Þjóðviljinn - 16.11.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.11.1938, Blaðsíða 3
Fjð. ÐV.ILJINN Miðvikudaginn 16. nóv. 1938. Minniag Óskars G. flalldórssonar. Þegar sú harmafregn berst ioss til eyrna, að skip hafi far- izt með allri áhöfn, grípur alla óumræðileg saknaðartilfinning. Við skiljum ekki tilveruna eða tilgang hennar, þegar stór hóp- ur af hraustum og dugandi mönnum á Bezta skeiði lífsins er kallaður héðan burt, áður en oss virðist, að þeir hafi lokið lífsstarfi sínu, og eftjr eru mun, aðarlaus börn, allslausar ekkjur . lög hfumir, aldraðir foreldrar, sem hafa ef til vill misst einu ellistoðina, og fram undan hjá þeim er örbirgð og vöttttm á öllum lífsnauðsynjum. Quð gefi þessu fólki þrek til að bera sorgir sínar, svo að það geti sagt eins og Job: „Drottinn gaf, drottinn tók, sé nafn drott- ins vegsamað". Það er skammt að minnast þess mikla skarðs, sem höggv- ið var í qkkar smáu og fátæku þjóð þegar togarinn „ölafur" fórst með allri áhöfn vestur á Halamiðum, — 21 maður var horfinn í tíjúpið, Meðal þeirra var Óskar O. Halldórsson, Hringbraut 178. Af þvi ég hef verið með honum og búinn að þekkja hann lengi, langaði mig til að minnast hans sérstaklega með nokkrum lín- um. Hann var einn af þeim mönnum, sem vinna sín störf trúlega, án þess að því fylgdi mikil fyrirferð eða yfirborðs- háttur. Það má með sanni segja, að hann hafi verið fyr- irmynd annarra manna í allri daglegri umgengni, því prúð- ari og dagfarsbetri mann hefi ég aldrei þekkt. Hann var sí- glaður og kátur, hvar og hve- inær sem hann sást, og í hópi f élaga sinna var hann ætíð hrókur alls fagnaðar. Hann unni mjög sönglist, enda var öskar G. Halldórsson / hann íengí í Karlakór alþýðu. Hann vildi hvers manns vand- ræði leysa, eftir því sem geta hans stóð tií, og vildi ekki í ineinu vamm sitt vita. Þannig eru sannir góðir drengir. Enda hefir víst enginn kynnzt honum, sem ekki þótti vænt um hann og bar traust til hans. Hann var trúr sinni stétt og hafði óbifanlegt traust á mætti sameinaðs verkalýðs. Hann var góður félagi Dagsbrúnar, og hefir hún því misst traustan hlekk úr sameiningarkeðju sinni. Kæri vinur. Við vinir þínir ¦og samherjar söknum þín og munum ávallt minnast þín, er við heyrum góðs manns getið. Mikill harmur er kveðinn konu þinni, öldruðum foreldrum og systkinum. En það er huggun þeirra, að þó að þú sért horf- inn sjónum þeirra, vita þau, að þú ert þeim nálægur og færð hjá æðri völdum styrk og huggun handa þeim. Vertu sæll, vinur. Þú ert horfinn okkur um stund, kom- inn til bjartari og betri landa, laus við erfiðleika hins dag- lega lífs. En við geymum minn- ingu um góðan dreng. A. G. Vcgna mínníngairafhafnar um skípshöfnína, etr fórsf med bofnvörpungnum Olafí, verdur skrífsfofa vor fokuð affan míð^ víkuda^ínn 16. þ, m. H.f. Alliance Bankarnír verða fokaðír frá kL 12 á hádegí í áag mídvíku- dagínn 16, nóvember, Landsbankí fslands, Úfvegsbanki fslands hX Búnaðarbanki íslands. Iþróftakvík" mynd itá Sovéiríkjttn^ um. J-þróttafélag Rvíkur sýndi fimleikakvikmyndir í fyrradag í Austurbæjarskóla Rvíkur. — Fyrst voru skautamyndir, síðan hópsýningar ísl. íþróttafólks 1936. En aðalþátturinn var hljómmynd frá íþróttasýningu á Rauða torginu í Mpskva. íslenzka sýningin var ekki til- > kbmulítil, — a. m. k,\ ekki fyrr \ en hin kom til samanburðar, — og vafalaust er það fátt, sem kveikir hollari metnað í ung- lingum en Iöngunin til að vera með í röðum íslenzka íþrótta- fólksins, sem sveiflast um mynd flötinn. Slíkar myndir þyrfti að sýna sem oftast og sem víðast um land. Á Rauða torginu voru sýndar flestar tegundir íþrótta, jafntaf hópum kvenna sem karla, fólk frá flestum þjóðum Sovétríkj- anna. Glæsilegri, frjálsmann- legri fylkingar hafa ekki sézt hér á