Þjóðviljinn - 07.10.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1938, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN Föstudaginn 7. október 1Q38 Hve lengi eiga níðhöggar verk- lýðshreyfingarinnar enn að fá að sundra og skemma? Er ekki tími kominn til þess að sameinast, þegar hættan af fasismanum eykst svo hröðum skrefum SllÓOVlUINN Málgagn Kommúnistaflokks lslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hseð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrií- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánuda^a. Aski iftargjald á mánuði: Reykjaj ik og nágrenni kr. 2,00. Annarss taðar á landinu kr. 1,25. 1 lausmölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 28ö4. Víll Morgunblaðíð láta fara með Is~ land eíns og Téhkó- slóvakíu? Aldrei hefir neinn íslendingur lagst flatar fyrir kúgnrum smá- þjóðanna, en ritstj. Morgunbl. gera nú fyrir Hitler og Cham- berlain. Og ekki nóg með það, að þeir skríði sjálfir; þeir ætla líka ,af göflum að ganga, yfir því, að allir íslendingar skuli ekki vilja skríða með þeim. I gær óskapast þeir yfir því, að Þjóðviljinn skuli segja, að „mannkynssagan þekki ekki ó- drengilegri ,lítilmannlegri og skammsýnni framkomu en Chamberlains og Daladiers" . — Og hvað segir Lloyds lá- varður, enskur íhaldsmaður, i efri deild enska þingsins um þes&a framkomu? Hann segir að það sé svívirðilegasta fram- koma, sem nokkur brezkur for- sætisráðherra hafi boðið þingi og þjóð. Framferði eins og í Munchen vekur viðbjóð hjá hverjum ær- legum manni, hvar í flokki sem hanin stendur og það eru ekki aðrir en þeir, sem þegar hafa ætlað sér að verða skósveinar erlends valds á íslandi, sem dirf ast að verja þessi svik, sem kippt hafa grundvellinum undan, öllu öryggi smáþjóðánna í Ev- rópu. Morgunblaðið sýnir það nú enn einu sinni með skriðdýrs- hætti sínum við Chamberlain, að það er ekki að hugsa um sjálfstæði smáþjóða eins og ís- lendinga, heldur aðeins um hitt, hvíort nokkrir braskarar, 'sem kosta það, gætu grætt betur með því að svíkja landið undir Chamberlain eða Hitler. Eftir svikin í Munchen er eng in smáþjóð örugg lengur. Bandalag Chamberlain-klíkunn- ar við Hitler og svik hennar við lýðræðið og þjóðarhagsmuni Breta gera illmögulegt fyrir ís- land að tryggja sjálfstæði sitt með því að treysta á vernd Eng lands gegn Þýskalandi. Það hef- ir nú þegar verið rætt um það í enskum blöðum að ísland og Qrænland væru tilvaldar ný- lendur handa Þýskalandi. Er- indrekar Hitlers gera sig nú mjög heimakómna hér. Verslun arsamningarnir hafa þegartrygt Það sló óhug á hvern unn- anda frelsis og tyðræðis við svikin í JVlúnchen. Hver forsjáll sósíalisti, hver einlægur verka- lýðssinni gat strax reiknað út afleiðingarnar: Að í hverju ein- asta landi mundi auðvaldið nú gerast frekara, hugsa sér að geta boðið verkalýðnum meira atvinnuleysi, meiri þrælkun, en neitað honum að sama skapi ósvífnara um að fullnægja rétt- mætum kröfum hans um at- vinnu, brauð og frelsi. Hér á íslandi hlakkaði líka í íhaldinu. Morgunblaðið kvað strax upp úr með að það yrði j að fara að beita harðari að'gerð um við kommúnista og var ekki Þýskalandi sérréttindi. Vopnað- ir landráðamenn íhaldsfasist- anna eru þegar nokkurt vald hér. Og svo vantar bara hótun- ina frá Hitler — og svikin frá Chamberlain. Og þá er íslenskt sjálfstæði glatað, — friðnum bjargað — og Morgunblaðið á- nægt. Er það þetta, sem