Þjóðviljinn - 23.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.09.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 23. sept. 1938. ÞJÖÐVILJINN Atvinnuleysi æsk- unnar er pjóðarböl Það þarf að vekja íotriráðameiiti þjóðarínnair íil nmlitigsnnar um þeíía vandamáL 6. þlng S. U. K. og sameln- IngarUlboðlð tll S. II. J. Takmarkið er eítt sósíalístískt seskutýds* samband strax nú í haust Stjórn Sambands ungra kom- múnista hefir ákveðið að kalla saman 6. þing sambandsins 20. okt. n. k. Á sama tíma verður haldið þing Sambands ungra jafnaðarmanna, og þing Komm-* únistaflokksins og Alþýðusam- bandsins. Stjórn S. U. K. hefur einnig sent stjórn S. U. J. bréf það, sem birt var hér í blaðinu síð-« astliðinn sunnudag. í því bréfi er S. U. J. boðin sameining beggja sambandanna í eitt sósí- alistiskt æskulýðssamband. Fyrir þessum tveimur þingum sósíalistisku æskulýðssamband- anna liggur því það verkefni, að athuga, hvort ekki er unt að finna leið til sameiningar beggja á grundvelli, sem bæði geta sætt sig við. Stjórn S. U. K. kveður nú fulltrúa sambandsdeildanna til þings á erfiðari tímum og al- varlegri en nokkru sinni fyr. Og einmitt af því að tímarnir eru nú sérstaklega alvarlegir, treyst um við því ,að stjórn og þing S. U. J. sé okkur sammála um nauðsyn þess, að taka með fyllstu ábyrgðartilfinningu á sameiningarmálunum og reyni ásamt okkur að finna þá lausnj á því máli, sem báðum er að, fullu samboðin. Hinsvegar er það kunnugt, að þrátt fyrir mjög almennan sam- einingarvilja innan S. U. J. eru þar til menn, sem eru svo ná- tengdir hægri leiðtogum Alþ.- fl. aðþeirteljasameininguæsku- lýðssambandanna ekki koma til greina fyrr en eldri hreyfingin er algerlega runnin saman í eitt. Nú mun það flestum ljóst af viðburðum undanfarinna mán- aða, að eins og nú standa sakir eru ekki líkur til að takast megi að yfirvinna hinn pólitíska klofn ing að fullu og öllu. En það er jafnvíst og af öllum vitað, að í haust sameinast yfirgnæfandi meirihluti íslenskra sósíalista í einum sterkum, marxistiskum flokki. Með hliðsjón af þessari stað^ reynd álítum við ungir komm- únistar að okkur og ungum jafnaðarmönnum beri að ganga til sameiningartilrauna. Og með fulla vissu um það, að meðlim- ir S. U. J. eru okkur samdóma um þá sívaxandi hættu sem öllum landslýð stafar af sókn' fasismans innan Sjálfstæðis- flokksins, treystum við þeim til að halda fast við stefnu sína og sannfæringu, hvað sem vilja nokkurra hægri foringja í Al- þýðuflokknum líður. Samband ungra kommúnista álítur, að þótt svo fari að hér verði tveir verkalýðsflokkar á- fram, sé ekkert því til fyrir- stöðu að sameina æskulýðinn. Og í bréfinu til S. U. J. bend- um við á leið, sem ætti að vera fær fyrir báða aðila, sem sagt að meðlimum hins sameinaða æskulýðssambands sé heimilt þð vera í hvorum flokknum sem væri. 6. þing S. U. K. mun taka þessi mál til umræðu og á- lyktunar; við munum ræða um þau og athuga þau frá öl'um hlið um ,og væntum að þing S. U. J. verði okkur sammála í höfuð- dráttum. Hin róttæka æska á íslandi mun fylgjast með meðferðsam einingartilboðsins á þingi S. U. J. í haust. Klofningur sósíal- istisku æskulýðshreyfingarinnar hefir alltaf haldið fjölda ungra manna og kvenna utan beggja sambandanna. Klofningurinn hefir gert bæði samböndin mátt vana