Þjóðviljinn - 30.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.09.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 30. sept. 1938. PjöÐVIL'JINN Æsknlýðsþlnglð f New Tork. Samelning eða bræðravig. Sameínlng S* U* K, o$ S, U, þýdír nýja sókn I menn~ íngar~ og frelsísbaráífu alþýðuæskunnar á IslandL Sameiningartilboð Sambands ungra kommúnista til Sambands ungra jafnaðarmanna hefirvak- ið almenna athygli. Alþýðuæsk- an sér hilla undir vonir sínar við sameiningu sambandannaog væntir greiðari lausnar á vanda- málum sínum en verið hefir. , Og Skjaldborgin hefir núloks fengið málíð um æskulýðsmál- in. Að undirlagi hennar skrif- ar Guðjón B. Baldvinssongrein í Alþ.bl. 26. þ. m. þar sem hann leitast við að sýna fram á hversu sameining æskunnar sé nú fjarri og hve gjörsamlega óhugsandi það sé fyrir unga jafnaðarmenn „að leysa upp samtök sín og renna saman við önnur félög“! G. B. B. reynir að vísu lítið að rökstyðja þessa speki sína og hann forðast eins og heit- an eldinn að ræða sameiningar- tilboð okkar í heild eða ein- stökum atriðum. I sameiningartilboðinu ergert ráð fyrir sameiningu beggja samabandanna á jafnréttisgmnd velli. Pað er gert ráð fyrirfullu frelsi meðlimanna til að tilheyra hvorum verklýðsílokknum, sem er, ef Skjaldborgin heldur á- fram sjálfstæðu flokksstarfi í trássi við vilja og samþyktir meirihluta flokksins. Við höfum bent á þann geysi- lega aðstöðumun, sem öll bar- átta alþýðuæskunnar fær með stofnun eins sósíalistisks æsku- lýðssambands. Við höfum lýst því skýrt og ótvírætt yfir í bréfí okkar til stjórnar S. U. J.hverja stefnu við myndum helst kjósa hinu nýja sambandi. Tilboð okkar er heldur ekk- ert úrslitatilboð. Við höfum að- eins gert skyldu okkar og sent S. U. J. tilboð um sameiningu í haust. Öll atriði þess eruin við reiðubúnir að semja um og væntum að árangur þeirra samn inga verði sá, að við finnum sameiginlega þá leið sem ligg- ur til fullnaðarsamkomulags um starfsaðferðir og stefnu hins sameinaða sambands. Ekkert af þessu reynir G. B. B. að rökræða í grein sinni. Hann fer út í -alt aðra sálma, og ber sig illa undan tilraun- um sem verið sé að gera til að. losa F. U. J. við nokkra menn I gær var svo haldinn annar ! segir að ég hafi ymprað á þessu í grein hér í blaðinu 18. f. m. Sannleikurinn er sá, að ég nefndi þetta ekki einu orði. Hinsvegar er það Tétt að ég benti á það, að alt mælti með sameiningu æskulýðssamband- anna og ekki síst nú þegar sam- eining eldri hreyfingarinnar stæði fyrir dyrum. Petta virðist koma Guðjóni einkennilega fyrir sjónir. Og hann spyr, eins og í barnslegri einfeldní, hvaðan ég hafi heim- ildir fyrir því að verkalýðsflokk' arnir séu að sameinast. Ég skal nú hjálpa G. B. B. til skilnings á þessu atriði með örfáum orðum. Þegar hægri foringjum Alþbl. varð það ljóst síðastliðinn vet- ur, að ekki væri hægt lengur að hindra sameiningu alþýðunn- ar í einn sósíalistaflokk, gripu þeir til þess, sem kunnugt er, að beita hótunum um að kljúfa sinn eigin flokk. Þetta veit Guðjón, því að þá stóð hann með sameiningunni. Til þess að afstýra vandræð- um létu vinstri mennirnir und- an í bili. En það nægði ekki, Næsta skrefið voru svikin við bæjarstj.kosningarnar, brott- rekstur Héðins Valdimarssonar úr sambandsstjórn og Alþýðufl. í Rvík úr Alþýðuflokknum. Alt þetta og margt fleira framdi fámenn broddaklíkaund ir forystu óhappamannsins Finn- boga Rúts. Þessi „Skjaldborg“ sem mynduð var um eiginhags- muni eina og valdabrölt, horfir nú með ugg og ótta til þings Alþýðusambandsins. Þar verð- ur dómurinn yfir henni upp- kveðinn