Þjóðviljinn - 17.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 17. sept. 1938. ÞJOÐVILJINN Póststjórnin danska hefir sent út skýrslu um hve mörg bréf póstur-, inn páx í landi færi Dönum. Svar- ar sá bréfafjöldi til þess, að hver Dani fái 83 bréf á ári. Sá orðrómur gengur í Ameríku, að leikkonan Katharine Hepburn hafi ákveðið að giftast milfjóna- mæringnum Howard Hughes, sem í sumar setti met í flugferð sinni umhverfis hnöttinn. Hughes er einn af leiðandi mönnum leikhúsanna í New York og er sagt að Katharine Hepurn ætli að hætta að leika í kvikmyndum, og að hún muni í þess stað fara að leika á Broad- ways-leikhúsinu, þar sem hún lék álður en hún byrjaði á kvikmynda- leik. Eins og menn muna átti danski leikarinn Johannes Poulsen nýlega að lesa eitt af leikritum Kambans hpp í idanska útvarpið. Johs. Poul- sen las ekkert upp og var sú skýr- ing gefin á þvi, að hann hefði sof- ið yfir sig. Nýkomin dönsk blöð, hafa hinsvegar allt aðra sögu að segja frá þessu atviki. Pau full- yrða, að ekkert hafi orðið af upp- lestrinum vegna ósamkomulags milli leikarans og ráðamanna út- varpsins. ', .'. ** 1 sumar vildi), það til í Odense, að einni dömunni fanst full heitt, svo að hún greip til þess ráðs að labba um göturnar í baðfötum. Lög reglan tók stúlkuvesalinginn fasta og nú hefir verið höfðað mál gegn henni fyrir hneykslanlega fram- komu og brot á lögreglusamþykt- inni. ** Skopblað í Sviss hefiir búið til eftirfarandi stefnuskrá handa „til- vonandi" einræðisherra Svisslend- inga: 1) Þar sem þýskumælandi menn eru búsetir í Sviss, ber að líta svo á, að allir þýskumælandi mcnn séu Svisslendingar. 2) Vegna þess að í Sviss býr fjöldi frönskumælandi manna, get- um við ekki litið öðru vísi á, en að landamæri vor að sunnan og vestan eigi að vera Miðjarðarhafið og At- lantshafið. 3) Að lokum býr hér nokkuð af mönnum, sem talar ítölsku, það sýn ir, að allir Italir hljóta að vera frá Sviss og þessvegna eiga þeir að tilhevra okkur. I Englandi er mikill fjöldi manna, sem reynir að svikja fé á ýmsan hátt út úr ferðamönnum þeim sem heimsækja landið. Nú hefir Scotland Yard tekið sér fyrir hendur að hefta framferði þessara manna ef mögulegt væri. Hafa því lögregluþjónarnir verið jjúnir í ferðamannaföt, með Tyrol- hatt, og látnir ganga um með leið- arvísa og landabréf. Á þenna hátt hefir lögreglunni tekist að hafa fcendur í hári margra er áður gerðu sér það að atvinnuvegi, að féfletta ferðamenn. Hertnn I Tékkðslðvakíu er einn feest búni her heimsins I effirfarandí greín, sem ríftið er af sésia^ lisfískum hernaðarsérfrasðingí* er lýsf mynd» trn fékkneska Iiersins og sfyrkleika hans* Getur herinn í Tékkóslóvak- íu staðist þýska hernum snún- ing? Er það ekki óðs manns æði að her þessa smáríkis skuli hugsa sér til að veita viðnám, ef her hins volduga nágranna- ríkis verður látinn ryðjast yfir landamærin? Þessum spurn- ingum hafa menn velt fyrirsér í sumar, er þeir hafa heyrthin- ar djörfu yfirlýsingar Prag- stjórnarinnar, um það, að land- ið skuli varið meðan nokkur maður sé uppistandandi. Styrk- ur Tékkóslóvakíu í vörninni gegn fasismanum liggur ekki [einungis í hinum voldugu banda lagsríkjum, SovétríkjunUm og Frakklandi, heldur einnig í eigin styrk. — Eftirfarandi út- dráttur úr grein um Tékkósló- vakíu, er skrifuð af hernaðar- sérfræðing svissneska blaðsins „National Zeitung", og hefir hún víða verið endurprentuð og vakið mikla athygli. Gefur