Þjóðviljinn - 27.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Þriðjudaginn 27. sept. 1938 aSarlaasar ráðstalanir *t af sfríðsástandlnn nanðsynlagar hár á landl Pað mðuí strax að hindra okur og vöruþurð og því næst að gera almennarí ráðstafanír. llfÖOVIUINN Mftlgagn Kommflnistaflokks lslands. Ritstjóri: Einar • Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Liugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudíi^a. Aski íftargjald ft mánuði: Reykjat Ik og nágrenni kr. 2,00. Annarss taðar á landinu kr. 1,25. í lausatölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Slmi 2864. Eflíð Þjóðvílíann. Að sumrinu til er alltaf nokk- ur deyfð yfir baráttu alþýðunn- ar. Það er frekar um kyrstöðu að ræða en framsókn. Alþýðan leitar víðsvegar um land eftir sumaratvinnu. Nokkrir fara í síld, aðrir freista hamingjunnar við önnur störf. Þegar menn köma svo heim fið nýju á haustin er byrjað þar sem frá vár horfið um vorið. Baráttan skerpist og aukið at- vinnuleysi fær alþýðunni nóg að vinna á vettvangi stéttabar- áttunnar. ] þessari baráttu hefir verka- lýðurinn skapað sér ýmiskonar vopn. Hann hefir skapað þau í verkalýðsfélögunum og í öðr- um samtökum sínum, svo sem neytenda- og menningarfélög- um og hann hefir síðast en ekki síst skapað sér vopn þar sem þau blöð eru, sem tjá málstað hans. Ef til vill eru blöðin sterkasta vopn alþýðunnar í baráttu henn- ar og þau vopn, sem hún get- ur síst án verið. Blöð verkalýðs ins eiga að vera rödd hans. boð-, skapur verkalýðsins innbyrðis bg út á við'. í giegnum blöðin er svo annar félagsskapur og önn- ur samtök alþýðunnar efld og aukin. Þjóðviljinn hefir nú komið út í nálega tvö ár. Allan þennan tíma hefir blaðið haft það eina markmið, að vera rödd alþýð- unnar, bæði í hetinar hóp og leins út á við. Blaðið hefir aldrei haft annað takmark, en að vera vopn í hendi alþýðunnar. En alþýðan verður um leið að muna að hún getur hvorki notið blaðakiosts né annars er má henni að haldi koma, án þess að hún leggi fram orku sína til þess að hrinda ’honum af stað og viðhalda. Það þýðir ekkert fyrir alþýðuna að vænta þess að nokkrir aðrir en hún sjálf smíði vop;n í hiendur henn- ar. Borgarastéttin heldur úti sínuhi blöðum til þess lað berj- ast gegn alþýðunni, og hún á aðeins um tvennt að velja, að standa uppi vopnlaus eða skapa sér blaðakpst til mótvægis. Eins og öll blöð, sem standa að málum alþýðunnar, liefir Þjóðviljinn frá öndverðu átt við mikla fjárhagslega örðugleika að stríða. Undir afkomu blaðs- Striðið getur brotist út hvaða dag sem er, og nú þegar ríkir samskonar ástand og stríð væri. Óttinn við vöruskort, til- hneigingar hjá þeim ríku til að birgja sig upp — og í kjölfar þessa hvorstveggja siglir svo gróðabrallið. Það má alls ekki dragast að gera ráðstafanir til að hindra að gróðabrall og hræðsla geri ástandið enn verra en það þarf að vera. pað verður tafarlaust að tryggja, að þær litliu birgðir af vörum, sem til eru í land- inu, séu hvorki hækkaðar í verði af eigendum þeirra, né keyptar upp af þeim, er efni hafa til þess. Með bráðabirgða- lögum er hægt að hindra þetta hvorttveggja, ef nákvæmt eft- irlit er haft með þeim af hálfu hins opinbera og almennings í sameiningu. Eu höfuðatriðið verður þó að að undirbúa nú þegar og fram- kvæma þær ráðstafanir, sem tryggja skulu land og þjóð þeg- ar heimsstríð er skollið á. Og til þess að framkvæma slíkar ráðstafanir er tvímælalaust nauðsynlegt að Alþingi sé nú iþiegar kallað saman. Verkefnin, sem fyrir því liggja fyrst og fremst eru eft- irf arandi: 1. Tryggja sjálfstæði, lýðræði og öryggi lands og þjóðar. 