Þjóðviljinn - 16.11.1938, Side 2

Þjóðviljinn - 16.11.1938, Side 2
Miðvikudaginn 16. nóv. 1938. ÞJ6ÐVILJINN Víðsjá Þjóðviljans 16. n. '38 __________fweew ww Sigáfdmf Guðmundsson; Tékkóslóvakíaávaldifasismans Frá vinstri til hægri: Tisso, forsætisráðherra Slóvakíu, Jan Syrovy, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, Chvalkovsky utan ríkismálaráðherra. piðfnnuiNn S títgefandí: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaftckkurinn — r RitBtjórar: Einar Olgeirssofl, Sigfús Á. Sigurfajörtarson. 1 RitaÍjórnarskrifBtofart Hverfis- götu 4 (3. hæð), simi 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), nmi 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2.00 Armarsstaðar á Iandinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Þegar ranghverf- an ðll snýr út Hryllingur hefur gripið menn við að heyra síðustu tíðindin frá Pýzkalandi; Gyðingaofsókn- ir nazistanna og hin fáheyrðu I öfugmæli iog ofbeldi ríkisstjórn- arinnar gegn saklausum mönn- um. M^rgan manninn, sem áð- ur var ekki andstæður Hitler- stjórninni hefur hryllt svo við, að augu hans hafa opnazt. Og samt hefur í raun og veru ekki skeð annað en það, ;að það sem verið hefur í Þýzkalandi síð- ustu 5 árin hefur birzt óvenju- opinberlega og áþreifanlega frammi fyrir heiminum. Þýzka stjórnin læzt vera svo geisireið út af morði eins Þjóðverja í París. Pessi sama þýzka stjórn hefur sýnt sig að hafa alveg sérstakt dálæti á morðingjum og á morðum sem aðferðum í pólitík. Svo maður ekki tali um í því sambandi miorðin á þýzkum verklýðssinn- um og hvernig morðingjunum hefur verið launað með því að gera þá ;að lögreglustjórum og „verndurum réttar og laga“, né minnist á skeyti Hitlers til morðingjanna í Rotempa, þá er Þó eitt dæmi; alveg ótvírætt og öllum heimi kunnugt: Hitler lét myrða ríkiskanslara Austurrík- is, Dollíuss, 1934, og nú íét hann grafa bein morðingjanna upp og sýna þeim sérstaka virðiigu. pýzka ríkisstjómin ætti því sízt að kippa sér upp við pólitísk morð, hún hefur linnleitt þau; í pólitík Evrópu og ) banamaður von Raths hefur að- fins reynt að feta ofurlítið í fótspor Hitlers, — beint eða ó- beint lært af bonum. En mun- urinn er sá, að sá glæpur, sem umkomulaus Gyðingur fær verðskuldaða hegningu fyrir í Frakklandi, reiknastheiður þeg- ar morðingjar í þjónustu Hitl- ers fremja hann. Gyðingaiofsóknirnar hafa sýnt mönnum hvernig fasisminn hef- ur umturnað því síðasta, sem til var af réttartilfinningu. Fyrst eru menn rændir, myrtir eða misþyrmt, síðan er þeim rændu og misþyrmdu hegnt fyrir að vera til — og sjálf ríkisstjómin skipuleggur ránin. Glæpa- mannaflokkurinn, sem með völd fer í Pýzkalandi, veit hvaðhann má leyfa sér. Hann fékk í Mun- chen aflátsbréf Chamberlains. Þýzkir morðingjar þurfa héðan af ekkert að óttast, fyrst þeir vita að ræflar og svikarar við mannréttindin sitja að völdum í París og London. En það, sem framkvæmt er við Gyðinga nú, hefur verið gert kommúnistum og sósíal- demókrötum Þýzkalands á síð- ustu árum. Þeir hafa verið rsendir og myrtir — fyrir að Með MunchensamníngnUm vinnur fasisminn í Evrópu einn sinn stærsta siguí. Eftir margra ára viðleitni tekst fasistastór- veldum álfunnar lað eyðileggja þau drög er til voru að sameig- inlegum öryggistrygginjgum lýð ræðisríkjanna. Frakkland og Bretland bíða alvarlegan áhrifa- og álitshnekki, þau ríki virðast sem stendur vera annars flokks stórveldi er geri ekki kröfur til áhrifavalds um örlög Vestur-Ev rópu. Og hinar sterku víglínur á landamærum Tékkóslóvakíu, er hindruðu sókn þýzka fasism- ans til Dónárlandanna, Okraínu iOg Balkanríkjanna — eru gefn- ar nermönnum Hitlers að leik- fangi. Þeir hafa þar aðalæfingu á töku Maginot-virkjanna frönsku, sem sögð eru svipuð að gerð. Tékkóslövakía er í upplausn. Þar virðist flest lúta boði Hitl- ers og banni — nema verklýðs- .'amtökin. Benes, maðurinn, sem ásamt Masaryk má teljast skapandi ríkisins, er hrakinn úr forsetastól lýðveldisins með þýzku valdboði. „Alþjóðanefnd- án" í Berlín hefur afhent Þjóð- verium hvert héraðið af öðru, einnig þau, er gert var ráð fyrir í Múikhen-samningnum aðhlíta skyídu þjóðaratkvæði. Iðnaðar- borgir, nániur og önnur jarðar-: gæði eru gefin undir Þýzkaland að viid þess. Samgönguæðar landsins skornar sundur, og þýzkum yfirvöldum og iðju- hölduu gefið tangarhald á at- vinnuvegum ríkisins. Eftirfarandi tölur gefa glögga hugmynd um meðferðina á þjóðareignum Tékkóslóvakíu. Af járnbrautarkerfinu fellur 26% í hendur Þjóðverja. Ekki minna en 5 sjöttu hlutar allr.a járnbrautarflutninga verður að fara yfir þýzkt land. Fjöldi raf- orkustöðva hefur verið afhent- 'ur Þjóðverjum. Tékkóslóvakía missir því nær öll brúnkol sín og 60% af steinkolunum, um 80% vefnaðarverksmiðjanna og 85% af hinum heimsfrægu gler- varningsiðnaði. Við afhendingu iðnfyrirtækj- anna lækkar heildartala verk. . nianna í vinnu um þriðjung. — Tékkóslóvakía missir á annan milljarð króna af útflutnings- verðmæti árlega vegna afhend- ingu vefnaðarverksmiðjanna og hálfan annan milljarð króna vegn,a útflutningsrýrnunar á glervarningi, trjávörum og kol- um. (ísvestía, 18. okt.). Hervarnir landsins eru eyði- hafa ákveðna skoðun. Thál- mann, Mierendorf og fleiri hafa brátt setið 5 ár í fangelsi — og nazistastjórnin þorir ekki að höfða mál gegn þeim. Fyrir 1900 árum reyndu róm- verskir harðstjórar eitthvað í áttina við það, sem Hitler gerir nú. Níðingsverk þeirra eru al- ræmd enn. Enginn maður þorir .að mæla þeim bót. Það er von- andi að eitthvað af þeim íslend- ingum, sem hingað til hafaleg- ið hundflatir fyrir Hitler, átti sig og þori að dæma níðings- verk nútíðarinnar jafn vægðar^ laust og kristniofsóknirnar í Róm forðum daga. E. O. lagðar, en til þeirra hafði verið varið óhemju fé. Landamærin nýju virðast ákveðin með það eitt fyrir augum, að gera hina ný]U Tékkóslóvakíu að varnar- lausu leppríki þýzka nazismans. Við Brno (Briinn) er t. d. þrengt að bæði að norðan og sunnan, — norðurlandamærin taka stóra beygju inn í landið, sníða sundur þýðingarmestu samgöngulínurnar milli Bæ- heims og Mæris, og vantar lítið á að Bæheimur sé slitinn úr líf- rænu sambandi við austurhluta lýðveldisins. Talið er, að 800—900 þús. Tékkar lendi utan landamæra hins nýja ríkis, þrátt fyrir það, að 150000 flóttamenn úr her- teknu héruðunum eru þegar komnir inn í landið, atvinnu- lausir, eignalausir, bjargarlaus- ir. Þeir hafa kosið að flýja frá heimkynnum sínumog öllu sem þeir áttu, í stað þess að bíða þeirrar skelfingar að járnhæll fasismans tæki að merja undir sér hvem frjálshuga mann, hverja tékkneska hugsun. Nú þegar fyllast fangaherbúðir Sú- detalandsins af andfasistum og tékkneskum föðurlandsvinum. Enginn minnist framar á hinn „heílaga rétt þjóð,abrotanna“. Þýzkir nazistar nota það hugtak hvergi nema í utanríkispólitík. Jafnframt landránunum hefur þýzka stjórnin ýtt undir sjálf- stjórnarhreyfingar þjóðflokk- ,anna, er eftir verða innan hins inýja ríkis. Slóvakía hefur lýst yfir sjálfsstjórn. Tisso, eftir- maður þjóðernissinnaleiðtogaus Hlinka, myndaði þar stjórn. Rúthenía hefur einnig Iýst yfir sjálfstæði. En talið er víst að hvorki Slóvakar né Rúthenar reyni að brjótast út úr ríkis- heild hins nýja ríkis. Er