Þjóðviljinn - 30.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.10.1938, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVILJINN Sunnudagurinn 30. okt. 1938. Póststjórnin í Venezuela hefir komið því lagi á að innanlands geta menn sent ástarbréf fyrir helming venjulegs burðargjalcjs. En til þess að ekki þurfi að efast um innihald- ið skulu bréfin sett í ljósrautt um- slag. En af því að póststjómin grunaði menn um þá græsku að mis nota örlæti hennar, reif hún upp allmikið af bréfum til þess að ganga úr skugga um, hvort hér væri um raunveruleg ástarbréf að ræða eða ekki. Af öllum þeim bréfum sem þannig voru rannsökuð, voru að- eins tiltölulega mjög fá um annað. en ástir. Segja menn að útkoman' mundi hafa orðið nokkuð önnur í Skotlandi. •* iklnversk spakmœli uin konur: Kona sem gætir sóma sínfjj í hví- vetna, er fegurri en flestar af stjörnum himinsins. Guðirnir virða þá konu sem hugsar áður en hún opnar munninn til þess að tala. Það eru perlur sem streyma af vör- um slíkra kvenna. — Líttu ekki við hégómagjarnri konu, því að hún heldur að enginn í heiminum sé henni meiri. — Konan eiit í raun og veru mesta þjáning mannsins, en enginn græðir betur sár hans. — Mikillát kona hrasar oft, því að hún gefur sér aldrei tíma til þess að líta niður fyrir fætur sína. •• 1 Mexiko vaxa kaktusar, sem eru kallaðir orgel-kaktusar. Nafn þetta hafa þeir fengið af því að blöðin standa eins og orgelpípur. •* Sigarettur eru nú almennasta tó- baksnautnin, en þó eru ekki nema rúmlega hundrað ár síðan fyrst var farið að búa þær til. Áður reyktu menn einkum pípu. Fyrst um sinn voru lagðar þungar refsingar við slíku athæfi og voru þess jafnvel dæmi, að menn voru teknir af lífi fyrir þessar sakir. ** — Vegna hvers er hjónafcandið kallað heilagt? — Vegna þess, að þar hafa svo margir orðið píslarvottar. •• — Hvaða ólæti eru þetta í eldhús inu, Agnes. — Það var aðeins mjólkurpóstur- inn, sem vildi fá að kyssa mig. — Og þú hefir þó ekki lofað hon- um að kyssa þig? — Jú, auðvitað lofaði ég honum það. ** Nyrzta gistihús jarðarinnar var reist í sumar á Spitzbergen. Það þarf auðvitað tæpast að taka það fram, að gistihúsið heitir Hótel Norðurpóll. Er þetta fyrsta flokks hótel, enda sr ferðamannastraum- urinn til Spitzbergen tekinn að auk- ast mjög síðustu árin. Karen og Sveinn pórarinsson opnuöu málverkasýningu í Markaðsskálanum við Ingólfs- stræti í gær. Verður sýningin daglega opin frá 10—9. Leikhúsið Leikfélagið sýnir gamanleikinn „Fínt fólkíf í dag kl. 4. Verður þetta síðasta sýning félagsins á leiknum. Lækkað verð. Hitler befir lofað að taka Danmðrkn Yfírgangur pfzhra nazísfa í Suð~ urwfóflandí. Tvö þing - og sam- eining æskunnar Það verður að síofna sfrax óháð sósialísííshf æskufiýðssambánd* Þing Sambands ungra kom- múnista hefir staðið yfir um undanfarna daga og var slitið s.l. miðvikudag. Aðalmál þessa þings voru sameiningarmál æsk- unnar — sameining hinnar sósí- alistisku æsku og var það ein- róma samþykt, að sambandið og allar deildir þess væru reiðu búin að ganga