Þjóðviljinn - 29.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.09.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Fimtudagurinn 29. sept. 1938. Skjsddborgm mál í vðrnum sinum fyrir framkomn sinni í alþýðntryggingamálnnnm. þlÚOVlUINN Málgagn Kommúnistaílokks lslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. m Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur öt alla daga nema mánuda/a. Aski Iftargjald á mánuði: Reykja» ík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,26. 1 lausaiölu 10 aura eintakio. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Slmi 2864. Sfiridsrádsíafanír á Islandí Loks hefir ríkisstjórnin rumsk að viðvíkjandi því að búa land- ið undir stríð, en bæði seint og illa. Áskorun ein saman til al- mennings er gagnslaus, jafnvel skaðleg. Það sem þarf er tvennt: ann- arsvegar að fólk finni að ríkis- stjórnin sé vakandi og virk í að firra landið hættu og hins- vegar að hinir geysimiklu möguleikar Islandstil aðtryggja afkomu landsins barna, verði hagnýttir tafarlaust og af viti og atorku. En það er langt frá því að athafnir ríkisstjórnarinnar veki traust fólksins. Til hvers er að segja, að það verði farið að „skammta ef það verði skort- ur“! Það er einmitt ráð að skamta meðan eitthvað veru- legt er til, en ekki þegar allt Vantar. — Og ráðstafanir gjald- eyrisnefndar eru engu betri. Það á ekki að banna þeim, sem nú geta „slegið út“ rúgmjöl og haframjöl erlendis að fá það inn! Þetta er víst kallað að byrgja landið upp! En allirvita hve erfitt er að fá þessar vörur nú. Þingmenn Kommúnistaflokks- jns bentu á það í ræðfum sínum í vetur á þinginu, að allar aðr- ar þjóðir væru þá þegar farnar að byrgja sig upp og kröfðust ráðstafana hér. En ríkisstjórn- in daufheyrðist við þeim kröf- um og nú er komið sem komið er. Það er engin ástæðla til neinn- ar örvæntingar hér, ef vitur- lega og einbeitt er tekið á mál- unum. Einmitt tafarlausar ráð- stafanir myndu sefa þann ótta, sem nú gerir vart við sig hjá fólki, ogskapaíhansstaðtraust á því, að verstu vandræðium verði afstýrt. Tafarlaus skömtun myndi t. d. ekkert ilt gera, þó stríði yrði Jifstýrt í bráðina, en fólk myndi strax finna sig öruggara. Og svo verður undir eins að taka hart á stríðsbraski. Þess hefur orðið vart, að einstakir kaupmenn hafi reynt að hækka vörur, t. d. bæði hveiti og tó- mata. Það verður tafarlaust að beita refsingum við slíku. Það verður vsegð,arlaust að svifta þá menn verslunarleyfi, sem ætla sér að græðla á neyð fólks- ins og vandræðum þeim, er af Skjaldborgarmönnum finnst nú sýnilega meira um vert, að eyða rúmi Alþýðublaðsins í aulalegar lygar og blekkingar til þess að verja framkomu Skjaldborgarinna'r í alþýðu- tryggingarmálunum, en að ræða um hið átakanlega á- stand, sem stríðshættan veldur. En síðasta greinin í Alþýðu- blaðinu ber þess vitni, að nú eru þeir algerlega mát. Alþbl. viðurkennir, að hlunn- 'indin í sjúkrasamlögunum hafi með tillögum Skjaldborgarinn- ar verið rýrð með: 1. Afnámi réttinda til dag- peninga. 2. Afnámi skyldutrygginga fyrir gamalmenni eldri en 67 ára, en reynir að draga úr jiessu með því, að skjóta því undan, að gamalmennin hafa (eins og aðrir) ekki rétt til að gerast meðlimir í samlögum, nema með því að færa sönnur á, að þau séu tryggingarhæf, sem jgetur orðið ærið torvelt, þegar þess er minnst, að réttindaskerðing nr. 3 er í því fólgin, að fólk með lang- varandi sjúkdóma er svift rétt- inum til að geta tryggt sig. Þessu reynir Alþbl. að neita, enda þótt í lögunum standi: „Þar sem sjúkrasamlög eru stofnuð, hefir sérhver maður, karl eða kona, eldri en 16 ára og yngri en 67 ára, sem bústt- ur er á samlagssvæðinu, eða stundar þar atvinnu lengur en L mánuði, rétt og skyldu til að tryggja sig í samlaginu, enda sé hann ekki haldinn alvarleg- um, langvinnum, virkum sjúk- dómi. (22. gr.) Allt þetta átti í vetiur