og gengið frá samein- ingu verklýðsflokkanna. Þótt Skjaldborgin grípi til ofbeldis og ótrúlegustu úrskurða kem- ur það fyrir ekki, sameiningin verður ekki lengur hindruð. Hitt gerir „Skjaldborg“ þeirra Rúts og Stefáns auðvitað upp við sjálfa sig, hvort hún kemur með í meginfylkingu alþýðunnar eða reynir enn um stund að halda sínum pólitíska þrotabúskap á- fram. Ég vona að þessar bendingar geri G. B. B. kleyft að skilja að sameining verkalýðsins stendur fyrir dyrum“. Og einmitt þessi staðreynd — lað í haust samein- ast kjarai Alþ.fl. og Kommún- istaflokkurinn í einn sósíalista- flokk, hlýtur að hvetja æsku- lýðinn til að gera samskonar ráðstafanir gagnvart sínum sam- tökum og félagsskap. Ég veit, að þegar G. B. B. í grein sinni í Alþ.bl. síðastliðinn mánudag, er að tala um „ó- breytt hugarfar“, og að sami „skoðanamunur“ og áður sé enn til staðar milli ungra, jafn- aðarmanna og ungra kommún1 ista, þá talar hann ekki í um- boði ungra jafnaðarmanna. Árangurinn af samstarfi und- anfarandi ára er nú sem betur fer búinn að útrýma öllum veru legum skoðanamun. Hann stend ur því ekki lengur í vegi fyrir sameiningu æskunnar. Þau verkefni, sem nú bíða úrlausnar æskulýðsins útheimta óskifta og samhenta krafta. Það er því illt verk og til óþurftar unnið að viðhalda sundrung .meðal æskunnar og reyna að auka hana. íslensk alþýðuæska lifir sama lífi, býr við sömu lífskjör og framtíð hennar er ógnað af sameiginlegum óvini, fasismanum. Efnalegt og and- legt sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar er ,nú í yfirvofandi hættu. Engum stendur nær en hinni uppvaxandi kynslóð að standa á verði gegn þeirri hættu. En skilyrðið til þess að vörnin og sóknin geti orðið árangursrík, eru traust, óbilahdi sósíalistisk æskulýðssamtök. — Þessvegna er stofnun eins sameiginlegs só- síalistisks æskulýðssamb. tak- mark allra ungra sósíalista á íslandi. Og því mark'i eigum við að ná nú í haust, annaðhvort með eða án þátttöku þeirra fáu tnianna í S. U. J., sem eru jafn andlega skyldir Skjaldborginni og Guðjón B. Baldvinsson virð- ist vera orðinn nú síðustu mán- uðina. Guðmundur Vigfússon. I næstu æskulýðssíðu verða birtar helztu samþykt- ir friðarþings æskulýðsins í New York. Fundurínn í MiincSien, FRAMHALD AF 1. SÍÐU. að Tékkóslóvakía skuli ekki hafa fengið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og bendir um leið á að það sé undarlegt, að Frakkar skuli ekki hafa kraf- ist þess, að bandaþjóð þeirra Rússar ættu þar líka fulltrúa. FRÉTTARITARI. Dagana 16.—23. ágúst söfn- uðust 500 fulltrúar frá 40 milj- ónum ungra manna og kvenna í 26 löndum saman í New York til þess að ráðgast um það, hvernig mætti vernda friðinn og hindra fasistisku ófriðarsinn- ána í því að steypa mannkyn- !inu út í ógurlega eyðileggjandi styrjöld. Þarna voru samkomnir æskumenn og konur frá friðar- félögum, íþróttafélögum, trúar- bragðafélögum, stúdentafélög- um og ýmsum pólitískum sam- tökum æskunnar, og af' ýms- um þjóðernum. Þeir túlkuðu hinn ákveðna vilja miljónaung- menna til þess að hindra það, að æskulýðnum yrði fórnað á ófriðarbáli fasismans. Þeir skýrðu þá reynslu, sem æsku- lýður Spánar og Kína hefir fengið af innrásum fasismans í þessi lönd. Á þinginu náðist fullkomin eining fulltrúanna um baráttu æskunnar fyrir friðnum. Þessi eining var staðfest með friðar- samþyktum þeim, er þingið sam þykkti og undirritaðar voru af formönnum fulltrúahópanna frá öllum löndum. í þessarifrið- arsamþykt fordæmdu þeirhvers konar hernaðarlega árás, sem beinast gegn pólitísku sjálfstæði eða stjórnarfarslegu fullveldi