Þjóðviljinn - 09.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 9. nóv. 1938. N N I f TIASOf 4 þiðoyiuiNN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýð* — Sósíalistaflokkurin* — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofar: Hverfis- götu 4 (3. hæð), simi 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Þjóðarsorg, Ennþá einu sinni hefur þjóð vor orðið að sjá á bak heilli skipshöfn, 21 manni, í hina votu gröf ægis. Pað eru ekki aðeins vinir og vandamenn hinna liðnu sem nú syrgja, þó að þeim sé þyngstur harmur kveðinn, nei, þjóðin öll harmar hörmiulega atburði, í dag ríkir þjóðarsorg. Pað mun óhætt að fullyrða, að engin þjóð í heimi missir eíns marga af sínunl hraUst- ustu sonum, á manndómsaldri, íbaráttunni fyrir lífi og afkomu, ekki fyrir eigin lífi og afkomu aðeins, heldur lífi og afkomu þjóðarinnar, eins og íslenzku þjóðinni, ef miðað er við fólks- fjölda. Það voru margar glæsilegar vonir bundnar togaraútgerðinni þegar hún hóf göngu sína hér á landi. Sú vonin mun þó hafa verið flestum hugþekkust, að með togurunum væru fengin skip, sem ekki mundu farast á rúmsjó, að með þessum skipum væri sjómönnum okkar skapað nýtt og áður óþekkt öryggi um líf sitt. Reynslan hefur því mið- ur gert þessar vonir að engu. Fjórar íslenzkar togaraskips- hafnir hafa horfið í djúpið, úti á fiskimiðum. Ekki tjáir að sak- ast við einn eða neinn um þessa hörmulegu atburði, tækni og mannvit hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir heljartökum ægis, þjóðina hefur enn sem Egil forðum skort „sakarafl við sonarbana". En eigi skal æðrast og gefast upp, þó að mannvitið og tæknin hafi enn ekki getað skapað sjómönnum okkar það öryggi, sem þjóðin óskar þeim til handa, en atburðir eins og þeir, sem við nú minnumst, eru lögeggjan til þjóðarinnar, allrar, iað láta ekkert ógert, sem í mannlegu valdi stendur til þess að auka öryggi sjómannanna. Ekkert skip má fara úr ís- lenzkri höfn út á íslenzk fiski- mið án þess að þess sé gætt til hlítar, að allar öryggisráð- stafanir séu í því fyllsta lagi, sem verða má. Betri skip, betra viðhald, ör- uggara eftirlit með að allt sé í fyllsta Iagi um borð, eru þeir minnisvarðar sem reisa ber þeim hetjum, sem horfnar eru í gröf ægis. Pjóðin syrgir fallna syni. Sú ein sorg er henni samboðin, sem knýr hana til samvirkra átaka, er að því miða, að eign- ast „sakarafl við sonarbana", knýr hana til þess að beita tækni og mannviti enn betur í baráttunni við ægi, þannig, að hvert ár sem líður skapist sjó_ mönnum hennar meira og meira öryggi. Sjómannanna, sem fórust af „ÓIafi“ verður nánar minnst hér í blaðinu einhvern næstu daga. Víösfá Þíóðvilfans 9, 11* '38 Haraidur Björnssou: r mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmdmmmmmmmmmmmmmmmmmámwtiimm, Le. «.