hún glögga hugmynd um kraft hersins. „Herinn í Tékkóslóvakíu", segir greinarhöfundur, „er einn best búni her heimsins. Varla í nokkru öðru landi hefir verið veitt éins örlátlega fé til land- varna og hefir það verið gert í fullri meðvitund um hættuna sem yfir vofði. Sköpun hers- ins í Tékkóslóvakíu er fyrst og fremst verk franskra liðs- foringja, er hafa skipulagt land- varnirnar og her hins ungalýð- veldis, er varð að byggja frá grunni Komið hefir verið á al- mennri herskyldu. Hún greinist í herþjónustu og varaliðs- ustu.. Skyldir til herþjónustu eru menn frá 20—50 ára, en varaliðsskyldir frá 17—19 ára. og 51—60 ára. Borgararnir í Tékkóslóvakíu eru því her- skyldir í 44 ár. Herlið Tékkóslóvakíu skipt- |st í hinn reglulega her og vara liðið. Hinn reglulegi her <er um 200 þús. manns, en með því að bjóða út varaliðinu geiur Ték- kóslóvakía haft á að skipa hálfri annari miljón æfðra hermanna. Herútboð og hervæðing er hvorttveggja skipulagt eftir frönskum fyrirmyndum. Hægt er að reikna með, að þegar í byrjun ófriðar hafi ríkið viðbú- inn 600 þús. manna her. Eftir frönskum fyrirmyndum hefir sérstök áhersla veriðlögð á að styrkja stórskotaliðið, enda er það hlutfalhlega mjög öflugt. Skriðdrekasveitir hers- ins hafa verið endurnýjaðar, nútímatæki fengin í stað hinna eldri. Vegna hinnar hættulegu legu Iandsins í ófriði eru loft- varnirnar sérstaklega þýðing- armiklar, enda hefir ekkert ver- ið til þeirra sparað. Herinn í Tékkóslóvakíu hefir yfir að ráða a. m. k. 1000 hernaðarflugvél- Tékkneskir hermenn að skotæfingum. um, þar á meðal miklum f jölda sprengiflugvéla. Loftvarnavirki eru um alt landið og mikiðhef- ir verið gert til þess að kenna almenningi að haga sér skyn- samlega í loftárásum. I því skyni að gera óvænta árás óhugsandi hafa geysisterk- ar víggirðingalínur verið gerð- ar meðfram öllum landamær- um, og hefir það verk kostað óhemju fé. En víggirðingar þessar eruþaðsterkar, að þeim hefir með réttu verið líkt við hina heimsfrægu Maginot-línu Frakka. Við þetta bætist, að herinn hefir á undanförnum árum ver- ið búinn hinum nýjustu hern- aðartækjum er völ er á. Enn- fremur er mentun hersins á "mjög háu stigi". Greinarhöfundur sýnir frafn á, að herinn í Tékkóslóvakíu ætti tiltölulega auðvelt með að hefja sóknarstríð til suðurs, og Sflarfssmii Ranða-kross Islanis á árinn 1937 Þjóðviljanum hefir borist sk}/rsla um starfsemi Rauða krossins fyrir árið 1937. Félagatala var í árslok 112. Formaður er dr. med. Gunn- laugur Claesen, varaformaður Guðm. Thoroddsen prófessor og L. Kaaber bankastjóri er gjaldkeri. Rauði krossinn efndi um vorið 1937 til námske;ðs í hjúkrun og hjálp í viðlögum Fór námskeiðið fram í Reykja- vík og sóttu það 83 nemendur, þar af 43 karlmenn. Ennfremur var námskeið í hjál'p í viðlög- um haldið fyrír meðlimi Vérk- stjórafélags símalagninga- og vegavinnumanna. Ungfrú Sigr. Bachmann annaðist kenslunja. Að tilhlutun landlæknis og forstöðukonu Landsspítalans, ungfrú Kristínar Thoroddsen, tók Rauði krossinn að sér að setja á stofn undirbúningískóla fyrir hjúkrunarnema í Hjúkr- unarkvennaskólanum. Þetta var í aprílmánuði og starfaði skól- inn í tæpar 4 vikur með 12 nem endum. Var stofnun þessa und- irbúningsskóla mjög þörf, og hefir hjúkrunarkvennastéttin lát ið sérstaklega í Ijósi ánægju sína yfir stofnun hans. Rauði krossinn á eíns og kunnugt er sjúkrabifreiðar og hafa þær verið mikið notaðar á árinu. Sjúkrabifreiðar