Þjóðviljinn - 17.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.11.1938, Blaðsíða 2
Fimtudaginn 17. nóv. 1938. PjÓÐVlLJINN « pJÓOVIIJINN Útgpfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalis+aflckkurmn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarslcrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrcnni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. í lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sírni 2864. Var þetía Idglegí þíng? Mntmum er enn í fersku minni neyðarópið: „Sláið Skjaldborg um Alþýðuflokk- inn!“ Nokkrir menn, sem Al- þýðusambandsþing hafði falið trúnaðarstörf, álitu það hlut- verlc sitt að hindra sameiningu verklýðsflokkanna. Meginþorri verkamannanna, meginþorri flokksmanna og stuðnings- manna beggja verklýðsflokk- anna áleit það hinsvegar hlut- verk sitt, að sameina þessa flokka og binda þar með enda á illvígar og óheillavænlegar deilur þeirra manna, $em: í rauinj og veru voru og eru sammála um flest það, er stjórnmál og verklýðsmál varðar. Leiðtog- arnir vildu sýna það svart á livítu, að þeim væri alvara, að hindra framgang sameiningar- málsins, og gripu því til þess ráðs að víkja Héðni Valdimars- syni úr Alþýðuflokknum. Síðan var flokkurinn í Reykjavík, Jafnaðarmannafélag Reykjavík- ur, látinn fara sömu leið. Reg- ar hér var komið sögu blés kaldpn í kaun „leiðtoganna", og þá var það sem þeir lustu upp sínu alkunna neyðarópi: „Sláið skjaldborg um Alþýðu- flokkinn“ — En það liggur í hlutarins eðli, að með orðinu Alþýðuflokkur áttu þeir við sjálfa sig. Fjöldanum var ekki boðið að þyrpast inn í flokkinn; nei, hann átti að standa vörð um flokkinn, þ. e. ,,foringjana“. * Nokkrir góðhjartaðir menn gegndu kálli og tóku varðstöðu kringum foringjana. Það sást þó brátt, að sveit þeirra mundi verða þunnskipuð á Alþýðu- sambandsþingi, ef allt færi að sköpum. Þessvegna var beitt lögleysum og ósköpum við undirbúning þingsins til þess að tryggj'a foringjunum valdaað- stöðu og, ef verða mætti, Ste- fáni ráðherratign. í sumar unnu Skjaldborgarar að því tvennu, að útiloka félög, sem þeir töldu sér mótsnúin, frá þátttöku í Alþýðusambands- þinginu, og að stofna önnur, er verða mættu þeim leiðitöm. Ekki veit Þjóðviljinn með vissu, hversú mörgum félögum hefur verið synjað um upptöku í Al- þýðusambandið, en um þessi verklýðsfélög veit hann: Vél- stjórafélagið á Siglufirði, Síma- mannafélagið og Rafvirkjafé- lagið í Reykjavík, — og enn- fremur þessi stjórnmálafélög: Alþýðuflokksfélag Ólafsfjarðar og Jafnaðarmannafélag Seyðis- fjarðar. Verklýðsfélög, sem voru and- víg stefnu Skjaldborgara, voru beinlínis ofsótt. Þannig var gerð tilraun til þess að sundra Þvottakvennafélaginu Freyju og Menn hafa fyrst sögur af Spánverjum við ísland árið 1613, það ár komu spönsk hvalveiðaskip til Vestfjarða og er talið að þau hafi lent í ein- hverjum skærum við lands- rnénn. Oeta menn þess til, að kvartað hafi verið undan fram- komu þeirra við Kristján kon- ung 4., sem þá réð ríkjum í Danmörku og Noregi. Og kon- ungur, sem alltaf leit óhýru auga til erlendra manna, sem stunduðu fiskveiðar við ísland, gaf út bréf hinn 15. apríl 1615, þar sem hann bauð lénsmarini sínum á íslandi