Þjóðviljinn - 07.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 7. október 1938 P JQÐ VILJINN Iþróttamá Hafnarfjarðar. Ég vil með þessu greinarkorni I lýsa aðbúnaði þeim, er hafn- firsk æska hefir við að búa til ] eflingar líkamsmenningu sinni, einnig rjúfa þá þögn, er um þessi mál hefir verið. Aðbúnaður æskúlýðs Hafnar- fjarðar til íþróttaiðkana ervæg- ast sagt ónothæfur, og er það ekki vansalaust fyrir svo stórt bæjarfélag sem Hafnarfjörður- er, að hafa hvorki sundlaug né nothæfan íþróttavöll, þar sem hinn atvinnulausi æskulýður bæjarins gæti varið tímanum, sótt þangað hreysti og heil- brigð'i, í stað þess að ráfa um göturnar, eða hafa eitthvað ann að miður heppilegt fyrir stafni, því starfslöngunin krefst ein- hverra viðfangsefna. Sundlaugarmálið. Pað eru um það bil tvö ár síðan, að mikil vakning var í bænum um byggingu sundlaug- ar, og máíið rætt í nokkrum félögum, svo sem íþróttafélag- inu, Verkamannafél'aginu, Sjó- mannafélíaginu o. fl., og einnig í bæjarstjórninni. Fékk málið aílsstaðar góðar undirtektir. — Bæjarstjórnin ákvað að , láta kjósa 7 manna nefnd í mátið, svokallaða „sundlaugarnefnd", og var hún skipuð fulítrúum frá nokkrum félögum í bænum (þó fengu íþróttafélögin öll að- leíns einn mann í inefndina), bæj- arstjórn skipaði oddamann. Störf þessarar nefndar urðu Ijítil eða engin. Hún hélt að vísu nokkra fundi, en þar íenti allt í rifrildi, nefndin klofnaði og svo fór að hún hætti alveg' störfum, án þess að vitað sé, að hún hafi skilað nokkru á- 3ti, og síðan hefir „sundlaugar- málið“ legið í þagnargildi og er illt til þess að vita. Aðalágreiningsefni nefndar- innar og það, sem hún kíofnaði út af var, hvort byggja skyldi sjó- eða vatnssundliaug. Þetta var þó auðvitað ekkert aðal'at- riði, heídur hitt að byggð yrði sundlaug. Pað var það, sem æskulýður bæjarins og allur al- menningur þarfnaðist og að því átti nefndin að vinna. Ekki mun bygging sundlaug- arinnar hafa strandað á fjár- hagsörðugleikum, því fyrst og fremst hefði hún ekki orðið það dýr og eins heyrðist að nokkur félög í bænum hafilof- að álitlegum fjárframlögum. — Einnig var það víst, að mikil sjálfboðavinna hefði verið unn- in við byggingu sundlaugarinn- ar, bæði af atvinnulausum í- þróttamönnum og sjómönnum, en þeim er það mikið kappsmál að fá sundlaugina í bæinn, ef verkið hefði verið framkvæmt á réttum tíma. Af þessu er því auðséð, að það er forráðlamönnum bæjar- félagsins og þá fyrst og fremst ,sundlaugarnefndinni‘ að kenna, að ekki skuli vera komin sund- laugj í bæinn. í stað þess að taka hönd- um saman við íþróttafélögin í bænum og allan almenning, um framkvæmdir, lét nefndin mál- ið stranda á smávegis ágrein- ingi, sem hún átti að fá úrskurð sérfróðra manna á, og beygja sig svo undir þann úrskurð, ef hún á annað borð vildi málinu vel, en þá hefði hinum pólitísku spekúlöntum ,sem því miður komust niokkuð margir í uefnd- ina, ekki tekist að gera málið að pólitísku agni, en grunur leikur á, að það hafi verið ætlun beggja aðila, og þess vegna mun það hafa verið þegjandi samþykki beggja, og það eina, sem nefndin kom sér saman um var að svæfa málið svo hvorug- ur gæti notað það sér til fram- dráttar. Hafnfirðingar, athugið það, |að í bænum ykkar er stór hluti íbúanna sjómenn, sem daglega hætta lífi sínu við að sækja björg til handa bæjarfélaginu, í greipar hins grimmlynda Æg- is. Er ekki starf þeirra nógu hættulegt, þó að þið gefið þeim kost á að læra sund, og þar með það litla öryggi, sem sund- kunnáttan veitir þeim. Pó að sundkunnáttan sé að vísu eng- in trygging fyrir lífi sjómanns- ins, þá hefir hún þó oft verið leiðin til lífsins, þegar öll önnur hlið hafa verið lokuð. Pað er því krafa allra, sem vilja bæjarfélaginu vel, aðstrax verði hafist handa um bygg- ingu sundlaugarinnar. íþróttavöliurinn: Lítið betra er ástandið, ef at- hugaður er íþróttavöllur bæj- arins, það er að vísu til svo- kallaður knattspyrnuvöllur suð- ur á Hvaleyrarholti, en hann er þannig úr garði gerður, að þar er ekki hægt að hafast við Samþybfeíír æsfetilýds þingsíns í öenf. 1. Að vinna að alþjóðlegri einingu og bræðralagi æsku- lýðsins. 2. Að brennimekja ofríki og árásir á sjálfstæði þjóðanna. 3. Að vinna æskuna fyrir virka baráttu gegn árásar- stefnum og stríði. 4. Að leitast við að hafa á- hrif á ríkisstjórninar, í þá átt, að þær hjálpi þeim þjóð- um, sem fyrir árásum verða og beiti refsiaðgerðum gegn árásarseggjunum. 