Þjóðviljinn - 18.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1938, Blaðsíða 2
Stumudjagurinn 18. sept. 1938. ÞJÖÐVILJINN S.U.K. sendlr S.U.J. 111- samelnlagn. Síjéfii. S, U, K„ fieíír scnf sfjórn S. UL b effírfarandf bréf og mun þad vænfainlega verda raeff á þíngí S, U. b, er kemiir saman ! nsesfa mám Kjðr æskunnar og f asísmahaef f an Kæru félagar! Eins og ykkur er kunnugt, á íslenzk alþýðuæska við erfið kjör að búa. Afkoma hennar, öll aðbúð og menningarskilyrði eru mjög langt frá því að vera fullnægjandi. Atvinnuleysið með öllum sínum afleiðingum, liggur eins og mara á þjóðinni og heftir framsókn æskunnartil aukinnar hagsældar og menn- ingar. Auk þess er það á allra vitorði að af turhaldsöflin í land- inu tygjast til nýrrar herferðar gegn frelsi og réttindum fólks- ins. Fasisminn nær enn meiri' ítökum í stærsta stjórnmála- flokki landsins, sem tekið hefir upp fasistíska málafylgju og starfsaðferðir og lofsyngur sýnkt og heilagt ofbeldi og glæpaverk erlendra fasista. Það þarf ekki að efa, hvað verða muni, ef þessari afturhaldsklíku tekst að ná völdum. Réttindi fólksins verða afnumin þegar í stað að meira eða minna leyti, félagsskapur þess væng- stýfður eða eyðilagður, unz svo er komið að lokum, að öll þau dýrmætustu mannréttindi sem áunnist hafa í fórnfúsri, strangri baráttu farinnar kyn- slóðar, eru afmáð. Pólitísk und irokun og aukið arðrán verður hlutskifti allrar alþýðu, — og ekki aðeins það. í kjölfar fas- ismans myndi sigla missirþjóð- frelsisíns og alt það dýrmæt- asta, sem íslenskt fólk á liðnum öldum hefir skapað, yrði troð- ið niður undir járnhæl erlendra fasistaríkja. -Við ætlum, að ykkur muni þessi hætta jafnljós og okkur og viljið gera alt, sem ykkur er unt til að afstýra henni. Það er líka augljóst mál, að það er ekki lítið undir æskunni komið, hversu fer í þessum efnum. Hitler á, sem kunnugt er, valda töku sína, að nokkru því að þakka, að honum tókst að. af- vegaleiða mikinn hluta æsk- unnar og blekkja til fylgis við sig. boð nm bönd hafa sósíalismann á stefnu- skrá sinni og berjast fyrir at- vinnulegum og menningarleg- um hagsmunum æskunnar. Fé- lagar þeirra hafa áður staðið saman, þegar á hefir hert, þeir hafa kynst nánar og starfað saman í bróðerni að sameigin- legum áhugamálum, eins og t. jd. í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum o. s. frv. Það mælir því allt með því, að samböndin sameinist í baráttunni, og það því skjótar, sem meira er nú í húfi. Með slíkri sameiningu væri stigið fyrsta sporið til að hefta sókn afturhaldsins ákjör og réttindi æskunnar. Samein- ingin myndi margfalda kraft hinnar sósíalistísku æskulýðs- hreyfingar — safna að henni nýjum fjölda — og tala máli sósíalismans með nýjum þrótti og eldmóði æskunnar og ár- angrar þeirrar baráttu og djarf- huga sókn æskunnar myndi hnekkja vexti fasismans. Að öllu þessu athuguðu viljum við fara fram á, að deildir ykkar, sambandsstjórn og þing, taki þessi mál til umræðu. Tillögur okkar ieru í stuttu máli þessar: Samband ungra jafnaðar- manna og Samband ungra kom múnista verði sameinuð í haust í eitt sósíalistískt æskulýðssam- band, sem hafi eftirfarandi að- alstefnuskrára triði: sem best við framfarabaráttu liðinna tíma. En sambandið stendur jafnframt á grundvelli alþjóðahyggjunnar og vill hafa samvinnu við lýðræðis- og friðaröflin í heiminum. 4) Sambandið beitir sér fyrir hagsmunamálum æskunnar og þá sérstaklega fyrir aukinni at- vinnu og bættri aðbúð æsku- lýðsins, hækkuðu kaupi, aukn- um mannréttindum, styttri vinnutíma í éinstökum atvinnu- greinum o. s. frv. 5) Sambandið berst fyrirauk- inni og ódýrari mentun alþýðu- æskunni til handa. Engarhöml- ur séu settar á aðgang að op- inberum skólum, skólagjöld al- gjörlega afnumin — auknir námsstyrkir og reynt að gera skólavistina ódýrari meðheima- vistum fyrir alþýðufólk, ódýr- um skólabókum o. s. frv. Lögð sé sérstök áhersla á að auka hagnýtt og verklegt nám, sem samsvari kröfum atvinnuveg- anna — og aukin rækt viðupp- eldi barna og unglinga, komið upp leikvöllum og æskul.heimil um í bænum. Sérstök áhersla