Þjóðviljinn - 06.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.11.1938, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILjlNN Víðsjá Þjóðvíljans 6. lí, '38 EINAR OL0EIRSSON s Úr rilssnesku byltingunni. Efri myndin: Lenin talar á fundi hermanna og sjóliða í Moskva 1917. Neðri myndin: Stalin á vígstöðvum borgarastríðsins. Sunnudaginn 6. nóv. 1Q38i — —b— i ammmmammmmmatmmmmmmmÉa «'^,-av.vE - Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurir.n — Ritstjórar: Einar Olgeirsscn, Sjgfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstojur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Eíga veffeamcíin cfefeí að fercfjasf afvinnu? í öllum fregnmiðum Skjald- borgarinnar, þar með töldu Al- þýðublaðinu, stendur í annarri hverri línu: „Dagsbrúnarmenn mætið og segið nei“. Við hverju eiga Dagsbrúnar- menn að segja nei eftir kenn- ingu Skjaldborgarinnar? Alþýðublaðið er svo óheppið iað upplýsa sjálft, hvað það vill. Það krefst þess, að Dagsbrún- armenn neiti því, að fjölgað verði í atvinnubótavinnunni upp í 300 manns og leyfður verði innflutningur á byggingarefni, svo að bygginga- og atvinnu- þörf bæjarins verði gerð nokk- ur skil, AJþýðublaðið segir um þetta atriði: „allir sjá, að slík atkvæðagrejðsla hefur alls enga þýðíngu, að engum eínasta manni er tryggð atvinnubóta- virma hó aö honn spori iá VÍA þessari spurningu'L Leyfist að spyrja: Hvernig hugsar Alþýðublaðið sér að baráttunni við atvinnuleysið sé hagað? Samkvæmt framanskráðu tel- ur blaðið það „alls enga þýð- ingu“ hafa, að verkamenn segi skýrt og skorinort, hvers þeir krefjist í þessu efni. Verkamenn kannast við þess- ar kenningar. Þeir hafa heyrt það áður, að þeir eiga ekki að vera að gera kröfur, þeir eigi bara að bíða rólegir og auð- mjúkir, — bíða þangað til hjálp in komi á einhvern óvæntan og dularfullan hátt. Þetta eru kenningar íhalds allra alda og allra landa. Þetta eru kenning- iar þejrra manna, sem hafa for- réttindi í þjóðfélaginu, mann- anna, sem mega búast við að missa lífsþægindi og forréttindi ef verkamenn fá þurftarkröfur sínar uppfylltar. Það er lýðum ljóst, að Skjald borgin hefur náð þessari þjóð- félagsaðstöðu. Og þó að ýms- ir þeirra manna, sem hana mynda, hafi eitt sinn endur fyrir löngu borið í brjósti einhverjar óljósar hugmyndir um sósíal- isma og jafnrétti, þá hefur þjóð- félagsaðstaða þeirra gersamlega þurrkað allt slíkt burt, og eft'- ,ir stendur hreinn og ómengað- ur íhaldsmaðurinn — íhalds- maðurinn, sem ber sér á brjóst og segir með heilagri vandlæt- ingu: Verkamenn, verið ekki að gera kröfur um aukna atvinnu. Þið skuluð bara bíða og bíða, — hjálpin kemur. Dagsbrúnarverkamenn þekkja þessar raddir og láta þær ekki blekkja sig. Þeir koma allir á kjörstað og setja x framan við já og krefjast þar með þess réttar að fá atvinnu og brauð. S. A. S. I. Við íbúar Vestur- og Mið- Evrópu upplifum nú svartasta afturhaldstímabil, sem yfir þau lönd hefur gengið síðan á dögum „bandalagsins helga“, en svo hét „Berlín-Róm-ásinn“ á árunum 1815—48. En hið drottnandi afturhald Mið-Ev- rópu er þó grimmara, dýrsiegra og úthugsaðra en nokkurt fyrra afturhald hefur verið, því fram- faraöfl mannkynsins eru núorð- in svo sterk að þau verða ekki kúguð, nema með aðferðum, se'tn læstum drottnendum til þessa hefur dottið í hug að beita. Við sjáum nú heilar þjóðir hneptar í þrældóm, — tugi milljóna manna svipta