Þjóðviljinn - 11.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.10.1938, Blaðsíða 2
JSL Þriðjudagurinn 11. okt. 1938. ________Þ JÓÐVILJINN acaw—■———g «maaaaBgagca^:ziBs^^^«^^g3^^«BiM^a»gacg bb8swp—bko—————hí—■——> ■ Hin blððlansa heimsstyrJBld Eitt er það sem alþýðan í heiminum þráir öllu öðru fram- ar: að fá að lifa í friði., Ein sú dýpsta lífsósk hins venjulega, heilbrigða manns er að mega erja jörð sína, neyta brauðs síns auðga anda sinn, í skjóli ör- uggra samfélagshátta: í friði. En máske hefir þó þessi fróma, göfuga ósk aldrei staðið jafn regindjúpt í brjósti vinnandf stétta veraldarinnar eins ogein- mitt nú, — þessvegna hefir reynst svo auðvelt um blekk- ingarnar sem raun hefir á orð- ið. : Svo geigvænleg er afturganga síðustu heimsstyrjaldar í vitund fólksins, svo örvingluð hræðsl- an við að ósköpin endurtaki sig í enn ægilegri mynd, að alt annað gleymist: sannleikur, réttlæti, sjálft hið siðræna inn- tak menningarinnar, — altþetta hverfur í myrkrin, öllu þessu má fórna í blindni, bara ef frið- urinn varðveitist, jafnvel þó ekki sé nema um bráðabirgða- frest hinnar komandi styrjald- ar að ræða. Á þessari einföldu staðreynd byggist hið ótrúlega fyrirbrigði þessara síðustu og verstu daga: að fjórmenning- arnir frá Múnchen, hinir teg- undarhreinu persónugervingar þeirra afla, sem ófriði og upp- reisnum valda, eru nú af milj- ónum manna víðsvegar um heim dáðir sem höfðingjar frið- arins, siðferðilegar hetjur, sem bjargað hafi mannkyninu frá yfirvofandi tortímingu. Aldrei í sögunni hefir stórkostlegri/ blekking verið búin til, djöful- legri leikur að mannlegum til- finningum og þrám aldrei ver- ið settur á svið. Það er hin „brezka ró“, sú hin sama og sumir íslenskir þjóðmálaleiðtogar dýrka mest, sem hér hefir borið sinn höfg- asta ávöxt. Það er sá hluti: brezka auðvaldsins, sem óttast svo framgang hinnar sósíalisN ísku öreigahreyfingar í heim- inum, að hann vinnur það til að fórna jafnvel sínum eigin hagsmunum á altari hins al- þjóðlega auðvalds til þess að öryggi þess megi , varðveitaslj og vaxa. Svívirðingarsaga sú, sem náði hápunkti sínum. í Múnchen á dögunum, hófst fyrst með fullum krafti þegar ítalski fas- isminn réðist á Abessiníu og Þjóðabandalagið sveik allar skuldbindingar sínar eins og ekkert væri um að vera. Þar með var haldið inn á braut hins blygðunarlausa, opinskáa siðleysis í alþjóðamálum: allir sáttmálar að vettugi virtir, hinu fasistíska auðvaldi stórveld- anna gefnar frjálsar hendur uro að ganga á rétt, fé og frelsí hinna veikari þjóða, hvort held- ur með beinum hernaði, eins! og í Abessiníu, á Spáni og íl Kína, eða með járngráum hót- unum og lofbeldi, eins og í Austurríki og nú síðast í Tékkó slóvakíu. En til þess að varpa siðferðilegri svikablæju yfi»- hinn viðbjóðslega loddaraleik, sem um leið var örlagaþrungn- asti harmleikur allrar sögu, var hlutverkum skipt þannig í Vest- ur-Evrópu, að einræðisríkin Þýzkaland og Italía hafa beitt, vopnunum og hótað, en „lýð- ræðisríkin“ England og Frakk- land hafa séð um, að hvert á- hlaup hnefaréttarins hlyti smám saman viðurkenningu og stað- festingu — allt í nafni hinnaj; heilögu hugsjónar, friðarins. í blóra við friðarþrá mannkyns- ins hefir gjörvallt siðalögmál þess verið þurrkað út, og með ofurvaldi áhættunnar hefir tek- izt að véla svo um vitund frið-1 elskandi alþýðu, að í herrunum Hitler og Mussolini sér hún nú tignar heimshetjur í stað þess sem er: ófreskjur styrj- aldarhættunnar, sem reiða of- beldisöxina að rótum hverrar þjóðarinnar á fætur annari, og aldrei munu hika eitt augna- blik við að steypa allri ver- öldinni út í blóðuga styrjöld, ef hinum ósvífnustu kröfum þeirra er ekki umsvifalaust full- nægt. Og hitt er engu minni skynvilla, að skoða herrana Chamberlain og Daladier sem spaka, göfuga friðarhöfðingja í stað þess sem er: lifandi ímynd- ir þeirrar sviksemi í alþjóðamál um, sem nú geisar í almætti sínu gagnvart minni máttar þjóðum heims. Á