skal lögð á að efla íþróttir og heilbrigt útilíf æskunnar o. s. frv. 6) Sambandið sé óháð póli- tískum flokkum og geti með- limir þess verið í hvorum verk- lýðsflokknum, sem vera skal, ef um tvo verklýðsflokka verð- ur að ræða. 7) Sambandið standi fyrstum sinn utan beggja hinna pólÞ tísku alþjóðasambanda æsku- lýðsins, en hafi við þau vi»iá^-.. leg tengsl og leggi áherslu á að hafa skamvinnu við æsku- lýðssamböndin á Norðurlönd- um. Þetta eru aðeins nokkur að- alatriði, sem við teljum að leggja ætti til grundvallar við umræðurnar um sameiningu sambandanna og sameiginlega stefnuskrá. Um nánari útfyll- ingu á t. d. 4. og 5. lið vísum við m. a. til dægurmálastefnu- skrár ykkar. Þetta er senr sé aðeins grind að sameiginlegri stefnuskrá, sem við vænium að okkur takist í bróðerni að út- fylla. Sameíníng sfrax í hausf. Við teljum að veigamesta at- riðið nú, sé sameining alþýðu- æskunnar og alls frjálshuga æskulýðs í landinu gegn kúg- un og afturhaldi og verði það meginverkefni hins nýja sam- bands, og treystum því, að þið viljið vinna með okkur að því marki. Sameiningarhugur ís- lenskrar aljaýðu hefir farið sí- vaxandi síðustu árin. Samband okkar fagnar hverjum sigri á þeirri braut, og væntir þess, að haustþing verklýðsflokkanna verði stórt spor að því marki að sameina alla íslenzka alþýðu. En ef svo illa skyldi tiltakast, að það tækist ekki að fullu að þessu sinni, álítum við, að sam- eining æskulýðssambandanna sé engu óbrýnna verkefni fyrir það — og ótækt með öllu að láta klofninginn innan eldri hreyfingarinn;ar hafa áhrif á þetta sameiginlega velferðarmál íslenskrar æsku. Við væntum þess, að þið takið þetta bréf okkar og tilboð til umræðuhið allra fyrsta — og leggið þessi mál fyrir þing SUJ í haust. Þing okkar mun koma saman um líkt leyti og verða þessi mál einnig rædd þar. Við erum al- búnir að gefa þær upplýsingar, sem í ökkar valdi stendur, um þessi efni, og eiga við ykkur viðræður um sameiningarmálin hvenær sem er. Með sósíalistískri kveðju. F.h. Sambands ungra kommúnista. (Undirskriftir). Ármenningar efna til fjölbreyttrar útiskemf unar í idag við skíðaskála sinn í Jósefsdal. Skemmtunin hefst kl. 3 e. h. Ferðir verða frá B. S. í. eftir kl. 2. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Sigríður Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson mag. art. Sam&íníngín er leiðín fíl að kveða niðuir fasísmann, Hvernig er nú íslensk æska við því búin að mæta blekk- ingarherferð, kúgun og árás- um afturhaldsins? Um það þarf ekki að fjölyrða. Ástandið er í stuttu máli þetta: Vinstrisinn- uðu pólitísku æskulýðsfélögin eru fámenn og fremur áhrifa- lítil og hafa enga samvinnu sín á milli. Mikill hluti æskunnar þjáist af atvinnuleysi og þeirri upplausn og rótleysi, sem því fylgir, og getur því hæglega orðið lýðskrumi og blekking- um fasismans auðunnin bráð. Við teljum því, að fyrsta sjálf- sagðasta skrefið í varnarbar- áttu alþýðuæskunnar gegn aft- urhaldinu sé að sameina Sam- band ungra jafnaðarmanna og Samband ungra kommúnista og skapa úr þeim víðtækt og sterkt sósíalistískt æskulýðssam band. Við teljum slíkt því eðli- legra, þar sem bæði þessi sam- Drög fíl sfefmi" skrár hins sam« eínaða æskulýðs sambands. 1) Sambandið starfar á grund velli sósíalismans og kappkostar að ala félaga sína upp í anda hans og útbreiða kenningar hans í ,ræðu og riti. 2) Það leggur sérstaka á- herzlu á að vernda lýðræðið og öll réttindi fólksins gegn fas- isma og afturhaldi, og vill í þessu skyni hafa samvinnu við öll frjál) Iynd öfil í landinu og yfirleitt alla þá, er unna friði og frelsi. 3) Sambandið berst fyrir verndun þjóðfrelsisins og telur að þar beri sérstaklega að vera á verði gegn þeirri hættu, sem landinu í þessum efnum stafar af innlendum og erlendum fas- isma. Álítur það, að efla beri með æskunni skilning og ást á þjóðlegum verðmætum og tengja uppvaxandi kynslóðir S. U. K. S. U. K. 6. þing Sambands nngra kommnnlsta vcrdur sctf í Reykfavlk fímmfudagínn 20. okftóber nœsftkomandí. Nánar attglýsf síðar. STJÓRNIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.