myndum úr nokkru landi. Or svip þessa fólks lýsti ýmist unglingslegur fögnuður hins nývak'naða eða stolt hinna enda- lausu fjarlægða, og hreystin leiftraði af hreyfingum þess. Það bar með sér rómantík framtíðarinnar. — Sérstaka eft- irtekt vöktu afarfjölmenn fim- leikasýning barna og 400 piltar og stúlkur frá Okraníu, sem sýndu þjóðdansa sína. Til landsins eru fluttar vörur fyrir milljónir króna, sem hægt er að framleiða hér heima. Bífreíðasíödvar bœjairíiis vcrda lokaðar í da$ frá kl, 2—4. Bífreíðastjórafélagíð Hreyfíll Það getur engum dulizt, að íslenzka þjóðin stendur á mjög merkilegum tímamótum. Qjald- eyrisvandræðin, kraftleysi fram- leiðsluaflanna og hinn sístækk- andi hópur þeirra, sem eftirlit eiga að hafa, með þyí að fólkið í landinu geri skyldu sínagagn- vart „því opinbera" og um leið sívaxandi virðingarleysi fyrir þessu aukna eftirliti, er ævin- lega undanfari merkilegrá tíma- móta. Menn spyrja, sem von er: Hvað hefur brugðizt? Gefur ekki jörðin góðan ávöxt? Var ekki síldveiðin í bezta lagi í sumar, og er ekki sjórinn, þeg- ar á allt er litið, jafnörlátur og áður? Enginn getur svarað þessu neitandi. Hverjar eru orsakir gjaldeyr- isvandræðanna? spyrja menn án þess að ætlast til svars við þeirri spurningu, því allir vita um einhverja orsök og allirvita að hún er ekki ein. Ein höfuðorsök þeirra erfið- leika, sem að þjóðinni steðja, er sú, að þjóðin er ekki einhuga um að hjálpa sér sjálf. Með því að fara aðeins lauslega yfir skrá um innfluttar vörur, sjá menn fljótlega eina orsök vandræða okkar, og hana ekki fyrirferð- arlitla. Til landsins eru fluttar vörur fyrir milljónir króna, sem framleiða má jafngóðar íland- inu og spara með því hundruð þúsunda í 'gjaldeyri án þess að hætta nokkru um sölu afurða iokkar, sem flestar eru fluttar út óunnar. Þessu þarf að kippa í lag, ekki með því að bannfæra hina erlendu vöru með lögum,held- ur með því að ala upp einhuga þjóð, sem skilur þýðingu þess að vera sjálfri sér nóg-, fram- leiða sjálf sínar nauðsynjar og nota þær, — taka þær alltaf frám yfir þær erlendu. Hefjið sóknina strax í dag, að nota það, sem þér sjálf framleiðið! PALOHA hcítír óvíðíafnan^ lcga pálma* o§" ólivenoliusápan fyrír vídkvæma húð. Nofíð aldireí adra sápu á andlífíð. Sósíalísfafélag Reykjavíkur* félagsíns verður haldínn í hvöld, míðvíkudaginn 16. nóv., hl. 8,30 í Alþýðuhúsínu Iðnó. DA6SKRÁ: \. Framhald aðalfundarsfarfa, 2. llpplesfur: fóhannes úr Koflum. 3. Onnur mál. Það er mjög áríðandí að allír félagsmenn mætí á fundínum. Shírteíní verða afhent meðlimum féfagsins á shrífstofu þess, Hafnarstrætí 21, opín allavírhadaga frá hl. 2-7 e. h. STJÓRMN Undraefníð nýja Tlp Top ~~hlýfur aðdáun allra, sem það nofa* 1 Lofldjraræktarfél. Islands heldur sýningu á blárefum og silfurrefum í Grænmetisskál- anum í Reykjavík' í dag. Sýningin verður opnuð kl. 10 árdegis og dómar fara fram meðan birta leyfir, nema milli kl. 12 og 1 miðdegis. Blárefir verða dæmdir fyrst og síðan silfurretfir, í flokk- um eftir aldri, kyni og lit, þannig að fullorðin dýr verða dæmd á undan yrðlingum, diökk dýr á undan Ijósum og karldýr á undan kvendýrum. Dómarar verða Ole Aurdal og H. J. Hólmjárn. Sýningar- stjór iverður Tryggvi Guðmundss.on, bílstjóri. Aðgangur, við innganginn, er 1 króna, hvert sinn, sem farið inn á sýninguna. , SÝNINGARNEFNDIN. Skóvinnastofnm bæjarins verður lohað í dag frá hl. 12 til 4 Sfjórn Skósmídaféla^síns. Alþýðnkonnr og menn Afhugið þad, að vid seljum ódýrasf, o§ víd framleíðum bezfu vöruna. Hver sá. sem ehhí ^ver^lar víð ohhur tapar peningum dagrtsfa Svelnabakarfið Frahhastíg 14 símí 3728. — Útsala Vítastíg 14. Utbreidid Þjóðviljann Lokað í dag kl. 12 iil 4 Ok a u pfélaq io

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.