að stríði hljótast. Ennfremur verður sérstak- lega að krefjast þess að sett sé í gang meiri atvinna frá því op- inbera, því aldrei ríður eins mikið á því, að það opiiibera geri skyldu sína í þá átt, eins og ef stríð veldur óreglu í at- Vinnulífi „einstaklingsframtaks- ins“. Þessvegna er framferði bæjarstjórnar Reykjavíkur nú, að segja upp í bæjarvinnunni 90 manns, eitt hneykslið enn um framkomu yfirvaldanna á þessum tímum. Það er ekki þörf á að fólk svelti hér á íslandi, ef fyrir- hyggja og vilji er til hjá vald- höfunum. Og vanti hvort- tveggja verður að knýja það fram eða skifta um ella. Síðan þetta er skrifað hefir ríkisstjórnin tekið rögg á sig og loks gefið út bráðlabirgöa- lög, sem heimila skömmtun og eignarnám nauðsynja. Betra er seint en aldrei — 0g nú er þess að vænta, að heimild þessi verði notuð strax. spara svo stórkostlega útgjöld til meðlimanna, að hægt væri að lækka iðgjöldin a. m. k. um fjórðung. Nú á þetta að vera einskis virði — eftir að fólk veit, að loforðin um ið- gjaldalækkun voru svik og prettir. Það er alltaf afkáralegt, þeg- ar menn eru að streitast við að stangast við staðreyndir. Um hitt geta menn deilt, hvernig framfærslu sjúkra manna og gamalmenna verði heppilegast fyrir komið. Enn reynir Alþbl. að stangast við staðreyndir, er það neitar því, að Lífeyrissjóður úthlutar ekki ellilaunum og örorkubót um til þeirra, sem njóta fá- tækrastyrks, enda þótt ákvæðin í Skjaldborgarútgáfu laganna, séu svo skýr, sem verða má, um þetta efni. Úthlutuninni er skipt í tvo flokka. Um fyrri flokkinn segir lorðrétt í lögunum (80. gr.) að því sem kemur til úthlutunar í honurn megi eingöngu nota til styrktar gamalmennum, sem komist geta af með minna. „en nemur hálfum lífeyri“ og „án þess að leyta framfærslustyrks að auki“. Um seinni flokkinn segir að í honum megi eingöngu veita til þeirra, sem ekki njóta styrks í fyrri flokknum og „ekki hafa árið áSlur notið almenns fram- færslustyrks“ jafnframt ell laun- um og örorkubótum. — Það er ekki til neins að skjóta sér und- an þessu með því að benda á, að bæjar- og sveitafélögum er vitaskuld ekki bannað að veita ellilaun og örorkubætur úr bæj- arsjóði í stað fátækrastyrks. Þeim er það í sjálfsvald sett, eins og allir vita. En kommúr istar börðust fyrir að allir ör- yrkjar og öll gamalmenni fengju skj'dausan rétt til styrks, er Væri nægilega hár til að lifa af. Nú er hámarkið sem veita má, til þess að Lífeyrissjóðlur taki þátt í greiðslunum 600— 900 kr. á ári. — Alþýðubl. vill ekki fallast á, að sú muni verða reyndin, að þeir sem ekki geta komist af með þetta verði að leita á náðir sveitarinnar, enda þótt í ákvörðunum tryggingar- stofnunarinnar standi orðrétt: „pó tekur Lífeyrissjóður ís- lands aldrei þátt í þeim hluta cllilauna og örorkubóta, serrt kuina að fara fram úr eftiríöld- um upphæðum“ (600—900 kr. á hinum ýmsu stöðum). Alþ)>ðubl. gerir mikið veður út af því að Þjóðviljinn nefndi í fyrra töluna 200—300 kr. í sambandi við upphæð ellilauna samkv. þeim tillögum, sem þá lágu fyrir, 0g rangfærir þar á hinn herfilegasta hátt. Þjóðvilj- inn benti á það, að þeir sem fá hálfan lífeyri, geta ekki vænst að fá meira en 200—300 kr. á ári. Nú er það komið á daginn, að samkvæmt ákvörðunum tryggingarráðs, mega þeir, sem eiga að komast af með allt að hálfan lífeyri ekki fá hærri styrk en 100—200 kr. á ári. (Ann- ars væri fróðlegt að vita, hvers- vegna hálfur lífeyrir í Reykja- vík er nú áætlaður 200 kr. í stað 375 upphaflega). En há- mark styrksins í báðum flokk- unum er 100—900 kr. á ári. Hinsvegar er bæja- og sveita- gtjórnum í sjálfsvald setthversu lágan styrk þær veita, hvaða hámark þær sjálfar setja, eða hvort þær veita nokkuð eða ekki neitt. Enn er ekkert hægt að fullyrða um hvernig þessar tölur verða í reyndinni. Þorir Alþýðublaðið að fullyrða t. d. að meðaltal þeirra upphæða, sem veittar eru