og áhrifalítil í baráttunni' fyrir hagsmunamálum alþýðu- æskunnar, og hann hefir dregið úr þrótti þeirra til að verjast á- gengni fasismans meðal æsk- unnar. Pessum klofningi á nú að geta verið lokið. Sameiningin á fylgi allra einlægra ungra sósí alista, bæði kommúnistaog jafn- aðarmanna. Hinir örlagaríku tímar, sem nú fara í hönd krefj- ast fullrar einingar og sam- heldni allra, sem vilja vernda þjóðina fyrir vágesti fasismans. Að leggja stein í götu samein- ingar æskunnar, er því ekki eiinungis hið fullkomnasta á- byrgðarleysi, heldur bein þjón- usta við þau öfl, sem búa sig undir að syngja útfararsönginn yfir lýðræði og frelsi íslensku þjóðarinnar. Því skal ekki trúað fyrr en á reynir, að óvinir sameining- arinnar eigi fulltrúa innan S. U. J., sem láta hafa sig til slíks óvinafagnaðar. En fari svo, þá' munu þeir herrar reka sig á þá staðreynd, að hin sósíalistiska æska innan sambandsins, tekur til sinna ráða, Hún tekur þá, þrátt fyrir hægri foringjana, höndum saman við S. U. K. og skapar eitt voldugt sósíalist- iskt samband íslenska æsku- lýðskis. En óneitanlega væri það æski legra og árangursríkara að al-. ger sameining gæti tekist. Og frá sjónarmiði okkar ungra kommúnista er hún möguleg. Við væntum því að tilboð okk- ar geti borið tilætlaðan árang- ur og orðið sá grundvöllur, sem því er ætlað að verða. Á tím- um eins og þessum verða hin smáu ágreiningsatriði að víkja- fyrir hinum stóru sameiginlegu. málum. Undir þá kröfu vitum við að allir góðir S. U. J. með- limir taka, þegar að því kem- ur að ráða þessum málum til endanlegra lykta. Guðm. Vigfússon. Dómsmálaráðuneylinu hefir borist bréf frá dr. EjnarMunks gaard bókaútgefanda í Kaup- mannahöfn, þar sem hann gef- ur Háskóla íslands 10 þúsund krónur til sjóðsstofnunar. Fylg- ir bréfi dr. Munksgaard skipu- lagsskrá fyrir sjóðinn. Sjóðurinn á að starfa í sam- bandi við heimspekideild Há- skólans og vera undir stjórn rektors og prófessoranna í ís- lenskri tungu, bókmentum og sögu. Fyrst um sinn, þar lil sjóður- inn er kominn upp í 100,000 krónur, skal níu tíundu hlut- um af vöxtunum varið til þess að gefa út forníslensk rit eða vinna úr, á þann hátt er helst má hafa alþjóðlegt gildi. Auk þess skal vöxtunum varið til ferðastyrkja handa íslenskum fræðimönnum eða stúdentum, til málfræðilegra, bókmenía- Hefir oft verið minst á það ! hér í æskulýðssíðunni, hvílíkt böl atvinnuleysi æskulýðsins er En meðan engar verulegar ráð- stafanir eru gerðar til úrbóta, sýnist ekki óþarft að halda mál- inu vakandi, ef verða mætti til* þess að vekja forráðamenn þjóð arinnar til umhugsunar um þetta stóra vandamál. Nýlega flutti Lúðvík Guð- mundsson skólastjóri merkilegt erindi í útvarpið um þetta efni Væri vel, ef oftar væru flutt á vegum útvarpsins svipuð er- indi sem Lúðvíks, svo athyglis- vert var það og alvarlegt og skynsamlega tekið á þessu mikla vandamáli hins atvinnu- lausa æskulýðs. Það má teljast kaldhæðni, að í okkar stóra, ónumdalandi, þar sem óunnin verkefni bíða mannshandarinnar og manns- andans á svo að segja „hverju strái“, skuli vera til ungt full- frískt fólk, fullt starfsorku og starfsvilja, sem ekki fær að vinna, en má í þess stað sitja auðum höndum — ganga at- vinnulaust. En svona er nú þetta samt. Hinn kaldi veruleiki verður ekki Öulinn. í landi