Þjóðviljinn - 12.11.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1938, Blaðsíða 4
ap Ny/öT5ib ss 1 i t i 1 Stella Dallas Fögur og tilkomumikil amerísk stórmynd frá Un- ited Artists, samkvæmt samnefndri sögu eftir Ol- ive Higgins. Aðalhlutverkin leika: Barbara Stanwick, Anne Shirley , Alan Hale o. fl. Aukamynd: TÖFRASPEGILLINN Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. I MMW%^ *ÍSgSK*& Næturlæknir: Bergsveinn Ól- afsson, Hávallagötu 47, sími 4985. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapóteki. Ctvarpið í dag: 13.00 Dönskukennsla. 3. fl. 18.15 Dönskukennsla. 18,45 Enskukennsla. 19,20 Hljómplötur: Kórlög. 19,50 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Maður með morgunkaffinu", eftir Ronald Elwy Mitchell (Marta Indriða dóttir, Alfreð Andrésson o. «•)• . - - 20,45 Hljómplötur: a. Létt sönglög. b. „Dauðinn og stúlkan", tónverk eftir Schubert. 21.25 Danslög. 22,00 Fréttaágrip. 24.00 Dagskrárlok. Frá höfninni. Þórólfur kom af veiðum í gær með 3800 körfur fiskjar fyrir Þýzkalands- markað. Dainsleikiir fyrir skáta og og gesti þeirra verður haldinn í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 10. Ungfrú Bára Sigurjónsdóttir sýnir nýtízku dansa. Skipafréttir: Gullfoss er í Hamborg, Goðafoss er 'á Aust- fjörðum, Brúarfoss var á Borð- eyri í gær, Dettifoss fór frá Hull í gærkveldi, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith, Selfoss kom frá útlöndum í gærkvöldi, Varoy er á Akur- eyri. Happdrætti Karlakórs verka- mamna hefir sýningu á vinning- ium happdrættisins þessa dag- ana í sýningarglugga Bóka- verztunarinnar Heimskringlu. Eru þar meðal annara vinninga bátslíkan Runólfs ólafssonar, sem allir vildu smiðað hafa og allir vilja eiga. Þá eru þar enn- fremur öll ritverkHalldórs Kilj- an Laxness í vönduðu skinn- Jbandi. Happdrættismiðarnir verða seldir á götunum á morg- iun og sunnudaginn. Ættu allir ;að freista hamingjunnar. Með því að kaupa happdrættismið- ana styðja þeir að menningar- viðleitni alþýðunnar og skapa sjálfum sér möguleika til að eignast góða gripi. Uiíigir sósíalistar! öll þið, sem hafið söfnunar- lista viðvíkjandi hinu sameinaðía ' æskulýðsfélagi, skilið þeim í tíag kl. 5—7 á skrifstofuna í Hafnarstræti 21. Gísli Sigurðsson heldur skemmtun á morgun kl. 3. Tage Möller aðstoðar. Að- göngumiðar fást hjá Sigf. Ey- mundssyni og í Hljóðfæraversl- uii Sigríðar Helgadóttur. Þjóðviliinn I. R. efnir til íþróttakvik- mynda á mánudagskvöldið kl. S,30 í kvikmyndasal Austurbæj- arskólans. Verður þar sýnd á- hrifamikil hljómmynd úr rúss- nesku íþróttalífi, kvikmynd frá allsherjaríþróttamóti í Reykja- vík 1936, við konungskomu skautahlaupsmyndir af Sonju Henie á Olympíuleikum, heimsmeisturunum í parahlaupi, og Scháfer listhlaupara. — Að- göngumiðar verða seldir í verzl. Stálhúsgögn. Súðim var á Þingeyr'i í gær- kvöldi. Aflasala: Hannes ráðherra seldj afla sinn í gær í Þýzka- landj. Var aflinn 100 smálestir og seldist fyrir 18601 ríkismark. !iS mofív fíl að fesfa á bamaiöi, fazsí í VISTU Laugaveg 40. ISLENZKT SMJÖR NÝ EGG DAGLEGA SALTKJÖT SPIKFEITT HANGIKJÖT Strausykur 45 áii. pr. kg. Melís 55 au. pr. kg. Kafti 85 aura pakkinn. Export 65 aura stykkið. Verzlíð við þá sem ódýrast selja. Vörur sendar heim. Sími 1419 VcrzL Hlíf Brekkustíg 1. Dagsbirún, FRAMHALD AF 1. SÍÐU. ill hópur manna sem sérstaka aðstöðu hefir haft, og þá sér- staklega 8 fulltrúar félagsins á sambandsþingi, þar af tveir í félagsstjórninni og «inn blaða maður Alþýðublaðsins, sem allir hafa líka átt