Þjóðviljinn - 11.10.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.10.1938, Blaðsíða 3
PJÓÐVILJINN Priðjudagurinn 11. okt. 1938. Verkalýðnrlnn kýs fnll- trna á Alþýðnsamb.þlng KraVan nin éháð verkalýðssam« band verðnr æ háværari SðJðÐVlillNN • wC _ Um Málgagn Kommftnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla aaga nema mánuda^a. Aski Iftargjald á mánuði: Reykja\ ik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausaiölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Oháð verfelýðs- samband — chhí ópólífískf* Umræðurnar um skipulagn- ingu verkalýðssamtakanna ná nú orðið til allra íslensku blað- anna að heita má, — aðeins Tíminn reynir að koma sér hjá því að ræða um þetta mál, þar sem vitanlegt er að Framsóknar flokkurinn ætti erfitt með að verja það brot á lýðræði, sem á sér nu stað með Alþýðusam- bandslögunum, en hinsvegar notar Framsókn hægri menn- ina ,sem peð fyrir sig í verka- lýðsfélögunum og vill því ekki svifta þá þeirri taflstöðu, sem þeir enn hanga í með rangind- um. En ínn í þessar umræður hef, ur íhaldið reynt að læða sínum skilningi og sínum óskum á þessum málum, — þeim óskum að sambönd verkalýðsfélaga séu ópólitísk. Og sökum þess hug- takaruglings, sem á sér stað um þetta, jafnvel meðal vinstri manna, er nauðsynlegt að gera sér eftirfarandi ljóst: pað er ekki sania að verka- lýðssamband sé óháð pólitísk- ium flokkum og að það sé ópóli- tískt. pað er óhugsandi annað', en að verkalýðssamband, sem virkilega berst fyrir hagsmun- um verkalýðsins, sé pólitískt, þ. e. a. s. heyi stéttabaráttu, berj- ist fyrir hærra kaupi, styttum.' vinnutíma, réttindum verkalýðs- ins, tryggingum o. s. frv. Verk- lýðssamband verðiur alltaf póli- tískt, alveg eins og t. d. Fé- lag ísl. botnvörpuskipaeigenda eða Vinniuveitendafélag Islands eriu pólitísk — sem sé tæki at- vinnurekenda í baráttu þeirra gegn verkalýðnum. Og þetta gildir jafnt' um öll verkalýðsfélög, þó að þau séu skipulagslega algerlega ó- bundin stjórnmálaflokkum. En jafn sjálfsagt og það er að verkalýðsfélagasamband sé póli tískt — heyi á öllum sviðum stéttabaráttu verkalýðsins gegn auðvaldinu — jafn sjálfsagt er það ,að slíkt samband veiti ö!l- um meðlimum sínum fullt jafn- rétti og er þetta einmitt því nauðsynlegra, sem um óþrosk- aða verkalýðsstétt er að ræða og mismunandi pólitískar sboð- anir innan hennar. En því sósí- alistiskari, sem verkalýður verð- ur, því eðlilegri verða nánarj Prentarafélagíð. Síðástliðinn sunnudag var haldinn fundur í Prentarafélag- inu. Á dagskrá fundarins var m. ia. kosning fulltrúa á Alþýðu sambandsþing. Mun félagið samkvæmt lögum sambandsins eiga rétt á tveim fulltrúum, en fyrir rangan úrskurð skrifstof- unnar voru 3 menn kjörnir tij fulltrúasetu á seinasta þing og svo var einnig á þessum fundi. Þessir hlutu kósningu: Hallbjörn Halldórsson með 35 atkv., Guðmundur H. Pét- ursson með 30 atkv. og, sem þriðji maður, Magnús H. Jóns- son með 24 atkv. Síðar á fundinum var borin upp svohljóðandi tillaga og samþykkt eftir nokkrar umræð- ur: „Fundur í ;H. í. P. samþykk- ir að fela fulltrúum sínum á þingi Alþýðusambands íslands, að beita sér fyrir því, að stofn- að verði sjálfstætt fagsamband óháð pólitískum flokkum, þar sem fylsta jafnrétti' ríkir um réttindi mála og kjörgengi full- trúa'. Baharasveínafélag íslands. I fyrradag fór fram kosning á fulltrúum á Alþýðusmbands- þing í Bakarasveinafélagi ís- lands. Kosningu hlutu Þorgils Guð- mundsson formaður félagsins og Guðmundur Ingimundarson. Voru þeir kosnir með 17 og 15 atkvæðum. Verhalýðsfélag Ahureyrar. í Verkalýðsfélagi Akureyrar fór nýlega fram kósning full- trúa á Alþýðusambandsþing.' Kosningu hlutu: Erlingur Friðjónsson, Halldór Friðjóns- son og Svanlaugur Jónasson. Keflavík. Fundur var haldinn í Verk- Iýðs- og sjómannafélagi Kefla- víkur. Fór þar fram m. a. kosn- 'ing á fulltrúum á næsta Alþýðu sambandsþing. Kosningu hlutu: Ragnar Guðleifsson og Þorberg ur Sigurjónsson. Eru þeir báðir eindregnir sameiningarmenn. Ennfremur samþykkti fundur- sambönd milli verkalýðssam- banda og verklýðsflokks, þó án þess iað brjóta í bág við jafn- rétti meðlimanna. pví er það svo um ákvæði Alþýðusambandslaganna nú, að þau er|u í senn kúgun gagnvart verkalýðmim og heimskuleg gagnvart