Þjóðviljinn - 18.10.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1938, Blaðsíða 4
I\íý/a íi'io sg Dófftr dalanna Afburða skemtileg amerísk kvikmynd frá Fox-félaginu Aðalhlutverkið leikur skauta drotningin SONJA HENIE, ásaint DON AMECHE, CESAR ROMERO o. fl. Leikurinn fer fram í New Yorlc, Paris, og í norsku sveitaþorpi. Úpborginni Nœturlæknir Sveinn Pétursson, Garðastr. 34, sími 1611. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss er á leið til London, Dettifoss er í Reykja vík, Lagarfoss var á Kópaskeri í gær, Selfoss er í Reykjavík, Dr. Alexandrine fór norður í gærkvöldi. Hljómboðar heitir safn af sönglögum eft- ir Þórarinn Jónsson frá Háreks stöðum. Er þetta annað hefti af þessu sönglagasafni og hefir að geyma sönglög við 26 ís- lensk ljóð. Otvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. þlÓÐVILIINN nBBmn "wi ■!««—— 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sönglög úr óperettum. 19.40 Aiiglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Leyndardómur Kleifarvatns og nágrenni Reykjavíkur, Ólafur Friðriks- son f. ritstjóri. 20.40 Hljómplötur: a. Symfonía nr. 5, eftir Dvo- rák . b. „Ættjörð míií“, tónverk eftir Smetana. c. Lög úr óperum. 22.00 Dagskrárlok. Karlakór Verkamanna. Æfingar í kvöld í Verka- mannaskýlinu, hjá 2. bassa kl. 8,30 og hjá 1. bassa kl. 9,30. Lýsi til Spánar. Þeir, sem hafa með höndum samskot til lýsiskaupa handa spönskum börnum, fyrir ís- lenska Friðarfélagið, eru vin- samlega beðnir að gera gjald- kera félagsins, frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, grein fyrirsöfn- uninni fyrir 1 .nóvember næst- komandi. Verkakvennafélagið Framsókn heldur fyrsta fund sinn á haustinu í kvöld kl. 8V2 í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Ferðafélag Islands heldur skemtifund að Hotel Borg, miðvikudagskvöldið 19. þ. m. Húsið opnað kl. 8V2. Árni Óla blaðamaður flytur erindi um Snæfellsnesiðogsýn- 'ir skuggamyndir. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir í bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar á miðvikudag. Kosfiiingtn á Síglufítrðl og Hófmavik, FRAMHALD AF 1. SÍÐU. fundinum umsóknir frá ýmsum konum er vildu ganga í félag- ið. En í tilefni af þessw var dreginn upp CRSKURÐUR frá Stefáni Jóh. Stefánssyni um að kommúnistar mættu ekki vera í félaginu. 1 Var inngöngu umsækjanda því frestað 0g hófst nú kosn- ingin. Stungið var upp á Sig- rúnu Kristinsdóttur og þegar fuHtrúar Skjaldborgarinnar heyrðiu, að Sigrún var í kjöri flýttu þeir sér að bera upp til- lögu um að enginn fulltrúi skyldi kjörinn á Alþýðiusam- bandsþing og fengu þá tillögu samþykta. Fórst kosningin þannig fyrir. Verkakvennafélag Siglufjarðar var eins og menn muna ,klofið út úr samtökum siglfirskra verkakvenna fyrir nokkrum árum, og er félagið að allmiklu leyti skipað konum sem fylgja íhaldinu að málum. Sýnir þetta betur en margt annað, hve öruggu fylgi samein Engin á lað fagna á Siglufirði, að íhaldið og Skjaldborgin skuli ekki þora að hætta á kósningu ef sameiningarmenn eru annars- vegar, og það þó að úrskurður sé fyrir hendi um að kommún- istar megi ekki vería í verkalýðs’ félaginu. ** Nýlega var kosinn fulltrúi á Alþýðusambandsþing fyrir Jafn- aðarmannafélag Gullbringu- og Kjósarsýslu. Kosningu hlaut Grímur Nordahl bóndi að Úlf- arsfelli. Dagsbranar- fundurinn PRAMHÁTLD AF 1. SÍÐU. og neyðin fer vaxandi með hverjum degi er líður. Kröfur alþýðunnar verða því skiljan- lega háværari með hverjum degi. Ríkis- og bæjarstjórn hafa ekki gefið enn nein svör um það, hvenær vinna muni hef jast, en heyrst hefir, að borgarstjóri Btandi í stöðugum samningum við ríkisstjórnina um að hefja enga atvinnubótavinnu að sinn« Mun ríkisstjórnin, í samráði við íhaldið í Reykjavík, nú hafa á prjónunum að kalla alla bæj- arstjóra á landinu á ráðstefnu til þess að ræða um atvinnu- leysið og önnur nauðþurftar- mál almennings. Tilgangurinn með ráðstefnu þessari er án efa sá, að draga allar framkvæmdir á langinn. Atvinnuleysingjarnir munu hinsvegar ekki sætta sig við vafasamar ráðstafanir ráðþrota yfirvalda heldur knýja kröfur ' sínar fram með samtökum sínum. Atvinnuleysisnefnd Dags- brúnar hafði tal af borgarstjóra í gærkvöldi. Lýsti hann því yfir að atvinnubótavinna mundi ekki hefjast n.k. fimtudag eins og búist hafði verið við, og engin ákvörðun um það tekin fyr en á föstudag . Dömur Mikið úrval af nýtísku höttum. Lita og breyti gömlum höttum. Lægst verð í bæuum. HELGA