Þjóðviljinn - 05.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.11.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 5. nóv. 1938. ÞJÖÐVILj I N. N ISJÓQVIUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokkurinH — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Anaarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Ffíður dauðans* Blað Skjaldborgarinnar talar lum, að sigur hennar í Dags- brún þýði friður og starf inn- an Dagsbrúnar. Hver efast? Reynslan sýnir, að innan þeirra félaga, þar sem Skjald- borgin ræður, ríkir friður dauð- ans. Starf er þar einnig til, þar er starfað gegn kjarabótakröf- um fjöldans til tryggingar friði við jötu ríkisstjórnarinnar. Alþýðublaðið upplýsti nýlega hvar fyrirmyndina væri að finna að þessum Skjaldborgar- friði. Það er í Sjómannafélaginu. Sjómannafélagið á 120 þús. kr. sjóði, segir blaðið. Dags- brún aðeins 33 þús. Sjómanna- félagið heldur sjaldan fundi, „aðeins þegar nauðsyn krefur“. Dagsbrún er sífellt að eyða fé Ipínu í fundarhöld, þessvegna á hún ekki eins gilda sjóði og Sjómannafélagið. Þannig lítur samanburður AI- þýðublaðsins út, og hann er réttur svo langt sem hann nær. En það er hægt að gera ann- an samanburð. Hann lítur þann- ig út. Sjómannafélagið hefur engar kjarabætur fengið félögumsín- um um fiöer 8 ára skeið. Á sama tíma hefur kaup hvers einasta Dagsbrúnarverkamanns hækkað um kr. 2,50 á dag. Fyr- ir mann í fastri vinnu nemur þessi kauphækkun hátt á 5. þús. kr. á þessu umrædda tímabili. Gildir sjóðir eru góð eign fyrir verklýðsfélögin. Hækkað kaup og bætt kjör félagsmanna eru betri. Sjómannafélagið á gildasjóði. Það heldur ekki fundi nema þegar „nauðsyn krefur“. Þar ríkir friður Skjaldborgarinnar, — friður dauðans. Dagsbrún á ekki eins gilda sjóði, hún heldur oft fundi. Fé- Iagar hennar fá oft kauphækkun og kjarabætur. Innan vébanda Dagsbrúnar ríkir hið starfandi og stundum stríðandi líf. Það eru verkamennirnir sjálfir, sem ráða innan Dagsbrúnar. Það eru þeirra kröfur, þeirra líf, sem hún berst fyrir. Það er skylt að minnast þess, að sjómenn kröfðust kjarabóta í vetur. — Skjaldborgin vildi frið. Hún lét taka samningaréttinn af sjómönnunum. Þeir fengu lögþvingaðan gerðardóm. Sjóð- um félagsins var ekki eytt í fundarhöld, þá fremur en endra- nær, því friði dauðans mátti ekki raska. Haraldur var þá „dreginn út“ úr ríkisstjórninni til þess að mótmæla gerðardómnum. En á- fram héltSkjaldborgin að styðja stjórnina, því að hún vildi frið, frið við ríkisjötuna. Nokkrir Björn Sigfásson; Vídsfá Þjóðvífjans 5. 11» '38 Þegar sfálfstæðl Islands var leltt til kðggstekks. Biskupskápa Jóns Arasonar. — Geymd á pjóðminjasafni. í kotinu Grýtu í Eyjafirði fæddist drengur svo sem mannsævi eftir Svartadauða. Hann varð að þola föðurmissi iujngur, síðan örbirgð, hung- ur, lítilsvirðing, og gerðist vinnudrengur á stórbýli. Engu að síður aflaði hann sér mennt- unar og náði prestsvígslu, enda lögðu göfgir frændur piltinum lið, þegar sást, hvað í honum bjó. Kjörin settu á manninn mark, er íslenzk alþýða þekkir, sem auðkenni sitt. Henni detiur laldrei í hug að telja Jón b;ikup Arason til hennar arfgengu rík- ismannastéttar, sem hékk ið jafnaði aftan í könungsvaldmu, heldur varðveitir hún sagnirnar