og þeim borg- urum, sem rækju verzlun þar, að ráðast á þá Baska, sem kæmu til Islands til hvalveiða og drep.a þá og hertaka skip þeirra, ef þcir gætu. Sannleik- urinn var sá, að hinir dönsku einokunarkaupmenn voru hræddir við að hinir útlendu hvalveiðamenn mundu smygla ýmsum vörum inn í landið, og rriunu þeir ekki hafa borið Spánverjum sem bezt söguna, og hafa þeir efalaust staðið á bak við bréf konungs. Englend- ingar og Hollendingar, sem líka stunduðu veiðar við ísland voru líka fjandsamlegir Spán- verjunum, sem voru skæðir keppinautar þeirra á ýmsum sviðum. Sama ár sem konungur gaf út bréf þetta, kannske einum eða tveimur mánuðum áður, sendu hinir duglegu útgerðar- menn í San Sebastian og fleiri bæjum á Norður-Spáni 16 hval- veiðaskip af stað til íslands. Þegnar Filippusar konungs vildu hafa sinn hlut af auðæf- um norðurhafsins, og hinir hugrökku Baskar héldu beina leið norður fyrir ísland og fóru að veiða hvali fyrir norðan og vestan Vestfirði; þar var aðal- hvalveiðasvæðið. Veturinn var ákaflega harð- láta Verkakvennafélagið Fram- sókn taka við réttindum þess. Svipuðum tökum var Iðja tek- in, og með þeim árangri, að sprengdur var út úr 'félaginu hópur manna og látinn mynda nýtt félag, sem þægt var og kaus hægri menn. En ekki þótti þetta einhlítt. Þá var gripið til stofnunar gervifélaga, svokallaðra Alþýðuflokksfélaga. Félög þessi voru stofnuð víðs- vegar um Iand. Voru sum að forminu til löglega stofnuð, en önnur, svo sem félagið í Qrindavík, með öllu ólögleg. Þessi félög sendu um 20 trúa á þingið. Eitt þessara fé- laga, Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík, sendi 10 fulltrúa á þingið. En einn af máttarstólp- um Skjaldborgarinnar viður- kenndi nýlega, að það hefði ekki nema um 600 félaga, og ætti því í hæs'a lagi rétt á7full- trúum. Enn þóttu þó þær lög- leysur, sem hér eru nefndar langt frá að vera einhlítar og var því einskis svifist í kosninga- aðferðum. Þannig var kosning í Sjómannafélaginu í Rvíkhrein lögleysa. Otbýtt var prentuð- um skjölum með uppástungum stjórnarinnar, en öðrum, sem uppástungur vildu gera, var ur, og þegar Baskarnir komu til Vestfjarða lá hafísinn með- fram allri ströndinni og þeir komust ekki inn í neina höfn. En þrátt fyrir það sóttu þeir þó hvalveiðarnar af miklu kappi og urðu. ekki fyrir neinu óhappi fyrr en um vorið. En þá kom það fyrir í illviðri að tveir bátar með 13 mönnum gátu ekki fundið skipin og sigldu inn að ströndinni og heppnaðist að sleppa gegnum ísinn og lenda, en mennirniir voru mjög þjakaðir. Þegar Strandamenn urðu varir við komu hinna ókunnu rnanna, fjölmenntu þeir til strandarinnar, en þó eklci til að veita hinum sjöhröktu mönnum björg heldur til að drepa þá. Strandamenn voru 30 saman og bjuggust við auð- veldum sigri, þar sem þeir á- litu að hinir væru svo þjakað- ir að þeir gætu ekki viðnám veitt. En þegar Spánverjarnir sáu atförina, gerðu þeir snögga mótárás, og snerust bændur þegar á flótta iog þóttust eiga fótum sínum fjör að launa. Nokkrir þeirra ferigu jafnvel smáskeinur. Þessi árás á Spánverja stóð r&kki í neinu sambandi við kon- ungsbréfið, þar sem það var ekki ennþá komið til landsins/ og fyrst á miðju sumri var það