Þjóðviljinn - 17.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1938, Blaðsíða 4
ajs !\íý/aí5ib sg Heida. Ljómandi falleg amerísk kvikmynd frá Fox, gerð eftir hinni heimsfrægu sögu með sama nafni eft- ir Johanne Spyri. Aðalhlutverkið, Heiðu, leikur undrabarnið shirley temple, ásamt Jean Hersholt, Mady Christians o.fl. Sagan um Heiðu litlu hef- ir hlotið hér miklar vin- sældir í þýðingu frú Lauf- eyjar Vilhjálmsdóttur. Næturlæknir Axel B}öndal, Mánagötu 1, sími 3951. Næturvörður ler í Ingólfs- og Laugavegs apóteki. Útvarpið í dag: 1Q.20 Hljómplötur: Kórsöngvar 19.40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20.15 Upplestur: Gerska æfin- týrið, Halldór Kiljan Laxness rithöfundur. 20.40 Hljómplötur: a. Gátutilbrigðin, eftir Elgar. þJÓÐVIUINN b. Lög leikin á orgel. 21.35 Danslög. Ný frímerki. í tilefni af minningardegi Leifs heppna Eiríkssonar (Leifr Ericsons day), sem haldinr verður hátíðlegur í Bandaríkj- unum þ. 9. okt. n. k., verða þann dag gefin út sérstök frí- merkjablöð til minningar um Leif heppna Eiríksson, 2 með mynd af Leifsstyttunni í Rvík og eitt með hnattstöðumynd. Á hverju blaði eru 3 frímerki: 30, 40 og 60 aura, en sölu- verð hvers blaðs 2 kr. og gengur ágóði þeirra í sérstak an sjóð til pósthúsbyggingar. Upplagið er 200.000 blöð og verða þau til sölu á pósthús- unum til 9. okt. 1939, að hon- um meðtöldum, á meðan þau endast og gilda sama tíma til frímerkinga á póstsendingum. Skemmtwn í Skíðaskála Ármanns. Á morgun verður, ef veður leyfir, haldin útiskemmtun í Jósefsdal. Verður þar ýmislegt til skemmtunar, svo sem fim- leikasýning (úrvalsfl. kvenna), glíma, knattleikskeppni, poka- hlaup, skriðukapphlaup o. fl., en síðast verður dans á skraut- Iýstum palli. Skemmtunin hefst kl. 3 e. h., en ferðir hefjast frá B. S. í. kl. 2. Skilti er komið fyrir, sem sýnir hvar leiðin liggur út af aðalveginum. Ef fjallabjart er, verður ágætt tækifæri til hress- andi fjallgangna, því bílfært er í hlað við skálann. Nægar og góðar veitingar verða til sölu, og einnig verða seld merki til ágóða fyrir staðinn. Dansleikur verður haldinn í Iðnó í Nýfí Svínakjöí Naufakföf Dílkakjöf Hangíkjöf Rabarbarí og allskotiar Kjðí & Fisknr. Símar 3828 & 4764. kvöld og hefst kl. 10. Aðgöngu miðar seldir í Iðnó frá kl. 6 í dag, sími 3191. Hendirík Oíf ésson byrjay að kenna þann t, okfóber, Þátttaka tílkynníst vírka daga frá hl. 12—1 og 6— 7. Garðastrætí 9 símí 3145 Kaupum flöskur, flestar teg., soyuglös, dropaglös með skrúf- uðu loki, whiskypela og bón- dósir. — Sækjum heim. Verzlunin Hafnarstræti 23, áður BSÍ, Sími 5333. a—smmi/VTnmmt Eígum víð að dansa? Fjörug og afar skemti- leg amerísk dans- og söngmynd, með hinu heimsfræga danspari FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS Sýnd kl. 7 og 9. Utbreiðið Þjéðviljsnii Tökum menn í Fasí íæðL Góður matur. Sanngjarnt verð. Líka fást allskonar veitingar. KAFFI- OG MATSALAN Tryggvag. 6. Sími 4274 Dansskemfunín í kvöld hefst kl. 10. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 6 í dag. Sími 3191. — Húsinu loka ð kl. 11,30. Tryggið yður miða í tíma. — Ljósabreytingar. — Þeír fást aðeítis í dag. I kvold ettdair os Agatha Christie. 