Þjóðviljinn - 16.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.09.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 16. sept. 1938. ÞJOÐVILJINN !W> Nasreddin átti einu sinni að fara með 10 asna til bæjarins. Hann se'.t- ist á bak einum peirra og rak hina á undan sér. Á leiðinni kom honum til hugar að gæta þess, hvort asnarnir væru allir. Hann taldi og taldi, og hvern- ig sem hann fór að, fekk hann aldrei út nema níu, af því að hann taldi aldrei asnann, sem hann sat á. Skyntíilega sá hann skyssu sína, hlji óp af baki og taldi á nýjan leik. — Það veit guð, þó að nú sá heitt, vil ég mikið heldur ganga og reka asnana tíu en að ríða einum þeirra og vera i stöðugum óttó um að einn sé týndur. ** Franskt tímarit „Marianne" heftr skrifað grein um það, hvað rétttrú- aður nazisti má ekki gera, ef hann verður veikur. Qrein þessi er skrif- tið i tjlefni af því, að læknum af Gyðingaættum hefir verið bannað að stunda lækningar í Þýskalandi. • Nasisti sem þjáist af hjartasjúk- dómi, má ekki nota digitalis, því' að það lyf er iundið af Qyðingn- um Ludwig Traube. Hafi harn tann- pínu, má hsnn ekki neyta lyfja sem innihalda kokain, því að það var fyrst notað til lækninga af Gyðingn um Salomon Striker. Hafi hann taugaveiki, verður hann að sneiða hjá Widals og Weills aðferðinni, og hann má ekki nota insulin, hvað mikið sem hann þjáist af sykur- sýki. Insolin var fyrst notað til lækninga af Qyðingnum Mikovsky. Antipyrin og Pyramidon, alþekt lyf vio höfuðveiki, hljóta af sömu á- stæðum að vera bannlýst í húsi hvers raunverulegs nasista, þéssi meðul voru fyrst búin til af Gyð- ingunum Spiro og Eilege. Þá get- ur enginn þýskur aríi staðið sig írekar við að iáta rannsaka blóð sitt með Wassermarns-svöruninni. ** Dani var á ferði í Þýskalandi og kom inn í bókabúð og spurði eftir „Buch der Lieder“ eftir Heine. Honunr var sagt að bókin fengist ekki, og þegar mannauminginn varð undrandi yfir að heyra þetta var honunr sagt, að Heine var Gyðing- ur. Hinsvegar kváðust þeir hafa mikið af ágætum ljóðum eftir þýzka höfunda. Þegar Daninn kom heini sagði hann frá þessu og stökk þá Nord- schleswigsche Zeitung upp á nef sér og kvað Þjóðverja eina ráða því, hvaða bækur væru seldar í þýzkum bókabúðum. ** Eftir sameiningu Þýzkalands og Austurríkis minnkaði mjög um ferðamannastraum þann, er áður var til landsins. Hótelin hálf tæmd- ust, en hvarvetna í þeim blasti við upphrópunin: „Ein þjóð, einn andi, einn foringi“. Svo hafði einhver gamansamur náungi bætt aftan við: „einn gestur“. Flobksskrifsíofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld -ykkar skilvíslega. Eer Sovðtrikfanna i Anstnr-Asín og foringl hans, Vassllt SMloher. lapönsku sffíðsæsingameimírnír mmm fá síg fnllfeynda ef þ@ír voga að ráðasf á verkfýðsríMð* Japanski fasisminn hefir ótví- rætt látið afstöðu sína í ljós til komandi heimsstyrjaldar, og mun engum hafa á óvart kom- ið. Japönsku friðrofunum í Aust ur-Asíu er ekki nóg að kveikja -eld ófriðarins þar í álfu, held- ur þykjast þeir þess umkomnir að varpa eldsneyti á glæðurnar í Evrópu. Yfirlýsing japönsku stjórnarinnar um það, að Japan sé reiðubúið til baráttu með Hitlers-Þýskalandi „gegn kom- múnismanum“, þýðir það að Japan ætli að steypa sér út í enn víðtækari æfintýrapólitík en árásina á Kína. Er þá varla um annað að ræða en