* ínnj í dómkirkju úr fyrsta í>ættí óperujnnar „Tosca“. Aðeins bekkurinn til vinstri er af venjiulegum leiksviðsútbúnaði. Allt hitt eru skuggamyndir. Ef leikhús nútímans eiga að geta keppt við kvikmyndahúsin, verða þau að gera ítarlegar til- raunir til að endurbæta alla sína leiksviðstækni. — Hin gömlu snúruloft — geymslur fullar af ,,kulissum“ oghúsgögnum, set- stykki á hjólum — fallhlemmar o. m. fl., heyrir nú til hinni róm- antísku fortíð, þegar hin marg- breytilega og fullkomna tækni kvikmyndanna var ekki búin að gera sjón og tilfinningu áhorf- endanna svo kröfuharða og heimtufreka sem nú er raun á orðin. Þessvegna eru nú mörg fullkomnustu leikhús nútímans í þann veginn að losa sig að miklu leyti við hið erfiða og fyrirferðarmikla leiktjaldasvið síðustu alda, þannig að þau sleppi við leiksviðsbreytingarri- ar alkunnu, iog þá háreysti og Umstang sem þeim fylgir að tjaldabaki á undan hverjum þéettí, ög síítur oft sundur heiíd leiksins qg stórskemmir áhrif hans. — Jafnvel hverfi- sviðið (Drejescenen), þar sem leiktjöld hvers þáttar standa oft tilbúin frá leiksbyrjun, svo ekki tekur nema part úr mínútu að skipta — jafnvel það er að verða úrelt og gamaldags. — Á leiksviði nýtízku leikhússins er ekkert að sjá annað en hvítt hálfhringlagað tjald, — fram á þetta tjald eru svo leiktjöldin töfruð, með aðstoð skugga- myndavélarinnar (Laterne Ma- gica). Hin gamla Laterne Ma- gica, sem fram á síðustu ár var iaðeins nothæf í dimmum her- bergjum, hefur nú hlotið svo miklar og gagngerðar endur- bætur, að myndum úr henni má endurkasta með bezta árangri í bjartasta framljósi leiksviðs- ins. í stað þungra fyrirferðarmik- illa leiktjalda úr tré og lérefti, — sem kostuðu offjár og voru flutt milli leikhúsanna á stór- um flutningsvögnum, — eru nú sum ^tærstu og fuHkbmnustu leikhús veraldarinnar farin að mota glerplötur 13x18 cm. að stærð. Slíkar myndaplötur er hægt að flytja með sér í lítilli skjalatösku. Allir hljóta að sjá,. hvað við þetta sparast bæði af fé og vinnukrafti. — Leik- (tjöld í jeinn leik geta kostað allt að 25 þúsund krónum, og þar yfir, — en 25 kr. kostar það aðeins að mála viðeigandi leik- svið á iþessar plötur skugga- myndavélarinnar. Pað ,er í raun og veru alllangt síðan leikhúsin fóru ;að nota hina handhægu myndakastara skuggamyndanna, ef ná átti sterkum og áhrifamiklum Ijós- brigðum á hálfdimmu leiksviði — ogvar það oft gert með góð- um árangri, — t. d. ef sýna þurfti á leiksviðinu spegilfagr- an og víðáttumikinn skautaís- flöt í einhverri íþróttahöll, en skuggamyndavélin gerði leik- stjóranum kleift að skipta á ör- fáum sekúndum ísbreiðunni í dýrlegasta aldingarð, með veif- andi trjám og hvítum gang- stígum. — En til þess að ná þessum árangri, var það fyrsta skilyrðið, ,að hálfrökkur væri á leiksviðinu — annars komu skuggamyndir þessar ekki að tilætluðum notum. — Það er rússneska konan Nina Tokumbet, sem hefur komið þessari skuggamynda- notkun leiksviðsins í það full- komna horf, sem hún nú hefur náð. — Kona þessi býr nú í Berlín, og var'í fyrstu listmál- lari, en þegar lífsskilyrðin neyddu hana til að yfirgefa land sitt, — og hún varð öreigi —- fékk hún atvinnu við leikhús (eitt í Pýzkalandi sem „statisti“ — og vann sér þar fyrir dag- legu brauðj. Jafnframt þessari leikhúsþjónustu