Þjóðviljinn - 14.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.09.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Miðvikudagurinn 14. sept. 1Q38. BUÓOVIUINN Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjórl: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Liugaveg 38. Sími 2184. Kemur 6t alla daga ncma mánudf^a. Aski iftargjald á mánuði: Reykja* ík og nagrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura ejmakió. Víkingsprent, Hverfispötu 4. Sími 2864. Víðbúnaður Islendínga* Það efast enginn um það, að heimurinn hefir aldrei verið nær því en nú, að steypast út í einn allsherjar hildarleik. I raun og veru. hefir gengið á sífelldum styrjöldum víðsvegar um heim, síðan Italir hófu inn- rás sína í Abessiniu. Sú styrj- öld snerti okkur Islendinga ekki mikið beinlínis, en hún kom þó fjárhag ítalíu í svo mikið öngþveiti, að saltfisksmarkað- urinn brást þar í landi að miklu leyti. Sama máli gegnir um Spánarstyrjöldina. Hún lokaðí fiskmarkaði okkar þar um nokkurt bil. ' Við íslendingar getum því ekki talað um, að þessar styrj- aldir hafi ekki snert hag þjóð- arinnar á margvíslegan hátt og skilið eftir seingróin sár. En allt hefir það verið barnaleikur einn hjá því sem verða mundi ef Hitler heppnaðist nú að hleypa allri Evrópu í bál. Þá fyrst fengju íslendingar alvar- lega að kenna á verkum fas- ismans. Það er ekki svo auðvelt að segja, hver hin beinu áhrif heimsstyrjaldar yrðu hér heima í einstökum atriðum. Eitt er víst, að verðlag myndi fara upp úr öllu viti og óheyrileg dýr- tíð verða í landinu. Þá má og telja líklegt, að örðugt reyndist um alla innflutninga, ef þeir beinlínis tepptust ekki að meira eða minna leyti. Þetta eru allt dæmi, sem við þekkjum frá síðustu heimsstyrjöld, að því viðbættu að ís- Ienzki togaraflotinn var ófrið- helgur, þar sem hann átti leið um höfin, og kom það fyrir, að íslenzkir togarar voru skotn- fr í kaf af Þjóðverjum, er þeir freistuðu að selja afla sinn. Þeir, sem nú eru komnir nokkuð til ára, muna eftir mat- arskortinum, sem varð í land inu og matvælaúthlutunarfarg- inu. En eins og allar líkur benda til þess, að sú styrjöld, seni nú getur brotizt út á hverjum degi, verði það grimm, að síð- asta heimsstyrjöld verði barna- leikur til samanburðar, eins munu og áhrif hennar hér á landi vaxa í svipuðum hlutföll- um. En hvað hefir íslenzka þjóð- in gert til þess að standast at- SamDingar teyrjadir mllll „Skjaldbornariiraar" og fhaldslns á Norðflrði. Kýs Jénas Guðmundsson að Norðíífðí sé sfjésrnað eftíir bæfairniálasfefnusfeirá íhaldsíns? Kommúnistum var það ljóst fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar á Norðfirði að enn var kosið á milli yfrráða íhaldsins og al- þýðunnar í bæjarmálum Norð- fjarðar. Skjaldborgin vildi gera lítið úr þessari röksemd og telja hana markleysu eina. Það væri ekki barist um yfirráð íhaldsins eða alþýðunnar, heldur hítt að gera kommúnistá og samein- ingarmenn Alþýðuflokksins á- hrifalausa um málefni bæjar- ins. Gegn þeim var eldinum beint, hótunum um að peninga- stofnunum landsins og ríkisvalti ið slitu sambandi við bæjarfé- lagið, ef kjósendur greiddu ekki atkvæði eftir fyrirskipunum Jón asar Guðmundssonar og Finn- boga Rúts. Vitaskuld fólst í þessu ekk- ert annað en bein hótun um að Skjaldborgin ætlaði sér að taka upp samvinnu við íhaldið um bæjarmál Norðfjarðar. Eins og sakir stóðu á Norðfirði voru aðeins tveir