okkar eru hundr- uð og jafnvel þúsundir æsku- manna, sem líða skort atvinnu- leysisins mikinn hluta ársins. Á- hrif þessa hörmungarástands eru fljót að setja stimpil simr á æskuna. Bjartsýni hennar þverrar, allskonar úrkynjun og Iegra eða sagnfræðilegra rann- sókna í dönskum söfnum. Ejnar Munksgaard hefir á undanförnum árum unnið mjög mikilvægt starf í þágu íslenskra fræða. Má í því sambandi minna á ljósmyndaútgáfur hans af ís- lenskum fornritum. Af þeirri útgáfu eru þegar komin 10 mjög stór bindi og hefir útgáf- an vakið óskifta athygli allra sem áhuga hafa fyrir íslenskum fræðum. Þá hefir Munksgaard gefið út ljósmyndaðar eftirprentanir á ýmsum elstu prentuðurg bók- um á íslandi. Hóf hann út- gáfu þá með Nýjatestamentis- þýðingu Odds Gottskálksson- ar, sem er elsta prentuð bók á íslandi ,að minsta kosti sem enn er til. Af útgáfu þessari eru komin 5 bindi, síðast kom vísna bók Guðbrandar biskups út. spilling grípur um sig meðal hennar, óvissan um framtíðina skapar stefnuleysi og þróttleysi og lífstrúin dvínar. Að vonum verður sú kynslóð sem vex upp við svona lífsskil- yrði þróttlítill framtíðarstofn fyrir þjóðina að byggja á. Því meiri nauðsyn, því sjálfsagðara er fyrir þjóðfélagið að gefa þessum málum gaum og leitast við að leysa þau á viðunandi háítt. En allt til þessa hafa ráð- stafanir hins opinbera hrokkið skammt. Þó verður því ekki neitað, að tilraunirnar með ung- lingavinnuna og vinnuskólann Eru spor í rétta átt. En það segir að vonum lítið. Eina var- anlega úrræðið er atvinnuaukn- ing í stórum stíl. Og þá atvinnu þurfa æskumennirnir að fásvo vel greidda, að það geti orðið þeim lífsframfæri og gefið þeim möguleika til þeirrar meniun- ar og fræðslu, sem hugur þeirra og hæfni stendúr til. Allir ættu að geta orðið sam- mála um að núverandi ástand er óþolandi. í því felst geigvæn leg hætta fyrir þjóðina og fram tíð hennar. Það er athyglisvert fyrir hinn atvinnulausa æskulýð, að eina landið, þar sem þessu böli hef- ir tekist að útrýma á heilbrigð- an hátt, er land verkalýðsins Sovétríkin. Á meðan að auð- valdsríkin standa ráðþrotagagn vart þessari fylgju síns skipu- lags, gefur land sósíalismans æskunni fullkomin vinnuréttindi. Æsku Sovétríkjanna er tryggt með löggjöf og stjórnarskrá, ekki einungis rétturinn til að vinna, heldur jafnframt hin bestu launakjör og vinnuskil- yrði sem þekkjast og einnig fullt og frjálst val um þá ment- un og framtíðarstöðu, sem hver einstaklingur helst kýs og er við hans hæfi. Og þannig á sú framtíð að vera, sem hvert þjóðfélag býr æsku sinni. Því aðeins er hægt að vænta þess, að hún verði fullkomnari og betri, en sú eldri og því starfi vaxin, sem framtíðin leggur henni á herðar. íslenskum æskulýð hefir aldrei riðið jafn mikið á að standa vörð um hagsmuni sína | og nú. Hann þarf að vakna til vitundar um rétt sinn og skyld- ur við framtíðina. Samtaka á hann að leggja til orustu við erfiðleikana og sigra. Ungkommúnistar úti á landi! Sendið æskulýðssíðunni grein ar um áhuga- og velferðarmál unga fólksins í ykkar bygðar- lagi. Sömuleiðis fréttir af fund- um og öðru því, er máli skiftir. Munið, að æskulýðssíðan er málgagn æskunnar. Sjóðstofo'iii fyrlr ísl. fræði Ejnar Mtmksgaatrd geínr Háskól* amim 10 þástmdir króíia„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.