hugsana- frelsi, ritfrelsi, samtakafrelsi, — heilan kynflokk hundeltan, píndan og kvalinn, — hverja smáþjóðina á fætur annarri rænda frelsi og sjálfstæði, — beztu vísindamenn þeirrar þjóðar, sem eitt sinn var kennd við skáld og spekinga, vera landræka og ofsótta, og allt þetta gert einungis til að við- halda yfirráðum nokkurra tuga auðborgara yfir gæðum jarð- arinnar, svo að alþýðan ekki fái notið ‘ þeirra, heldur verði að lifa við sult og seyru. Og einmitt þegar mest reið á, að Vestur-Evrópa héldi uppi frelsisfána Vesturlanda, trú mamlréttindakenningum 19. ald- arinnar, þá sjáum við forsætis- --^prra Rrp+lonHc i ncr Frakk- lands svíkja allt það bezta, sem lönd þeirra og þjóðir höfðu varið og barizt fyrir í meir e» öld. Spilltu auðvaldi Vestur- landa rann blóðið til skyldunn- ar að bjarga harðstjórn auð- valdsins í Mið-Evrópu, er hún var að falli kominn, — og því var frelsinu og friðnum fórnað og alþýðunni látið blæða fyrir. | Ofbeldinu var opnuð leið, ör- | yggi þjóðanna þurrkað út. Ev- rópa var aftur gerð að ræningja- bæli, þar sem eiðar voru rofn-ti ir og frelsið fótum tnoðið og ekkert annað en vopnin eða ógnunin með þeim látin skera úr milli manna. Það afturhald, sem afnam mannréttindin 1933, fullkomnaði verk sitt með því að þurrka burt síðustu leifar þjóðaréttarins 1938.. Er það þá furða, þótt fjöldi frelsissinna örvænti, er þeir líta yfir valino, þar sem hugsjón- ir þeirra liggja blóði ataðar, og< líta yfir Iiðna öld og sjá ávexti hennar tortímda — og spyrji: Er þá allt unnið til einskls? II. En í þessari æðisgengnu sókn afturhaldsins, sem á nokkrum árum hefur brotið undir sig 1 alla Mið-Evrópu og skolað bur1 öllu frelsi og menningu í haf- róti sínu, — hafa Sovétríkin staðið sem klettur úr hafinu. Meðan kreppa auðvaldsins hef- ur eyðilagt lífshamingju millj- ónanna í auðvaldslöndunum, hefur kreppulaus þróun sósíal- ismans fært 170 milljónum manna vaxandi velmegun iog frelsað þær undan böli atvinnu- leysisins. Meðan völd auðkon- unga hafa margfaldazt annars staðar og breytzt í verstu harð- stjórn, S'Jm, heimurinn hefui þekkt, — hefur alþýða Sovét- ríkjanna sannað fyrir allri ver- öld að þjóðfélaginu vegnar bezt án aiiðHrrv++r.~ ,rtpr landnðals Meðan sönn menning er ofsótt og útlæg gerr í fprnum menn- ingarlöndum, bækur beztu skálda heimsins bannaðar og brenndar, — þá opnar sósíal- ismi Sovétríkjanna tugum þjóða, sem enga menningu þekktu, aðganginn að fegurstu menningarverðmætum nútímans og gefur út þær bækur í millj- ónatali, sem fasisminn brenn- ir á bálj. Qg meðan marxism- inn, vísindi og vopn verklýðs- hreyfingarinnar, er bannfærð- ur svo í löndujm harðstjómar- innar, að það er dauðasök að eiga Kommúnistaávarpið — 90 ára gamla bók, — þá drottnar marxisminn sem kenning og líf sigrandi alþýðu yfir gróandi mannfélagi frjálsra þjóða. En það er ekki aðeins ást sósíalistans á hugsjón sinni, só- síalismanum, — það er ekki bara stéttvísi verkamannsins og með- vitund um, að þarna hefur hans stétt sigrað og skapað sitt þjóð- félag, — sem veldur því, að hver ærlegur sósíalisti og hver góður verklýðssinni lítur til Sovétríkjanna með stolti og hrifningu. Því lítt stoðaði glæsi- leiki hinnar sósíalistísku menn- ingar ,vaxandi velmegun Sovét- alþýðunnar og unaðslegasta sýn nútímans: frjáls æska sósíalist- ísks þjóðfélags, — ef ekki væri valdið til að verja þessa ávexti verklýðssigranna gegn ráns- hætti auðvaldsharðstjóranna. Hver