NordfíörðMr FRAMHALD AF 1. SIÐU. kvæmdastjóra Brimis til þessað taka að sér starfið. Fékk tillaga þessi 4 atkv., en tveir Skjald- borgarmenn sátu hjá. Einn Skjaldborgarmaðurinn greiddi atkvæði á móti og eins Fram- sóknarmaðurinn. Kristján Sigtryggson er Alþýðu- flokksmaður, en þegar leitað var til hans um þetta, skorað- ist hann undan að taka við staff inu og mun það hafa verið vegna áhrifa frá Skjaldborgar- mönnum. sem kallaðir séu „broddar“, og bæjarstjórnarfundur. Bauðst nú Eyþór Þórðarson til þess að taka að sér bæjarstjórnarstarfið fyrir 5000 krónur. Var hann þvínæst kosinn bæjarstjóri með atkvæðum Skjaldborgarinnar Framsóknarmannsins og annars fulltrúa íhaldsins. Hlaut Eyþór þannig 5 atkvæði og er hann því kosinn bæjarstjóri þar til nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Er búist við að kosn- ingar þessar fari fram fyrri hluta ársins, eða ef til vill í jan- úar. Skjaldborgin hefir emn eínu sinni hafnað góðium og gildum Alþýðuflokksmanni, sem þar að auki mun standa í hægra armi flokksins til þess eins að komast hjá samvinnu við verkalýðinn á Norðfirði. Og hún hefir fengið Eyþór pórðarson kjörinn með atkvæði íhaldsins. Samfylking Skjaldborgarinnar og íhaldsins á Norðfirði er orðin staðreynd. þjóðanna. Fyrir rúmar 40 milj- ónir æskumanna lofuðu þessir 500 fulltrúar að æskulýður allra landa skyldi í bróðerni berj- ast fyrir friði. „Við lofum“, segir í ályktun- inni, „að gera alt, sem í okkar valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir, að æskulýðurinn í löndum okkar taki þátt í nokkru árásarstríði. . . . Við skuldbind- um okkur til þess, að beita á- hrifavaldi okkar á viðkomandi stjórnarvöld, til þess að þau geri nauðsynlegar sameiginleg- ar ráðstafanir til þess að hindra ófriðarárásir og neita árásar- mönnum um alla aðstoð, bæði hernaðarlega og fjárhagslega“. Ályktanir þings þessa eiga beint erindi til íslensks æsku- lýðs. Síðan þingið ,var háð, hefir ófriðarhættan aukist um allan helming. Stríðið er orðið spursmál um daga og stundir. Islenskur æskulýður hefir alla hagsmuni af því að ófriður verðx hindraður. Hann þarf að taka höndum saman við æsku- lýð annara landa til þess að leggja sitt lóð á vogina. En fyrst og fremst þarf ís- lenskur æskulýður að sameinast til þess að knjija fram þær ráð- stafanir íslensku stjórnarvald- anna, sem nauðsynlegar eru. Sovétfíkín FRAMHALD AF 1. SÍÐU. ið segir svo: „pað er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig þessum fundi lýkur. Við get- ium rent grun í hvert hlutverk Frakklands verður á fjórvelda- ráðstefnunni. pegar tveir árás- arherrar skipa því fyrir og sá þriðji leggur alla áherslu á að verða við vilja þeirra“. Þar sem Englendingar hafatil þessa veitt Hitler miklar íviln- anir á kostnað Tékkóslóvakíu, verður Frakklandi óhjákvæmi- lega að blæða á fjórveldaráð- stefnunni fyrir vináttu sína við England. Pravda ritar í dag um mögu- leika Tékkóslóvakíu í hernaði og kemst að eftirfarandi niður- stöðum: Það liggur í augum uppi að þýski herinn er miklu öflugri en sá tékkneski, og það er á- stæðulaust að vanmeta hernað- arstyrk þeirra. En heimsstríðið sýndi að hemaðarstyrkurinn er ekki einhlítur til þess að vinna skjótan sigur á her, sem er í varnaraðstöðu og er vel vopn- aður. Til þess að sigra slíkan her þarf yfirgnæfandi styrk. Það er þrátt fyrir allt vel hægt að hugsa sér, að ef Þjóð- verjar fara með stríð á hendur Tékkóslóvakíu, þá geti það dregist á langinn. Nú byrjar hún að stjóraa bæn- um eftir bæjarmálastefmuskrá í- haldsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.