lesið upp á Alþingi og varð þá að lögum. Það er heldur ekki víst að bændurnir á Ströndum hafi nokkurn tíma fengið að vita um það. Én þeir álitu, eins og margir aðrir strandabúar á þeim dögum, að þeir hefðu fullan rétt til að slá eign sinni á allt strandgóss þá sjaldan að guð var svo miskunnsamur að láta skip far- ast, og þeir tóku það ekki nærri sér, að ryðja úr vegi nokkrum sjóhröktum skipbrotsmönnum. Eftir þessa mislukkuðu her- með ofbeldi meinað að koma fram með þær á sama hátt, og einn blýantskross á lista stjórn- arinnar nægði til þess að kjósa þá, sem þar voru tilgreindir. Þar sem það þótti henta, voru fulltrúar kosnir með handaupp- réttingu, þó að slíkt sé bannað í lögum Alþýðusambandsins. Með slíkum og þvílíkum lög- leysum tókst Skjaldborginni að fá meirihluta á Alþýðusam- bandsþingi. 81 löglega kosnir fulltrúar á Alþýðusambandsþing mótmæltu ■jþegar í þingbyrjun þessum að- ferðum, en lögðu jafnframt fram tilboð til sátta, sem að allra skynbærra manna dómi var hið sanngjarnasta. Því var aðeins svarað með skætings- bréfi til H. V. Hér er fátt eitt talið af lög- leysum og ofbeldi því sem beitt var við undirbúning Alþýðusam bandsþings og á þinginu sjálfu, en því má ekki gleyma, að kall- að var á lögregluna til þess að byggja, að múrar Skjaldborg- arinnar yrðu ekki rofnir, þegar til þings kæmi. Hver getur í alvöru haldið því fram, að slíkt þing hafi ver- ið lögmætt? S. A. S. ferð misstu þeir alla löngun til að halda stríðinu áfram, og nú fengu Spánverjarnir að vera í friði á ströndinni og bíða eftir félögum sínum, sem auðvitað mundu leita þá uppi. Bráttvmg- uðust þeri líka við ýmsa bænd- ur, þar á meðal við Jón Guð- mundsson lærða, sem þá bjó þar í héraði. Það má fullyrða að Jóni hafi ekki þótt neinn sómi að framkomu landa sinna, og hefur vinarþel hans til Spán- verjanna ekki verið minna af þeirri ástæðu. Brátt kom sumarið, ísinn hvarf og einn góðan veðurdag komu þrjú skip inn á Reykjar- fjörð að leita skipbrotsmann- anna. Hétu skipstjórarnir á þessum skipum Pedro de Agg-' vidre, Stephan de Tellaria og Martin de Villa Franca, og var hinn síðastnefndi hinn mesti í- þróttamaður og glæsimenni. Skip hans var stærst þessara þriggja skipa og var skipshöfn hans alls 33 menn. Þegar þeir höfðu fundið hina 13 skipbrots- menn, voru Spányerjarnir í Reykjarfirði alls 85. Þessi þrjú skip lágu á Reykj- arfirði um sumarið. Þaðan sendu þeir báta út til að veiða hvalina, en vegna ófriðarins um vorið voru þeir varir um sig og létu alltaf 11 vopnaða menn halda vörð á hverju skipi. Þeir sýndu yfirvöldunum konungs- bréf, sem leyfði fjórum spönsk- um skipum að leita hafnar á íslandi það ár, ef skipverjar sýndu landsmönnum engan yf- irgang, og fengu þeir bréfið staðfest. Hinir spönsku hvalveiðamenn héldu til á Reykjarfirði allt sumarið. Veiðarnar gengu á- gætlega, og fengu þeir 11 stóra hvali og nokkra minni. Brátt tókst góð vinátta milli þeirra og bænda, sem vegna hallæris og illrar verzlunar skorti mat- væli. Spánverjar gátu selt þeim geysimikið hvalkjöt fyrir sama sem ekkert verð. Kjötið var þeim sjálfum einskis virði, því að það var aðeins spikið, sem þeir sóttust eftir að bræða, því að hvallýsi var verðmæt vara. Þótt