meðan auðvaldsheimurinn gumar af því, að þessum 4 gjör spilltustu þjónum hans hafi tek- izt að tryggja varanlegan heims frið, halda blóðugar styrjaldir áfram að geysa í tveim heims- álfum. Og samt trúir mikill hluti vesalings alþýðunnar á þennan fjórmenningafrið og lof- ar guð, rétt eins og Spánn og Kína séu ekki til. Hinu er þó enn nauðsynlegra að átta sig á, að samtímis þess um blóðugu styrjöldum geysar blóðlaus heimsstyrjöld, sem rek in er með valdi vopnanna einu saman, án þess að þeim sébeitt, nemja í |nauðirnar reki. I skjóli opinna fallbyssukjafta setjast fulltrúar vígsterkustu stórveld- anna, og ákveða þar, að þessi eða hin smáþjóðin skuli jjegar í stað láta af hendi land sitt og frelsi. Tvær þjóðir hafa þegar gefist upp í þessari styrjöld: Austurríki og Tékkóslóvakía. Innan skamms mun hinn ör- magna Spánn verða kúgaðurtil hins sama. Þannig gengur koll af kolli, ef engjn ný sveifla kem- ur til sögunnar: einn góðan veð urdag munu örlög konungsrík- isins ísland einnig verða ákveð- in, án þess að það sé að spurt. Það er því hörmulegra en orð fá lýst, að sjá flest stærstu blöð þessarar umkomulausi". smáþjóðar flaðra frammi fyrir fjórmenningafriðnum, hinni blóð lausu heimsstyrjöld, eins og þar sé um hinn langþráða frið réttlætisins á jörðu að ræða. Maður stendur agndofa og spyr: Er þá öll heilbrigð dóm- greind á þrotum, einnig hérvor ! Effíir Jóhannes úr Köflimi Jóhannes úr Kötíum á meðal? Raunar eru vafalítið einnig hér þeir fantar til, sem vel vita hvert stefnir, en kjósa þó heldur sigur hins alþjóðþega auðvalds en öryggi þjóðfrelsis vors og sjálfstæðrar tilveru. Af- hjúpast nú allrækilega eðli og innihald þeirrar „sjálfstæðis“- stefnu, sem Morgunblaðið boð- ar, er það fagnar nú svo ákaft þeirri stefnu í alþjóðamálum, sem felur í sér geigvænlegri hættu fyrir íslenskt sjálfstæði en nokkru sinni áður hefir að borið. Hitt virðist með öllu óskilj- anlegt, að nokkur íslenskur al- þýðumaður skuli láta glepjast í þessum efnum. Að vísu er þjóð vor friðsöm að ■ eðlisfari og hefir ekki öldum saman haft af vopnaviðskiptum að segja. Hún á því ef til vill erfitt með að gera sér íþann möguleika í hugarlund, að sú stund geti komið, að hingað stefni her, grár fyrir járnum, og svifti hana frelsi sínu með vopnavaldi. Þó gerist þetta nú oft á ári úti í heimi, jafnvel um þjóðir, sem hafa allsterkar vígvarnir, — og vér megum ekki gleyma, að vér eigum þó heima í þessum sama heimi. Og ekki er langt síðan að hermenn skæðasta á- rásarveldisins fóru með söngv- um og steigurlátum hér um göt- ur höfuðborgarinnar. Friður er vor dýpsta ósk, en sá stundarfriður sem er ein- ungis skálkaskjól heimsauðvalds ins til þess að geta kúgað smá- þjóðir á sem ódýrastan hátt, það er enginn friður, — það er hin banvæna, blóðlausa styrjöld. JFriður án alls réttlætis er stríð, þar sem sá aðili, sem ranglæti er beittur, liggur óvígur. Nú- tímahernaður er hroðalegur j allri sinni tæknimögnuðu grimd. En jafnvel hið ægilegasta sár verður fagurt, ef það er til orð- ið í hauiðvörn réttlætisins. Þjóð, sem kaupir aér frið með því að Iáta af hendi réttmæt tilveruskil- yrði sín, er í raun réttri ennþá ver farin en hin, sem berst fyr- ir frelsi sínu fram í rauðan dauð ann. Hinn siðferðilegi styrkur hennar glatast, sjálfsvirðingin hefir fengið rothögg, — eftir er einungis hinn aumi, vonlausi þrældómur, án allrár stoðar í hinni ítrustu fórn, án helgunar frá blóði hins réttláta. Alt öðru máli er að gegna um þá þjóð, sem verst meðan fært er, enda þótt hún sé að lokum ofurliði borin. Hún hefir reynst æðstu hugsjón sinni trú, hún er vígð gegn kúguninni, og framtíðin mun- gefa henni sigur og frelsi fyr en varir. Þessvegna hlæj- um vér fyrir Abessiniu, en grátum fyrir Tékkóslóvakíu. Því er nú haldið fram aftak- markalausri frekju og hræsni af hálfu hinna sömu manna, sem árum saman hafa verið að opinbera trúlofun sína með Hit- ler og Mussolini og öðrum stríðsæsingafíflum, að vér, sem