2. Qera ráðstafanir til að hagnýta allan skipakost lands- ins á bezta hátt, hindra að hann sé skertur, og útvega ný skip til flutninga. 3. Tryggja vörusölu frá þeim erlendum þjóðum, sem hægt yrði að ná til, og kaup á birgð- ins hafa ekki runnið neinar af þeim stoðum, sem styrkastar hafa verið öðrum blöðum. Við- gangur og framtíð blaðsins er undir því einu komin, að al- þýðan í landinu rétti því hjálp- arhönd. Þjóðviljinn skorar enn einu sinni á alla velunnara sína, alla alþýðu landsins, að efla nú eft- ir mætti söfnun nýrra áskrif- enda iað blaðinu. Undir því, hversu tekst í þeim efnum, ei fyrst og fremst komið, hve öfl- ugt vopn blaðið getur lorðið fyrir alþýðuna í framtíðinni. Verði alþýðan nógu samtaka getur hún tryggt framtíð blaðsins og gert það að betra og öflugra blaði. um strax, að svo miklu leyti sem hægt er. 4. Gera fullnægjandi og ör- uggar' ráðstafanir til að hindra allt gróðabrall og okur með þær vörur, sem fluttar eru til landsins. 5. Herða á eftirliti með sölu íslenzku framleiðslunnar erlend is, tryggja rétta notkun alls gjaldeyris fyrir hana og sölu í samræmi við utanríkispólitíska afstöðu landsins. 6. Gera nú þegar ráðstafanir til að auka stórum matarfram- leiðslu innan lands, setja lög er hindra hækkun á húsaleigu og jafnframt nýtingu á óþarflega stórum íbúðum fyrir fleiri fjöl- sk’yldur en nú er. FRAMHALD AF 1. SÍÐU. ur á það, að hann hefði lýst yfir því, að héðan af myndi Þýskaland ekki gera neinar landakröfur á hendur Frakk- landi. Loks minntist hann á sáttmála og samvinnu ítalíu og Þýzkalands. Allt þetta færði hann fram sem þætti friðar- starfsemi sinnar. En tvö vandamál eru þó enn óleyst, sagði Hiler, með Þ'ví að utan pýzkalands hefði enn verið um að ræða 10 mifj. þjóðverja. Næsta hlutverkið hefði verið að Ieiða þessa menn jiieim í þýzka ríkið. Nú væri að vísu búið að leysa annað þessara vandamála, með sameiningu Þýzkalands og Austurríkis. En eftir væri ó- leyst, tékkneska vandamálið. Það er, sagði Hitler, vandamál sem verður að leysa og skal verða leyst. (Fagnaðarlæti á- heyrenda). Þetta er síðasta 7. Ráðast í framkvæmdir, sem gera það mögulegt að minnka stórum atvinnuleysið, einkum að því er snertir sjálfa framleiðsluna. Allar þessar ráðstafanir og fleiri eru nauðsynlegar hið allra bráðasta. Vitanlega grípa þær svo mikið inn á svið einstakl- ingsfrelsins, að Alþingi verður að ákveða um það með lögum og jafnframt verður að hindra svo vel sem auðið >er misnotkun þeirra laga af hálfu sjálfra trún- aðiarmanna hins opinbera. Kommúnistar kröfðust þess strax á síðasta þingi, að ráðstaf- anir væru gerðar til að búa landið undir stríð. Það var dauf lreyrst við tillögum kommúnista þingmannanna þar að lútandi. En nú mun jafnvel þeim, sem blindastir voru, ljóst að ekki dugar að tefja lengur, enda er nú í ótíma komið að heita má. Krafa fóíksins er: Tafarlausar róttækar ráðstafanir til að firra land og þjóð hinuní skelfilegu afleiðingum heimsstyrjaldarinn- ar, svo sem auðið er. landakrafan, sem vér gerum á hendur Evrópu. Hitler sagði, að 1918 hefðu nokkrir vitstola