fekk hún tæki- færi til að rithuga hin margvís- lega leiksviðsútbúnað, — sem hún fékk strax mikinn áhuga fyrir. Sérstaklega fylgdi hún með nákvæmri athygli öllu sem ljósaútbúnaðinum tilheyrði. Heima hjá sér gerði hún svo fjnstu tilraunina, með því að tendurkasta skuggamyndum á ' slitinn hvítan baðdúk. — Síðan eru átta ár. Pann tíma hefur hún með hjálp ýmissa Ijósfræðinga (optikere) og ljósa- meistara leikhúsanna unnið ,að því að endurbæta og full- komna svo skuggamyndavélina, og ljóskastara hennar, að hún hefur náð meiri fullkomnun en nokkurn tíma hefur þekkzt áð- ur. — Nú skiptir það engu máli lengur þó fullbjart sé á leiksvið- inu meðan leiktjaldavélin starf- lar. Leikararnir geta staðið á leiksviðinu í hinum bjartasta ljósgeisla, — án þess að skugga- mynda-leiktjöldin á hinu hvíta baktjaldi ofan við þá bíði hið minnsta tjón af hinu bjarta ljósi á framsviðinu. Leiktjaldakastar- ar þessir eru venjulega 2 e'ða 4, eftir stærð leiksviðsins. Eru þeir látnir standa til hliðar við hvíta 'hringtjaldið í aftursýn. Paðtjald verður að vera algerlega slétt, hver minnsta hrukka eða fell- ing, mundi raska réttri lögun myndarinnar. — Eins verða vél- íamar að vera sem stöðugastar, hinn minnsti titringur á vélinrii ] orsakar titring á öllum leiktjöld-. unum. Því meiri ljósstyrk sem myndavélar þessar hafa, því skýrari verða leiktjöldin, og því bjartara verður á sviðinu. Á ríkisóperunni í Berlín eru notaðar 4 vélar með 100 Am- péra straum. Ein svona vél kóst- ar ekki meira en ein me'ðalleik- itjöld í leinum leik, — máluð og smíðuð. Margar verksmiðjur búa nú til þessar vélar. Inn í þær er svo glerplötunum stung- ið, eins og tíðkast við notkun skuggamyndavéla. Flöturnar eru búnar til úr sérstaklega hörðu gleri, og myndin af leiktjöldun- um er svo máluð á þær með sérstökum litum, sem Nina To- kumbet hefur sjálf búið til, ein- ungis til þessar.ar notkunar. — I vélinni er svO' sérstakur kæli- útbúnaður, með sírennandi köldu vatni, til að fyrirbyggju að glerin springi — eða sprung- |ur koml í litina á plötunni. — Örðugleikarnir við þetta hafa verið miklir, en með þrautseigju og vinnu hefur frú Tokumbet og aðstoðarmönnum heunar tekizt að vinna bug á þeim. Þegar nú t. d. tjaldið fer frá, á aðalæfingunni, er ekkert að 1 sjá á Ieiksviðinu, annað en nokk-» ur húsgögn á framsviðinu (ef þetta er innisvið), og svo þetta hvíta hringtjald í aftursýn, — sem vitanlega nær þvert yfir sviðið. Þá heyrist leikstjórinn kalla: „Ljós!“ og í sama.vet- fangi breytist leiksviðið t. d. í hinn fegursta riddarasal, þar sem bogar, súlur, gluggar og útskot líta út sem höggvin í stein, eða smíðuð á venjulegan „plástiskan“ hátt. Qegnum hina gotnesku oddbogaglugga sést svo út í fegursta landslag í skínandi sólskini. — Með þess- ari tækni, nást því skiljanlega miklu meiri og stórfenglegri fjarlægðir. en nokkurn tíma er hægt að ná með gömlu leik- tjaldagerðinni. Með örlitlu hand taki er svo hægt að skipta um leiksvið, án þess að almyrkt verði á leiksviðinu. og án þess iað leikararnir þurfi