sýslumaður hefði í nafni hans hátignar konungsins bann- að bændum allt samneyti við Spánverja, streymdu þeir samt til skipanna, þar sem þeir gátu fengið heilan bátsfarm eða marga hestburði af ágætu hval- keti fyrir eitt eða tvö pör a? vettlingum eða nokkur pund af smjöri, og bjargaði þessi verzl- un Strandamönnum frá hung- ursneyð. Og þegar verzlunin með hvalkjötið var byrjuð, má nærri geta, að það var líka verzlað með ýmislegt annað. Spánverj- ar voru merkilega vel byrgir af víni, skipsbrauði, hömrum, öxum, striga iO. f 1., sem bænd- ur vanhagaði um, en höfðu aft- ur á móti þörf fyrir hlýjar ís- lenzkar peysur, sokka og vett- linga. Baskarnir urðu mjög vin- sælir af bændum. Afar sjaldan kom þ:4ð fyrir að þeir sýndu yfirgang, og það er óhætt að fullyrða, að þegar skarst íodda, áttu þeir ekki einir sökina. Haustið kom með venjulega fylgifiska sína, dimmar nætur, storma og rigningar, og nú -byrjuðu líka hvalveiðaskipin þrjú að búa sig til heimferð- ar. 20. september voru þau til- búin, og Martin skipstjóri fór til Árness, til að krefjast greiðslu fyrir hval, sem prest- urinn þar, séra Jón Grímsson, hafði fengið um sumarið handa sóknarbörnum sínum, og vildi hafa sauð upp í skuldina. Prest- ur neitaði fyrst að borga, en eftir mikið þjark fékk Martin hann til að lofa að láta hann hafa naut, en varð þó áður að J hafa í hótunum við hann. Síð- an fór Martin aftur til skips síns, þar sem félagar hans biðu í gleðilegri eftirvæntingu um að fá bráðlega aftur að sjá hið fagra föðurland sitt og vini og vandamenn og njóta ávaxtanna af hinni hættulegu, en vel borg- uðu atvinnu sinni. En þetta sama kvöld brast í ægilegan byl. Volduga ísjaka rak inn á fjörðinn, eitt af skip- unum sleit þegar upp og barði stormurinn því og ísnum við annað hinna skipanna þangað til það sökk, en mennirnir kom- ust allir af. Litlu síðar sleit hin skipin upp, og fórust bæði, en allir mennirnir björguðustað þremur undanskildum. Svo að segja allur farmurinn af tveim skipanna fór með þeim, en af einu þeirra, sem rak upp á ströndina og brotnaði þar, náð- ist allmikill hluti af farminum. Hinir 82 Spánverjar, sem kom- ust lifandi af, voru nú staddir í hinni mestu neyð. Mestur hluti af eignujTi þeirra hafði glatazt með skipunum og nærri því allt, sem náðst hafði urðu þeir að skilja eftir. Aðeins 8 af bátunum höfðu bjargazt pg urðu þeir ann- aðhvort að d velja þar í firðinum um veturinn eðareyna að komast burt á bátunum. Og þar sem þeir fréttu til haf- þkips í Jökulfjörðum og vonuð- ust eftir að geta fengið það og kómizt á því til Spánar, afréðu þeir að fara af stað á bátunum. Þrem dögum eftir að skipin fórust héldu þeir af stað og fóru djúpleiðina norður fyrir Strandir og furðaði alla á, hvað þeim sóttist, því að brím og ó- sjór keyrði fram úr hófi. Eftir þrjá daga komu þeir til Dynj- anda í Jökulfjörðum, þar sem skipið var. En þá reyndist það mjög lélegt. Það var skúta, varla sjófær. Þrátt fyrir það tóku þeir hana. Tveir af skip- stjórunum, Pedro de Aggvidre og Stephan de Tellaria, fóru með menn sína um borð í hana, tóku báta sína með og héldu síðan suður á firði. Þeir höfðu stutta viðdvöl í Önund- arfirði. Þar sem þeir nú voru staddir