félags- ins í Reykjavík hafa flutt 1389 sjúklinga, en sjúkrabifreiðin á Akureyri 118 sjúklinga. Rauði krossinn gekst á árinu fyrir kaupum á „slysakassa" með nauðsynlegustu lyfjum. Var lyfjakössum þessum komið fyrir í skíðaskálunum' í Hvera- dölum, Jósefsdal og Skálafelli. Pá lét félagið búa út skíðasleða til sjúkraflutninga yfir Hellis- heiði og er sleðinn geymdur í skála Skíðafélags Reykjavík- ur. Þeir L. H. Möller kaupmað- ur og Pétur Ingimundarson slökkviliðsstjóri sögðu fyrir um smíði sleðans. Á Öskudaginn efndi Rauði krossinn til merkjasölu hér í bænum og seldust merki fyrir kr. 936,76, auk þess seldist nokkuð af merkjum annarsstað- ar. Tvær verslanir í bænum lán uðu félaginu sýningargíugga sína til þess að sýna starfsem- ina, en skátar voru því mjög hjálplegir, og sýndu þar m. a. hjálp í viðlögum. Pá var og efnt til götusýningar á sjúkra- flutningum fyr og nú. Götu- geti með því unnið talsvertupp hina hættulegu hernaðarað- stöðu er kemur af legu landsins Þá megi ekki gleyma því atriði, að hernaðariðnaður Tékkósló- vakíu stendur á ákaflega háu stigi. Skoda-hernaðargagnaverk smiðjurnar eru þektar um allan heim. Veikleiki Tékkóslóvakíu ligg- ur fyrst og frems't í legu lands- ins. Mesta hættan er á árás frá Slésíu og úr héruðunum norð- ausxur frá Vín. „En" — segir greinarhöfundur, „Tékkóslóvak ía er orðin það öfluglega víg- búin, að hægt er að treysta henni til að vinna upp þá erf- leika, er koma af legu lands- ins, og eru öll líkindi til að tékkneski herinn geti varist miklu ofurefli all-langan tíma. Hversu sterkt herveldi sem kann að ráðast á Tékkóslóva- kíu, mun komast að raun um að gangan til Prag verður eng- in skemtiganga. Hvernig sem annars fer, kostar slík árás harðvítuga barártu við þjóð, sem er ákveðin að verja frelsi sitt og sjálfstæði til hins ýtr- asta, og hefir til þess öflugan nýtísku her". i sýningu þessari var eingöngu stjórnað af skátum og vakti hún allmikla eftirtekt bæjar- búa. STARFSEMI RAUÐA KROSSINS I SANDGERÐI. Hjúkrunarkonan dvaldi í Sandgerði um vetrarvertíðina frá marz—maí. Hún gerði alls 261 hjúkrunaraogerðir, en fór 243 sjúkravrtjanir í sjóbúðir, hús í Sandgerði og bæi í ná- grenninu. Byggingu Sjúkraskýlisins var {'okið í byrjun vertíðar; þó ekki væri búið að ganga frá því til fullnustu, var það notað sem bústaður fyrir hjúkrunarkon- una og veitti hún einnig sjúk- lingum móttöku þar. — 2 sjúk- lingar dvöldu í Sjúkraskýlinu; legudagar voru alls 15. Með opnun Sjúkraskýlisins er stig- ið stórt spor til þess að bæta al!a aðhlynningu og hjúkrun sjómannanna á vetrarvertíðinnlj (Baðhúsið var tekið til notk- unar í apríl 1938.) AKUREYRARDEILDIN. í Formaður var ólafur Thor- arensen, til 29. apríl, en það sem eftir var ársins Guðmund ur Karl Pétursson. Starfsemi deildarinnar var með líku sniði og áður. Hjálp- 'arstöðin starfaði ekki, enda ekki eins brýn þörf fyrir þá starfsemi eftir að sjúkrasam- lagið tók til starfa í bænum. Ungfrú Sigríður Guðmiunds- dóttir starfaði í þjónustu deild- arinnar; aðalstarf hennar var. í barnaskólanum og er það nú orðið svo mikið og bindandi starf, að erfitt er að samrýma það nokkurri verulegri bæjar- hjúkrun, enda voru hjúkrunar- ivitjanir í bænum miklu færri en áður hafði verið, eða 318 alls. Sjúkrabifreiðin. Deildin annað- ist rekstur sjúkrabifreiðarinnar eins og áður, og var það tals- Framh. a 3. sfðu..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.