sósíalisti veit, að í Sovét- ríkjunum er ekki aðeins hug- sjón hans, sósíalisminn, vem- leiki — fegursti veruleiki nú- tímans, Ijósi punkturinn í myrkri afturhaldsins, — sá vemleiki er líka vald, sem er fært um að verja sig gegn of- beldi hvaða auðvalds sem á það sækir og lætur hvorki undan síga né svíkur. Ef Sovétríkin væru ékki til, — ef auðvaldinu hefðu tekizt áform sín að turtlma peim »ine og Weimar-lýðveldmiu, hinni rauðu Vín og Tékkóslóvakíu hefur verið tortímt, — þá hefði þurft hetjur til að trúa á sigur sósíalismans með fasismann al- ráðan frá Kyrrahafi til Rínar og lyddur og svikara í valda- stólunum vestan við Rín, — og það eftir 100 ára barátíu alþýð- unnar fyrir sósíalisma. — En af því að Sovétríkin eru til, af því að veruleiki í lífi 170 milljóna manna verður ekki þurrkaður burt með lygum og óhróðri, — af því að einn sjötti hluii heims- ins er þegar orðinn ósigrandi vígi sósíalismans, af því getur fjöldinn, hver einasti frjálshuga maður og kona treyst því, a<8 alþýðan sigrar, að harðstjómin hlýtur að falla — alveg eins og rússneska keisarastjórnin líka varð að víkja, þrátt fyrir það, að hún beitti öllum hugsanleg- um kúgunaraðferðum til að halda völdum, eins og fasism- inn beitir nú. III. En það er ekki búið með því, að aldagamall draumur hins vinn andi mannkyns hefur rætzt í sósíalisma Sovétríkjanna, ekki nóg með að kenningar okk- ar sósíalista hafi þar sannazt óhrekjanlega fyrir gervöllum heimi. pað má eunfremur segja að eftir afstöðu hvers manns og hvers flokks í hvaða landi sem er til Sovétríkjanna, fari það hvort hann vill vernda frelsi sitt og þjóðar simnar gegn tor- tímingu. Því nú þegar utanrík- ispólitíkin er orðin aðalatriðið í stjórnmálum allra landa, þá er óhætt að segja að án bandalags við Sovétríkin er trygging lýð- ræðis og þjóðfrelsis óhugsandi Þetta sér' og skilur hver á- byrgur stjórnmálamaður, sem ekki vill verða fasismanum að bráð. Það er engin tilviljun að strax eftir Múnchen-sáttmálann skuli menn eins og Leon Blum, Duff-Gooper, Eden, Attlee, Archibald Sinclair kveða upp úr með nánara bandalag Eng- lands og Frakklands við Sovét- ríkin og Bandaríkin. Jafnvel harðvítugir breskir stórveldis- sinnar, sem þó vilja ekki svíkja hagsmuni Bretlands fyrir hag auðmannaklíku fasistanna, sjá að Bretland og Frakkland eru að verða „annars flokks“ stór- veldi í Evrópu, útilokuð frá á- hrifum á meginlandinu og ekki spurð þar að ráðum (sbr. nú skiptingu Tékkóslóvakíu), — nema þau með bandalagi við Sovétríkin, sterkasta hervald veraldarinnar, geti haldið fas- istaríkjunum í skefjum og yf- irunnið þau, ef þau voga að leggja út í styrjöld. Hver sá maður, sem af hatri gegn Sovétríkjunum og hinni alþjóðlegu verklýðshreyfingu, sem þau eru óskiljanlegur - hluti af, neitar að vinna með þeim að verndun lýðræðisins, verður óhjákvæmilega hand- bendi fasismans, hvað sem hann kann að ímynda sér sjálfur um hlutverk sitt eða tala um á- form sín. — Og eins er hitt, að hve ákveðinn andstæðingur, sósalismans sem maðurinn er, ef hann vill vinna gegn fas- ismanum, af hvaða ástæðum sem það er, þá kemst hann ekki lijá pví iað 3tarfa með Sovétrikj- unum og vinna þannig á yfir- standandi tímabili baráttunnar gegn fasismanum aðsamamarki og verklýðshreyfingin nú ein- beitir sér á. IV. Sósíalisminn hefur á síðustu 100 árum ekki aðeins þróazt frá draumsjón til vísinda, frá vís- indum til veruleika, heldur og frá