gagnrýnum fjórmenninga-„frið- inn“, höfum óskað eftir að heimsstyrjöld brytist út, og sé- um nú hryggir og reiðir yfif því, að svo skyldi ekki til tak- ast. Einkum er oss kommún- istum, sem vænta mátti, núið þessu um nasir, ef takast mætti að rægja friðarvilja vorn. Það er satt: vér kommúnist- ar erum bæði hryggir og reiðir, en ekki vegna þessarar orsak- ar, — það getum vér blátt áfram ekki, af þeirri einföldu ástæðu, að það hefir verið heimsstyrj- öld, er heimsstyrjöld og mun verða heimsstyrjöld; styrjöld, sem birtist í tvennskónar formi: blóðug, tortímandi mannslífum og verðmætum, blóðlaus, eyði- leggjandi frelsi og siðgæði. Og oss er nokkurn vegin sama, hvort formið er, nema hvaðvér teljum hið síðara enn spiltara og hættulegra. Þessvegna er það, að vér eigum engin orð nógu sterk til að lýsa fyrirlitn- ingu vorri á loddara, slíkum sem forsætisráðherra Breta, hinum voldugasta meistara þessa forms. Af fasismanum höfum vér aldrei vænst annars en hrylli- legustu örþrifaráða, — vér telj- um hann ekki þess eðlis, að af honum verði krafist siðferði- legrar ábyrgðar. Vér vitum vel, að sú ófreskja, sem vaxin er upp úr rangsleitni Versalasamn- inganna og tryltri örvæntingu hinnar herskáu, þýsku þjóðar, er svarinn fjandi allrar friðsam- legrar menningar. Allar sterk- lustu og frumlægustu hvatir margblektra manna birtast þar í banvænni orku einnar ákvörð- unar: ,að hefna sín í nýju stríði. Þýski fasisminn er eins og hið særða óargadýr — og hvers væntir maður af slíku dýri? En vér vonuðum hinsvegar í lengstu lög, að gegn þessum blinda frumkrafti myndu ger- völl öfl lýðræðis og friðar í heiminum smám saman samein- ast. Oss var að vísu vel kunn- ugt um það eðli, sem blundaði undir „lýðræðislegri ró“ breska Ijónsins, en að það tæki upp á því um sinn að klippa sjálft af sér faxið og gerast blauð hýena sem léti sér nægja að sleikja utan af beinunum úr bráð fas- ismans, — því vildum vér ekki trúa fyr en í fulla hnefana. En nú verður ekki lengur um þetta vilst. Enda eru jafnvel ýmsir harðsvíruðustu íhaldsmenn Breta æfari en nokkur kómmún- isti yfir þessari staðreynd. Það er Churchill en ekki Einar Ol- geirsson, sem mælt hefir eitt- hvað á þessa leið: Breskastjórn in átti milli smánar og styrjald- ar að velja. Hún kaus smánina og fær styrjöldina í ofanálag. Enda þótt Churchill tali út frá sérhagsmunasjónarmiði hins breska auðvalds, hittir hið al- menna í þessarí ályktun naglann á höfuðið. Trú sjálfs Cham- berlains á frið sinn er heldur ekki meiri en svo, að aldrei hafa Bretar hraðað meir vígbúnað- inum en einmitt síðan hann var saminn. Og hlotnist ekki for- sætisráðherranum friðarverð- laun Nobels í ár, er ekki alveg víst að hann fái þau að ári. Allir, sem vilja, vita, að þegar hið íasistiska fjórmennijnga- þandalag frá Múnchen er búið að fjötra eða afmá með blóð- lausri styrjöld þær þjóðir, sem það getur komið sér saman um, þá rísa óðara hinar innri mót- setningar og alt fer í bál og 6rand. Spurningin hefir aldrei verið um frið, heldur hitt, hvort stórveldin ættu að gera upp sakir sínar í gær eða á morg- un. En orsök hrygðar vorrar og reiði er sú, að í gær var hundrað sinnum meiri von um sigur réttlætisins en verður á morgun. En vér munum ekki örvænta, — mælir syndanna er nú fullur, hin mikla blekking fjórmenninga friðarins, hinnar blóðlausu styrj- aldar mun verða afhjúpuð. Með hverju augnabliki, sem líður, mun opnast nýtt auga, ný hönd verða hafin á loft, sem heldur vill verða höggvin af, en vita hugsjónum frelsis, friðar og réttlætis velt upp úr sorpinu. Jóhannes úr Kötlum. Sviffliigfélag tslands. Útbreiðslufimdnr verður haldinn í Oddfellowhúsinu þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 8%. Sýnd verður kvikmynd frá starfsemi félagsins. Allir, sem áhuga hafa fyrir svifflugi, eru velkomnir. ' -*rJ^T*&**<*&9t*****:^rJ***^^\\fi^\í***^*<)**4*^xce+Ai**4',!>$ií***-<*t»&mei>**r**i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.