til sameiningar við S. U. J. og deildir þess á grundvelli sameiningartilboðs- ins. Á sama tíma hefir einnig ver- ið háð þing S. U. J. og lá fyrir því þingi sameiningartilboð frá Sambandi ungra kommúnista. Petta þing hefir alt verið með þeim pukurshætti að alþýðu- æskan hefir lítið af því frétt. Pingfundir sjaldan haldnir — og oftast aðeins setnir af hægri fulltrúunum. Þó er ljóst ;af því Iitla, sem um þingið hefir fréttst, að það er staðráðið í því að hafa ein- ingarvilja æskunnar að engu. Pað hefur heyrst að nýr laga- bálkur hafi legið fyrir þinginu og eigi nú S. U. J. að skipta um nafn og heita eftirleiðis sam- band ungra Alþýðuflokks- manna. Sýnir þetta greinilega, að það á að skerða pólitískt og skipulagslegt sjálfstæði fé- laganna enn meir en nú er og gera þau að máttlausu hand- bendi Skjaldborgarinnar. Jafn- framt þessu hefur Guðjón Bald vinsson þegar lýst því yfir að sameiningartilboðinu verði hik laust hafnað. Allt þetta er gert með þeirri leynd og pukri, sem forkólfum Skjaldborgarinnar er eiginlegt, og jafnan reynt að losna við vinstri fulltrúana á þinginu með því að boða þá ekki. eða setja málin í einlitar nefndir hægri manna Gegn þessum aðferðum á æska landsins aðeins eitt svar. Sköpun sameiginlegs sósíalist- iskt æskulýðssamband þrátt fyr ir hægri br-odda S.U. J. Sam- eiginleg æskulýðssamtök er brýnasta velferðarmál og yfir- lýstur vilji meirihluta hinnar sósíalistisku æsku í landinu. Á Austurlandi hafa þegar ver ið stofnuð þrjú æskulýðsfélög sem munu ganga í hið nýja samband. Á Norðurlandi verða FUJ. og FUK. hiklaust samein- uð og hér skal verða sama sag an Hin sósíalistiska æska mun ekki una því, að nokkrir hægri broddar, sem fengið hafa vesæl an þingmeirihluta með útstrik- unum og ofbeldi, fái að traðka á brýnustu hagsmunamálum æskunnar. Félagar SUJ og SUK munu sameinast án tillits til Guðjóns Baldvinss-onar og Er- lends Vilhjálmssonar. Á mánu dagskvöldið mun hefjast stofn þing hins sameinaða sósíalist- iskia æskulýðssambands — Þar mæta allir sannir ungsósíal- istar — allt æskúfólk sem ann frelsi, framförum og hugsjón sósíalismans — Gerum hið nýja samband sterkt, víðtækt, og voldugt.- Fjölmennum á stofn- þingið. Ignaz Friedman heldur kveðjuhljómleika á þriðujdaginn kl. 7,15 í Gamla Bíó. Viðfangsefni hans verða að þessu sinni Mozart, Bach-Bu soni, Schumann o. fl. Þjáðviljinn gat þess fyrir in-okkru í sk'eyti frá Kaupmanna- höfn, að f-oringi þýska minni- hlutans í Suður-Jótlandi hefði gert þá kröfu, að Suður-Jót- land yrði sameinað Pýskalandi. Kröfur þessar setti nasistaleið- toginn dr. Möller fram á fundi í Aaberaa. Jafnframt krafðist hann þess að dönsk blöð yrðu beitt refsingum fyrir að tala í andstæðum tóni um Pýskaland og nasistastjórnina í Berlín. Pað hefir ekki farið neittdult um fyrirætlanir nasista í Suður- Jótlandi -og yfir höfuð yfirgang þeirra í Danmörku, og það er vitað, að dönsk blöð mega yfir- leitt ekki skrifa um þessi mál, eðla neitt annað, sem nasistum líkar ver. M(á í þessu efni benda á grein, sem birtist héó; í