Þjóðviljinn - 08.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.09.1938, Blaðsíða 2
Fimtudaginn 8. sept. 1938. PJOÐVILJINN Um siðasta soldáninn í Tyrklandi er það sagt, að hann hafi verið myTkfælinn eins og krakki, og ætl- að alveg af göflunum að ganga, ef ekki var kveikt áður en byrjaði að skyggja. ** Þegar hann var kominn í svefnhei bergi- sitt ,lét hann loka öllum hurðum vandlega með slagbröndum, og á nóttinni lét hann annaðhvort fyrirberast hjá einni af konum sín- um eða fóstbróður sínum og trúnað- armanni ,sem las upphátt fyrirsol- dáninn ef hann átti erfitt með að sofna og bræðslan keyrði úr hófi fram, og voru pað eingöngu morð- og ránsögur, er hann lét lesa fyrir sig. ** Þegar soldáninn var hræddur um að einhver mundi sýna sér banatil- ræði ,lét hann pennan sama trún- aðarmann sinn klæðast skrúða sín- um ,en faloi sig einhversstaðar í skúmaskoti. Um nætur porði hann ekki að liggja í rúmi sínu og lét hann pá einn af trúnaðarmönnum sínum sofa par. Sjálfur svaf hann pá újtli í horni eða undir rúminu ef hann hafði mest við, og hélt æfin- lega höndinni á marghleypu, sem hann var snillingur að skjóta með. ** Nú er verið að gera nýja kvik- mynd af hinni frægu ensku sagna- hetju, Robin Hood, sem á íslensku hefir verið kallaður Hrói Höttur. Verður kvikmyndin í eðlilegum lit- um. Það eru nú liðin 16 ár síðan fyrst var gerð kvikmynd eftir pessu fornfræga enska æfintýri og lék pá Douglas Fairbanks aðalhlutverkið, Hróa Hött. Nú er aðalhlutverkið leikið af Errol Flinn. Annars leika að pessu sinni ýmsir af sömu leik- úrunumj í myndinni og léku í gömlu kvikmyndinni fyrir 16 árum. ** I Sovétríkjunum er nú nýlega bú- ið að gera kvikmynd af ýmsum páttum úr Kínastyrjöldinni. Eru pað rússneskir fréttaritarar í K.'na, sem hafa gert myndina. Hefir mynd pessi verið sýnd nýlega í Noregi og láta norsk blöð hið besta af hcnni. Ríkisskip. Esja er væntanleg til Sauðár- króks kl. 7 í gærkveldi, Súðin fer frá Reykjavík kl. 9 annað kvöld í strandferð austur um land. Athygli skal vakin á auglýsingu frá verkamannafélaginu ,Dagsbrún‘ sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Sundfólk Ármanns er beðið að mæta á næstu sundæfingu og láta skrá sig í innanfélagsmótið, sem væntan- lega hefst 20. ji. m. Leikir og kikföng heitir nýútkomin bók eftir dr, Símon Jóh. Ágústsson, ísafold- arprentsmiðja gefur bókina út, og verður hennar nánar getið síðar. Blóðfixi iasismans „0xiE og |irðlo geyma þá feest“ Eftir h i. I þann tíma sem ísland fanst og byggðist voru menn vegnir með öxum. Síðan eru þúsund ár. Að vísu voru menn vegnir með öxum á íslandi alllengi eft- ir landnámstíð ,en smátt og smátt lagðist slíkt siðleysi nið- |ur og í meðvitund okkar, sem nú lifum eru slík mannavíg hryllileg endurminning um hálf- vilta fortíð, sem fæstum okkar hefir til hugar komið að nokk- urntíma kæmi aftur yfir þetta land. Öxin hefir verið tákn hins taumlausa yfirgangs og ofbeldis sem hefir gripið til þess r þegar öll skynsamleg rök hafa verið þrotin, að útrýma and- stæðingum sínum með öxi. Á blöðum sögunnar eru blóð- blettir axarinnar alltaf tengdir rángjarnri valdastétt, sem engu eyrir og svífst ekki að eyða sín- um nánustu til þess að tryggja sér fé, virðing og völd. II. Fyrir meir en 1000 árum börðust valdagjarnir her- i konungar um yfirráðin yfir Nor- egi. Peir ,sem vildu heldur láta eignir sínar og óðul, en glata frelsi sínu, flýðu undan ofríki þessara herkonunga. Þannig urðu margir tápmestu rnennirn- ir