möguleikar fyrir hendi, samvinna beggja verk- lýðsfl., sem eru í hreinum meirihluta, eða að Skjaldborgin og íhaldið sameinuðust ásamí Framsókn um stjórn bæjarins. Kjörorðið, stjórn alþýðunnar eða íhaldsins á Norðfirði var því í sínu fulla gildi. Það kom þegar í ljós fyrir kosningar ,að íhaldið var farið að reikna með samvinnu við „Skjaldborgina". Á kjósenda- fundi sem haldinn var fáum dögum fyrir kosningar lýstu Sjálfstæðismenn því yfir, að ef þeir ættu að styðja Skjaldborg- ina og veita henni brautargengi við bæjarstjórakjör, yrði að lögu slíks vágests? pví er í raiuti og veru bezt að svara með orðinu „EKKERT". Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa gert víð- tækar ráðstafanir til matvöru- kaupa, ef heimsstyrjöld skyldi brjótast út. Við íslendingar höf- um „sett málið í nefnd", sem á að vera ríkisstjórninni innan handar með ráðum og dáð. Þjóðviljinn átti fyrir nokkru tal við formann nefndarinnar. Hann kvað nefndina hafa athug að ýmsa möguleika og sagði að hún mundi gera sínar tillög- ur til ríkisstjórnarinnar. En formaðufinn dró í rawn og veru engar dulur á, að ekkert væri hægt að gera vegna skorts á lerlendum gjaldeyri. Heimsstyrjöldin getur skoll- yfir í dag eða á morgun, og Islendingar hafa enn ekki gert neinar ráðstafanir til þess að mæta afleiðingum hennar. taka fult tillit til bæjarmála- stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. petta var heldur ekki léiigi að koma á daginn. Fréttir frá Norðfirði í gær herma, að Skjaldborgin sé þegar búin að gera íhaldinu munnlegt t'lboð um samvimiu við bæjarstjórn- arkjör, og að íhaldið hafi svar- að um hæl með skriflegu til- boði úni bæjarmálasamviinnu í þess anda. Kommúnistar og sameiningar menn Alþýðuflokksins á Norð- firði munu vafalaust gefa Skjaldborgarmönnum kost á samvinnu um bæjarmálin, til þess að hægt sé að forða frá áhrifum íhaldsins til þess að hægt sé enn að viðhalda yfir- ráðum alþ_ýðunnar á Norðfirði. Það mun ýmsum þ}'kja furðu- legt, ef Jónas Guðmundsson og klíka hans hugsar gott tilsam- vinnu um bæjarmálastefnuskrá íhaldsins, ekki hafa lýsingar hans verið svp fagrar á fortíð Norðfjarðar undir stjórn íhalds- ins. En hitt er víst, að íhaldið hefir svarað samvinnútilboði Skjaldborgarinnar með öðru samvinnutilboði. Samningar eru þegar hafnir milli þessara aðila, hvað sem úr þeim kann annars að verða. I dag er sú spurning til um- ræðu, ekki aðeins á Norðfirði, heldur um land alt. Æílar Skjaldborgin að taka upp sam- vinriu við íhaldið eða ætlar hún að leita samvinnu við verkalýð- inn á Norðfirði um stjórn bæj- arins? Þessari spurningu verður Skjaldborgin að svara bráðlega ef hún ekki efnir til nýrra kosn- inga, sem engu mundi breyta. En sú staðreynd, að Jónas Guðmundsson og kumpánar hans eru þegar farnir að leita hófanna um samvinnu við íhald ið spáir engu góðu, en s)'nir hinsvegar glegst hvert stefnir fyrir „Skjaldborginni". Leiðir hennar og leiðir íhaldsins eru hættar að skerast, og teknar að Hggja að sama marki. Þrír togarar koma til Hafnarfjarðar nm miðfsn októner i kanst. Geíf Zoega hefíir feeypí þá aí Hell- yers Bros og hafa þeír áður veríð gerðír úf frá HafnairfírðL Geir Zoega kaupmaður í Hafnarfirði hefir fest kaup á þremur enskum togurum og koma þeir hingað upp um miðj- an október og verða þeir gerð- ir út frá Hafnarfirði. Togarar þessir voru áður eign Hellyers ^ros og vioru þ«ir á sínurrí tíma gerðir út frá