Þjóðviljinn - 14.09.1938, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.09.1938, Qupperneq 4
aps [\íy/a íi'io ss Heiða. Ljómandi falleg amerísk kvikmynd frá Fox, gerð eftir hinni heimsfrægu sögu með sama nafni eft- ir Johanne Spyri. Aðalhfutverkið, Heiðu, leikur undrabarnið shirley temple, ásarnt Jean Hersholt, Mady Christians o.fl. Sagan um Heiðu litlu hef- ir hlotið hér miklar vin- sældir í iþýðingu frú Lauf- eyjar Vilhjálmsdóttur. Sýnd í kvöld kl. 6 fyrir börn og kl. 9 fyrir full- orðna. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. Or'bopgsnn! Næturlæknir Björgvin Finnsson, Vestur- götu 41, sími 3940. Næíurvörður ier í Ingólfs- og Laugavegs apófeki. Ctvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Frönsk lög 19.40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20,15 Útvarpssagan. þlÓOyiLJINN ffifnmnnniiHiiwgBaBBtiiiMBBittuiPii iitnmnwfaimiii ii iim iiiinii iir si«wwiTO^T«iiiTPVy^HWi>wiiiHm 20,45 Hljómplötur: a. Lög eftir Grieg. b. íslensk lög. c. Lög leikin á ýms hljóð- færi. 22,00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til útlanda. Goðafoss er á leið til Ham- borgar frá Leith, Brúarfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Dettifoss var í Stykkis- hólmi í gær, Lagarfoss er ýí Kaupmannahöfn. Selfoss var í Keflavík í (gær. Frá höfninni. Togarinn Rán kom hingað í gær til þess að taka ís. Nýja Bíó sýnir ennþá kvikmyndina ,,Heiða“. Myndin er tekin eft- ir sögu Johanne Spyri, semhef- ir verið gefin út á íslensku í þýðingu frú Laufeyjar Vilhj.- dóttur. Aðalhlutverkið í mynd- inni leikur Shirley Temple. Ríkisskip. Esja kom til Reykjavíkur unr hádegi í gær og fer í strand- ferð n. k. föstudagskvöld. Súðin var væntanleg til Bakka fjarðar kl. 5,30 sd. í gær. Kföíum Henleísis hafaiaö. Framh. af 1. síðu. Tékkóslóvakíu — þá sé búist við að Henlein .krefjist slíks þjóðaratkvæðis á morgun. Neyðarráðstafanir þær ,sem tékkneska stjórnin hefir fyrir- skipað samkvæmt þar að lút- andi lögum, hafa nú verið látn- ar ná til þriggja héraða í við- bót við þau' átta, er áður var getið. í dag hafa verið drepnir 12 menn í allskonar óeirðum í Tékkóslóvakíu (íslenskur tími 7,30) af þeim eru átta Tékkar og fjórir Súdetar. Utanríkismálaráðherra Tékkó slóvakíu átti viðræðu í kvöld við sendiherra Frakka, Rússa Breta og Júgóslava. Breski sendiherrann í París • hefir i dag átt viðræður við forsætisráðherra Frakka, og Bonnet utanríkisráðh. Frakka. Fór sú viðræða fram um það leyti, sem fregnir um svar tékkneskiv stjórnarinnar, viðúr- slitakostum Súdeta vorukomn- ar fram. Um sömu mundir átti utanrík ismálaráðherra Frakka viðræð- ur við sendiherra Póllands í París. Kommilnístar vínna þíng- sætí í Svlþféð KHÖFN í GÆRKVÖLDI FÚ. INGUNUM til efri ar sænska þingsins í Vestur-Botni og Norður-Botni unnu jafnaðarmenn 2 þingsæti og kommúnistar 1. Hægri fl. tapaði tveimur og þjóðflokkur- inn einum. . Annars fara kosningar fram í flestum héruðum Svíþjóðar um n. k. helgi. KosningabarJ áttan er óvenju hörð þar sem nokkrar líkur þykja til þess, að jafnaðarmenn fái hreinan meirihluta á þingi án aðstoðar bændasambandsins. Sænska stjórnin hefir kall- að nokkura landbúnaðarsér- fræðinga til þess að vinna með fjárhagsnefnd sænska ríkisins, og landvarnarmálanefnd, að því að ákipuleggja landbúnaðinn og breyta rekstri hans, ef ófriðar- ástæður geri slíkar ráðstafanir nauðsynlegar. llppreísnarfíl" fatsníir Sádeia. (Frh. af 1. síðu.) mærunum. Gekk svo allur hóp- (urinn í fylkingu yfir landamær- in og til næstu þýsku borgar og var tekið þar með miklum fögnuði. í öðrum landamærabæjum hefir verið ráðist á pósthús og járnbrautarstöðvar og aðrar mikilvægar byggingar með hótunum um að taka þær í Ný bók: Sandhéla-Pétnr er homín í bóhaverslanír. Yerð í bandí hr. 4,50. Óbundín hr. 3,75. Aðalútsala hjá Bamablaðínu „Æshan". Hafnarstrætí (Edínborg) Gamla rbió % MíIIc Maríe <>« fc?í afar fjörug dönsk gaman- mynd. Aðalhlutverkin þrjú leik- ur hin góðkunna leikkona MARGUERITA VIBY Aukamynd: KRÓNPRINSHJÓNIN HEIMSÆKJA ISLAND. OL mi 'VýiTm Esfa fer austur um land til Siglu- fjarðar n. k. föstudag kl. 9 .