svokallaðir stjórnmálamenn skapað tékk- neska ríkið af handahófi, án til- lits til sögulegs eða þjóðernis- legs réttlætis. Undir þetta ríki hefðu verið lagðar 3^2 miljón Þjóðverja, rúm miljón Ung- verja, nokkur hundnið þúsund Pólverja, og fleiri þjóðflokkar. pessu ríki hefði svo Dr Ben- tes stjómað með ógnaræði. — peir Súdetar innan ríkisins, sem árætt hefðu að mótmælja kúguninni, hefðu einfaldlega verið skotnir. Nær 600 þúsund Þjóðverjar hefðu orðið að yf- irgefa Tékkóslóvakíu til þess að forðast hungurdauða. Árin 1918—19338 hefðu sýnt það svart á hvítu, að Dr. Benes stefndi að því að útrýma smám saman öllum Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu. Tékkneska rík- ið hefði síðan gert samband Tkkar n&íía, FRAMHALD AF 1. SÍÐU. héruðunum eins og þau eru nú, með öllum víggirðingum, mat- vælum þeim, sem í héruðunum eru. Ennfremur skili Tékkar pjóðverjum öllum búpeningi, járnbrautum og járnbrautar- vögnum o. s. frv. pau svæði, sem að 50 hundr- uðustu eru byggð pjóðverjum, falli strax í skaut pjóðverja. pau svæði, sem pjóðverjar eru fámennari í, skilist síðar eííir atkvæðagreiðslu. Stjómin í Prag hefir skilyrð islaust neitað að verða við þess- um kröfum. FRÉTTARITARI Árekstur Um eitt leytið í gær ók hjól- reiðamaður á gamlan mann, er var á gangi eftir Túngötu. Heit ir liann Guðmundur Ólafsson log býr á Bárugötu 33. Féll Guð mundur á götuna og meiddist nokkuð á höfði og fékk heila- hristing. Var hann fyrst fluttur inn á lækningastofu Valtýs Al- bertsson og síðan á Landakots- spítalann. Kartöfluþjófnaður. í gær var kært yfir því til lögreglunnar að 8 pokum af kartöflum hefði í síðustu viku verið stolið úr 'skúr inn við Skeiðvöll. Hafði þeim verið náð á þann hátt að rúða var tekin úr skúrnum og pokunum náð þar út. Málið er í rannsókn. við bolsévismann, til þess að ryðja honum braut vestur í Mið-Evrópu. Hið tékkneska stjórnarfar væri glæpsamlegt stjórnarfar og Tékkar sjálfir væru ekki annað en þjóðernis-minnihluti í land- inu. Hversu lengi á þetta stjórnarfar að fá að standa? spurði Hitler. Aðeins ein þjóð fylgir vor- um sjónarmiðum í þessum mál- um og aðeins einn maður skilur Súdeten-Þjóðverja. Það er hinn mikli vinur minn, Benito Mus- solini. Dr. Benes telur sig geta gert það sem honum sýnist, þar sem hann telur sig hafa England og Frakkland á bak við sig, og sennilega Rússland líka. Eg sagði Chamberlain það afdrátt- arlaust, að vér myndum ekki þola það lengur, að Dr. Benes beitti Súdeten-Þjóðverja ofbeldi og að þolinmæði vor væri brátt á enda. Og nú er hún þrotin. Samþykki Benes- við afhend- ingu Súdeta-héraðanna hefir ennþá aðeins verið í orði, í stað þess hefir hann rekið Þjóðverja út úr þessu landi, en hér er lika þeim leik lokið. pá Iýsti Hitler yfir því, að með þessum kröfum væru upp- tialdar þær kröfur, sem harui mundi gera mn landaaukningu í Evrópu. Boðskapur hans til Sú- det,a hefði aðeins verið tæki til Þjess að koma fram afhendingu Súdetalandsins. petía verður að gerast nú þegar í stað. Nú á Benes aðieins um tvennt að velja, styrjöldina eða friðinn. Ef hann fellst ekki á kröfur vorar og stendur við Ioforð sín tök- ’jm vér Súdetalandið. Smábarnaskðll i Anstnrbænnm íekuir fíl sfarfa i oMébeir, — Upp~ fýsitigar hh 10—12 í sima 1891, Krisfín Bjðmsdóffír, Bæðn Bitlars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.