sæti í trúnað- armannaráði, misbeitt þessariað stöðu sinni á skaðvænlegan hátt fyrir félagsskapinn, með áróð- ursstarfsemi, sem ekki á sinn (líka í sögu félagsins og miðuð hefur verið að því að gera fé- lagsskapinn, stjórn hans og fjárhag tortryggilegan með vísvitandi ósönnum bréíum til félagsmanna, upplognum skj'rsl um um fjárhag félagsins, með fullkominni óhlýðni við sam- þykktir félagsins og nú í síð- ustu kosningu með villandi á- ^,IM»i»«VN>S>li^^|i»«»rf%KM>V^pi'^<VVM> EFTIRHERMUR GÍSll SIGURDSSON endurtekur shemmtun sína í Gamla Bíó hl. 3 á morgun (sunnudag). Hr. Tage Möller aðstoðar. Aðgöngumíðar fást í BóhaverHlun Sígfúsar Eymunds- sonar og HljóðfæraverElun Sígríðar Helgadóttur, Læhj- argötu 2 í dag og á morgun frá hl 1 í Gamla Bíó. róðri gegn baráttu félagsinsfyr ir aukinni atvinnu sem' sýnt he'f ir merki sí;n í allsherjaratkvæða greiðslunni, allt í því skyni að veikja félagið og aðstöðu þess til forustu í verkamannahreyf- ingunni. Pessir menn bera því þyngri ábyrgð, sem þeim hef- ur verið veittur trúnaður fé- lagsins. Af þessum mönnum eru aðeins 3 verkamenn. Hinir 6 eru þeir: Erlendur Vilhjálms son, tryggingarfulltrúi, Guð- jón B. Baldvinsson, tryggingar maður, Guðmundur R. Oddson brauðgerðarstjóri, Haraldur Pét ursson safnvörður, Kristínus Arndal forstjóri og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður. Al þýðublaðsins. Verkámennirnir eru þeir Gúðmundur Finn- bogason, Símon Bjarnason og Sigurður. Guðmundsson Freyju götu 10. Þar sem félagið getur ekki leyft slíka starfsemi innan sinna vébanda víkur það hér með of- angreindum 6 mönnum, sem ekki eru verkamenn, fyrir fult og allt úr félarrinu, en verka- mönnunum 3, sem sérstáklega eru nefndir, gefur það hérmeð opinberlega áminningu og að- varar þá og aðra, sem framar- lega hafa staðið í þessari fá- heyrðu klofningsstarfsemi að hætta henni þegar í stað. Enn- fremur felur félagið félaígs- stjórninni að höfða mál út af áburði þeim, sem 8 af þessum mönnum hafa sent út bréflega um félagið og stjórn þess. $. Gamla F51o % GOTT LAND Hin marg eftirspurða Metro Goldwyn Mayer kvikmynd af hinni heims- frægu skáldsögu PEARL S. BUCK Aðalhlutverkin tvö, O-lan og Wang Lung léika: LOUISE RAINER og PAUL MUNI. Leífcféi. «eyk}iivikar „Návígi" Sjónleikur í 3 þátfcurrt eftir W. A. Somim. Sýning á morgun kl. 8. Börn fá ekki aðgang. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. KAUPUM ónýtar Ijósaperur Flöskuverzlunin Hafnarstræti 23. m Stofnfundiur Æskulýðsfylking- arinnia,r í Reykjavík verður ann- lað kvöld <kl .8,30 í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. Aikki JAús lendir í æfintýrum. Saga í myndum fyrir börnin. 8. — Góða Magga, skilurðu það ,0g örmur villidýr, sem fullt er Bara að ég komist þangað nógu ekk,i, að svona tækifæri býðst iaf í Afríku. Nei, Mikki, það snemma til að hindra glæpinn manni aðeins einu sinni á æfinni. borgar sig ekki að leggja sig í Ef ég verð of seinn, finnur lög- Svo er þetta ekkert hættulegt — slíkar hættur. Sannaðu til. reglan kúluna í byssunni minni. — ekkert hættulegt, ó, það er líklega ekki. Mannætur — Ertu búinn að skjóta hann, Lubbi? — Farðu heim, Púlli! Ég ætla mér að skjóta hann hjálparlaust. Farðu heim, ann- ars færð þú kúlu líka. Agatha Christie. 