Þjóðviljinn - 13.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.09.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudagurinn 13. sept. 1938. ÞJOÐVILJINN * I Noregi vildi pað nýlega til að HETJULUND Eftflr Hsfftii Amdersen-NesB * MARTIN ANDERSEN-NEXÖ maður nokkur gekk fyrir annan mann á götunni og bað hann að gefa sér eldspitur. Tókust þeir því- næst tali og sá sem bað um eldspýt- urnar skýrð'i hinum frá því, að hann hefði hvergi þak yfir höfuðið um nóttina. Fylgdi hinn honum því að hóteli og leigði fyrir hann her- bergi um nóttina. Snemma næsta morgun, þegar hann ætlaði að fara af hótelinu, kom lögreglan og hand- tók manninn. Játaði hann brátt að hafa stolið 250 krónum úr vasa vel- gjörðarmanns sins um kvöldið. ** Frakkneskur herforingi hefir með einhverju móti komist yfir skjal, er sýnir hvað fyrir Hitler og Musso- lini vaki að gera í Afríku. — Hefir hann skýrt frönsku stjórninni frá þessu og er mælt að henni lítist ekki á blikuna. Skjalið ber með sér að Hitler og Mussolini hafi gert samning með sér um að leggja undir sig lönd í Afríku. I skjalinu er greint frá hvernig landinu sem þeir hugsa sér að vinna skuli skift milli Italíu og Þýskalands. Landið sem um er að ræða nær alla leið frá Tunis suður til Nigi. ria á vesturströnd Mið-Afríku. ** Senator Robert Reynolds frá Norður-Dakota brá sér nýlega norð- ur til Alaska. Á meðan hann stóð við í Seattle, er sagt, að hann hafi haft orð á því, að Bretland seldi Bandaríkjunum reim af vesturströnd Canada til þess að tengja Alaska við Bandáríkin og Bretland greiddi með þessu skuldir sínar við Banda- ríkin. Það kæmi sér eflaust vel fyrir Bandaríkin, að fá þann hluta af Canada upp í skuld Bretlands, en galljnn er sá, að Bretland mundi telja sjg hafa lítið boðmál yfir Canada, sem öðrum sjálfstjórmr- nýlendum sínum, er ekki þurfa mót vilja sínum að greiða eyrisvirði af viðskiftum við Bretland, þó ótrúlegt kunni að þykja. — Samband Cana- da við Bretland er vináttu- og ’vil- vildarsamband við krúnuna, en breska stjórnin hefir ekkert með það að gera. Og Canada skuldar Bretlandi ekkert svo að það þarf þessvegna ekki að selja hluta af landinu. Canada hlaut sjálfstæði sitt síðar en Bandaíríkin, en það, ásamt öðrum breskum nýlendum, hefir öðlast það nú í öllum aðal- atriðum eins ákveðið og þau sjálf. Senatorinn hefir ekki gáð að þessu. ** Dómarinn: hvernig dettur yðun í hug að fremja innbrot um hábjart- an daginn við eina fjölförnustu götuna? Ákærði: —- Eg var upptekinn á öðrum stað um nóit’na. Flðbksskiifsítfan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. cmraaaBHMHMBBBi Frá því í heimsstyrjöldinni hafa hugtökin diríska og hreysti á vígvellinum komist til nýrrar virðingar. Áður voru þetta ann ars og þriðja flokks eiginleikar í augum lýðræðissinnaðra manna, og voru gjarna tengd vissri tegund af einfeldni. Fram faramenn þeirra tíma viður- kendu ekki styrjaldir, sem leið til frama, hvorki á vegi ein- staklinganna né þjóðfélagsins sem heild. Ef til vill höfðuþeir fyr meir litið svo á, að ekki væri ósanngjarnt að styrkja efnahagsgrundvöll manna á visSum stöðum, með því að ræna á öðrum stöðum, fyrst mannkvnið fratnleiddi ekki nægi legt til þess að byggja upp menningu um allan heim Sá sem á oflítinn áburð, ber hann fyrst og fremst á frjóustu blett- ina, þó að það verði á kostnað allra hinna. En nú var fram- Ieiðslan orðin svo mikil, að menningargrundvöllur átti að vera fyrir hendi um allanheim. Það var ekki framar nein á- stæða fyrir nokkurt þjóðfélag að lifa á kostnað annara þjóð- félaga, það eina sem gat rétt- lætt slíkt var leti eða þrá t:l þess