Þjóðviljinn - 20.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 20. sept. 1938. NINlflI AGOf d Eftir orustuna við Marne fyrir 24 árum síðan, voru Þjóðverjar svo sigurvissir, að þeir létu gera heið- urspening, sem foringjarnir áttu að fá daginn sem París yrði tekin. Á peningnum var annarsvegar ínynd af sigurboganum og Eiffel-turninum en hinsvegar mynd af jámkrossinum keisarakórónunni þýsku og bók- stafnum „W“. Það kom aldrei til þess að heiðurspeningum þessum yrði úthlutað og þýska stjórnin lét bræða þá flesta. Nokkrir sluppu þó við að fara í deigluna og þykja þeir hinir mestu kjörgripir. ** 1 Danmörku hefir verið mjög kvartað yfir því af máfum fjölgi svo mikið við dönsku strendurnar að stór hætta sé búin fiskiveiðunum þar sem máfarnir eta hrognin og seiðin. Hafa því verið gerðar ráð- stafanir til þess að Veiða fuglinn i stórum stíl. Þetta hefir hinsvegar ekki gengið svo vel sem skyldi og menn hafa ekki viljað fórna miklu af tíma sínum til máfaveiða. En Danir voru ekki af baki dottn- ir. Þeir fundu upp á því að kenna mönnum máfakjötsát í þeirri von að þá væri fremur hægt að ætlast til þess að menn verðu tíma sínum til veiðanna. Sagt er að þetta hafi þegar borið nokkurn árangur. . * Danski heimskautafarinn Peter Freuchen hefir nú stundað rannsókn ir um 32 ára skeið í norðurvegum. Fyrir nokkru síðan flutti hann nokkra fyrirlestra um kynni sín af nyrstu íbúum jarðarinnar. Fyrir- lestra sína kallaði hann: „Menn um hverfis Norðurheimskautið“. ** Gamall skipstjóri segir svo frá: Það vár í Chicago, og ég var að s.kemmta mér með nokkrum félög- um mínum. Við komum inn á veit- ingahús til þess að væta kverkarn- ar. Ég dansaði um hríð við unga stúlku og við dönsuðum gömlu og góðu dansana. Þið vitið, að þá er stundum líf í tuskunum. Skyndilega tók ég eftir því að í hvert skipti sem við dönsuðum til vinsíri, var sem stúlkan stækkaði, en ef við dönsuðum til hægri komst hún aft- ur í samt lag. Þegar við höfðurn dansað þannig nokkra dansa ,fór mér að þykja þetta undarlegt með stúlkuna. Gat það verið að ég hefði fengið of mikið í kollinn eða voru hér ein- hvei ilnnur brögð í faflj. Ég færði þetta í tal við vin stúlkunnar, sem var með henni. — Þetta er allt í lagi — sagði maðurinn — ég skal segja þér hvernig í þessu liggur. Stúlkan hefir nefnilega tréfætur og þegar þið dansið til vinstri skrúfast fót- urinn fram og stúlkan hækkar og svo fer allt í samt lag aftur þegar þið byrjið að dansa til hægri. Kaupum flöskur, flestar teg., soyuglös, dropaglös með skrúf- uðu loki, whiskypela og bón- dósir. — Sækjum heim. Verzlunin Hafnarstræti 23, áður BSÍ, Sími 5333. Fnmann B, Ayngrimssoii; Fyrir nokkrum árum bar það oft við, ef menn gengu um göt- ur Akureyrar, að þeir mættu tötrum búnu gamalmenni. Öld- ungurinn var hár vexti, en árin höfðu gert hann lotinn í herð- um og boginn í baki. Það er að vísu ekkert einsdæmi að sjá hrum gamalmenni í tötrum. En þeir ,sem sáu undir yglibrún öldungsins og reyndu að for- vitnast um þær rúnir ,sem löng og mæðusöm æfi hafði rist á enni hans, sáu jafnframt að hér fór óvenjulegur maður, mað- ur, sem var steyptur úr öðrum málmi en fjöldinn og hlaut að eiga honum gjörólíka fortíð. Það var eitthvað í fasi þessa manns, sem menn könnuðust tæplega við, og var í fullu ó- samræmi við búning hans og kræklótt stafprik, er hann studd ist við. Ef til vill