Hitlers-Þýzkaland hafði svo auðveldlega kömið fram yilj.a sínum um landvinninga af Tékkóslóvakíu, fóru hin smærri hálffasistisku ríki að hugsa sér til hreyfings. Pólverjar og Ung- verjar gerðu kröfur til að þeim yrði úthlutað stórum landsvæð- umafSlóvakíu og Rútheníu. Er kröfúm þessum fékkst fram- gengt í aðalatriðum höfðu þeir þýzku aðferðina, heimtuðu meira, að lokum nægði ekk- ert minna en það, áð Pólland og Ungverjaland fengju sam- eiginleg landamæri. En þar var komið við auman blett. Þýzka stjórnin kærir sig ekki um, að ný landamæri verði reist á leið- inni suður til Rúmeníu. ítalska fasistastjórnin hefði gjarnan viljað fá slík landamæri, ein- mitt sem hindrun gegn suðaust- ursókn Þýzkalands og ýtti því undir kröfur Póllands og Ung- verjalands. Um tíma leit þann- ig út að þetta yrði alvarlegt misklíðarefni milli Berlín og Róm. Ribbentrop var sendur til fundar við Ciano, og komu þeir sér saman um ,,lausn“. Tékk- neska stjórnin játaðist skilyrðis- laustundir dóm fasistaherranna. Önnur ríki voru ekki aðspurð. Úrslitin eru kunn: 11 þús. fer- km. af landi Slóvakíu og Rút- heníu helrt í gin hins ungverzka fasisma, — en kröfunni um sameiginleg landamæri Pól- lands og Ungverjalands hafn- ,að, vegna hagsmuna Hitlers- Þýzkalands. íhlutun Hitlers-Þýzkalands um innanríkismál Tékkóslóva- kíu, er fyrst varð áberandi við fráför Benes ríkisforseta, hef- ur aukizt svo, að nú má heita að landinu sé stjórnað frá Ber- lín. Chvalkovsky, utanríkismála- ýáðherra í stjórn Syrovys hers- höfðingja, var ekki fyrr tekinn . við embætti sínu en hann fór á fund Hitlers, til að ræða um „bætta sambúð nágrannaríkj- anna“. Að boði Hitlers hófust árásir á lýðréttindi þegnanna í Tékkóslóvakíu, að boði hans var Kommúnistaflokkurinn bannaður, að boði hans eru aft- urhalds- og fasistaflokkar lands- ins nú að sameinast í leinn „ein- ingarflokk“, er stjórni á fas- istiska vísu, berji niður alla óg hverja ÍýðræðishreyfiltgU. og hverja frjálshuga hræringu. Og Chvalkovsky er launuð dygg þjónusta við Hitler: Hann á að verða forseti hins nýja fasr ;istaríkis í Mið-Evrópu. En hefur þjóðin, hin lýðræð- issinnaða tékkneska þjóð, tekið þessu með þögn og jafnaðar^ geði? Eftir svikin í Munchen virðist svo sem uppgjöf og von- leysi hafi hertekið þorra lands- manna svo, að ekki hafi verið hugsað til viðnáms. Verklýðs-; hreyfingin var margklofin, — sundraðri en í nokkru öðru lýð- frjálsu landi Evrópu. Hver stjórnmálaflokkur, sem npkkuð11 kvað að, hafði verklýðsfélögog verklýðsfélagasambönd undir stjórn sinnL Og auk þess skipt- ust verklýðssamtökin eftir þjóð- flokkunum í landinu. Kommún- istaflokkurinn og róttæku verk- lýðsfélögin hafa barizt fyrir ein- ingu samtakanna, en hún hefur verið hindruð af hægri-öflun- (um í verklýðshreyfingunni, — iþangað til nú. I hanulst, á örlaga- stundu Tékkóslóvakíu, hefur einingarstefnan orðið að því valdi, er ekki varð á móti stað- ið, sameining faglegu hreyfing- arinnar stendur fyrir.dyrum, og loks eftir bann Kommúnistafl. samþykkir stjórn Jafnaðar- mannafl. myndun einingarflokks alþýðunnar, á mjög breiðum grundvelli, til varnar lýðréttind- um og þjóðfrelsi. En þá er fas- isminn skollinn yfir. • • Hættulegasta afleiðing svika lýðræðisstjórnanna í Munchen er vonleysi þaðog uppgjöf, sem gripið hefur um sig meðal al- mennings víða um lýðræðis- lönd Evrópu. Easisminn hefur unnið stóran sigur, en það er enn á valdi alþýðunnar í lýð- ræðisríkjunum að stöðva fram- sókn fasismans. Takist að sam- eina kr.afta alþýðunnar og allra lýðræðisafla gegn hinum ógur- leg.a vágesti 20. aldarinnar, fas- ismanum, er enn ekki of seint