5. Að brennimerkja loftárásir á friðsamlega borgara. 6. Að taka afstöðu með því, að hið alþjóðlega réttarkerfi verði notað til þess að gera út um ágreining milli þjóða. — án tillits til kynþátia. Spanskur hcrmaðar kveðor ba.n si'it. em & ét____ stundinni lengur; stóreflis björg standa upp úr honum hér og þar, þannig að stórhætta er að. í þurrkatíð er ekki hægt að hreyfa sig, því þá þyrlast ryk- ið upp og ætlar allt að kæfa, eins ef nokkur gola er, þannig að heilsuspillandi er að æfa á honum, hvort sem um knatt- spyrnu eða frjálsar íþróttir er að ræða. Allir vita, að íþróttir eru holl- ar og nauðsynlegar öllum æsku lýð, en þær geta einnig orðið skaðlegar, ef þær erti iðkað- ar við slæm og óholl skilyrði. í fyrrahaust lét bærinn loks- ins byrja á vallarbyggingu, en henni miðar seint áfram og mun, með sama áframhaldi, taka mörg ár. Pað er því einnig krafa allra sem vilja bæjarfélaginu vel, að strax verði hafin vinna við völlinn, svo hann verði tilbú' ;inn á næsta vori. Pessar kröfur, sem hér að framan hafa verið bornar fram, geta með engu móti talist ó- sanngjarnar, því það er skylda bæjarfélagsins, ef það vill að hin upppvaxandi kynslóð verði nýtir borgarar, að sjá henni fyr- ir viðunandi skilyrðum til lík- amsmenningar, því hvað verð- ur um hinn atvinnulausa æsku- mann, sem er fullur af þrótti og starfslöngun, þegar enga at- vinnu er að fá, og ekki einu sinni er hægt að eyða tíman- um við líkamsæfingar, Er ekki hætt við að hann verði veikur fyrir áleitni allrar hinnar hug- arfarslegu og siðferðilegu spil!- ingar, sem auðvaldsþjóðfélag- ið er svo örlátt á til handa æskulýðnum? Hafnfirskur íþróttamaður. Kafll út btéfí firá Hallgí'ími HalígífímssysiL Mörgum I.smdum Pjóðvilj- ans mun leika hugur á því aö frétta aí félaga Hallgrími Hall- grímssyni, l ar sem nú er. langí liðið, frá því að greinar hans frá vígstöðvuuum á Spam birt- ust í blaðinu. Hallgrímur li bá a sjúkrahúsi en cr nú aítur kominn á víg- stöðvarnar. Hér b'rtist ka'li úr nýkbrtinu bréíi hans. EbróvígstöðMinum 12. sept. „A Ebróvígstcð.unum err.m við í svokallaðri virkri vörn: ; Leitumst við að \erja hvern : metra spanskrar jarðar, og ger- um jafnframt áhlaup hér og þar til að bæta aðstöðuna, eða halda sem mcstu af fasistahern- um bundnum, eða hvorttveggja Til allsherjarsóknar yfir „alla línuna“ höfum við enn ckki föng og krafta. Að undantekn- um smásvæðum hefir okkurtek ist að halda velli, þó að við mikið tekniskt ofurefli sé að etja, og fasistar bíða jafnan stór kostlegt manntjón við áhlaup sín. Okkar bataljón hefur legið hér nokkra daga í fyrstu línu, hefir það verkefni að verja á- kveðinn fjallaklasa, ásamt Öðr- um bataljónum, og — ef mögu- legt er — taka ákveðið fja'l með áhlaupi. Margar tilraunir hafa þegar verið gerðar — en ekki tekist. —- Alliaf strandað á vélbyssueldi og handsprengj- um fasista. Mannfall er tilíinn- anlegt. Öllum áhlaupum fjend- anna höfum við aftur á móti hrundið auðveldlega. Áhlaupog gagnáhlaup hafa átt sér stað daglega, bæði á nótt og degí. Ég hcfi mcð höndunr stjórn- málalegt starf og heíi bækistöð mína hjá stjórn bataljónarinnar. Við höfum grafið okkur holur við fjallsbrúnina efst uppi; þar er á toppnum ber klöppin og við höfum graíiö niður með henni. Sprcngjurnar dynja á brúninni hinuníegin svo að steiníiísar og járnarusl flýgur í alíar áttir, eða þær þjóta yfir okkur iog springa neðar í hlíð- ‘nni, eð;a í hlíðinni á móti hinu mégin við dalverpið, en okkur gera þær ekki mein svo Iengi sem við dveljum í stöðvum okkar. Ég fer daglega út til kompaníanna og tala við félag- ana, en þau liggja sumpart hér á okkar fjallsbrún og sumpart í minni hæð, sem liggur lengra frammi. Hinumegin við þá hæð eru slöðvar fjendanna á 3. hæð- inni. Vegalengdin frá okkur þangað er ca. 600 metrar. Peg- ar hljótt er, má hæglega kal’a yfir. Síðusíu nótt (og einnig fyr) hafa félagar vorir „agiter- að“ meðal hermanna innrásar- hersins, mcð því að hrópa yf- ir til þeirra. Peir hafa skýrt fyrir þeim eðli og markmið stríðsins, sýnt þeim fram á það m-eð ýmsum dæmum, að her þei'rra berst fyrir því að leggja Spán undir veldi Hitlers og Mussolinis, að foringjar ogtek- iiiskt lið þeirra — og hergögn- i;n — allt er þýskt og ítalskt. Fasistar hafa hrópað á móti ó- kvæðisorð og vígorð, en skort rök gegn okkur (eins og eðli- legt er). Einn úr liði fasista hef- ir þegar komið yfir til okkar. Framhald á 4. síðu..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.