Þjóðviljinn - 08.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1938, Blaðsíða 4
S|S Ný/a fi'io sg Lögregíulcítín mikla, (BuIIets or Ballots) Afarspennandí ame- rísk mynd frá „Fírst Natíona* um víður- eígn lögreglunnar víð hín voldugu bófafélög í Ameriku, Aðalhlut- vrk leíka: Edvatrd G, Rokínson og Joan BlondelL Börn fá ekkí aðgang. -y* ^ ^ Orrboi*g!nni Næturlæknir Ólafur Þorsteinsaon, götu 4, sími 2255. Mána- Næturvörður -er í Reykjavíkur-apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Ctvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. .19.10 Veðurfregnir. 19.20 Resin dagskrá næstu viku. 19.30 Létt lög. 19.20 Endurvarp frá Khönf; framhald. þldÐVIUINH 19.40 1950 20,15 20,25 21,00 21,10 ur. 21,35 list. 22,00 Auglýsingar. Fréttir. Frá Ferðafélagi íslands Frá útlöndum. Lesin dagskrá næstu viku. Otvarpshljómsveitin leik- Hljómplötur: Andleg tón- Dagskrárlok. Happdrættið. I dag eru aðeins 2 söludagar (eftir í 7. flokki. Vínlandsferðimar. Þriðji og síðasti fyrirlestur prófessors Halldórs Hermanns- sonar um þetta efni verður haldinn annað kvöld ,kl. 8 í Oddfellowhúsinu. Öllum heirn- til aðgangur meðan húsrúm leyf ir. Bléððxí íasísmans* Framhald af 3. síðu. og djarfast hafa barist fyrir frelsi og menningu alþýðunnar, verða að sæta sömu örlögum og Jón Arason -og synir hans? Bíða, jjangað til íslenskar mæður, sem berjast fyrir vel- ferð bama sinna, verða: teknar af_ Iífi fyrir þær sakir einar, eins og hin unga móðir Lislotte Hermann í Þýskalandi fyrir skömmu síðan? Bíða, þangað til böðulsexi fasismans hefir útrýmt hinni gömlu menningu og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar? Nei! Hefjið sókn á hendur fasism- anum. Sé keypt í an slterrí. píélaqiá Kippið burt hendinni, sem reiðir upp blóðexí fasismans. Á þann hátt bjargið þið menn- ingu og framtíð mannkynsins. „Sturla í Vogum“ heitir nýútkomrn skáldsaga eftir Guðmund Gfslason Haga- lín. Er þetta mikið ritverk í tveim biiidum og hiið vandað- asta að frágangi.. Þorsfeinn M. Jónsson gefur bókina út. & Gamlal?>'io % Flfðtaodi p!l Gulífalleg og viðburðarík amerísk tal- og söngva- mynd, sem gerist, er olían fannst í Ameríku. Aðalhlutverkin Ieika hin- ir góðkunnu amerísku leikarar: Irene Dunne, Randolph Soott og Dorothy Lamour. Börn fá ekki aðgang. æsa í bikaversl. Heimskriaqlo! Höfum fengíð úrval aí nýjum erfendum bókum, skáldsöpr íerdasögur, æfísögur, o„ s.frv^ Laugaveg 38. Simí 5055». Bygöí n ga verkamenn, muníð að hafa með yhh- ur félagsshírteíní er þíð vítjíð vínnulauna á skiíf- stofu félagsíns. Athu$íð: Hér efiir verður engum borgað úf tiema að hann sýní sfeírteiní. Sfjém ¥étrkatnannaféL Dagsbrún Aðeins tveir söludagar eftir í 7. flokki. Happdrættlð Agatha Christie. 