að stöðva hann. En það kostar margfalt meiri fórnir, en ef það hefði verið gert í septejnber 1938. Atburðirnir, sem gerzt hafa og eru að gerast í Tékkóslóva- kíu ættu að verða hverjum ein- asta verklýðssinna, hverjum leinasta lýðræðisvini alvöru- þrungin hvöt til að margfalda baráttu sína g'egn fasísmanum, hver á 'sínu sviði, hver í sínu landi. Einhuga verklýðshreyfing' { Bretlandi og Frakklandi á þess- um örlagatímum hefði getað og 'getur enn breytt rás viðburð- anna. í baráttunni við fasism- ann má hvergi vera lát á fylk- ingunum. Eining verklýðssam- takanna, samfylking allra lýð- ræðisafla, innan hvers lands og alþjóðlega — það er leiðin, sem tryggir sigur lýðræðis og frels- is. Jónasar kvöld Hallgrímssotn- ar. Útvarpið efnir í kvöld til minningar um Jónas Hallgríms- son. Guðmundur G. Hagalín flytur eriudi og Jón Sigurðsson, Pálmi Hannesson og Þorsteinn Ö. Stephensen lesa upp úr rit- um skáldsins. Leíkf élag Reykja- víkur sýnír Ieík~ rifíd „Návígí" ékeypis næsí« komandí fimfu~ dagskvöld* (Frá Leikfélagi Reykjavíkúr hefur Þjóðv. borizt eftirfarandi tilkynning). Eins og kunnugt er lesendum blaða í Reykjavík, var fyrsta leikriti félagsins á þessu leik- ári ekki vel tekið af leikdómur" um. Var því fundið margt tií foráttu, meðal annars það, að efni þess væri veigalítið og meðferðinni áfátt. Þessir dóm- ar blaðanna höfðu þau áhrif,, að leik’urinn var illa sóttur og; var aðeins skamma hríð á leik- sviði. Var þá horfið að því ráði að efna til leiksýningar, sem var með þeim hætti, að leik- ritið var sérstaklega valið með hliðsjón af því hve vel það var ritað, efni þess þrungið af inn- sæi í mannlegar sálir, og brugðið upp mynd af hvers- dagslegum mönnum í verulegu öngþveiti hörmunganna. Auk þess var leikritinu þannig hátt- :að, að með öllu var ógjörlegt að sýna það, nema svo tækist með framsetninguna að af bæri Dagblöð bæjarins hafa öll — að einu undanskildu — metið þetta djarfa tiltæki félagsins og farið um meðferð leikritsins þeim orðum að lofsamlegri heildar-ummæli hafa naumast fallið í garð íslenzkra leikrita á seinni árum en þau er við- höfð h.afa verið um leik frú Soffíu Guðlaugsdóttur iog herra Indriða Wiaage, í þetta sinn. En nú virðist — eftir tvær leiksýningar — sem venjulegir leikhúsgestir ætli að láta þetta fara framhjá sér án þess að sjá það. Oss þykir þetta svo illa farið; að( vér höfum ákveðið ,að sýna leik þenna án endur- gjalds næstkomandi fimmtudag» Ætti með því móti að fást úr því skorið hvort framvegis verði ekki unnt að halda hér uppi leikstarfsemi, er reist sé á bókmenntalegum og leiklist- arlegum grundvelli. Þrátt fyrir kröfur ýmsra um bókmennta- legt 'val á leikritum, hefir sífellt kómið betur og betur í ljós, ,að þegar valið er vandaðast, er áhugi almennings minnstur. Eu með því að nú hefjr svo til tekizt, að ágætt val hefir fallið saman við lofsamleg ummæli leikdómara um meðferð leik- aranna, virðist tækifæríð eink- ar hentugt til þess að fá úr því skorið, hvort hverfa eigi af þeirri braut, sem Leikfélagið hefir verið á undanfarin ár, að velja ávallt að minnsta kösti helming leikritanna eftir ágæti þeirra sjálfra. Hverjum, sem óskar að- göngumiða, er heimilt að vitja þeirra, meðan þeir endast, í aðgöngumiðasölunní, í Iðnq fimmtud. 17. þ. m. kl, 1—7, án endurgjalds. Stjórn Leikfélagsims 20 jahre Kapítalismus und Sosialismus. I Eftir E. Varga. er nýkomin. Bókin er merkileg hagfræði- leg rannsókn á þjóðiarbúskap Sovétríkjanna og auðvaldsland- anna síðustu 20 árin. Verð kr. 2.50. BÓKAVERZLUN HEIMSKRINGLA. Laugaveg 38. Sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.