veruleika til sterkasta valds í veröldu, valds, sem knýrhvern einasta mann til að taka afstöðu til sín í þeim hildarleik, sem háður er nú milli villimennsku og menningar. Því er það, að tilvera Sovétríkjanna er ekkí aðeins hið dýrlegasta fagnað- arefni þeim íslenzka verkalýð, 'semj í stríði við fátækt og kúg- un heyr baráttu sína fyrir sósí-. alismanum, — heldur er vald Sovétríkjanna, tengt Bandaríkj- unum og öðrum lýðræðisríkj- um, ein bezta tryggingin fyrir frelsi og sjálfstæði okkar litlu varnarlausu þjóðar á tímum versta yfirgangs ránsvelda, sem veröldin hefur þekkt. Þessvegna hafa ekki aðeins íslenzkir sósíalistar heldur og allir Íslendingar, sem unna frelsi og menningu, ástæðu til að fagna 7. nóvember, deginum, þegar frelsið og menningin sigraði yfir svörtustu harð- stjórninni, sem heimurinn hafði þekkt fram til 1933, — degin- um, sem felur í sér fyrirheitið um endanlegan sigur alþýðunn- ar, frelsisins og sósíalismans í öllum löndum. pvottakvennafél. Freyja. Fund ur sá sem átti að verða í kvöld í Hafnarstræti 21 (uppi) fellur niður vegna allsherjaratkvæða- greiðslunnar í Dagsbrún. Stúlka komj í póslhúþ í smáþorpi, roðnaði og spurði efitir bréfi iil sín. Póstm.: „Viðskiptabréf eða ásta- bréf?“ Hún, snöggt: „Viðskiptabréf!“ Ekkert slíkt fannst þar. Stúlkan- kvaddi dauflega. Rétt á eftir kom hún aftur, roðnaði niður á brjóst og. spurðx: „Kannske þér vilduð líka líta í \ástabréfin“. ** „Chamberlain kom frá Munchen- fundinum með samskonar hugarfarí: og vandaður kaupsýslumaður kem- ur heim úr verzlunar- eða samninga leiðangri“. (Lofgerð ísl. tímarits um Chamberlain). Er það nú orðið hrós- ið um þetta gamalmenni, að á kaup- sýsluxnanna vísu sé hann ekkt bein- línis óvandadur í ,Jmgarfari‘‘? *» Tilraunir með baðmull sem bygg-' , ingarefni standa einnig yfir í Bandaríkjunum og gefa góðar von- ir, a. m. k. um einhverja leið til að losna við þær 5 millj. baðmull- arsekkja, sem árlega reynast nú ó- seljanlegar á vefnaðarmarkaði. Atvinnoleysið er melra en undan- farin ár 1 Atvinnuleysisskráningu þeirrír sem staðið hefur undanfarna daga, er nú lokið. Alls létu 824 menn skrá sig, þar af 8 konur. Atvinnuleysingjatala þessi er eins og vitað var miklu hærri, en undanfarin ár. Skulu hér til- færðar tölur atvinnulausra manna ,eins og þær hafa verið undanfarin 3 haust eftir sömu. skráningu: 1937 682 1936 660 1935 605 Samkvæmt skráningu Vinnu- miðlunarskrifstofunnar í fyrra- dag var tala atvinnuleysingja 925. Það hefur jafnan farið svo að mikil vanhöld hafa orðið á því, að menn létu skrá sig við hina opinberu atvinnuleysis- skráningu, þó að þeir hinsveg- ar láti skrá sig hjá Vinnumiðl- unarskrifstofunni, þar sem út- hlutun atvinnubóta er tengd þeirri skráningu. Skipafréttir. Gullfoss fór út í gærkveldi, Goðafoss var á Blönduósi í gær, Dettifoss er á leið frá Khöfn til Leith, Sel- foss fór frá Skotlandi í gær áleiðis til Islands. Aukaskip fé- lagsins Varöy er á leið til ís- lands frá Leith. Dronning Al- 'exandrine er væntanleg til Vestmannaeyja kl. 4 í dag og hingað snemma í fyrramálið, Frá höfninni. Haukanesið- kom í gær hingað til bæjar- ins og tók ís og fór svo á veiðar, Ægir kom í gærmorg- Ui) með brezka togaránn Lin- oolnshire, sem strandaði á sunnudaginn var í Dýrafirði.— Verður skipinu komið upp í slipp til viðgerðar, en sökum hvassviðris var það ekki hægt í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.