að hverfa áhorfendunum, — en eins og kunnugt er, eru hléin milli þátta eitt leiðinlegasta og erfiðasta viðfangsefni leikhústækninnar. Með þessu móti heppnast því að ná þeim margbreytilegri >og um leið auðveldari breyt- ingum en nokkurntíma hafa þekkzt áður á leiksviði Vestur- landa — nema þá kannske með geysilegri fyrirhöfn og miklum tilkostnaði Af því það eru einkum óperu- leikhúsin sem útheimta hraðar leiksviðsbreytingar, var það rík- isóperan í Berlín, sem fyrstfekk áhuga fyrir þessari uppgötvun frú Tokumbets. En hún hefur ekki eingöngu fullkomnað skuggamyndanotkun leiksviðs- ins, heldur er hún og leikhúss- málari og sífellt full af nýjum hugmyndum. Orðstír hennar er þegar mik- ill og fer víða. Síðastliðið vor fól Gavent Gardetn í Lundúnum henni að gera á þennan hátt leiktjöldin fyrir hina frægu sýn- ingti þess leikhúss, á óperu- keðju Wagners sem nefnist „Niebelungen-Ringen“. Og í Zúrich bjó hún til á þenna ný- stárlega hátt, leiktjöldin í hina frægu óperu „Parsival“. Konungl. leikhúsið í Stokk- hólmi hefur boðið henni sam- vinnu með hinum alkunna leik- sviðsmeistara prófessor Grún- vold, og í hiaust fekk hún svo- hljóðandi símskeyti frá New York: „Sendið með fyrstu ferð leiktjöldin í The Baggers o- pera“. — Örlítill póstpakki var sendur, það var allt og sumt. — Leikhúsin þýzku, hafa þegar gefið frú Tokumbet, viðurnefn- ið: „Leiktjaldavagn framtíð- ;arinnar“. Frúin hefur lýst yfir því, að á þennan hátt muni og vera hægt að sýna húsgögn, og ann- að innanstokks. Hún segir, að í því tilliti sé þessi aðferð eink- um nothæf, ef sýna eigi stærri húsakynni en leiksviðið í raun og veru sé. — T. d. ef sýna eigi áhorfendanum inn í stóra dómkirkju eða hallarsal. — Érf- iðara verði að sýna minni húsa- kynni á þennan hátt, því að þá verði geislarnir að vera svo sterkir, að ekki beri skugga af leikaranum eða þá að sviðið verði að vera mjög djúpt að öðrum kósti. Nýtízku leiktjaldagerð og önnur nýjasta leikhústækni er lupprunalega komin frá Rúss- landi, með Rússanum Taíroff. —- Var því tekið tveim höndum í Vestur-Evrópu, einkum af þýzku leikhúsunum. — En frú Tokumbet er ekki bundin við. neina vissa stefnu eða neitt á- kveðið form. — Aðalatriðið fyr- ir henni er, að sú mynd, sem leiksviðið sjálft bregður upp, undirstriki hugsunina og geð- hrifin í skáldverkinu, sem ver- ið er að sýna, til hvaða stefnu, — eða „isma“ sem það svo sé talið. Eins og fleiri góðir nútíma leikhúsmenn álítur hún, að í riíðustu 25 ár hafi leikhúsgesti* Evrópu þroskazt svo mikið í list- rænu tilliti, að þeir geti vel skil- ið og metið hugmyndaflug hinna beztu leikhúsmanna, þeg- ar það kemur fram í góðri upp- setningu góðs leiks, og taki það fr.am yfir landslagsúrklippur kvikmyndanna. Fyrir næsta leikár hefur frú Tokumbet fengið tilboð víða að um að gera svona leiktjöld, bæði fyrir sýningar á leikritum Shakespears, óperur og ýmsar aðrar viðhafnarsýningar. Jafn_ framt því glögga auga, er kona þessi hefur fyrir allri tækni leik- sviðsins, hefur hún líka einstæða hæfileika til að skilja innsta kjarna hvers skáldverks, sem hún hefur að viðfangsefni. Einn ig þessvegna verður hún færari um en ella ,að töfra fram með þessum leiktjöldum sínuin þann rétta geðblæ hvers þáttar, sem svo verður til að undirstrika öll þýðiingarmestu atriðin í anda og efrii sýningarinnar. Haraldur Bjönnsson. Btb elAiA WtófiljsBB Veizlur amerískra auðmanna gefa ekki rómversku keisarabílífi eftir. 