um æsku hans í stoltri minn- ingu um það, hve vel hún bjó þennan vígdjarfa son sinn úr garði þrátt fyrir allt. Svo mennskur var Jón prest- ur Arason, að varla er auðveld- lara að hugsa sér hann sem dýrling en sem ríkisbubba. Gift- ing var honum bönnuð. Hann tók sér fylgikonu, Helgu Sig- urðardóttur, sem búin var að eiga dóttur með öðrum presti og átti ekki fjármuni, heldur atgervi. Þau héldu saman ævi- langt og áttu 9 börn, svo að getið sé. Nafnkenndust þeirra eru Ari lögmaður og séra Björn, sem létust með föður sínum, og Þórunn á Grund, sem lét hefna þeirra. Jón varð með aldri ágjarn á jarðeignir dagar liðu. Skjaldborgin greiddí atkvæði með lögþvinguðum gerðardómi um kaup og kjör stýrimanna. Hún vildi frið, frið dauðans í verklýðsfélögunum log frið við ríkisjötuna. Stefán ráðherraefni vill komast í ráðherrastól strax tií þess að innsigla verklýðshreyf- inguna með innsigli friðardauð- ans. Dagsbrúnarmenn munu í dag kjósa hið starfandi og stríðandi líf. Slíkt líf krefst jákvæðra starfa. I dag krefst það þess, að allir Dagsbrúnarmenn setji X framan við bæði jáin. Ef til vill geta X-in framan við jáin hjálpað hinum starf- andi og stríðandi félögum Sjó- mannafélagsins til að raska þeim friði dauðans, sem Sigur- jón & Go. hafa breitt yfir starf þess. S. A. S. og völd handa ætt sinni og hvorki verri né betri', í því efni en samtíðarmenn hans, en varð því meir ágengt. sem hann var atkvæðameiri en þeir flestir. Braut hans til virðinga og bisk- upsstóls þarf ekki að rekja hér. Sagt er að Jón biskup hafi verið manna hæstur vexti og fyrirmannlegastur, langleiturog sléttleitur, glettinn, hýr og hæg |ur í bragði hversdagsl ega. En ef hann reiddist, varð hann rauður sem blóð ogþagðikann- ske lengi svo, að ekki þýddi að mæla til hans. í kvæði eftir andstæðing er hann margsinnis nefndur konungur, e. t. v. í háði. Hann bjó yfir sama skapi og fornkonungar þeir, sem voru ljúfir vinum, en grimmir óvin- um. Jón Arason var siðaskipta- maður og skorti ekki framsýni né djörfung til að hafna trúar- kreddum. Hann þýddi eða lét þýða Nýja testamentið á ís- lenzku og gaf út. Sú bók er nú glötuð. Með því vildi hann lofa alþýðu sjálfri að rannsaka und- irstöðu kristindómsins þvert jofan í kaþólska venju. Jón bisk- up Arason gerði þó annað miklu djarfara. í kvæðinu Ljómur hafnar hann eilífri út- skúfun — eins og Matthías Jochumsson gerði og var nær sviptur hempunni fyrir. — Svo langt var siðaskiptatrú Jóns biskups á undan samtíð hantJ mörgu. En hann snerist öndvemir gegn þeirri „siðabót", sem danskur konungur þröngvaði upp á Íslendinga. Jóni Arasyni var ljóst, að hvað sem trúar- breytingunum liði, — og þær voru honum í mörgu and- styggilegar þá væri tilgang- ur konungs fyrst og fremst að kúga og ræna þjóðina svo, að hún bæri ekki framar bar. Lengi sat hann um kyrrt í ríki sínu norðan lands, meðan lútherskan gekk yfir syðra. Elli féll á hann. En að síðustu stóðst hann ekki mátið. Sókn kaþólskra manna um sömu mundir á Þýzkalandi varð honum lögeggjan. Hann fór herskildi gegn klausturræn- ingjunum dönsku og íslenzkum þrælum þeirra: Þessi karl á þingið reið þá með marga þegna, svo gegna. Öllum þótti hann ellidjarfr, ísalandi næsta þarfr og mikið megna. Víkr hann sér í