65 Hver er sá seki? Ég samþykkti það, og við lögðum af stað. Poi- rot bað iim að mega tala við ungfrú Ackroyd, og Flóra kom strax til okkar. — Ungfrú Flóra,. sagði Poirot, ég ætla að trúa yður fyrir dálitlu leyndarmáli. Ég er ekkí enn sann- færður um sakleysi Parkers. Ég ætla að gera tíl- raun með hann, og biðja um yðar aðstoð. Ég ætla að fá leikin nokkur atriði úr framkomu hans kvöki- ið sem glæpurinn var framinn. En við verðum að finna eitthvað yfirskin, — jú, mér kemur nokkuð í hug. Við segjum honum að ég ætli að sannprófa hvort að raddir geta heyrzt úr litlu forstofunni út á flötina- Viljið þér gera svo vel að hringja á Parker. Ég hringdi, og rétt á eftir kom Parker inn, ró- legur og aJvarlegur í framgöngu að vanda, — Voruð þér að hringja herra minn ? — Já, Parker. Ég ætla að gera dálitla tilraun, Blunt major stendur úti á flötinni fyrir utan glugg- ann á vinnuherberginu. Ég ætla að prófa hvort nokkur hefur getað heyrt á samtal yðar og ungfrú Ackroyd í litlu forstofunni, kvöldið sem morðið var framið. Mig langar til að þið vilduð leika at- vikið fyrir mig. Viljið þér gera svo vel að ná í bakkann, eða hvað það nú var sem þér höfðuð í hendinni. Parker fór út, og við gengum öll inn í litlu for- stofuna og tókum okkur stöðu skammt frá dyrum vinnustofunnar- Rétt á eftir heyrðum við glamra í glösum frammi í stóru forstofunni, og Parker kom inn með bakka í hendinni. A bakkanum var viskýflaska sódavatn og tvö glös. — Biðið við, sagði Poirot æstur. AU't verður að fara fram nákvæmlega eins og um kvöldið. Það er mín aðferð. — Það er útlenzk aðferð, herra, sagði Parker. Ég hef lesið um það, að menn eru látnir leika að nýju glæpi. Hann „var alveg rólegur og kurteisin sjálf. — Aha, sagði Poirot. Þér hafið lesið um þessa hluti. Viljð þér nú gera svo vel að fara nákvæm- lega eins að og þá. Þér komuð utan úr stóru for- stofunni — já, svona. Hvar var ungfrúin? — Hér, sagði Flóra, og gekk að vinnustofudyr- unum. — Alvég rétt, sagði Parker. — Ég var nýbúin að loka dyrunum, sagði Flóra. — Já, ungfrú, staðfesti Parker. Þér studduð hendínni á snerilinn, einmitt svona. — Jæja, sagði Poirot. Byrjið þér leikinn. Flóra stóð með hendina á snerlinum, og Parker kom inn í litlu forstofuna með bakkann í hend- inni. Hann nam staðar rétt fyrir innan dyrnar. Flóra tólc til máls = — Parker! Herra Ackroyd bíður um, að enginn ónáði sig í nótt. — Er það rétt? spurði hún lágt- — Eftir því sem ég man bezt, sagði Parker, en ég held, að þér hafið notað orðið „kvöld" í stað- inn fyrir »nótt". Svo hóf hann röddina og sagði dálítið tilgerðarlega: „Þá það, ungfrú Ackroyd A ég að læsa eins og vant er ? — Já, gerið þér það. Parker fór út aftur. Flóra á eftir og lagði af stað upp stóra stigann. — Er þetta nóg? spurði hún og leit við. — Fyrirtak, sagði Poirot og néri saman hönd- unum. — En eruð þér viss um það, Parker, að þér hafið haft tvö glös á bakkanum þarna um kvöldið? Hverjum var ætlað annað þeirra? — Ég kem alltaf með tvö glös, sagði Parker. — Var það þá nokkuð fleira? — Nei, — þakka yður kærlega. Parker fór út, virðulegur og rólegur í fasi. Poirot stóð á miðju gólfi og hrukkaði ennið. Flóra kom niður til okkar. — Tókst yður tilraunin? spurði hún. Ég skil ekki almennilega — Poirot kom til hennar og það var aðdáun i brosi hans. — Það gerir ekkert til, sagði hann. „En segið mér, voru tvö glös á bakkanum hjá Parker þetta kvöld? Flóra hnyklaði brýrnar. — Það man ég ekki, sagði hún. — Ég held það, — nei, það — var það til þess, sem leikurinn var gjörðui? Poirot tók hönd hennar og klappaði henni. — Já, við skulum hafa það svo, sagði hann. Mér þykir alltaf fróðlegt að sjá, hvort fólk segir satt. — Sagði Parker satt? — Mér er nær að halda það, sagði Poirot hugs- hugsandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.