Þjóðviljinn - 14.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 14. iokt. 1938. ÞJÓÐVILJINN Stefna Chamberlains leiðir ti! hrunsbrezka heimsveldisins Bretland hefur eflt hættulegustu keppi- nauta sína og fyrirgert trausti smáþjóð- anna með undanlátssemi við fasismann 1 ágústmánuði s.l. munu hafa átt sér stað miklir skógarbrunar í Rúss-j landi í nánd við landamæri Finnl, Reykurinn barst eins og myrk þoka yfir næstum alt Finnland og varð þvo megn í sumum borgum að f jöldi fólks sem ekki var vel heilbrigt fyrir brjósti varð að leggjast á sjúkrahús. I Norður-Svíþjóð urðu menn reyksins líka varir án þess þó að hann gerði spjöll og alt vestur í Bergslagen í Mið-Svíþjóð fundu menn reykjarlyktina greinilega. 1 sambandi við þetta hafa blöð í Svíþjóð bent á það að þar sem reykur geti borist svona langar leið- fr í loftinu, séu mestu líkindi til að því væri eins varið með eiturgas, að ef það væri notað í hernaði gæti það dreyfst eins og reykurinn til nærliggjandi landa. • • Enskt blað segir frá því, að Ind- verji einn, sem sé þátttakandi í námskeiði í borginni Cambridg** hafi komið til póstskrifstofu borg- arinnar og gefið heimilisfang sitt og nafn og sagt að ef bréf kæmu með óvanalega löngu nafni þá væri það til sín. Hann kvaðst heita Vikayaraghavasjargaris'ma. ** Dátinn: Ég vil gjama láta liðs- foringjann vita, að maturinn, sem við fáum er illa tilreiddur og oft mold í súpunni. Liðsforinginn: Hvort haldið þér að þér séuð hermaður til þess að klaga yfir mat eða til að gera landi yðar gagn. Dátinn: Til að gera landi mínu gagn, herra en ekki til að éta það. •* Enskur skólafrömuður heldur eftirfarandi fram: Bestu eiginkonur verða að jfnaði þær stúlkur, sem alast upp með mörgum .bræðrum eða hafa verið mikið samvistum við marga pilta á sínum aldri og kynnst göllum þeirra sem kostum. Margar unnustur ganga með þá grillu inn í hjónabandið að manns- efnið þeirra sé gallalaust og verða svo fyrir hinum sárustu vonbrigð- um er ú‘f íhjónabandið er komið og mörg hjónabönd fara af þessum orsökum út um þúfur eða valda ó- hamingju í stað hins gagnstæða. Þetta hendir aldrei þær stúlkur, sem hafa átt marga bræður eða Verið í samskóla, þær hafa miklu raunhæfari sjón á mótkynið og allt ástalíf þeirra verður eðlilegra. Þær stúlkur gefa aðeins hjarta sitt, en halda jafnvægi skynsemi sinnar. Samvinnan, 7. hefti er nýkomið út. Munið Happdrætti Karlakórs verka- manna. Skrifstofa kórsins er opin kl. 8—9 á miðvikud. *og föstud. í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þar geta menn fengið miðana til þess að selja og þar er gert upp fyrir and- virði þeirra. Frá höfninni. I gær kom hingað þýskur togari með mann, sem hafði slasast. Framhald. Barátta fyrir öryggi Belgíu er um leið barátta fyrir öryggi Englands, um það hafa flestir breskir stjórnmálamenn verið jsammála. Austin Chamberlain, er stjórnaði utanríkismálum Breta eftir heimsstyrjöldina sagði eitt sinn: „Vér börðumst við Spán á 16. öld, við Napo- leon á 19. öld og við Þýska- land á 20. öldinni, til þess að tryggja sjálfstæði Niðurlanda“. Hin vesaldarlega undanláts- stefna Breta gagnvart fasista- ríkjunum hefir rúið Bretland trausti smáríkjanna. Hvert smáríkið eftir annað reynirað komast að samningum við frið- rofana. Belgía segir skiliðvið Locarno-sáttmálann, og telur sér öruggast að lýsa yfir algeru hlutleysi. Bretland verður að þola þá raun að sjá áhrif sín þverra óðum á Norðurlöndum, í Eystrasaltslöndunum, Balkan- ríkjunum og meira að segja í Grikklandi og Portúgal, en í þeim ríkjum voru bresk áhrif öllu ráðandi til skamms tíma. Rothöggið á trú smáþjóðanna á vernd Bretaveldis var þó framkoma Chamberlains í Ték- kóslóvakíumálunum. í mýútkominni bók um Grey er var utanríkisráðherra Breta í byrjun heimsstyrjaldar- innar, lætur Georg Trevelyn svo um mælt, að utanríkispóli- tík á friðartímum eigi að miða við það tvent, 1) að forðast styrjöld, en takist það ekki, þá 2) að tryggja ríkinu bandamenn í komandi styrjöld. Grey tókst ekki fyrra atriðið, æn hann leysti af hendi hið síðara. Stefna Chamberlains og Hali- fax er beinlínis til þess fallin, að grafa grunninn undan friðn- um, og gerir jafnframt Bret- landi ákaflega örðugt fyrirmeð öflun bandamanna í komandi heimsstyrjöld. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því Ant- hony Eden lét af starfi, hefir Chamberlain skemt og veikt öll þau ítök er Bretland hafði afl- að sé'r í öllum lýðræðislöndum Evrópu, Bandaríkjunum og sambandslöndunum með ára- tuga samstarfi í Þjóðabanda- laginu. Breskir stjórnmálamenn taka ekki Jaýðingarmiklar ákvarðanir fyrr en þeir mega til, svo að þeir geti brugðið ,til beggja hliða alt fram á síðustu stund. Undanfarin ár hefir Bretland þó stöðugt hallast meir og meir að fasistaríkjunum, þar til nú í haust, að það kemur fram sem eitt þeirra, og knýr Frakkland inn á sömu braut í Múnchen-sáttmálanum ill- ræmda. Þessi afstaða hefirvald ið alvarlegrar áhyggju um fram tíð Bretlands, ekki einungis meðal allra frjálslyndra ogrót- tækra manna, heldur einnig hjá þektum íhaldsleiðtogum, er sjá að hverju stefnir. Enn er í minni afstaða Duff-Coop- ers,, flotamálaráðherra, Lloyds lávarðar o. fl. Wickham Steed, fyrrum ritstjóri ,,Times“ skrif- aði nýlega þessi eftirminnilegu varnarorð: „Eina afstaðansem er í samræmi við hagsmuni Bretlands er yfirlýsing bresku stjórnarinnar um að vér mun- um verja þá hluti er vér verð- um neyddir til að verja fyrr eða síðar. Bretland verður dreg ið öfugt inn í styrjöld ef það vill ekki ganga út í hana hrein- Iega og óhikað, í baráttu fyr- ir málstað, sem öll breska þjóð- in og sennilega Bandaríkin væru fús á að berjast fyrir“. En ekkert dugar. Engin varn- aðarorð. Öll skynsamleg rök hníga að því að breskum hags- munum væri best borgið með því að sýna fasistisku friðrof- unum mótspyrnu. En Cliv- den-klíkan, er stendur að baki, Chamberlain og Halifax er blind uð af stéttafordómum og trú á fasismann, og hefir því þver- brotið eina eftir aðra af þeim grundvallarreglum í utanríkis- pólitík er skapað hafa og við- haldið breska heimsveldinu. En þolinmæði bresku þjóðar- innar er ekki takmarkalaus. Andúðin gegn Chamberlain fer stöðugt vaxandi, einnig innan íhaldsflokksins. Staðreyndirnar eru óþægilegir andstæðingar, og vitneskjan um það sem er að gerast í heiminum síast smátt og smátt gegnum það blekingamoldviðri, sem reynt er að þyrla upp af stjórninni. Haldi Chamberlain áfram á þessari braut mun hann áður en mjög langt líður eiga að mæta alþýðufylkingu í Bret- landi, er verður fær um að knýja fram stefnubreytingu. Simi Flobksskrifstof- eonar er 4757 Opið dagfega frá hL 5—7, ¥igord fraes&a affurháldsins; „Heldur Hítler en AlþÝðufYlhíiiguna^ EINKASK. TIL þJÓÐVILJANS MOSKVA í GÆRKV. t Rússneska blaðið Pravda birtí í dag grein um afstöðu frönsku borgarastéttarinnar til atburða síðustu vikna. Segir blaðið svo meðal annars: Almenningur og öll alþýða Frakklands var ákveð in í því að láta hart mæta hörðu við hina fasistisku árás- arseggi. Hinsvegar var þetta mjög fjarri skoðun borgarastétt arinnar frönsku sem heild. Aft- urhaldsöflin gerðust hávær og: kjörorð þeirra var: Heldur Hit- ler en Aljiýðufylkinguna! Þetta var bjargráð frönsku borgara- legu afturhaldsaflanna og þau beittu öllum þeim áhrifum er þau máttu á ríkisstjórnina. „Lykillinn að framtíð Frakk- Jands er í höndum alþýðunnar“, s^gir blaðið. „Ragnarök frönsku burgeisastéttarinnar eru ekki endalok frönsku þjóðarinnar, heldur aðeins burgeisastéttar- innar einnar“. Frakkland verð- ur aldrei troðið sundur undir járnhæl Hitlers. Alþýðan franska mun berjast gegnhinni rotnuðu burgeisastétt landsins. Frakkland framtíðarinnar verð- ur Frakkland Alþýðufylking- arinnar. Þróttmikil og sterk þjóð sem nýtur hins fyllsta trausts hjá bandamönnum sínum en ógnandi fjendum sínum“. FRÉTTARITARI. Mltibnið Höíum fengíð míhíð úrval af allshonar emaílleruðum og alumíníum eldhúsáhöldum. Ennfremur rafsuðuáhöid og leírhruhhur og' margt ííeíra af gagnlegum hluíum í eldhúsíð. a u pfélaq ié /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.