Viðeyjarklaustr — víða trúi ég hann svamli, hinn gamli. Við danska var hann djarfr og hraustr. dreifði hann þeim á flæðar flaustr með brauki og bramli. Herferðirnar og vopnavið- skiptin, sem biskup lýsir íþess- um glettnisvísum, voru mikil- fenglegri en síðan hafa gerzt hér á Iandi. Þeir feðgar fóru um jandið með himdruð brynj- aðra manna, og eiginlega virð- ist sem jafnauðvelt hafi verið á dögum þeirra Jóns og Ög- mundar biskups og það var á Sturlungaöld að safna allt að 1300 manna herfLokki. Árekstr- ar, sem sagnir eru um úr siða- skiptabaráttunni, eru fleiri en hér verði talið, og þó virðist margt ,að mestu eða öllu horfið í gleymsku. Úrslitin eru kunn: líflát Jóns Arasonar og sona hans 7. nóv. 1550. *• Svo er skýrt frá í samtíðar- kvæði, að hinn aldni biskup greip kross í hönd, „kvaddi hann fólk með kæti“ og gekk hratt til höggstokks „fagnandi sem til veizlu“, blessaði þá, er hann mætti, og féllu menn á kné fyrir blessuninni. Honum var þá boðið líf, en kvað nei við. Og hetjudauðinn fyrir böð- ulshöggunum sjö varð líkn í ósigrinum, og rjúkandi blóð feðganna þakkarfórn fyrir það, a’ð þjóð þeirra hafði ekki orðið kúguð að þeim lifandi. Jón Arason er ættfaðir allra íslendinga, að fróðra manna dómi. Niðjar hans virðast bein- línis hafa kostað kapps um fjölgun sína (Þórunn var þó barnlaus og ásakaði bónda sinn) Þetta er alltítt, ef ættskörð eru höggvin. I þessari ætt skorti ekki meðvitund um, hve blóð hennar var dýrt, síðan það lit- aði höggstokk harðstjórnarinn- ar. ** Ættararfur Jóns biskups er andi hans ekki síður en blóðið. Þótt ekki sé nema litið á kveðskap hans, einkum hinn veraldlega, sem varðveitzt hefur í brotum, er það nóg til ,að sjá, að þar hefur stórbrotinn ,,renaissance“ andi leitað ^ér útrásar. Hann er hliðstæður erlendum endur- fæðingarmönnum, sem 15. öld- in ól, ekki éinungis með snarp- heitt blóð og sífelld umbrot eins og þeir, heldur með skyld- ar hugsjónir. Fyrsta ástarjátningin ,semvið eigum til móðurmálsins, er eftir Jón Arason (Látína er list mæt). Málfar hans sjálfs sýnir, að það var bæði trygg ást og frjó. Og hún lifði í landinu. Við finnum hana hjá ættræknum niðja Jóns, Brynjólfi biskupi, og hjá Hall- grími samtíðarmanni Brynjólfs. (Gef þú, að móðurmálið mitt). Móðurást og ættjarðar- ást vakna samtímis hér á landi með Jóni Arasyni eftir straum- leysið í hugsjónalífi miðald- ,anna. Bitur reynsla af erlendri yfirstétt konungsþræla og fjár- plógsmanna ýtir við þjóðar- kennd hans. Landið var samtímis notað sem nýlenda Dana og hags- munasvæði Hansakaupmanna, rétt eins og nýlenduþjóðir með frumstæða atvinnuhætti eru arðrændar og svívirtar nú á dögum. Þess vegna er íslenzk sjálfstæðisbarátta stéttarlegs eðlis frá Jóni Arasyni til þessa dags. Það skiptir um deiluat- riði, og stéttaviðhorfið þokast til, en stöðugt er uppi þetta: „Undaríegt er ísland, ef eng- inn réttir þess stétt“, — vígorð- ið, sem fundið var upp í til- efni þýzkrar ránsferðar af manninum, sem Jón Sigurðsson nefndi virðingarheitinu síðasti j íslendingur. Nesjaþrælkun Bessastaða- valdsins var hafin fyrir siða- skipti og nesjamennskán í þró- un. Það var ekki nóg, að Iand- setar konungs yrðu að vinna hirðstjórum kauplaust, róa á bátum þeirra, hlýða „kalli“ þeirra, fá