til einstaklings, Verði í reyndinni hærra en 200 —300 kr.? Og þó er hér allt talið, samanlagt framlag Líf- eyrissjóðs og bæja- og sveua- sjóða, að meðtöldum aukaút- hlutunum. Alþýðubl. gerist svo djarft, að halda því fram að komm- únistar hafi aldrei komið með tillögur um lækkun sjúkrahúss- kostnaðar, enda þótt það hafi verið eitt af því, sem þeir hafa Iagt mesta áherslu á frá upp- hafi. Af skiljanlegum ástæðum vilja þeir Alþýðubl.menn helst gleyma samningum verkalýðs- flokkanna frá þvýí í bæjarstjórn- arkosningunum í vetur. I hinni sameiginlegu bæjarmálastefnu- skrá verkalýðsflokkanna hljóð- ar 3. gr. í III. kafla þannig: „Bærinn reisi og rcki sjúkra- hús með það fyrir arjgum að sjúkrahússvist fyrir meðlimi S. R. geti lækkað mjög verulega í verði frá því, sem nú er“. Ennfremur stendur þar: „I framkvæmd íhaldsins hafa sjúkratryggingarnar orðið mjög dýrar. Þetta liggur fyrst og fremst í því, að sjúkrahúsvist samlagsmanna er óhóflega dýr — 10—12 sinnum dýrari, en t. d. í Danmörku. petta stafar af því að flest sjúkrahúsin eru einkafyrirtæki, sem njóta ekki neins opinbers styrks". „I framkvæmd íhaldsins“ — stendur hér. En það hefði mátt bæta við „og í framkvæmd Skjaldborgarinnar“, því ekki Virðist ganga hnífurinn milli þeirra aðila í þessum málum. pessi starfsskrá var samin af kommúnistum og sameiningar- mönnum Alþýðuflokksins. En fyrsta verk Stefáns Jóhanns Stefánssonar foringja Skjald- borgarinnar eftir að hann komst í bæjarstjóm var að lýsa því yfir, að hann væri andvígur Þessari starísskrá og „fiokkur“ hans liefði ákveðíið að hafa hana að engu. Karlakór verkamanna eykut síarf~ semi sína. Karlakór verkamanna var stofnaður snemma á árinu 1932 og hefir hann starfað alla tíð síðan. Einkum hefir þó starf- semi hans verið bundin við vetrarmánuðina. Kórinn hefir við fjölda mörg tækifæri sung ið opinberlega á samkomum og fundum verkamanna, og má í því sambandi minnast þess, að hann hefir sungið við hátíða- höld verkamanna 1. ma| í 6 ár. Söngstjóri kórsins er Hall- grímur Jakobsson. Hefir hann stjórnað kórnum nálega frá byrjun, og farizt það verk prýðilega úr hendi. Áhugihans fyrir framförum kórsins á sinn mikla þátt í starfsemi hans og þeim árangri, er náðst hefir. í Karlakór verkamanna hafa oftast starfað 20—30 menn, en ;nú hyggur kórinn að efla starf- semi sína og bæta við sig nýj- um söngkröftum. Skorar því kórinn á þá verkamenn, sem vilja taka þátt í störfum hans, að gefa sig fram við söngstjór- ann, Hallgrím Jakobsson, Loka- stíg. 18. Einar Olgeirsson mintist á það í þingræðu í vetur, að ef Reykjavíkurbær þverskallaðist við að reisa sjúkrahús, gæti komið til athugunar að Sjúkra- samlagið léti reisa sjúkrahús, er nyti svo mikils opinbers stuðn- ings, að hægt væri að lækka sjúkrahússkostnaðinn verulega. — Þetta segir Alþýðublaðið að sé tillaga, sem miði að því að „hækka iðgjöldin til samlagsins stórkostlega“! Slíkir greinarhöf undar virðast vera alvarlega ruglaðir í kollinum. Þá reynir Alþýðublaðið að bera á móti því, að Skjaldborg- in hafi barist gegn umbótum á alþýðutryggingunum. Kommúnistar lögðu til á þing inu í vetur m. a.: Að öll læknishjálp meðlima sjúkrasamlagsins yrði ókeypis (ekki aðeins hjá heimiíislækni). Að dagpeningar yrðu ekki af- numdir, heldur yrðu dagpen- ingaréttindin aukin og greiðsla byrjaði eftir viku. Að iðgjöldin á lágtekjumönnum yrðu lækk- uð. (Það var með rökum sýnt fram á ,að það er framkvæman- legt, þrátt fyrir þessa hlunninda aukningu). Að atvinnuleysingj- ar losnuðu við iðgjöld, ef um langvarandi atvinnuleysi er að ræða. Að komið yrði á viðun- andi ellitryggingum og atvinnu- leysistryggingum. Móti öllu þessu barðist Skjald borgin og lét þingmenn sína greiða atkvæði á móti. Þannig eru staðreyndirnar. Alþýðublaðspiltarnir hafa því nokkuð til að stangast við næstu daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.