Hafnarfirði meðan Hellyers rak þar útgerð. Fór Geir Zoega út í fyrradag til þess að ganga endanlega frá kaupunum. Allir togararnir eru bygðir árið 1915 og eru þeir því yfir tuttugu ára gamlir. Tveir þeirra „Ceresio" og „Kings Grey" eru 189 smálestir, en sá þriðji „Earl Kitchener" er 162 smálestir. Skipin eru talin í góðu á- standi og voru þau klössuðupp árið 1935. Skipin verða greidd m^eð jöfnum afborgunum á 10 árum og hefir Gjaldeyris- og innfl- nefnd gefið Geir Zoega leyfi til þess að ráðstafa tilteknum hluta aflans til greiðslu á af- borgunum, vöxtum og vátrygg. ^ngu í Englandi. Um skipakaup þessi er auð- vitað gott eitt að segja úJi af fyrir sig. Við útgerðina skap- ast vinna fyrir fjölda manna og mun ekki veita af þ\$ í Hafnar- firði, þar sem atvinna hefirver- ið mjög takmörkuð að undan- förnu. En hitt má þó vafalaust full- yrða, að heppilegra hefði ver- ið að kaupa nýrri skip en þessi. Á undanförnum tuttugu árum hafa orðið mjög miklar breyt- jngar á gerð skipa, og hafa þær fyrst og fremst miðað að því, að gera þau ódýrari í rekstri> FlðkkssbrifstifaB er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. Fískírækf á Vesfurlandí, Ólafur Sigurðsson frá Hellu- landi ráðunautur um fiskirækt, er nýkominn til Reykjavíkur úr ferð um Dala- og Barðastranda sj'slu, þar sem hann var að at- huga skilyrði fyrir lax- og sil- ungsveiði. í Dalasýslu — sagði Ölafur Sigurðsson — eru þegar nokkr- ar góðar laxár, og er komið nokkuð áleiðis stofnun félags- skapar um þær sumar, t. d. Laxá og Miðá, en Haukadalsá er leigð til stangaveiði. Á Fellsströnd og Skarðsstr. eru nokkrar ár, sem virðast hafa skilyrði til þess að gela orðið góðar laxveiðiár. Má. einkum nefna Kjarlaksstaðaá. I henni er þó foss, sem þarf að gera laxgengan, því að ofan til í ánni — fram( í dalnum — eru aðaluppvaxtarstöðvarnar — en undir því er mest komið, að þær séu góðar. í Reykhólasveit !er t .d. Lax- á, og á svæðinu frá Reykhóla- sveit að Patreksfirði eru um 20 stærri og smærri ár, sem hafa verið mjög góðar silungsár og ættu sumar að geta orðið góð- ar laxár, ef lax væri fluttur í þær, — Mest ríður á því, sagði Ólafur Sigurðsson — að hlífa þesum litlu ám við ádrætti, einkum þó efra hluta þeirra. En til þess að það geti orðið, þarf skilningur manna að aukast á Iifnaðarhátíum þessara nytja- fiska. — Tilgangur ferða sem þessarar er auðvifað í fyrsta lagi sá, að sjá með eigin aug- um skilyrði ö!l og staðhætti og í öðru lagi að leiðbeina mönn- um og opna augu þeirra fyrir nauðsyn og nytsemi fiskirækt- 'ar í ám og vötnum. — F.O. Efní sem varða isba úívatpímu Klukkan 20,20 eftir íslenskum tíma á morgun les frú Agnete Kamban upp nýja smásögu eft- ir Kamban og á föstudaginn kemur kl. 17,35 eftir íslensk- urn tíma flytur dr. Niels NieL sen fyrirlestur um náítúru ís- lands. Sama dag kl. 13 eftir íslenskum tíma verður leikið í danska útvarpið leikrit um Ber- tel Thorvaldsen í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Thor- valdsen kom til Kaupmanna- hafnar. Höfundur leikritsins er núverandi forstjóri Thorvald- sens-safnsins. — F.l'J. Hjúskapur. Nj'lega voru gefin saman í hjónaband Irma Weile-Barka ny söngkona og Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðurn. Enn- fremur voru gefin saman í hjónaband nýlega Auður Jón- asdóttir (Jónssonar) og Stein- þór Sigurðsson menntaskóla- kennari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.