1 hittiðfyrra var nafntoguð veizla í Washington. Til aðalboðsins komu' 325 gestir, en 650 á ballið á eftir. Hópurinn drakk um kvöldið áfengi fyrir 9 púsund/ dollara samkvæmt óvéfengdri skýrslu stórblaðsins New York Herald Tribune. — Yfir dyggð unum (a. m. k. yfir eignaréttinum) vöktu parna 15 leynilögreglumenn og heil lögregludeild af óbreyttu tagi. ** Getur það átt sér stað, að Gigli hafi fengið svona margar púsundir fyrir að syngja petta eina skipti? Svar: Ég þekkti endurskoðanda, sem fekk helmingi meira bara í eitt skipti — fyrir að þegja. ♦* Bandaríkjamaður af betra tagi er ekki í lagi, nema hann baði sig tvisvar á dag. Sjálfsagt hefur pað sína kosti. Baðker auðmanna par í landi eru ekki dónaleg. Pulizer-fjölskyldan, sem er ein af þeim auðugustu í New York, hefur baðherbergi í fruin skógarstíl. Veggirnir eru skreyttir myndum af öpum, flæmingjum og krókódílum í gullskrauti, en kerið sjálft er úr gulli greyptum svörtum marmara. Ungfrú Williams Sterne lét gera baðker sitt úr skíru silfri, en ungfrú Seton Porter tókst að eyða 30 pús. dollurum í útbunað á sinu. Radíóverksmiðjueigandinn Gru- now fekk sér 12 pús. dollara bað- iker höggvið út í geysilegan marm- araklett. Að jafnaði eru auk þessa: sundhallir og leikfimissalir samlæg við böðin. Fjölskyldan du Pont hef- ur alls 723 baðherbergi, og fyrir pá sem ekkert hafa að gera, ajtti paö að nægja til að hvítpvo sig, — sam- vizkuna líka. FiDDbog Bútnr í gapastokkoDDi. FRAMHALD AF 1. SIÐU. hyggju fyrir atvinnu annara: manna. Annars er bezt að minna AI- þýðublaðið á það, út af skrafi, þess um Sjálfstæðismenn i sambandi við Dagsbrúnarat- kvæðagreiðsluna, að Sam- einingarmenn gera mjög skýran mun á þeim stjórnmálaloddur- um, sem stjórna Sjálfstæðis- flokknum, og verkamönnunum, sem iaf misskilningi fylgja þeim að málum. Þeir fyrrnefndu hiká ekki við að skipa fylgismönuum, sínum í Dagsbrún að berjast gegn fagsambanldi í vor en með því í hausL í sem fæstum orð- um sagt: Leiðtogar Sjálfstæðis- manna vilja hafa verkamenn að ginningarfíflum. Þeir vilja láta hagsmuni þeirra víkja fyrir hagsmunum sinnar eigin klíku., Að þessu leyti er enginn munur á þeim og Skjaldborginni, sem ginnir verkamenn til þess að segja nei við atvinnukröfum. Við Sameiningarmenn viljum að allir verkamenn vinni sam- an að hagsmuna- og menning- armálum sínum, án alls tillits til stjórnmálask'oðana og við treystum því að slíkt, starf veiti þeim þann þroska, að hvorki sjálfstæðisbroddarnirné Skjald- borgin geti tælt þá til þess að greiða atkvæði gegn sínum eig- in hagsmuna-, menningar- og mannréttindamálum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.