Þjóðviljinn - 06.10.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1938, Blaðsíða 4
S£S Nyya Ti'iö ag Tovarich Amerísk stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir 6amnefndu leikriti eftir hinn heimsfræga rithöf- und Jaques Deval. Aðalhlutverkin leika: Charles Boyer (sem Mikail Alexandrovits stórfursti). Claudette Colbert (sem Tatiana Petrovna stórfurstafrú) og Basil Rathbone (sem umboðsmaður rúss- nesku Sovétstjórnarinnar) Or bopglnnl Næturlæknir í nótt er Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur-apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Ctvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstuviku 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,40 Auglýsingar 19.50 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. þlÓÐVILIINN 20.30 Einleikur á píanó, Emil Thorodsen. 20.55 Garðyrkjutími, Stefán Poi; steinsson ráðunautur. 21.15 Útvarpshljómsveitin leikur 21.40 Hljómplötur: Andleg tón- list. 22.00 Dagskrárlok. Eimskip. Gullfoss er á leið vestur og norður, Goðafoss fór frá ísa- ftrði í gær, væntanlegur hinga? í dag, Brúarfoss var á Blöndu- ósi í gærmorgun, Lagarfossvar á Sauðárkróki í gær, Selfoss er á leið til Leith frá Hull, Detti- foss e!i? í Hull. Ármann Af sérstökum ástæðum er að- alfundi félagsins frestað til föstu tíagskvölds. Fundarstaður og tími sami og áður. Vetrarstarf- semin hefst ekki fyr en á laug- ardag. Robert Soeten franski fiðlusnillingurinn, hélt hljómleika í gærkvöldi í Gamla Bíó. Var listamanninum mjög vel tekið. Happdrætti Karlakórs verka- manna. Enn er hægt að fá miða í happdrætti Karlakórs verka- manna/og þar með möguleiki til að eignast bátslíkanið fræga og þá aðra ágæta muni er þar eru á boðstólum. Miðarnir fást á afgreiðslu Þjóðviljans, Lauga- vegi 38 og skrifstofu Iðju í Alþýðuhúsinu, opin á miðviku- dögum og föstudögum kl. 8—9. Spánn# (Frh. af 1. síðu.) kunnugt er sambræðslustjórn undir forystu jafnaðarmannsins Spaak. Undanfarið hefir belg- ísl^a stjórnin, ásamt stjórnum Nórðurlanda og Hiollands, beitt sér fyrir því, að 16. grein þjóðabandalagssáttmálans um refsiaðgerðir gegn friðrofa, yrði gerð áhrifalaus. Takíð eftír! Sauma dömu^kjóla o$ frakka, eínníg telpnaföf. Bogga Sígufdair Lokastíg 18 Verslunarsamn~ íngar Islendínga og Norðmanna Fríherra von Schwerin, sænskur maður, ætlar að halda nokkra háskólafyrirlestra um byggingarlist á næstunni. Slys. Um miðjan dag í fyrradag vildi það slys til að bíll ók á hjólreiðamann á gatnamótum Laugavegar og Barónsstígs. Féll maðurinn á götuna, skrámaðist nokkuð á andliti og víðar og fekk heilahristing. Maðurinn sem fyrir' slysinií yarð heitir Eggert Gunnarsson pg á heimja í Smiðsnesi íSkerja firði. Vegna væntanlegra viðskipta- samninga milli íslands og Nor- egs, hefir verzlunarmálaráðu- uytið norska beðist umsagnar iðjurekendasambandsins norska um það, hverjir örðugleikar séu á útflutningi Norðmanna til Is- lands. Iðjurekendasambandið hefir leitað til ýmissa iðjurek- enda og verzlunarhúsa og láta flestir í ljósi, að ærnir örðug- leikar séu á sölu til íslands, einkum vegna gjaldeyrisvand- ræða, en ísland sé, vegna við- skiptasamninga sinna við Þýzka land og Italíu, bundið við að kaupa mjög mikið í þessunr löndum, enda séu þau, hvort um sig, miklir kaupendur að íslenzkri framleiðslu. Iðjurek- endasambandið leggur mikla á- herzlu á það, að í verzlunar- samningum þeim, sem fyrir dyrum standa, verði lögð á- herzla á áð grelða fyrir sölu norskra afurða til íslands. FÚ. T ékkóslóvakía« FRAMHALD AF 1. SÍÐU. þjónustu. 4. Að Ungverjum verði leyft að mynda sér sjálfboðaliðs- (sveitir í landinu. 5. Að samningar um málefni ungverska ininnihlutans verði hafnir ekki síðar en kl. 4 á föstudaginn kemur. jL Gömlaí^So % Pctr fengu honum vopm Mikilfengleg og spennandi Metro-Goldwin-Mayer-tal mynd, er gerist í lok heimsstyrjaldarinnar. Aðalhlutv. eru snilldarlega Ieikin af SPENCER TRACY, FRANCHOT TONE og GLADYS GEORGE. Börn fá ekki aðgang. Andúð gegn Frökkum. FRAMHALD AF 1. SÍÐU. in er þeir hafa borið méðstolti í tuttugu ár, og köstuðu þeim í ruslakörfu. Slavik, fyrrum rek- tor háskólans í Prag og hinri frægi hershöfðingi Medek, hafa tilkynt Frakklandsforseta að þeir muni skila aftur öllum þeim frönsku heiðursmerkjum erþeir hafi verið sæmdir. Valdhafar Frakklands hafa sjálfir eyðilagt hið hernaðar- lega sterka bandaríki, og gef- ið .