endurtekning árásarinnar á Sovétríkin, að- eins í margfalt stærri stíl en í sumar. Japönsku iðnaðarherrarnir hafa löngum girnst austustu Asíulönd 'Rússa. Þá langar ákaft í kolanámurnar í Sútsjan (bær fyrir norðan Vladivo- stokk), viðarauðlegð sléttuskóg anna og gullið úr Amúr-hérað- inu. Það er eins og Japanir eigi erfitt með að gleyma því, að meðan stóð á rússnesku borg- arastyrjöldinni höfðu þeir þessi lönd — Kyrrahafslönd Sovét- ríkjanna, á valdi sínu, rúðuland ið og kúguðu íbúana. Japansk- ur her, 120 þús. manns, hélt landinu í fjögur ár, og stjórn- aði því með dæmafárri grimd. Rauði herinn var þá í sköpun, illa æfður og sk-orti flest það er þarf til nýtísku hernaðar. En samt tókst honum ,með alt að ofurmannlegri áreynslu að hrekja hinn albúna her Jaþana burt úr landinu. Hægt en örugt sótti her verkamannanna og bændanna til austurs, sigrandi hvítliðaflokkana, er Síbería var morandi af, og ekki var staðar numið fyrr en á strönd Kyrra- hafsins. Kyrrahafslöndin komust und- ir Sovétstjórn, -og ólíklegt er að þau verði það ekki fram- vegis. En svo er að sjá, að japönsku herf-oringjarnir hafi gleymt reynslu þeirra-ára, að þeirskuli nú hugsa til árásar að nýju, á þ-etta sama land, og gegn þeim Rauða her er skapaður hefir | vterið á þeim 20 árum, sem Fð- i in ern frá 1918. Vegna þeirrar stöðugu hættu er vofað hefir yfir austurlanda- mærum Sovétríkjanna, hefirver ið lögð mikil áhersla á að gere: þau sem viðbúnust árásum. Fyr ir tíu árum síðan var myndaður sérstakur her, Austur-Asíuher- inn, til verndar þessum landa- mærum. Til hans hefir ekkert verið spárað, enda mun nú sv-o komið að Austur-Asíuherinn undir stjórn Bliicher marskálks, er fyllilega hlutverki sínu vax- inn. tivsr er Vassáíí Slííchcf? Á heitustu ágústdögunum, ár- ^ ið 1918,. lagði smáskæruherinn j frá Beloretsk (iðjuver í Ural- fjöllum) af stað til vesturs. Þietta voru 10.000 þrautreyndir byltingamenn. Milli þeirra og hinna reglulegu byltingarherja var hálfsannarsþúsund kíló- metra löng leið, yfir land, er hvítliðaherirnir höfðu á valdi sínu, yfir mýrarflóa og ógreið- fær skóglendi. 'Margir smá- skærumannanna, verkamenn-og Kósakkar frá Úral, voru ber- fættir. Á hvíldarstöðvunum suðu þeir sér kartöflur og tíndu skógarber sér til matar. Brauð höfðu þeir ekkert né aðra fæðu. Foringi leiðangursins var fyr- verandi járnsmiður og hermað- ur úr Keisarahernum, að pafni Vassili Blucher, og lét hann eiít ganga yfir sig og menn sína. Fjörutíu daga var hópurinn á leiðinni. Allan þann tíma mátti heita að. geisaði óslitinn bar- dagi við hinar margfalt stærri og betur búnu hersveitir hvít- liðanna. En hópnum tókst að brjótast gegnum línur óvina- herjanna, og sameinast hinum reglulega byltingarher (3. hern- um) í Kúngara. Bliicher sendi Lenin símskeyti um að fyrirætl- un hans hefði hpnast. Þetta var fyrsta alvarlega þol- raun Blúchers sem hershöfð- ingja. Frægð hans óx óðfluga. Blúcher varð fyrirliði 51. skyttu sveitarinnar sem fræg er orðin, og rnynduð var af verkamönn- um frá Moskva -og Oral. Árið 1919 gersigraði Blúcher her Koltsjaks, -og fylgdi h-onum eít- ir frá Úral til Irkútsk. Sumarið 1920 var 51. skyttusveitin send til Wrangel-vígstöðvanna. Á steppunum við Dnjepr tókst Rauða hernum að vinna mjóan landtanga meðfram ánni langt inn í landsvæði óvinanna (við Kakovka). í tvo mánuði