að sleppa sem auðveldast frá hlutunum. Hernaðarstefnan var fyrirbrigði, sem heyrði for- tíðinni til, það voru miðaldirn- ar, sem stungu upp höfðinu í nútímanum eins og illgresi, sem stingur upp höfðinu í ágætum akri. Menn kölluðu þetía prúss- neskan anda, og hann var væg- ast sag"t í litlum metum. Æru- hugtök hins prússneska anda voru hlægileg í augum Vestur- Evrópumanna. Sama máli gengdi um hólmgöngur þeirra og sverðsörin um þver og endi- löng andlit stúdentanna. Þau voru þeim að vísu meira virði en doktorsnafnbætur, en í aug- um framandi manna Iitu þessir stúdentar út eins og vanskapað- ir vesalingar sem voru bornir í þenna heim með alt of mörg- um munnum, sem þeir urðu að láta rifa saman. Svo kom heimsstyrjöldin, og hún kendi hinu altof auðtrúa lýðræði, að sá tími var enn ekki runninn upp að menn syðu skóflur úr sverðunum. Sáhern- aðarandi ,sem heldur viíl voga lífinu til þess að flá hrygglengj- una af náunganum, en vinnia að friðsamlegum störfum, gaus nú upp eins og logi á haug. Það var prússneski andinn, sem reið hér á vaðið, en mönnum virtist sem fulltrúar hins friðsama lýð- ræðis meðal stórveldanna yrðu léttir í vasa þegar til átakanna kom. Þeir töldu sig að vísu ekki vera menn til þess að byrja, en þeir höfðu ekkert við það að athuga, þó að andstæð- ingar þeirra byrjuðu. Heims- styrjöldin var ekki barátta um hásæti eða á milli trúar- eða kynfiokka, hún var hildarleikur sem átti að skera úr því, hver hefði mestan rétt til þess ac lifa á kostnað mannkynsins, styrjöld, sem skipti arðrárs- svæðunum. Með heimsstyrjöldinni koma hin hernaðarlegu heiðurshug- tök aftur til sögunnar og nýrr- ar virðingar. í opinberum skýrslum hernaðarveldanna, í skýrslum fréttaritaranna til blaðanna og fréttastofanna rek- umst við stöðugt á orðið „hreysti". „Hersv-eitir \orrr sýndu hreysti sem ekkert fekk staðist“, heitir það hjá báðum stríðsaðilum. Eða: „þó að stór- skotalið fiandmannanna brytj- aði niður hermenn vora, voiu hinar djörfu hersveitir ófáanleg ar til þess að hörfa undan og kusu fremur að gera áhlaup með byssustingjunum einum saman“ o. s. frv. o. s. frv.____ Þjóðverjar, Frakkar, Englend- ingar og Rússar. - Allir eru þeir samkvæmt fréttunum svo djarfir og framgjarnir, að merm fá ekki hugmynd um mannlega meðbræður, heldur flokk vill - hunda, sem toga vill ósjálfrátt í hlekkina til þess að geía ráð- ist að bráð sinni. Venjan er sú, að hver hernaðaraðili gef- ur sjálfum sér slík hreystivoit- orð, en hitt ber þó við að vott- orðin koma frá fjandmönnun- um, einkum ef þeir hafa beð- ið eftirminnilegan ósigur. Menn auka sína eigin verðleika með því að mikla sein mest þámót- spyrnu, sem var þeim ofurefli. í heimsstyrjöldinni skor.i her mennina ekki þann eiginleika að láta keyra sig áfiam eins og vel vanda veiðihunda. En át i þetta nokkuð skylt við d’rfs! u og hreysti? Maður á erfiit með að setja þessi hugíök í sam- band við menn sem hafa hern- að að æfistarfi. Sérhverri siarfs grein fylgja sínar sérstöku hætt ur, sem menn verða að mæta án þess að gera sér von um hreystiverðlaun. sjómaðurinn hefir allsstaðar möguleika áþví að sigla skipi sínu til grunns. Verkamaður, sem vinnur í brennisteinssýruverksmiðju veit að honum verður þar ekki 10 ára starfsæfi auðið. Líftrygging flugmannsins kostar mörgum sinnuin meira fé en skrifstofu- mannsins, svo miklu meiri hætta fylgir starfi hans. Allar hafa þessar starsgreinar þó sinn iil- gang, án þess að mér detti í í hug að nota um þær hásíig lýsingarorða. Sú hætta, er fylg- ir starfinu kemur upp í vana og menn hætta að veita henni eft- irtekt. Viðgetum hugsaðokkur