Þjóðviljinn - 15.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.10.1938, Blaðsíða 2
Latigardagurinn 15. okt. 1938. ÞJÖÐVILJINN Veist þú hver Ds|ambftl er? Langar þíg fíl ad heyra hvernig fornaldarskáld okkar fluftu kvæðí sin? Hvad segír Halldór Kíljan Laxness í ^Gerska æíífitýrími^ Dsjambuí. „Hirðingjar Katakstan heiðianna voru eínhver frumstæðasti tötra lýður alls Rússaveldis. En í sál peirra bjó slolt hinna endalausu fjarlægða. Hljóðfæri pessa lands er dombran. Hún er slegin í tjaldstað að kvöldi, skáldið og strengleikarinn cru einn maður. Hann yrkir um leið og hann syngur, fólkið situr í kring og tek- ur undir viðlagið, mórauðir menn með samankipraða hvarma, skorpnar varir og punt skegg, konur með blásvart hár sleikt niður yfir eyrun í útsaumuðum litsterkum kyrtlum. Ómur dombr- unnar heíir eínkenni vindpytsins. Skáldið var æíinlega betlari sem flakkaði um í tötrum með hljöðfæri sitt. — — Ljóð skálds- ins voru einatt punglyndisandvörp hinna snauðu barna saltheið- anna, en dombran átti líka sterkan tón raldnna endurminninga um dáðir fortíðarinnar. — —« „Saga kasakiska flökkuskáldsins er saga Dsjambúls. Hann var 15 ára pegar hann töfraðist svo af gömlu farandskáldi að hann yfirgaf foreldra sína og lagði af stað út í heiminn til að syngja. Það er sagt að ekkert lcasakiskt skáld hafi sungið honum bet- ur um vonir og prár fólksins, um virðuleik hirðingjans, um gresjuvindinn, um fótatak hestanna, um gulan sandinn, um hið salta og strjála gras. Halldór sér Dsjambúl 92 ára á rithöfundaþingi í Tifl- is og lýsir honum svo i „Gerska œfintýrinu" m. a.: „Hann var leiddur til j>alls í salnum og fengið par heiðurssæti meðal frægra evröpnrússneskra rithöfunda. Og pcgar ég virti hann fyrir mér par sem hann var sestur, án pess að taka ofan hina miklu lambskinnshúfu, í reíðstígvélum og skinnkufli niður á kné, en gulum silkislæðum utanyfir, með hálslanga dombru sina á hnjánum, og horfði beint fram í salínn sínu djúpa óræða andliti án svipbrigða, og tók að fitla við strengi hljóðfærisins án pess að gera sig- líklegan til að heilsa fagnandi salnum, pá fannst mér að ég sæi skáld í fyrsta skipti á æfinni, og að cg myndi kanski aldrei sjá skáld framar“. „Gerska æfíntýríð“ er 240 síður, fullt af lýs- íngum eíns og þessum, af þjóðum og högum í Sovétríkjunum. Meðlímír í „Mál og menniog“ fá 15o/o afslátt í Heimskringlu. LeifeSiásið. „Flnt fðlk“ efííf Iíidriðj Waage, Brynjólfur jó hannesson, J. Leos ag J. Aolls. Leikfélagið hóf starfsemi sína með frumsýningu á enska leikritinu „Fínt fólk“, eftir H. F. Maltby, á fimmtudags- kvöldið. Pað verður því miður ekki sagt, að glæsilega sé af stað farið. Leikritið er ómerki- legur reyfari, svo að leitun mun á öðru eins, og meðferðin þó öllu lélegri. Leikurinn fer fram á höfð- ingjasetri, sem hégómagjarn nirfill, Möller að nafni, hefir nýlega fest kaup á og vill nú afla sér vina meðal heldra fólksins. Hann hefir ráðið til sín einkaritara af háum stigum, sem á að bjóða vinum sínum til herragarðsins ,og er fyrsti gesturinn kominn. Ekki sést þó nokkur stéttamunur í fasi og framkomu þessa fulltrúa heldra fólksins og hins nýríka nirfils og fjölskyldu hans. Brynjóliur Jóhannesson leikur nirfilinn og sýnir nákvæmlega sömu persón luna og í „Tiovaritsj“, sem þá var reyndar siðfágaður og menntaður fjármálamaður. — Leikur Arndísar Björnsdóttur er óvenju daufur og litlaus, enginn Ieikur hjá Öldu Möl!