tókst Iiði Blúchers að standast allar gagnsóknir hvítliðanna. Frægð og vinsældir Blúchers fóru nú ört vaxandi. Árið 1921 er hann orðinn yfirforingi alls Rauða liðsins í Austur-Asíu. Um það leyti óðu Japanir uppi í strandhéruðunum, skipulögðu þar hvítliðauppreisn, og k-omu hvítliðastjórn til valda. Japanir heimtuðu að öll strandvirki væru eyðilögð, auðvaldsskipu- lagi komið á að nýju, og N-orð- ur-Sakhalin yrði „leigð" Jap- an í 80 ár. Stjórn Austur-lýðveldisins neitaði að verða við þessum kröfum, en gegn ofbeldiverð- Hús Rauða-hersins í Vladivostok. Blúcher. jr að beita valdi. Blúcher hófst þegar handa um myndun bar- áttuhæfs liðs. En þetta haust, þegar endurskipulagning hers- ins var komin vel á veg, fór Blúcher sem stjórnmálafullírúi Austur-lýðveldisins á ráðsíefnu til Dairen. Óvinaherirnir not- uðu sér fjarveru yfirforingjans og létu hvítliðaher Moltsjan-ofs hershöfðingja vaða inn í stiand héruðin. Japanir höfðu séð þeim fyrir ágætum vopnabún- aði, og tókst að hrekja rúss- neska herinn undan og taka Kabarovsk. Blúcher sneri þegar heim og skipulagði gagnsóknina. Pýðing armestu orusturnar áttu sér stað við Volotsjajevka-stöðina. H-ernaðarsérfræðingar voru þeirrar skoðunar, að það væri óðs manns æði að gera áhlaup á V-olotsjajevka um háveiur, í 40—45 stiga frosti. Þeir lögðu til að öllum hernaðaraðgerð- um yrði frestað til vors. En biðin var of hættuleg. Blúcher lagði til áhlaups 10. febr. 1922. Barist var í þrjá daga, í snjó- byl og gaddfrosti, og Japanirn- ir og hvítliðarnir gersigraðir. Eftir þann sigur fór alt að síga á ógæfuhlið fyrir innrásarherj- unum. N-okkrum mánuðum síð- ar flúðu síðustu Ieyfar japanska hersins af Sovétlandssvæði, — og hafa ekki komið þangað síð- an;. Árin 1924—1927 var Blúcher í Kína, og starfaði þar að sköp- run þjóðbyltingarhersins. En 1927 sneri hann aftur heim til ættlandsins, og tveimur árum síðar, er kínversku hershöfð- ingjarnir létu hafa sig til að ráð ast á Sovétríkin, fór hann enn til Austur-Asíu, og tók að sér herstjórnina. Eins og kunnugt er, biðu kínversku hershöfðingj arnir hinn herfilegasta ósigur, og urðu að semja frið. Enn er í fersku minni árás Japana á Saosernajahæðirnar í sumar. Mætti ætla að eftir þá útreið er þeir fengu þá, þætti þeim her Blúchers ekki áreuni- legur. Enda munu þeir fá sig fullkeypta á nýrri tilraun í þá átt. fslensk setningafræði heitir nýútkomin bók eftir Björn Guðfinnsson mentaskóla kennara. Bókin er gefin út af Ríkisútvarpinu enda ætluð út- varpi og skólum. Frá höfninaii I gær kom hingað belgiskur togari vegna bilunar. T rúlofun Nýlega hafa opinberað trúl-of un sína, ungfrú Guðrún Vil- mundardóttir (Jónssonar land- læknis) og Gylfi Þ. Gíslas-on hagfræðinemi. Slys. Klukkan tæplega tólf í fyrra- kvöld vildi það slys til á Hringbraut, að bíll ók á mann, Jón Sveinsson að nafni. Á hann heima á Bárugötu 4 hér í bænum. Meiddist Jón nokkuð á andliti og var hann fluttur í sjúkrahús. Þegar blaðið átti tal við lögregluna í gær var enn ekki búið að upplýsa orsakir slyssins. Handavinnunámskeið Heimilisiðnaðarfélags íslands hefst föstudaginn 6. október á Hverfisgötu 4 uppi. Kennt verð ,ur í tvennu lagi frá kl. 2—6 e. h. og 8—10 e. h. Kenndur er allur algengur fatasaumur á ytri og innri föt- um; leðurvinna, prjón og hekl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.