30 Hvcr er sá scki? fengið sömu svörin og þér í nótt, að hann hafi farið út þaðan um níuleytið í gærkvöldi og ekki klomið aftur. Hún horfði ögrai di beint framan í mig og sagði eins og hún vildi svara einhverju í tillíiti mínu\ — Já, því skyldi hann ekki gera það. Hann gat hafa flutt leitthvað annað. Já, hann gat hfafa farið aftur til London. — Og skilið eftir farangur sinn, sagði ég blíð- lega. Flóra stappaði í igólfið. — Mér er alveg ama. Pað hlýtur að hafa sínar eðlilegu ástæður. Og þessvegna viljið þér tala við Hercule Poirot? Er lekki betra að láta málið hafa sinn gang. Minn- ist þess, að lögreglunni kemur ekki til hugar að gruna Ralph. Hún >er á alt annari slóð. — Jú, þeir gruna hann einmitt, sagði Flóra. Mað- ur nokkur frá Cranchester kom í morgun, Raglan, lögreglufulltrúi, órtalega ógæfuleg mannpersóna. Ég komst að því að hann hafði komið í „Villisvín- in þrjú" á undan miér í morgun. Þjónustufólkið þar sagði mér alt um komu hans, að hverju hann hefði spurt. Hann hlýtur að halda að Ralph sé sekur. — Þá hlýtur eitthvað að hafa breyst síðan í nótt', sagði ég hægt. Hann trúir þá ekki á tilgátu Davis um að Parker væri sá seki. — Parker, hreytti systir mín út úr sér fyrirlit- lega. Flóra kom til mínog lagði höndina á öxl mér. — Góði doktor Sheppard, komið þér strax með mér til þessa Poirots. Hann hlýtur að finna það sanna í þlessu máli. — Flóra mín, sagði ég blíðlega og klappaði hönd hennar. Eruð þér vissar um að þér viljið fá það 'sanma í (þiessu máli fram' í dagsljósið? Hún horfði á mig með alvörusvip og kinkaði kolli. — Pér efist um þð. En ég ekki. Ég þekki Ralph betur en þér. — Auðvitað ^er það ekki hann, sagði Karólína, s'em átti >. Itaf jafnbágt með að sitja á sér. Ralph getur verið leyðslusamur úr hófi fram, en hann ejr indælis drengur, prúður í framkomu. ÍMig Iangaði til aðfræða Karólínu á því að morð- ingjar geta verið prúðir í framgöngu, en vildi ekki gera það af því að Flóra var viðstödd. Fyrst stúlk- an yar svona áköf varð ég að láta að vilja hennar, og við fórum út áður en systir mín fengi tækifæri til. að gefa fleiri yfirfýsingar, er alflar hefðu byrjað á uppáhaldsorði hennar: „Auðvitað". Gömul kona með igríðarstóra franska skýlu á höfðinu opnaði fyrir iokkur þegar við komum til- „The Larches". Svo var að heyra að Poirot væri heima. Farið var með okkur inn í íitla dagstofu, þar serr^ alt var í bestu röð og reglu, og skömmu síðar kom kunningi minn frá deginum áður injíi til okkar. — Monsieur le docteur, sagði hann brosandi. Mademoiselle. Hann hneigði sig fyrir Flóru. — Þér hafið ef til vill heyrt um sorgaratburðinn siöm gerðist í gærkvöldi, hóf ég máls. Svipur hans varð alvörugefinn. — Já, ég hefi heyrt það. Skelfilegt. Ég fullvissa yður um |(tmilegustu ^hluttekningu mína, ungfrú. Er nokkuð sem ég gæti gert fyrir yður? — Ungfrú Ackroyd, sagði ég, ætlar að biðja yð- ur — að — að------- — að finna morðingjann, sagði Flóra umsvifa. laust. — Ájá, sagði lágvaxni maðurinn. Það er annars starf lögreglunnar. — Hún er á villigötum, sagði Flóra. Ég veit að lögneglan er í iiþann vegin að gera hræðileg mistök. Viiljið þér ekki hjálpa okkur, góði herra Poirot. Ef — ef þér viljið vita um borgunina — —, Poirot gneip fram í fyrir henni: — Nei, nei, ungfrú, minnist ekki á.borgun. Auð- vitað er það fjarri mér að fyrirlíta peninga. Það kom glampi í au;gu hans. Peningar eru mér mikils virði og hafa altaf verið. Nei, en ef ég á að taka þetta mál að mér, verðið þér að gera yður ljóst, 1^5 ég skilst ekki við þ(áð fyr en yfir lýkur. Þaðí eí ekki auðvelt að koma vönum sporhundi út af slóð, sem hann er búinn að þefa uppi. Vel má vera að þér óskið þess, að m'álið hefði verið láti ð kyrt í höndum lögreglufólksins hérna. — Ég vil að sannlieiikurinn komi fram, sagði. Flóra og horfði ifas't í !a(u|gu hans. — Allur sannleikurinn ? v — Já, allur sannleikurinn. — Þá skal ég taka það að mér, sagði lágvaxni maðurinn rólega. Og ég vona að þér þurfið ekki að iðrast þessara orða. Segið þér mér nú allar aðs'æður. — Það er réttara að doktor Sheppard geri það, sagði Flóra. Hann veit það allt betur en ég. Ég hóf að segja söguna, og færði fram allar þær

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.