blað- inu, fyrir n-okkru, þar sem skýrt var frá því, að eigendur eins Kaupmannahafnarblaðsins mót- mæltu því að ritstjóri blaðsins tilfærði ummæli enska íhalds- blaðsins „Times“ um ástandið í Sudetahéruðunum eftir að þau yoru sameinuð. Slíkri kúgun eru dönsk blöð beitt af nasistum og við þetta bætast svo kröfur þeirra um að væn spilda af landinu verði sameinuð Pýskalandi. Kröfur nasistanna til danskra stjórnarvalda eru fyrst og fremst settar frami í fjórum lið- um: 1. Að allar árásir, bæði í ræðu og riti, á Þýskaland nas- istanna verði stöðvaðar. Þá er þess krafist að þungar refsing- ar verði lagðar við slíku -og danskir embættismenn, sem gera sig seka um slíkt verði þegar reknir frá embættum sín- um. 2. Að Danir í Suður-Jótlandi hætti allri baráttu gegn Þjóð- verjum og þýskum áhrifum í Norður-Slesvig og leysi upp all- an félagsskap, sem miðar að því marki. Þess er einnig kraf- ist að Danir greiði Þjóðverjum búsettum innan dönsku landa- mæranna skaðabætur fyrir tjón, sem það sem þeir hafa beðið síðan 1918. 3. Að Pjóðverjum í Suður- Jótlandi verði veitt sjálfstjórn um héraðsmál öll og skólamáL 4. Að útlendingar sem búsett- ir eru í Suður-Jótlandi fái ekki danskan ríkisborgararétt þó að þeir óski þess. Þetta gildir þó einkum um þá útlendinga, sem eru flóttamenn frá Þýskalandí og hafa sest að norðan landa- mæranna, síðan nasistar kom- ust til valda. Þetta voru höfuðatriðin íkröf um dr. Möllers til dönskUstjórn arinnar, og að lokum lýsti hann því yfir, að „barátta nasista í Suður-Jótlandi, væri liður íbar- áttu þýsku þjóðarinnar". Jafn- framt lýsti dr. Möller því hátíð- lega yfir, að loforð Hitlers, sem hann gaf í hinni kunnu ræðu sinni í Sportpalast, um að geræ ekki frekari kröfur til landa í Evrópu ef hann fengi Sudeta- héruðin næðu ekki til Suður- Jótlands. Ræðu sinni lauk hann með eftirfarandi orðum: „Voga menn að fullyrða að sjplfs- ákvörðunarréttur þjóðanna eigi að vera bundinn við gerfikosn- ingar eins og þær er fóru frani áður en Danir fengu Suður- Jótl’and“. Tæpast kemur nokkrum: manni til hugar að á bak við þessar hótanir búi ekki meira og sterkara afl en hinn fámenni flokkur nasista í Suður-Jótlandi. Enginn vafi er á því, að dr. Möller hefir rétt fyrir sér, þar sem hann segir að barátta þeirra sé barátta þýsku þjóðar- Framhald á 3. síðu. verðuir í K.*R.«>húsíntt í da$ kl. 4. 500 kró nr í penfBgnm, afhcntar á staðnsM Fjöldí góðra mutia Málning á mörg eldhús og stoíur. Veggfóður á 60—70 stofur. Sement. — Timbiur. Raímagnsvörur. Handlaugar. Kol. Olía. Bezta happdræffið: t. Rafmagnseldavél 2. Stoppaður stóll. 3. Matarforði. 4. Vandaður dívan og teppi. 5. Málverk. 6. Kol. Matvæli allskonar. Kjöt. HveitL Brauð. Niðursoðnir ávextir. Sardínur. — Skótau og fatn- aður allskonar. Hárgreiðslur. Klippingar. Bíltúrar. Leikföng qg margt fleira. Afllir þrá rafmagfiseldavél, Dráfíur 50 aura. Mtísík allan fimann. Aðsm. so aura. Ffeístið hamíiEgíufflfitaff! Komíð og dragíðí SVEINASAMBAND BYGGINGAMANNa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.