Morgun- blaðið óskar eftir? Eða eru rit- gtjórar þess máske svo skamm- sýnir að hrópa upp: Island er ekki Tékkóslóvakía? Muna þeir ekki að í mars í vor, þegar austurríska þjóðin var rænd frelsi sínu, þá gaf tékkneska stjórnin út yfirlýsingu, er byrj- aði svo: Tékkóslóvakía er ekki Austurríki. Og hvað gerðist? | Ef til vill fer Morgunblaðið að segja: En við erum ekki þýskir! Eins og íbúar nýlendn- anna, sem Hitler heiintar nú tali þýsku! Eins og það sé ekki tæpur helmingur Tékka í lönd- unum, sem svikin eru í hendur Hitlers nú! Eins og 100,000 ís- Iendingar verði spurðir um vilja sinn, þegar 1 miljón Þjóðverja gætu búið í landinu? — Og þó við svo hefðum talað sama mál — talaði Einar Þveræingur ekki sama mál og Ólafur helgi og vildu þó íslendingar vera frjáls- ir og sjálfstæð þjóð, — nema „höfðingjar" , þeir vildu auð- vitað selja sjálfstæðið þá eins og nú? Morgunblaðið er með skrif- um sínum beinlínis að svíkja ís- lenskt sj"álfstæði. En það skal blaðið vita að því tekst ekki að spilla íslensku þjóðinni með skrifum sínum. fslenska þjóðin finnur til með Tékkóslóvakíu og sér hvað sín bíður, ef svona svikaferli er haldið áfram. Og þessvegna fyrirlíta sannir ís- lenskir sjálfstæðismenn Morg- unblaðið og flokk þann, sem stelur nafni sjálfstæðisins, en svíkur svo hugsjón þess og stefnu. E. O lengi að telja Eystein Jónsson meðal þeirra. Hamslaus herferð þess gegn neytendasamtökun- um sýndi strax hvaða klíka stjórnaði orðum þess og gerð- um. Hættan fyrir verkalýðshreyf- inguna hefir margfaldast, einn- ig hér á íslandi. Reyrislan af Austurríki og Tékkóslóvakíu hefir áþreifanlegar leitt það í ljós en nokkru sinni fyrr, hvað lagabókstafir og samningar j gilda lítið, en að það er vald verkalýðsins, vægðarlaus beit- ing máttar sameinaðrar alþýðu, sem allt er undir kómið. pað er því engum efa bundilð að nú eða aidrei hlutu þeir, sem ekki eru steinblindir eða keyptir til að þegja, að sjá hættuna ,sem yfir vofði og ljúka upp munni sínum til að krefjast sem bestra og víðtæk- astra samtaka alþýðunnar. Það er eftirtektarvert að hver einasti af helstu foringjum sósí- aldemókrata í Vestur-Evrópu, sem látið hefir nú í ljósi skoð- un sína, hefir krafist nánara bandalags við Sovétríkin. Attlee Dalton, Leon Blum, Vander- velde — allstaðar er sama kraf- an. En hér á íslandi, hjá veikasta Alþýðuflokki veraldarinnar, — þar gala hanarnir á sorphaugi sögunnar, úttútnaðir af sjálf- birgingsskap og blindir af hatri Sovétríkin eru okkur ^einskis- virði! þurkum bara kommún- istana út! Það niun ekki geta blindari ,,stjórnmálamenn“’ í verkalýðs- hreyfingu veraldarinnar en klík- una við Alþýðublaðið. Þeir reyna að vísu að dansa eftir pípu Staunings, án þess þó að skilja af hverju Stauning þorir ekki að haga sér öðru vísi en hann gerir, sem sé af ótta við Hitler, — og er þó ekki sama ástæða enn fyrir hendi hér. — Þeir eru í okkar litla landi að reyna að níða Sovétríkin og gera lítið úr þeim, af því þessi kríli eni persónulega móðguð við Sovétstjórnina — og' halda auðsjáanlega að þeirra lítilfjör- legu meiningar, hafi einhver á- hrif, ef ekki á heimspólitíkina, þá minsta kosti hér! Þeir eru að keppast við að rægja kommúnista í hverjuein- j asta blaði og alltaf að tala um, j ;að þeir séu alltaf að tapa, — og muna ekki að þctta hafa þeir alltaf verið að segja síðustu 5 ár og að fyrir 20. júní 1937 voru þeir búnir að þurrka okk- ur út á