- er, Jón Aðils gerir þjóninn, sem á að vera liðlegur, stima- mjúkur og fágaður, að stirðum og skuggalegum glæpamanni. Svo lélegt sem leikritið er í sjálfu sér, fer það þó allt úr böndunum í meðferðinni, sem er í heild sinni hroðvirknis- leg og stíllaus með öllu. Eini ljósdepillinn í þessari sýningu er Alfreð Andrésson. Hann vandar reyndar ekki meira til Happdrætti Karlakórs Verkamanna. Enn er hægt að fá miða, e.n nú fer að verða hver síðastur. Miðarnir fást á afgrciðslu Þjóð- viljans, hjá „Nýju landi“ og á skrifstofu Iðju í Alþýðuhúsinu, miðvikudag og fösíudag kl. Ignaz Fricdman píanósnillingurinn heimsfrægi heídur fjögur „Chopin-kvöld“ hér' í Reykjavík á næstunni og verður hið fyrsta 18. þ. m. leiksins en aðrir, er t. d. öfga- kenndur og hirðir lítið um að sýna skýran persónuleik, en hann hefir svo ótvírætt skop- leikaratalent, að leikurinn verð- ur alltaf lifandi og ferskur og kemur mönnum til að hlæja. Að endingu leiksviðið. Það getur ekki með nokkru móti minnt á viðhafnarstofu" í rík- mannlegu höfðingjasetri, nema í hæsta lagi ef um flutnings- dag gæti verið að ræða. G. Á. Islesidísigaf æfla að fafea þáfí í sSsákcnófimi í Argenííissa, Eins og lítilfýga hefir verið drepið á í blöðum og útvarpi, hefir íslandi verið boðið að taka þátt í landakepni F. I. D. E. (alj)jóðaskáksambandið) sem fram á að fara í Buenos Aires að ári. Þessi kepni var tilkynt á mótinu í Stokkhólmi í fyrra sumar, 1937, en formlegt boð barst Skáksambandi íslands í aprílmánuði þessa árs. Varþar boðið 4 keppendum og einum varamanni, og ætlar Skáksam- band Argentínu að kosta för- ina út og í höfn í Evrópu (senni legast þá Hambong). ; Stjórn Skáksambands Islands ákvað að taka b-oðinu, og tilkynti þátt- töku íslands. Var í hinu upp- haflega boði gert ráð fyrir að mótið færi fram í aprílmánuði, en nýlega fekk Skáksamband íslands tilkynningu um að mót- inu væri frestað til júlímánaðar, vegna óvæntrar þátttöku. Hafa gefið sig fram 35 þjóðir frá 4 heimsálfum (Afríka eiu er ekki með). í hinu upphaflega' boði hafði einnig verið boðið einum kvenmanni til þátttöku í heimsmeistarakepni kvenna. Var j>ví boði ekki tekið af hendi Skáksambands íslands, endavar það í næsta bréfi takmarkað við kvenfólk, sem unnið hefði einhver skákafrek á alþjóða- mælikvarða. Er styrjöldiTi í Kína hafði varað i ár gaf kinverska stiómin skýrslu með ýmsum upplýsingum varðandi styrjöldina. M. a. var þar sagt að styrjöldin kostaði hvern kínverskan borgara tvo aura á dag, eri jafn- framt er par áætlað að kostnaður- inn hjá Japönum er nálægt kr. Q.75 á rnann á dag. ** Amerísk ekkja las pað m. a. i erfðaskrá mannsins síns að hánn óskaði þess mjög ákveðið að hún gifti sig aftur, því hann gat vel unnað öðrum manni að njóta henn- ir óvenjulegu miklu og góðu kosta. Fallega hugsað. Vafalaust hefir ekkjan viljað verða við þessari ósk síns elskaða eiginmanns og henni hefir varla orðið skotaskuld úr því að fá tækifæri til að gera annan hamingjusaman, hafandi slík með- mæli, og vitanlega erfði ,hún líka auðæfi mannsins síns. *• — Hefirðu heyrt um þjófnaðinn í B.vík? - Nei. — A meðan alt fólk var fjarver- hefir þjófur brotist inn í húsið og rænt pcningum og silfurmunum fyr- ir yfir 1000 kr. En hvað heldurðu svo að hann hafi gert, þegar hann kemur út i forstofuna dettur honum í hug að hafa skifti á kápu við húsbóndann og skilur sína því auð- vitað eftir, en svo hefir hann gleymt að taka þýfið úr vösunum, því það fanst alt saman með gömlu kápunni þjófsins. — Merkilegt. Harn hefir verið orðinn prófessor í listinni. Skemmtikvöld heldur „Dagsbrún“ í Iðnó í kvöld (laugardag) kl. 9,30. Verður þar margt til skemtun- ar. Sjá auglýsingu. Nýja stúdentablaðið, 4. tbl. 6. árg er k-omið út. Blaðið flytur margar greinar um stúdentamál. Ritstjóri er Bjarni Vilhjálmsson, sttid. mag. Bankablaðið 3. tölublað 4. árg. er nýkom- ið út. Flytur að vanda ýmsar greinar um áhugamál banka- rnanna. Argentiska ríkið styrkirskák- samband Argentínu rausnarlega til að standa straum af mótinu. Mun það veita því á 4. hundrað þúsund krónur í -styrk. Þeim Elías O. Guðmunds- syni og Baldri Möller hefirver- ið falið að sjá um undirbúning fararinnar fyrir hönd Skáksam- bands íslands. Er undirbúnings- kepni hafin ,í ^sambandi við haustkepni Taflfélags Reykja- víkur og er þátttaka góð, 14 keppendur í meistara’flokki. Ef óskað er nánari upplýs- ijnga að einhverju leyti í sam-' bandi við þátttöku íslands í þessu móti og fyrri alþjóðamót um, munu Elís ó. Guðmunds- s-on og Baldur Möller fúslega gefa þær . j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.