i einu fárveikur og v.arð þegar að aka með hann á sjftkrahús. Og gestirnir fylgdu óttaslegnir. Maðurinn lést eft- ir no'.:krar mínúlur, Brúðurin hróp- aði upp yfir sig af skeifingu að þetta gæ'i ekki verið satt, síðan lagði hún brúðarsvei.ginn á brjóst elskhuga síns og hné í ómegin. 5 aðra, af brúð- kaupsgestunum varð :ð bera burt í- "júkraköríum, þf.r á rreðal föOur brúð gumans. ** Eitt heitasta mál á hinu nýaf- staðna Stórþingi í Nor.gi var um það hvort konur skyldu hafa rétt tii prestsernbætta, sem til annara em- bætta samkvæmí jáfnráttialögunum; Var mikið úm þetta rifi-t á þ'.ngi og i blöðum og og voru rae:n með og á mðti úr fles.tum flokku.n. Pað var að síðustu samþykkt með litiurn atkv. mun að konurriár hefðu þenna rétt. Hvernig er það hér á landi? Þaö kvað vera einn kven;túdent i 5U'>- fra;ði,deildinni. leið neðan frá ströndum. Til Tarragona komum við undir kvöld og vorum lagðir inn á stórt og myndarlegt sjúkra hús, er stendur úti við ströndina Eftir 7—8 mánuði gat eg aftur andað að mér hressandi, röku sjávarloftinu, og ég hét því að borða rækilega við fyrsta tæki- færi. Af því varð þó ekki, því daginn eftir var mér ekið á annað sjúkrahús, er liggur í Katalónskum bæ nokkurn spöl uppi í landi. Stór bygging frá 1QÍ4. með bfáum gluggarúGum, var upphaflega barnaskóli, nú n}'tísku sjúkrahús. Utan úr hit- anum kom ég inn í skuggasæl- an og svalan forsal. Á veggn- um á-móti stóð letrað meðstór- um stöfum: Hospítal Militar. Silencio. (Hermannaspítali. Þögn!). Fyrir neðan var geisi- stór auglýsing frá PSUC (Hin- 'um sameinaða sósíalistaflokki Katalóníu) límd á vegginn, þar sem Katalóníumenn voru með alvöruþunga eggjaðir á að Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.