verkalýðshreyfing- unni. Það er því einmitt sökum einingar og samfelldrar bar- áttu verkalýðsins nauðsynlegt að þau falli. inn einróma áskomn á þing Al- þýðusambandsins um að breyta lögum þess þannig að samband- ið yrði í framtíðinni óháð verka lýqSssamband. „Báran" Eyrarbakka. Á fundi sínum í fyrrad. kaus verkalýðsfélagið „Báran' á Eyr- arbakka fulltrúa á komandi Al- þýðusambandsþing, Kosningu hlaut Þorvaldur Sigurðsson skólastjóri. Er hann úr liði Skjaldborgara. Þá samþykkti fundurinn ein- róma áskorun um að Alþýðu- sambandinu yrði breytt í óháð verkalýðssamband. Stúdentafélag íhaldsmanna, er hefir skreytt sig með nafn- inu „Félag lýðræðissinnaðra stúdenta", hefir nú hlotið verð- uga viðurkenningu á lýðræðis- ást sinni. Félag nazista í Háskólanum hefir sent bréf til allra háskóla- stúdenta. Er þar lýst með mörg um orðum hættunni af því, að „marxistar“ nái meiri hluta í stúdentaráði, og því lýst yfir, að nazistar muni ekki koma fram sem sérstakur flokkur í kosningunum, heldur styðja „Iýðræðishetjuniar“. Endar bréfið á þessum orðum: „Fé- lag þjóðernissinnaðra stúdenta skorar því á alla andmarxista og föðurlandsvini innan Háskól- ans að fylkja sér um hinn eina þjóðlega(!) lista, sem framkem- ur við þessar kosningar, lista lýðræðissinnaðra stúdenta, enda getur félagið vel felt sig við marga frambjóðendur þess lista íslandi allt! Væri ckki ótrúlegt, að eftir Mikið úrval af nýtísku höttum. Lita og breyti gömlum höttum. Lægst verð í bænum. HELGA VILHJÁLMS Skólavörðustíg 16 A. Sími 1904. Lokastíg 18 Söngkensla, píanó« og faatrmóníum kensla. Vídfafsfímí kL 5—7 I Alþýðuflokksfélagíð í Ólafsfírðí. Alþjlðuflokksfélag var nýlega stofnað í Ölafsfirði. Hefir það kosið fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing og hlaut Guðvarð- ur Sigurðsson kosningu. Verklýðsfelag Fáskrúðs- fjarðar. I Verkalýðsfélagi Fáskrúðs- fjarðar voru mýlega kosnir full- trúar á Alþýðusambandsþing. Þessir hlutu kosningu: Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson. þessa „opinberun“ lækkaði „lýð ræðis“risið á íhaldsstúdentum. Eftir þessu verða aðeins tveir listar við stúdentaráðskosning- arnar. Listi róttækra stúdenta og listi samfylkingar íhalds og nasista. María Markan heldur söngskemmtun í Gamla Bíó kl. 7 síðdegis í dag. Við hljóðfærið Fritz Weiszhap- pel. Aðgöngumiðar fást í bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson- ar og hjá Sigríði Helgadóttur (hljóðfæraversl. Katrínar Viðar); Happdrætti Valsveltwnnar. Dregið var hjá lögmanni í gærmogun. Upp komu nr. 4473 flugferð til Akureyrar, nr. 7972 ' skrifborð, nr. 3787 grammó- fónn, nr. 1502 Rafsuðuáhöld, nr. 5022 málverk. Munanna sé vitjað í versl. Varmá. Ipróttaæííngar í K. R.- húsinu 1938-1939. FIMLEIKAR: Drengir innan 14 ára: Mánudaga kl. 5.20—6.20 Fimtudaga — 5.20—6.20 1. flokkur karla: Þriðjudaga kl. 7.10— 8.10 I Miðvikudaga — 9.10—10.10 Föstudaga — 9.10—10.10 2. flokkur karla: Mánudaga kl. 9.10—10.10 Fimtudaga — 7.10— 8.10 Telpur innan 14 ára: Þriðjudaga kl. 5.20— 6.20 Föstudaga — 5.20— 6.20 1. flokkur kvenna: Mánudaga kl. 7.10— 8.10 Fimtudaga — 8.10— 9.10 Úrvalsflokkur kvenna: Mánudaga kl. 8.10— 9.10 Miðvikudaga — 8.10— 9.10 Föstudaga — 8.10— 9.10 FRRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: 16 ára og yngri: Þriðjudaga kl. 8.10—9.10 Föstudaga — 7.10— 8.10 17 ára og eldri: Þriðjudaga kl. 9.10—10.10 Fimtudaga — 9.10—10.10 SUND: I Sundhöllinni: Mánudaga kl. 9.00—10.30 Miðvikudaga — 9.00—10.30 í sundlaugunum: Miðvikudaga kl. 8—9 Nánari upplýsingar hjá Björgvin Magnússyni, Kirkjubóli, sími 3163. Æfingar byrja þriðjudaginn 11. okt. K.R.-ingar! Fjölmennið á æfingarnar! íslendingar! Gangið í elsta, stærsta og bezta íþróttafélag landsins. Knattspyrnuæfingar aug- lýstar síðar. Breytingar geta orðið á töflunni síðar. STJÓRNIN. Urvals saltsild, hausskorin og magadregin, frá Húsavík, seljum við í Vz tunnum, 53 kg„ á 22,00 um næstu mánaðamót. Uppskriftir að einföldum síldar- réttum fylgja með hverri tunnu. íslenzk saltsíld verður að vera til á öllum ís- lenzkum heimilum. Sendið pantanir strax til 1.1. Smjörlíkisgerðin. Sími 1651. Naústar í Háskólanum sameínasf Ihaldinu, Þeír œfla að slyðja lisfa íhaldsíns víð sfúdenfaráðskosníngatr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.