flóttamenn, reknir í útlegð. Landnámsmenn íslands voru að verulegu leyti útlagar og flótta- menn. Einn voldugasti herkonung- ur Noregs var Eiríkur, sem kallaður var ,,blóðöx“. I bar- áttunni um völdin lét hann taka bræður sína af lífi og hlaut síð- an nafnið ,,blóðöx“. Alla tíð síðan, eða frá upp- hafi Islands byggðar, hefir blóð- exin verið í meðvitund nor- rænna manna táknið um vilt- ustu grimmd siðlausustu of- beldismanna ,sem í baráttunni um völdin grípa til allra grimd- arverka, sem framkvæmanleg eru. III. Dimm haustnótt. Bæirnir, í hinum friðsæla faðmi sveitanna eru hjúpaðir djúpri kyrrð. Hið stríðandústarfandi fólk er geng- ið til náða, kyrrð, svefn, frið- ur. — Allt í einu er þögnin rofin af hófadyn og vopnabraki. Hóp- ur vopnaðra manna hefir leynst heim að bænum og látið hausí- myrkrið skýla sér. 'Þeir um- kringja bæinn, gráir fyrir járn- um. Leitin hefst. Þeir ryðjast 'um í bænum, reka nakið fólkið af fasta svefni úr rúmum sín- um með misþyrmingu og hót- unum. I nafni hins vopnaða valds leyfa þeir sér allt. Að lokum hafa þeir fundið þann, sem leitað er að, húsráðandann, „Blóðöxi fasismans“. og drepið hann 'þar ,sem hann hefir falist. „Eigi skal höggva!“ segir hann. „Högg þú“, segir einn úr árásarsveitinni. Exin blikar í birtu leitarljósanna. Hið aldna höfuð snillingsins feilur niðuf í myrkrið. Þannig var Snorri Sturluson veginn í Reykholti árið 1241, Þannig féll það höfuð spekings- ins, sem stýrt hefir einhverj- um snjallasta penna, sem ritað hefir á íslenska tungu. Hinir fégjörnu ,valdagráðugu höfðingjar þess tíma töldu völd um sínum ekki fyllilega óhætt, meðan vits hans og snilldar nyti við. Þess vegna ákváðu yfir- gangsmennirnir að hann skyldi deyja og létu árásarsveiiir sín- ar umkringja bæ hans og líf- láta hann. með exi að nætur- þeli. En meðan íslensk tunga er töluð ,lifir nafn Snorra Síurlu- sonar, sem eins mentaðasta og snjallasta rithöfundar, sem 's- land eignaðist um aldaraðir. IV. Silfurhært öldungshöfuð hvíl- ir á höggstokknum. Yfir því er reidd exi böðuls- ins. Og hún fellur .Og enn er hún reidd — mörgum sinnum — og loks hefir böðullinn murk að lífið úr þessum silfurhærða, fjötraða öldungi. I þetta sama sinn voru leidd- ir tveir ungir menn. Hverjir voru þessir menn? Það var Jón biskup Arason og synir hans. Jón Arason ,sem var hinn ó- krýndi konungur íslartds á sinni tíð. Maðurinn, sem best og djarfast barðist gegn yfirgangi konungsvaldsins og hins nýja siðar. Og að lokum varð hann að lúta í lægra haldi og var of- urliði borinn af konungsvaldinu. Það var þá, sem hin nafn- frægu orð voru sögð: „Öxin og jörðin geyma þá best!“ Orðin, sem eru sígilt tákn hins blandna hugarfars, sem hefir ekki hug- rekki til þess að mæta ahdstæð- ingi sínum, frjálsum í jafnri og drengilegri viðureign. Sígilt tákn þess hugarfars ,sem skelf- ur af ótta við allt sem nefnist heiðarleiki og jafn leikur. V. Myrkur þessara alda hvarf smátt og smátt fyrir ljósi nýs hugarfars ,sem notaði önnur vopn í baráttu sinni en exina eina saman — vopnavaldið, her- veldið. Þessi og önnur hryðjuverk liðna tímans voru endurminning um siðspillta tíma, sem aldrei gætu komið aftur. En allt í einu hrökkvum vér nútímamenn upp við það, að villimenska löngu horfinnar fortíðar myrkvar menningu einn ar stærstu menningarþjóðar heimsins. Hópar vopnaðra manna gera næturárásir á heimili helstu frjálslyndra mentamanna Þýska- lands, misþyrma þeim eða myrða eins og Snorra Sturluson 1241. Og hinn mentaði heimur er áhorfandi