þeim hesta sína, þola hýðingar þeirra, heldur einn- ig að aðstoða við undirokun frjálsra landa sinna hvenær sem við varð komið. Landsetar sýslumanna eða annara stór- bænda í Danaþjónustu gátu fengið þátttöku í hlutverkinu, og verkaskiptingunni er lýst af miskunnarlausu raunsæi í vísu um handtöku Jóns biskups í Sauðafellskirkju: kotungar kirkjuna brutu, kvalarar byssum skutu. Kirkjuna íslenzku varði Jón Arason undanlátslaust af heil- Um veturnætur stóð prestaping í 'Cattaro i Júgóslavíu og réðst heift- þrlega á baðföt kvenna á Dalmatíu- strönd. Klerkarnir áttu engin orð yfir kvenfólk með bert bakið og heitntuðu lögregluráðstafanir á bað- staðafjörunum. Siðleysið var örvað af ráðamönn- um ríkisins, sögðu þeir, — ekki að- eins með svívirðilegu umburðar- lyndi, heldur og með áróðri í sparnaðar- og ábataskyni fyrir því, að hafa baðfötin sem efnisminnst. Nóg kornið af slíku! — sáluhjálpin er pó meira virði en spamaður. jagri skyldu. Hún var í einu skjól trúarinnar og skjól þjóð- farinnar |gegn yfirganginum. Réttmætt álas á frekju kirkj- unnar dró ekki á nokkurn hátt úr helgi baráttunnar gegn vald- inu, sem nú sópaði greipum um allt Skálholtsbiskupsdæmi. Frá Danmörku og Noregi frétt- ist ekki annað en sívaxandi kúgunin. Jón Arason sá fyrir það, sem lýst er strax eftir lát h'ans í ljóðlínum sem þessum: „Síðan fór á ringulreið — réttur á íslandi----. Herranna er nú hugsun mest — að haga svo sínu valdi, — að komast megi undir kónginn flest — með klögun og sektargjaldi — eða kosta kroppsins pín, — að útarma svo sitt eigið Iand, — ætlun er það mín, — svo eigi hafi það eftir grand — af öll- um peningum sín.“ Hann var dæmdur af danskri slekt og dó fyrir kóngsins mekt, til þess að konungur gæti tekið klaustureignir allar, eign< ir andstæðinga sinna sem flestra, helming biskupstíunda, gjafatoll kirkjunnar og óskipt- an allskonar sakeyri af sívax- andi fjölda sakaðra og dæmdra imianna. Auk þess herti brátt á arðráni verzlunarinnar. Þegar Kristján skrifari reið um Suðurnes veturinn eftir líf- lát biskups til að „skipa niður fólkinu til skipaáróðurs“, drápu norðlenzkir vermenn hann og 8 eða 12 erlenda liðsmenn hans„ Betri hefnd en engin, eln hrökk skammt. ** Harmurinn eftir Jón Arason var vonlaus fyrir það, að ís- lendingar höfðu sjálfir brugð- izt sjálfstæði landsins og hjálp- að til þess, að úr konungssam- bandinu við Danmörku varð nú yfirdrottnun Dana. Þjóðin varð að leggjast í híði komandi vet- ur; því valda fjúkin feikn- arleg og frostin um bjarnar- nótt“ (þ. e. veturinn), eins og ■'ólafur fósturson biskups lýk- ur í táknmáli harmljóði sínu um hann. — í brotnum tónum við undirleik tregans í hetju- sögum, sem hann rifjar upp frá miðöldum, boðar Ólafur þjóð- inni óumflýjanlegar hefndir: — — sjálfs hans fólkið svíkja vann, — — það harðar hefndir hlaut — af sínum eignum braut keyrðir vóru, en kómu þó meir í kynja marga þraut. Því var það, að Líkaböng á Hólum hringdi móti líki Jóns biskups og sona hans, þangað til hún sprakk. Því var það, að Jón Sigurðsson tregaði hann sem hinn síðasta íslending. En yfir harm aldanna rís rómur Jóns Arasonar í vaxandi styrk: Undarlegt er Island, ef enginn réttir þess stétt!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.