íhinnimestu neyð, fóru þeir með ránum bæði þar og á Ingjaldssandiog í Súgandafirði, og var það, sem þeir rændu, metið til 20 hundraða. En Martin og menn hans héldu inn eftir ísafirði, og fóru tveir af bátunum til Æðeyjar með 18 menn, og var Martin sjálfur fyrir því liði, en hinir 14 fóru til Bolungarvíkur, og var sá flokkur verst kynntur af Spánverjunum. Þessir 14 Spánverjar dvöldu aðeins eina nótt í Bolungarvík, en héldu síðan til Súganda- Einu sinni var karl á Austfjörð- um. Hann var til húsa hjá góðunt hjónum sem fóru vel með hamn enda gerði karl allt, sem hanrt var beðinn um og vann þeim trú- lega. Einu sinni var það sam'tj er húsmóðirin bað hann að vera hjá börnunum, á meðan hún og maður hennar fóru á skemmtun, að karl sagði: „Ég held hjerna að þú hérna getir hérna fengið einhverja aðra kerlingu aðra kerlingu en mig“. ** tJr „Tidens tegn“ er tekin þessi mynd af réttarfari Norðmanna frænda okkar. Maður var gripinn fyrir grísa- stuld í sveit nokkurri, . og til að- vörunar öðrum dæmdi dómarinn 'hann í all-lahgt fangelsi. Sökudólg- urinn bar sig aumlega. Dómaifbn gaf skýringu: „Það, hvað ég gríp hér. fast i strenginn, stafar af því, að ekkert svín fær nú orðið að vera i friði hér um slóðir. Bráðum getur maður ekki verið óhræddiur um sjálfan sig“. ** — Iierra hershöfðingi, trúið þér ennþá á það, að við vinnum Mad- rid? Franco: Ekkert kjaftæði. Hef ég ekki sagt ykkur í meir ,en tvö ár að við verðumi í Madrid á rnorgun. ** Kolkrabbar gerast efnaðir af auð- gnóttinni í Svíþjóð. I litlu fiskiveri veiddu rnenn einn, sem hélt á pen- ingabuddu í loppunum, þegar hann valt inn fyrir borðstokkinn. Rúm- ,ar 100 kr. í seðlum voru í budd- unni. En sænska lögreglan tók þær, taldi kolkrabbann sekan um grip- deildir. ** Víða í Noregi liggja byggðir og þorp undir hamrahliðum, sem hrun- ið geta yfir þegar minnst varir, Stórslys hafa gerzt af því fyrir stuttu, eins og flestir muna. Við útvegsbæinn Molde, sem er á stærð við Akureyri, gnæfir 500 metra hár tindur, sem er að klofna frá meginfjallinu. Gjáin á milli breikkar árlega. Það verður að fyr- irbyggja flóðöldu í sjónum undir þegar hann hrapar. Þess vegna er afráðið að sprengja hann í smátt. 1 allmargar holur, sem grafnar eru í toppinn, á að láta tvö tonn af dýnamíti og kveikja í því öllu í senn, — rnesta, sprenging í Noregi. ** Borgaruleg fjölskglda — madnr- inn œfiu': Engir peningar í húsinu. gasreikningurinn óborgaður, enginn eýrjr handa vinnukonunni, ekkert fyrir vindla af hrælélegasta tagi og þú kaupir þennan pels um há- sumarið bara af þyí hann er ódýr“. Frúin hneyksluð: „Ódýr! — hann var ekkert ðdýr“. Sanma Kvenkjóla, blússur og kápur. Sníð og máta. Gudrún Rafnsdóttir, Bergþórugötu 1. fjarðar og rændu þar fráprest- inum á Stað. Síðan fóru þeirtil Dýr.afjarðar, rændu víða og þar á meðal hin dönsku verzlunar- hús á Þingeyri. En þó segir séra Ólafur á Söndum ,sem ber þeim annars illa söguna, að þeir hafi ekki rænt miklu, aðeins nokkru salti, og eftir öllum lík- um að dæma mun það aðeins hafa verið matur, sem þeir rændu, en ekki er þess geítið, að þeir hafi gert nokkrum manni mein að öðru leyti. Framhald. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.