pappírnum, — en að við höfum samt alltaí verið að vinna á. En látum nú vera þó skamm- sýnir meðlimir Alþýðusambands stjómarinnar láti þessa tauga- óstyrku menn nota aðalrúm blaðsins til að reyna að níða kommúnista og ríki þau, er þeir ráða, meðan þeir á annað borð láta þá hanga við ritstjórnina. En hvað hugsa þeir um fram- tíðina? Eru hægri menn Alþýðuflokks ins, — þeir menn, sem án þess að hirða um gelt Alþýðublaðs- klíkunnar hafa gert samfylk- ingu við okkur kommúnista, á Isafirði, Siglufirði og víðar, — eru þeir svo blindir að þeir ekki sjái \nú hvert stefnir í álfunni og þarmeð einnig hér á landi, svo framarlega, sem verkalýð- urinn ekki sameinast — og það strax? Sjá þessir menn ekki fram á hverskonar aðgerðaleysi blas- jr við í öllum hagsmunamálum verkalýðsins — atvinnumálun- um, húsnæðismálunum o. s. frv. — svo framarlega sem þeir ætla að lifa á bónbjörgum hægri klíkunnar í Framsókn, í stað þess að skapa þá einingu verkalýðsins, með sameiningu Kommúnistaflokksins og Al- þýðuflokksins, sem ein saman Úísölustaðíir: Bakaríið pingholtsstræti 23. Sími 4275. (Áður Gísli & Kristinn^ Tjarnargötu 5. Sími 3200. (Einnig mjólk. Sendir). Klapparstíg 17. (Áður Sig. Hjaltested). Bergstaðastræti 49. Sími 2091. Samskof ííf iýs» ískaupð fianda spönskttm hörn** um Afhent „Friðarvinafélagi ís- lands“: Sveinafélag skipasmiða í Reykjavík kr. 76,20, Ungm.- félagið Ármann, Landbroti, kr. 60,00, Ungm.fél. Stöðfirðinga kr. 30,00, Verzlunarmannafél. á ísafirði kr. 32,00. gætu komið Framsókn til að láta að kröfum verkaþ'ðsins, -íipd ejjaeH9.i i pi runq ginujj fík. Verkalýðurinn íslenzki sér, hvað er framundan, ef liamj ekki sameinast — og sameinast til að berjast róttækt og knýja fram róttæka pólitík. Hann sér vaxandi vald auðvalds og bras^ ara, atvinnuleysi, kaupkúgun, fasisma. Og íslenzki verkalýð- urinn ætfar ekki að taka þess- um vágestum með þögn og þolinmæði, heldur með karl- mennsku og baráttuhug. pess vegna sameinar verkalýð irinn raðir sínar í harjst í ein.n sósí- íalistískan verklýðsflokk, sam- einar alít, sem diarft er og víg- reift, óspillt og einlægt í ís- /enzkri alþýðu. Þeir spellvirkjar, sem nú reyna með níðhöggsstarfi sínu að reka erindi afturhaldsins inn- an verkalýðshreyfingarinnar I munu þá sjá, að þeir standa einir uppi ineð það „veila og hálfa, hið viðsjála lið, sem fer málhvaít af stað" . Lági brauövcrð: Rúgbr., Normalbr. aðeins 0.50. Franskbr. 1/1 0.40, 1 2 0.20. Súrbrauð 1/1 0.30, 1/2 0.15. Vínarbrauð allar teg. 0.10. Smjöi'kr., Kringl., Vínarkr. 0.50. Tertur tvíbotna og fjórb. 0.80. Jólakökur 0.85. Sódakökur 1.00 o. s. frv. Athugið sérstaklega! Allar tæki færiskökur fáið þér ódýrastar og beztar frá okkur. Talið við okkur áður en þér gerið kaup annarsstaðar. Verzlunin Framnesveg 38. Útlærðir, þaulæfðir fagmenn starfa hjá oss; m. a. einn fjöl- hæfasti kökugerðarmaður landsins; en það er bezta trygging- in fyrir hina fjölmörgu viðskiptavini vora. Ofanskráð verð er miðað við staðgreiðslu. Fyrsta flokks vara! Sendum um allan bæ! Fljót afgreiðsla. Virðingarfyllst. Bakarííð Þín$ho!fsstræfí 23 Sími 4275. Áskrifendur, scm hafíð haff búsfaðaskípfií fiilkynnið sfiirax híð nýja hcímilisfang. Afgrcíðsla Þjódvííjans, simi 2184 Veitið athygli! Verzlið við þá sem selja ódýrast: VERÐLÆKKUN Framvegis seljurn vér brauð vor með eftirtöldu verði á þess- um stöðum:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.