23 Mver er sá seki? —- Hver getur hafa verið hjá honum klukkan hálf tíu, spurði lögreglustjórinn. Það hefir ekki verið þér, herra — — — Blunt majór, sagði ég. — Hektor Blunt, tók lögreglustjórinn upp eftir mér, með virðingarhreiml í röddinni. Blunt lét sér nægja að jánka. — Mig minnir að ég hafi séð yður hér fyrr, sagði lögreglustjórinn. Ég þekkti yður ekkí strax. Dvöld- uð þér ekki hjá herra Ackroyyl í Ímaímánuðf í fyrra? — Júní, leiðrétti Blunt. — Einmitt í júní. En hvað ég ætlaði að segja. Þér liafið ekki verið inni hjá herra Ackroyd kl. hálf tíu í kvöld.? Blunt hristi höfuðið. — Sá hann ekki eftir mat, sagði hann. Lögreglustjórinn sneri sér aftur að Raymond. — Þér hafið ekki lieyrt neitt af samtalinu? — Ég heyrði rétt nokkrar setningar, sagði ritar- inn, — og þar sem ég hélt að herra Ackroyd væri að tala við doktor Sheppard, þótti mér þær harla einkennilegar. Mig minnir herra Ackroyd segja ein- mitt svona: „pað hafa verið gerðar svo freklegar kröfur til fjár míns nú undanfarið, að ég tel mig ekki geta orðið við þessari beið:ni“. Ég aðeins gekk — Eiginlega ekki. Ég var á leið til hans með viskí og sódavatn á bakka, en mætti ungfrú Flóru rétt utan við dyrnar á vinnustofunni, — hún stöðv- farmhjá, svo að ég heyrði ekki meira. En ég var dálítið hissa á þessu, af því að doktor Sheppard hvorki biður um Ián handa sjálfum sér né öðr- um, — bætti ég við. — Peningakrafa, sagði lögreglustjórinn íhugandi. Það getur orðið þýðingarmikil bending. Hann sneri sér að brytanum. Þér segið, Parker, að engum hafi verið hleypt inn um aðaldyrnar í kvöld“. — Já, ég stend við það. — Þá verður maðujr að álíta, að herra Ackroyd hafi sjálfur hleypt manninum inn. En þá skil ég ekki almennilega------- Lögreglustjórinn varð liugsi nokkra stUnd. — Það ieitt er víst, sagði hann loks, eins, og hann vaknaði af svefni, að herra Ackroyd var á lífi og í bestu velgengni klukkan hálftíu. Það er síðasta tímaákvörðunin, sem við höfum. Parker ræskti sig, og lögreglustjórinn sneri sér strax að honum. — Hvað, sagði hann hvasst. — Fyrirgefið, — ungfrú Flóra talaði við hann eftir það. — Ungfrú Flóra? — Já, herra lögreglustjóri, það hefir verið ná- lægt kortéri fyrir tíu. Það var seinna, sem hún sagði mér, að ekki mætti ónáða herra Ackroyd. — Sendi Ackroyd hana til yðar með skilaboð? aði mig, og sagði mér að ekki mætti ónáða herra Ackroyd. Lögreglustjórinn horfði nú á brytann með meiri athygli en áður, — En það var búið að segja yður áður, að ekki mætti ónáða herra Ackroyd, eða er ekki svo? — Jú, herra lögreglustjóri, Jú, það er rétt. — Og samt ætluðuð þér að fara inn til hans. — Ég var búinn að gleyma því, herra lögreglu- stjóri. Það er að segja — ég ætlaði að segja — ég færi honum á hverju kvöldi viskí og sódavatn um þetta leyti, og spyr þá um leið, hvort ég ieigi að gera nokkuð .fleira — og nú hélt ég — nú gerði ég þetta eins og venjulega, án þess að hugsa nánar út í það. Þegar hingað var komið tók ég eftir því að Park- er var grunsamlega óstyrkur. Hann skalf allur eins og hrísla. — Jæja, sagði lögreglustjórinn. Ég verð að hafa tal af ungfrú Ackroyd strax. Fyrst um sinn skulunr við láta allt óhreyft her í herberginu. Ég kem húng- að aftur þegar ég er búinn að heyra framburð ungfrú Ackroyd. Ég ætla samt að loka glugganum og krækja honuin. Að því búnu gekk hann á undan okkur úi( í liílu forstofuna. Hann leit hornauga til litla stigans, og sagði svo við lögregluþjóninn:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.