var það brotið og bugað stærilæti. Og efmenn spurðu Akureyringa, hver hann væri þessi aldraði maður, höfðu þeir á takteinum mikinn fjölda orða, sem lýstu lærdómi hans og fortíð. Þeir virtust í aðra röndina vera stoltir af þessum manni. Ef til vill átti það eitt- hvað skylt við fögnuð manna yfir að hýsa skipbrotsmann, er án brotins skips kom þeim ekk- ert við. Þessi maður var Frímann B. Arngrímsson, brautryðjandi að nútíma tækni hér á landi. Sá maður, sem fyrstur hreyfði ýms um þeim málum, sem við erum nú stoltastir af og rífumst mest um hver eigi frumkvæðið að. Nafn Frímanns er aldrei nefnt í því sambandi. Ungur kvaddi hann fsland og leitaði vestur um haf. Með dugn aði og hyggni tókst bonum að afla sér ágætrar mentunar. Frí- mann tók háskólapróf í stærð- fræði og náttúrufræði með hinu mesta lofi. Framtíðin virtist blasa við landnemanum. Enþær örlaganornir, sem stóðu við vöggu hins eyfirska sveins hugðu honum aðra framtíð, og neituðu honum þess frama, er hann virtist borinn til. Frímann B. Arngrímsson fór vestur um haf sem landnáms- maður og nokkru fyrir alda- mótin kemur hanti aftur heim til þess að nema hér land að nýju. í Ameríku hafði hann kynst tækni síns tíma eins og hún var best. Með hjálp hennar ætlaði hann að nema ísland að nýju. Hann kom heim til þess að virkja íslensku fossana, breyta orku þeirra í ljós og yl, sem mátti senda urn land allt, afl, sem gat knúið vélar og létt störfunum af mannshöndinni. íslendingar skildu ekki þenn- an boðskap. Þeir voru ekki vaknaðir til vits á því, að foss- anna biðu annað verkefni, en að vera uppistaða og fyrirvaf i meira eða minna fögrum ljóð- um, eftir efnum og ástæðum höfundanna. íslendingar höfðu Eínia af rydjendum íæfen- ínnax á Islándí segíf sögn sina. FRIMANN B. ARNGRIMSSON beygt kné sín fyrir hamförum fossanna í rómantískii skéld- dýrð. Hitt létu þeir sig engu skipta að liægt var að beisla þessa orku og taka hana í þjón- ustu mannsins. Menntamenn þjóðarinnar lifðu og hrærðust í ljóma lioinna alda, klassiskum fræðum eða fornöld Norðurlanda. Ef þeim varð reikað á einhver nálægari svið, var það einkum stafsetn- ingarmálið, hvort þetta orð eða hitt skyldi rita svona eða svona o. s. frv. Boðskapur Frímanns B. Arn- grímssonar fékk engar undir- tektir. Hann kom að minnsta kosti 20 árum of snemma. Land- nám hans á íslandi var dauða- dæmt. En Frímann var ekki af baki dottinn. Hann hugði enn á land- nám og nú var förinni heitið til mestu menningarsetra álfunn ar, London og París. Fyrst ís- lendingar vildu ekki hlýða boð- skap hans, ætlaði hann að knýja á dyr stórþjóðanna og brjóta sér braut meðal þeirra. Menn- ing og tækni þessara landahafði hinsvegar hvergi óskipað rúm handa fátækum úllendingi eins og Frímanni B. Arngrímssyni. Hann gat ekki fengið störf við sitt hæfi og sem mentun hans stóð til. Sjálfur segist hannhafa verið tortrygður af lögreglu og almenningi vegna þess að hann var fátækur útlendingur. Hon- um voru jafnvel lokaðar allar leiðir til þess að ná rétti sínum eftir lögum landsins. I stað þess að vinna að verkfræðilegum störfum varð hann að hafa of- an af fyrir sér með kenslu og bókasölu. Þriðja landnám Frí- manns B. Arngrímssonar var farið út urn þúfur. Frímann dvaldi um skeið í London og í 18 ár í París. Á hvorugum staðnum fann hann gæfu né gengi. Skap hans kóln- aði með aldrinum, og honum