það á vald höfuðóvininum. Afhending tékknesku varnar- virkjanna í Súdetahéruðunum er Tékkum stöðugt hrygðarefni Vamarvfglínan gegn pýskalandi er reist undir yfirstjórn franskra hernaðarsérfræðinga og er víða að byggingu og frágangi beinlínis eftirmynd frönskuMa- ginot-víggirðinganna, er verja eiga austurlandamæri Frakk- Iands fyrir pjóðverjum. Enginn efast um að þýska herforingja- ráðið kunni að meta þá gjöf er franski hermálaráðherrann gaf Hitler í íMiinchen. Aöeins þrir sðlndagar eftir i áttnnda Mki. Happdrættiö Agatha Christie. 43 Hver er sá seki? mynd um, hve lífið er tilbreytingalaust hér um sl’óðir. Hér gerist aldrei neitt. Ég verð dauðfeg- inn að fá einhverja tilbreytingu. - Jæja, þá vinnum við saman. Ég geri ráð fyrir að Blunt majór komi til okkar eftir augna- blik. Hann kann ekki sem bezt við sig í félags- skapi gömlu frú Ackroyd. Það er ýmislegt, sem mig langar til að vita — en ég kæri mig ekki Utn að láta vitnast að ég sé að fiska eftir því. Þess vegna ætla ég að biðja yður að spyrja. — Um hvað á ég að spyrja? sagði ég dálítið kvíðinn. — Þér eigið að nefria nafn frú Ferrars. — Frú Ferrars? — Já, látið þér nafn hennar koma Ínn í samtal- ið, eins og aísjálfrátt. Spyrjið hann hvort hann hafi verið hér vum slóðir þegar frú Ferrar dó. Og takið vel eftir því, hvernig honum verður við spurninguna. Eruð þér með? Ég fékk ekki ráðrúm til að svara, því að nú kom það fram, sem Poirot hafðj spáð, Bljunt kom rakleiðis til okkar. Ég stakk upp á þvi að við gengjum út og fengjum okkur ferskt loft, og félst hann á það. Poirot stóð kyrr. Ég nam staðar tii að horfa á rós sem enn stóð ófallin. — En hve hlutirnir geta breytst á skömmum tíma, sagði ég. Ég var hérna á miðvikudaginn, man ég, og við Ackroyd gengum hér fram og aft- ur um flötina. Hann var i bezta skapi, og nú þremur dögum seinna, er Ackroyd dáinn, ves- lingurinn, og frú Ferrars líka dáinn, þér hafið þekt hana, eða hvað. Jú — auðvitað hafið þið þekst- Blurit játaði því. — vSáuð þér hana núna eltir að þér korruð — Ég ’neimsótti hana ásamt Ackroyd. Eg held að það hafi verið á þriðjudaginn. Töfrandi kona. En það var eitthvað undarlegt við hana. Hún var ekki öll þar sem hún var séð, maður vissi aklrei hvað hún var að hugsa. Ég horfði inn í rólegu augun hans gráu, þar sást engin óvenjuleg hræring- Ég hélt áfram: — Höfðuð þér oft hitt hana áður? — Já, síðast þegar ég kom hingað — hún og maður hennar höfðu þá fyrir skömmu setst hér að. — Hann þagnaði eitt andartak, en bætti svo við: Það var annars merkilegt hvernig hún hafði breytst á þessum tíma. — Breytst, hvernig? spurði ég. — Hún virtist tíu árum eldri. — Yoruð þér hér þegar maður hennar lést? spurði ég eins sakleysíslega og ég gat. _ Nei, — en eítir þvi sem mér hefir skilíst, hefur hún verið heppin að losna við hann. Það hljómar kuldalega en er víst sat.. Ég kinkaði kolli. — Ashley Ferrars var enginn fyrirmyndareigin- maður, sagði ég varlega. — Versti sláni eftir því sem ég hef heyrt, sagði Blunt. — Onei, ekki var hann það, sagði ég. En hann átti meiri auð en honum var holt. — Öjá, var það svo. Öll vandræði heimsins stafa af peningum — eða peningaleysi. — Hvor orsökin hefur mætt mest á yður? spurði ég- — Eg hef nóg — er einn af þeim. Heppinn. — Já, það er víst óhætt að segja. — Ekki svo að skilja að ég velti mér í pening- um sem stendur. Mér tæmdist arfur fyrir ári, en ég lét tæla mig til að leggja peningana í fyrir- tæki. sem var tómt svindl. Ég lét í Ijós hluttekningu mína, og sagði að ég hefði lent í því sama. Þá hljómaði trumbuslögin, og við gengum til borðs. Poirot hnippti í mig svo litið bar á: — Eh bien? — Hann er olræt, sagði ég, ])að er ég viss um. — Ekkert grunsamlegt? — Honum tæmdistj arfur fyrir ári, sagði ég, — en því ekki það? það getur hent hvern sem er. Eg þori að bölva mér uppá að Blunt major er saklaus og án nokkurrar vitneskju um þennan glæp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.