að því, að ung móðir er tekin af lífi með exi, fyrir þær sakir einar, að berjastgegn siðleysinu og fyrir menningu þjóðar sinnar. Þessi atburður, — þegar þýska nasistastjórnin lét hálshöggva Liselotte Her- mann, frá ungu barni sínu — tnun flestum enn í fersku minni. VI. Hér á landi er enn langt frá því að exin sé notuð til þess að vega andstæðinga með. En í ieinu mesta menningar- landi álfunnar tók rángjörn valdastétt exina að vopni til þess að útrýma með öllum þeim, sem best og djarfast hafa haldið uppi málstað menningar- innar og frelsisins. Valdastétt ,sem ekki þorir né ,þolir að veita fólkinu skoðana- frelsi, málfrelsi né einstaklings- frelsi. Allt frelsi var afnumið (nema fyrir fámenna valdastétt) og öllum ,sem börðust fyrir frelsi og réttlæti varpað í fang- elsi og fangabúðir, misþyrmt til dauða í fangelsunum, skotnir á flótta, eða teknir af lífi me9 exi. Þýski fasisminn tók upp hið gamla vopn, exina, til þess að aflífa með andstæðinga sína. Exina, sem aðrar menningar- þjóðir höfðu lagt niður. Hvarvetna fylgja fasismanum ofbeldi, blóð og morð. Blóð- öxii er tákn fas:smans, hins viltasta ofbeldis hiinar spiltustu valdastéttar, sem ekki þolirneitt frelsi ,sem útrýmir því með blóðexi, af því völd hennar byggjast á því, að „öxin og jörðin geymi“ alt frelsi, alla menningu. Þar sem fasisminn sigrar ræður blóðöxin ríkjum og baráttan fyrir frelsi telst landráð. En frelsi og menning verður tekki drepið með blóðexinni. Það er markmið tilveru mann- anna á þessari jörð og hl}hur alltaf að brjótast fram, fyrr eða síðar. En sé blóðexi fasismans látirr leika lausum hala, getur hún á skömmum tíma fellt og eyðilagt menning umargra kynslóða. pess vegna er það skylda hvers marms, sem ann frelsi, réttlæti og menningu, að grípa þegar til varnar og hefja sókn gegn fasismanum, gegn þeim flokkum og öflum, sem styðja. hann. Eða ætlið jiið að bfða, þang- að til helstu rithöfundar og menntamenn íslands verða leiknir eins og Snorri Sturlu- son? Bíða, þangað til stjórn- málamenn landsins, sem best Framhald á 4. síðu. Japan rambar á gjaldþrotsbarmi. HernQðarútgjöld aukastum helmmg Stríð Japana í Kína er dýr- asti ófriður ,sem Japanir hafa nokkru sinni átt í. Kínastyrjöld- in er þegar orðin 4—5 sinnum dýrari, en rússnesk-japanska stríðið. Japanir hafa aldrei stað- ið frammi fyrir slíkri fjármála- raun, sem þeirri, er Kínastyrj- öldin hefir leitt yfir jrjóðina. Innan skamms tíma er hernað- arkostnaðurinn orðinn 7,4 mill- jarðar, en það er um það bil þriðjungur af öllum þjóðartekj- um Japana, eins og þær voru 1937. HöfuðviðfangseíTii stjórn- arinnar er því að halda uppi fjárhag. landsins og forða því frá ríkisgjaldþroti. Áhyggjur japönsku stjórnar- innar eru þó fyrst og fremst, að hernaðarútgjöldin séu að vaxa. Fyrstu 9 mánuði ársins numu mánaðarleg útgjöld Jap- ana til hernaðarins 150 miljón- um yen. Síðan í apríl í vor hafa þessi útgjöld aukist um helming, og síðustu mánuðina hafa Japanir varið 300 miljón- um yen mánaðarlega til hern- aðarins í Kína. Af þessum á- stæðum fer hættan á gengis- hruni vaxandi. Til þess að forð- ast hrun verður japanska þjóð- in að „fórna“ og „vona“. Fjár- málaráðherra Japana, Ikeda, lýsti því nýlíega yfir í ræðu sem hann flutti, áð honum væri ó- mögulegt að verjast tára, þeg- ar hann hugsaði um fórnir at- vinnuveganna. Styrjöldin hefir orðið þess valdandi, að atvinnuleysi hefir aukist til mikilla muna, sérstak- Framh 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.