veittist örðugt að sernja sig að siðum annara. Margra ára æfi tortrygni, kulda, veikindi og harðrétti hafði gert hann tor- tryggan og önuglyndan. Þegar hann kom heim aftur í styrj- aldarbyrjun, haustið 1914, var hann orðinn gamall og slitinn af stormum langrar æfi. En á- hugi hans fyrir verklegum eín- um var enn hinn sami, þó að þrekið væri að mestu brostið. Vafalaust var hann þá ekki leng ur jafnfæi og áður til þess að standa í fylkingarbrjósti, og segja fyrir um hvað gera skyldi og hvað skyldi látið ógert. Þó má minna á það, að þegar Ak- ureyringar virkjuðu Glerá skömmu eftir stríð, benti hann þeim á Laxá úr Mývatni Ráð hans voru að engu metin þá, fremur en nær þrjátíu árum áð- ur þegar hann benti Reykvík- ingum á að virkja Sogið. Nú sjá Akureyringar að Frímann hafði á réttu að standa, og slíkt hið sama sáu Reykvíkingar nær 40 árum eftir að hann lagðii þeim ráð sín. Frímann B. Arngrímsson and- aðist haustið 1936. Nýlega er konrin út á Akur- eyri bók eftir Frímann B. Arn- grímsson, er nefnist „Minning- ar frá London og París“. Minn- iingar þessar hefir hann ritað í elli sinni, þegar degi var mjög tekið að lialla. í bókinni lýsir hann að því er virðist skilmerki- lega dvöl sinni í þessum stór- borgum, baráttu sinni fyrir lífinu og hugsjónum sínum. Þarbregð ur hann upp myndum af ein- Sfmaskráin 1939 Þeír sem þurfa að láta flYtja síma sína í haust eru, vegna prentunar nýrrar símashrár beðnír að tílkynna það skrífstofu bæjarsímans fyrír 25. þ. m. Jafnframt eru símanotendur þeír, sem óskað eítír breytíngum á skrasetníngum sínum í síaffófsskráeisii eða í afivlwnu« viðsblp»fia- skránní, beðnír að senda skrífíega tilkynníngu um það tíl skríístofu bæjarsímans ínnan sama tíma. Leíðréítíngar má eínníg afhenda í afgreíðslu- sal landssímastöðvarínnar. stæðingsskap sínum, örðugleik- um og hrakningum. Það er eng- in glæsimynd, sem hann dregur hér upp, en vafalaust þeim mun sannari mynd þeirra manna,sem koma víðsvegar að til þess að freista hamingjunnar í hinni stór fenglegu Parísarborg. Sá Frímann B. Arngrímsson, sem íslenska þjóðin mun minn- ast í framtíðinni fynst ekki svo mjög á síðum bókarinnar. Það er ekki brautryðjandinn, held- ur hinn útskrifaði sem talar, en hve oft hafa þeir ekki búið í gerfi einnar og sömu persónu. Sem endurminningar er bók Frí- manns hvorki betri né verri en allur þorri slíkra bóka er með íslendingum. Það er ekki frá- sögn bókarinnar, né við- fangsefni höfundarins í París eða London, sem gefur endur- minningunum gildi, enda ná þær yfir aðeins tuttugu ár af áttatíu og átta ára æfi. Gildi bókarnnar liggur í hinu, að hún tilheyrir einum af brautryðjendum okkar, mannin- um, sem boðaði fagnaðarerindi tækninnar hér einna fyrstur. Þegar íslendingar hafa lært að fullu að meta þenna árgala nútímans, munu minningar hans verða almenningi kærar. Kosíimgairfsair í Smpíéð. Framh. af 1. síðu. 5). Þar fengu borgaraflokkarnir 22 fulltrúa. Atkvæðamagn Flyg-flokksins liefir minkað úr 83149 í 48963. Kommúnistaflokkunnn hefir hækkað atkvæðatölu sína úr 58377 í 98677. Jafuaðarmrnnaílokkurian h; f- ir hækkað atkvæðatölu sína úr 883907 í 1305771. Gísl'na Kristjánsdóttir, Hverfisgötu 88 B andaðist í gærmorgun. Kaupendur Þjóðviijans eru áminntir um að greiða áskrift- argjaldið skiivís- A lega Utbreíðið Þjéévðjano

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.