VILHJÁLMS Skólavörðustíg 16 A. Sími 1904. J[l Gömla rbiö % Sídasía lesf frá Madríd Afar spennandi og áhrifa mikil amerísk tahnynd, er gerist í borgarastyrjöldinni. á Spáni. Aðalhlutveúkin leiíka: DOROTHY LAMOUR GILBERT ROLAND, LEW AYRESog OLYMPE BRADNA. Börn fá elkki aðgang. toikfél. Reykjaglkar Fínt lólk gamanleikur í 3 þáttum Aðalhlutverk: ALFREÐ ANDRÉSSON. Vísir segir m. a.: . . . Það er gaman að Alfreð Andréssyni. Morgunblaðið s. m. a.: . . . , Alfreð Andrésson .... er skringilegur á leiksviði í því gerfi sem hann einu sinni hefir tileinkað sér. — pjóðviljinn s. m. a.: ... Al- freð Andrésson .... hann hef- ir svo ótvírætt skopleikaratal- ent, að leikurinn verður altaf lifandi og ferskur og kemur mönnum til að hlæja. — Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Agatha Christie. 51 Hver er sá seki? — Auðvitað, sagði systir mín sigri hrósandi. — Hérna úr glugganum sé ,ég alla sem’ fara inn í bið- herbergið. Og ég hefi ágætt minni, James. Miklu betra minni en þú. — Það efast ég ekki um, sagði ég eins og úti á þekju. Systir mín hél't áfram ótrufluð og taldi á fingrum sér: — Það var gamla frú Bennett og drengurinn með bólgna fingurinn, Dolly Grice, hún stakk sigí í fing- urinn með nál, atnerfski þjónninn af íarþegaskip- inu, — látum okkur sjá — fjórir. Já, gamli Georg Evans með opna sárið. Og loks — — Hér þagnaði hún til að auka eftirvæntinguna. — Hvað svo? Karólína var nú engu líkari en bófa á leiksviði, hún hvæsti nafnið: — Ungfrú Russell! Hún hallaði sér aftur á bak í stóíinn, og sendi mér þýðingarmikið tillit. — Ég veit ekki hvað þú átt við, sagði ég gegn betri vitund. Því skyídi ungfrú Russell ekki leita hjá mér læknisráða veð slæmsku í hnénu. — Slæmsku í hnénu, sagði Karólína. Vitleysa! Hún kom í 'öðrum erindagjörðum. — Öðrum erindagjörðum? Karólína varð að játa, að hún hefði enga hugmynd um erindi ungfrú Russell. — En það var einmitt það sem Poirot vildi fræð- ast um. Það er eitthvað bogið við þann kvenmann. — Það er alveg sama athugasemdin og frú Ack- royd ger'ðii í gær. Að það væri eitthvað bogið vi ð ungfrú Russell. — Jæja, sagði Karólína mið dularfullum svip. Frú Ackroyd! Hún ætti að passa sjálfa sig! — Því segirðu það. Karólína neitaði að gefa nokra skjuingu á orðum sínum. Hún ruggaði til höfðinu, vafði prjónadót sitt saman, og fór upp til að klæða sig í lilla-bláu silkiblússuna og hengja á sig gullnistið, — hún kall- aði þetta að hafa fataskifti fyrir miðdaginn! Ég starði finn í ilogann á arninum iog hugleiddi orð Karólínu. Hafði Poiriot komið til þess að fá upplýs- ingar um ungfrú Russell, eða var það Karólíná, sem umsneri öllu til samræmis við hugmyndir sínar? Það var eitthvað í fari ungfrú Russells þenna dag, er hafði getað vakið grun. Að minsta kosti .... Mér da'tt í hug áhugi hennar fyrir deyfiljyfjum, og að hún hefði síðar spurt um eiturefni iog áhrif þeirra. En það gat ekki þýtt neitt sérstakt. Ekki hafði Ack- royd verið myrtur á eitri. Samt var það skrítið . . . . Ég heyrði rödd Karólíinu, hún kallaði óþarflega Jiátt: — James, þú lætur bíða eftir þér í matinn. Ég bætti kolum í arininn iog gekk hlýðinn upp. Hvað sem tautar verður maður að hafa frið á heimili sínu. Tólfti kapííuli. VIÐ BORÐIÐ. Hin lögskipaða líkskoðun á frú Ferrars og herra Ackroyd fór fram á mánudaginn. Það er ekki ætlun mín áð gefa neina skýrslu. Það hlyti að verða endurtekning. Samkvæmt sam- komulagi við lögregluna var lítið látið uppskátt. Ég bar vitni um orsökina að dauða Ackroyds og tímaákvörðunina. Hinn opinberi líkskoðari gerði at- hugasemd um fjiarveru Ralph Patons, en fór ekki mánar inn á það efni. Á eftir töluðum við Roinot nokkur orð við Ragl- an fulltrúa. Raglan var mjög alvörugefinn. — Mér Ifst illa á þetta, herra Poirot, sagði hann. Ég reyni að vera eins hlutlaus í þessu máli og ég get. Sjálfur er ég líéðan úr sveitinni og hef oft séð Paton kaptein í Crances’ter. Ég óska síst eftir því að hann sé sekur, en allar líkur benda til þess. Því kemur liann ekki fram, ef hann er saklaus? Við höfum ótal líkur gegn honum, — þær gætu ef til vill orðið að engu ef hann kæmi fram. Þvígefur hann ekki skýringu? Það Iá meira. iað baki orða lögreglufulltrúans en ég vissi. Lýsing á Ralph hafði verið sírnuð til allra hafna og allra járnbrautarstöðva á Bretlandi. Stöð- ugur vörður var við íbúð hans í bænum og eins við þau hús, er vitað var að hann kom oft í. Það sýnd-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.