dýra- temjara, sem er að gefa ljón- unurn bak við fjölleikasviðið. Línudansmey svífur fram hjá honum. Dýratemjarinn stenst ekki fegurð hennar, tekur hana í faðm sinn og kyssir. Kona dýratemjarans kemur að í sama bili og hann veit, að hún muni taka honum óþyrmilegt tak. Mannaumingjanum verður það fyrst fyrir að flýja inn í búrið til ljónanna. Hann veit, aðþang að þorir hún ekki að fylgja honum, imn í búrið, svo að hún verður að ausa út heift sinni fyrir utan grindurnar. Hver er hinn djarfi í þessum leik, mað- urinn sem er hræddur við konu- sína en ekki ljónin? Ljónin mundu strax rífa konunasund- ur, sem ljónatemjarinn er hræddur við, en þau hafa sínar ástæður til þess að gera honum ekkert mein. Eða er hetjunnar að leita í hlutverki konunnar, sem lítur á ljónatemjarann, eins og hvern annan ræfil, þó að hún sé hrædd við ljónin, sem hann hefir tamið. En sleppum ö!lu gamni. Dirfska og hreysti eru aflur orðin mál dagsins. Hin „rétt- 'látu“ lýðræðissinnuðu blöð eru jafn örlát á hreystiorðar lýs- j ingar, hvert sem það eru Márar | Francos eða sjálfboðaliðar í ! þjónustu spönsku stjórnarinnar | sem ieiga í hlut. Geri þau nokkr ar undantekningar eru það helst ítalir sem eiga hlut að málL Það er nú einu sinni komiðupp í vana, að telja þá lélega her- menn. Og það þýðir ekki að- eins á máli hermenskunnar — að þeir séu lélegri en aðrir i menn. En þetta skyldi nú ekki | vera öfugt? Skyldi ekki einmitt I sá maður, sem sendur er út á j vígvellina til þess að berjast v fyrir máli sem honum kemur ekkert við vera þeim mun meiri maður sem hann er lélegri her- maður? Ég vil benda á eitt dæmi sem skýrir þetta hvað ítölsku þjóðina snertir. Ámeð- an Italir reynast svo lélegir her- menn, að orð er á gert í liði Francos, berjast nokkur þúsund ítalskra hermanna í liði hinnar löglegu spönsku stjórnar. Þess- ir menn eru annaðhvort flótta- j menn frá ítalíu eða strokumenn j úr liði Francos. Margir þessara ! ítala eru í hópi hins besta liðs- j kosts, sem spanska stjórninhef ir á að skipa, og þeir áttu ekki óverulegan þáft í ósigri Musso- lini og ítalanna við Guadalajara Sá ósigur var fyrst og fremst að þakka ítalskri frelsisþrá. Það var ítalska Garibaldasveilin, er þar sótti fram í broddi fylking- ar og rak ítölsku innrásarher- ina á flótta eins og fætur þeirra toguðu. Hér getum við ef til vill fyrst talað um dirfsku, þ? sem hernaðarandinn er ekki kominn af vana, heldur sjálf- stæður og vaxinn upp úr mark_ vissri íhugun. Ef lýðræðisöflin vilja sigrast á afturhaldinu verða þau að ryðja til hliðar fornu mati, svo sem því, að það sé dyggð að drepa menn, án nokkurs tillits í hvaða tilgangi það er gert. Við verðum að skapa ný heið- urshugtök, þar sem gengið ér út frá friðsamlegum störfum. Hernaðarhreysti eru minjar lið- ins tíma, þegar sá þótti meiri maður, sem rændi arðinum af striti annara, en sá sem vann sjálfur í sveita síns andlitis. Hugtakið á heiina innan þröngra takmarka en ekki á sviði mannlífsins sem heild. Nútímamaðurinn þekkir aðeins eina dirfsku og það er sú, að hafa skifti á byssunni og plógn- um og ganga í stríðið til þess að verja rétt sinn til friðsamra starfa. Meðalmennirnir létu reka sig frá friðsamlegum störfum og út í ófriðarbálið, en þeir höfðu engan áhuga fyrir styrjöldinni. Hernaðarsinnarnir hafa logið því að okkur að þeir hafi grip- ið vopnin með fögnuði til þess að fá að verja föðurland sitt.. Það varð að Ijúga mörgu og miklu að almenningi, áður en hann fékkst til þess aci trúa því, að framtíð ættjarðarinnar væri á vígvöllunum í stað þess Framh. 3. síðu_

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.