« d. — Flutningi veit móttaka í dag og fram til hádegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtferð. sínar hendur fyrir fullt og allt, en lögregluliðið hefir enn sem komið er komið í veg fyrir slíkt. í Edger urðu alvarlegustu ó- leirðirnar. Var það í gærkveldi, þegar Súdetar höfðu safnast saman til þess að hlýða á ræðu Hitlers. Fregnum ber ekki sam- an um manntjón, en sumar fregnir segja, að 6 menn hafi verið drepnir, en um 20 særst. Tékkar segja að Súdetar hafi átt upptökin. Nýtt skeyti frá Prag hermir að mjög alvarlegur atburður hafi orðjð í Falkenau. Þar voru þrír hermenn úr tékkneskcf hernum drepnir með þeimhætti að Súdetar skutu á þá. Agatha Christie. 27 Hver er sá seki? Mér þótti hanin gera fremur lítið úr mér. Ég les þó leynilögreglusögur og glæpafrásagnir dagblað- ainn,a!, og ier auk þess varla fyrir neðan meðallag að gáfum. Ef hann hefði séð táför á hnífsskaftinu h'efði ég sennilega sýnt af mér tilhlýðilega undrun og virðingu. Ég held að lögreglustjóranum hafi þótt það við mig, að ég skyldi ekki láta í Ijós aðdáun á skarp- skygni hans. Hann tók vasann og bað mig að kóma með sér inn í biljarðherbergið. Ég ætla að spyrja herra Raymond hvort hann kannist við rítinginn. Hann læsti ytri hurðinni á eftir okkur, og við gengum yfir í bíljarðsherbergið. Par hittum við Geoffrey Raymond. Lögreglustjórinn sýndi honum morðvopnið. — Hafið þér séð þenna ríting fyrr, herra Ray- mond? — Ha — já, þetta er svo sannarlega gjöf frá Blunt til herra Ackroyds. Rítingurinn er frá Marokk’o, jn-ei, Túnis. Var morðið framið með hon'um? Það var þó merkilegt. Ég skil ekki í því að hér um slóðir geíi verið til tveir slíkir rítingar. Má ég ná í Blunt majór? Hann flýtti sér út án þess að bíða eftir svari. — Besti drengur ,sagði lögreglustjórinn. Hann ber með sér einlægnina og heiðarleikann. Um þetta var ég hanum sammála. í þau tvö ár, Sem Geoffrey Raymond hafði verið ritari Ackroyds, hafði ég aldrei hitt hann öðru vísi e;n í góðu skapi. Auk þess var hann ágætur ritari. Rétt á eftir komu þeir inn saman, Raymond og Blunt. < — Þetta var rétt hjá mér, sagði Raymond ákafur. Það er Túnis-rítingurinn. — En Blunt majór er ekki búinn að sjá hann, skaut lögreglustjórinn inn í. — Ég sá hann strax þegar ég kom inn í vinnustof- una, sagði Blunt með sinni venjulegu hægð. — Þér þektuð hann þá strax? Blunt kinkaði kolli. — Þér sögðuð ekki neitt um það, sagði lögreglu- stjórinn tortrygnislega. — Það var ekki stundin til þess, sagði Blunt. Maður getur gert ýmsan óleik með því að glopra út úr sér öllu sem maður veit. Hann horfði rólegur í augu lögreglustjórans, er varð nú fyrri til að líta undan. Hann bar vasann1 með rítingnum yfir til Blunts. — Eruð þér alveg vissir um þetta, herra? Þekkið þér rítinginn ábyggilega? — Já, á því er enginn vafi. — Hvar var rítingur'inn geymdur? Vitið þér það? Raymond svaraði. — í silfurgripaborðinu í dagstofunni. — Er það mögulegt,' sagði ég. Hinir litu nú allir iil mín. — Já, læknir, sagði lögreglustjórinn. Ég hikaði. — Hvað ætluðuð þér að segja, sagði lögreglu- stjórinn. — O, það er varía neitt merkilegt, sagði ég af- siakandi. Mér Idatt í ihiug að þegar ég kom til kvöld- verðar hingað í kvöld, og stóð úti í förstofunni, heyrði ég lokinu á silfurgripahurðinni ‘ skelt aftur Ég sá að andlit lögreglustjórans varð tortryggilegt. — Hvernig gátuð þér vitað að það var lokið á.silf- urgripaborðinu? Ég varð að útskýra þetta nákvæmlega, það varð löng og leiðinleg útskýring, sem ég vildi helzt hafa sloppið við að gefa. Lögreglustjórinn hlustaði á mig án þess að grípa fram í fiyrir mér. — Lá rítingurinn á sínum stað, þegar þér lituð niður í borðið? spurði hann. — Það veit ég lekki, sagði ég. Ég man ekki eftir því að ég tæki leftir honum. En þar fyrir getur hann hafa legið þar allan tímann. — Það er best að kalla á ráðskonuna, sagði lög- reglustjórinn. Nokkrum mínútum síðar kom ungfrú Russell. Par- ker hafði kallað á h;ana. — Ég held ekki að ég hafi komið nálægt silíur- gripaborðinu, svaraði hún spurningu lögreglustjór- ans. Ég fór ]>angað inn til að gæta að hvort blómin hefðu verið vökvuð. — Ójú, nú man ég það, — silf- urgripaborðið stóð opið, — en það átti ekki að vera, ég lokaði því um leið og ég gekk fram' hjá. Hún horfði hvast á lögreglustjórann. — Jæja, sagði lögreglustjórinn. Getið þér sagt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.