Þjóðviljinn - 17.11.1938, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 17.11.1938, Qupperneq 3
Fim.mtudaginn 17. nóv .1938. DEIMSKRINGLA Laugaveg 38 Símí 5055 Þórbergur Þórðarson: íslenskuf aðalL Shrífað af hínní al- hunnu þórbergshu stílsnílld. Heft 8,00, bundín 10,00 Halldór K« Laxness: Höll sumadandsíns Bezta íslenzka skáld- saga á árínu 1938. Heft 8,00, bundín 10,00 Sígurður Eínarsson: Líðandí stund« Safn af beztu rítgerð- um þessa snjalla og um deílda höfundar Heft 6,00, bundín 8,00 Halldór K. Laxness: Gerska æfíniýríð Ef tíl víll það bezta, er Halldór hefír nokk- urntíma skrífað. Heft 8,00, bundín 10,0Ö Jóhannes úr Kötlum: Hrímhvífa móðír Söguljóð um lífsbar- áttu íslenzku þjóðarínn ar, fögur og kröftug, — eíga eríndí tíl hvers eínasta íslendings. Heft 6,00, bundín 8,00 Halldór Stefánsson: Dauðínn á 3« haeð. Samsafn af smásögum eínhvers snjallastasmá- sagnahöfundar íslands Heft 4,00, bundín 6,00 Félagar í Mál og menníng fá I5°|0af- slátt, ef þeír kaupa bækurnar i Heíms- krínglu, Laugav. 38 símí 5055 ÞJÓÐVILJINN Verkamannabréf Styrkið aðstandendnr látnn s|ómannannal Kírkjubyggíngar ekkí eíns aðkallandí. Ég varð alveg forviða, er ég opnaði fyrir hádegis-útvarpið í gær og heyrði að síra Friðrik Hallgrímsson hélt þar hvatn- ingarræðu til almennings um að gefa til nýrra kirkjubygginga. Það var auðvitað ekki vegna þess, að síra Friðrik hafði áhuga fyrir byggingum nýrra kirkna, að ég varð svo undrandi, held- ur vegna hins, hvaða tími var valinn til þess að safna til þeirra Það ber víst öllum saman um það, að með hinu sviplega slysi, er togarinn Ólafur fórst með allri áhöfn á Halamiðum, hefur íslenzk alþýða og sjómannastétt beðið það áfall, er seint verður að fullu bætt, og að fjöldi kvenna og barna og aldraðra mæðra og feðra hafa beðiðþað tjón, sem þeim verður aldrei bætt. Þarna hafa tugir barna og kvenn a misst einu fyrirvinnu sína, og gamlir foreldrar, sem komnir eru á fallanda fót. Flest þetta fólk stendur nú uppi með tvær hendur tómar. Söfnun hefur verið hafin hér í bænum til lítilsháttar styrks þessum syrgjandi ekkjum og munaðarleysingjum. En á sama tíma sem tilkynnt hefur verið, að söfnun standi yfir í þessu augnamiði, kemur síra Friðrik í útvarpið og tilkynnir, að nú igangi skátajr í 'dag í öll hús og safni fé til nýrra kirkjubygg- inga. Mér þykir það leiðinlegtskáta hreyfilngarinnar vegna, að hún a. m. k. skuli ekki sjá sóma sinn í því að láta ekki hafa sig til að draga úr söfnun til þessara syrgjandi munaðarleysingja. Skátamir okkar hefðu átt að fara allir út í dag og safna fyrir þetta fólk, sem nú er ajlít í Jeijniu svipt fyrirvfmnunni. þá mega Þeir reiða sig á, að þeim hefði, verið vel tekið. / Mín skoðun er sú að fólk, I sem einhverja smáaura hefur afgangs handa á milli, æ'tti að fara með það þangað, sem tek- ið er á móti peningum til styrkt ar þessu fólki. i 1 Þeir, sem langar til þess að fá nýjar kirkjur, hafa tækifæri til að gefa til þeirra seinua, býst ég við. G. S. Kaffísalan Hafnarsfr. 16 Heít og köld og súr svíð allan dagínn. BANKS maismjöl og harasœaiáðmr cr bczt Bíðjíð um Rank’s, þrí*ad það nafn cr fryggíng fyrir vörugæðum. Happdrnttl Karlakórs verkamanna Happdrættið hefir fengið leyfi til framlengingar og að fresta drættinum til 30. nóv. n. k. Þeir, sem ekki hafa gert upp, eru ennþá áminntir um að gera það hið allra fyrsta. Þeir, sem ekki hafa keyptmiða ennþá, ættu að minnast þess, að tíminn þangað til dregið verður, er stuttur. Happdrættismiðarnir fást á þessum stöðum: Tóbaksverzluninni London, Ritfangaverzluninni Penninn og á skrifstofu Happdrættisins, Hafnarstræti 21. TilkyoDing til áskrifenda Þeir áskrifendur úti á landi, sem fá blaðið sent frá af- greiðslunni ,eru áminntir um, að greiðsla árgjaldsins, kr. 15,00, á að fara fram 1. júlí ár hvert, eða í síðasta lagi 1. ágúst. Þejm áskrifendum, sem ekki hafa gert full skil fyrir 1. des. þ. á., verður þess vegna ekki sent blaðið eftir þann tíma. Afgreiðsla L>jóðviljans Austurstr. 12, Rvík, box 57. Það sem parf oð Ma Það er margt, sem menn langar til að byggja. Það er margskonar félagsskapur og samtök, sem langar til að byggja yfir starfsemi sína. E:n á nokkrium sviðum ríkir beiinlínis neyð, af því ekki er byggt. Er ekki hægt að samieina alla krafta um þáð, hverra skoð ana sem menin annars eru, að fyrst af ölliu beri að bæta úr þessari neyð. Yfir 1000 börn og 2000 full- orðnir búa í ólöglegum kjall- araíbúðum í Reykjavík, —mik- ið af þessum íbúðum er bein- línis heilsuspillandi og í þeim búa oft barnflestu fjölskyldurn- ar. Er ekki hægt að sameina kraftana um að bjarga börnun- um úr þessum heilsuspillandi íbúðum og láta það sitja fyrir öllum öðrum byggingum? Hvað eftir annað kemur það fyrir að ekki er hægt að hjálpa sjúkum, af því það vantar sjúkráhús. Flestir munu sam- mála um nauðsynina á því að byggja sjúkrahús. En er ekki hægt að fá Reykvíkinga sam- taka um að hrinda þeiri i sjúkra- hússbyggingu í vei k ? Til skamms tíma hefur varla verið um annáð meira rætt en það óþolandi ástand á menning- arsviðinu, að fjöldi unglinga skuli vera útilokaður frá því að kom.ast á gagnfræða- og menntaskóla — að miklu leyti vegna húsplássleysis. Eru ekki allir Reykvíking.ar sammála urn að skóla þurfi að byggja, — að „franski spítalinn“ sé áreið- anlega óboðlegasta húsnæðið sem npkkur menningarstofnun t bænum verður að sætta sig við? ; Reykvíkingar! Er ekki nauð- synlegt að hefjast handa um þessar nauðsynlegu byggingar? Ræðið þetta ykkar í milli og látið álit ykkar í ljósi, þvi sam- taka verða menn að vera, ef einhverju á að hrinda í verk. Fjársöfnun fll nýrra kírkfubygg- inga Hinir sporléttu og vinsælu skátar verða á ferðum milli borgarbúa næstu daga. Að þessu sinni er erindið að biðja samskota til nýrra kirkjubygg- inga, og er það sóknarnefnd dómkirkjunnar, sem stendur fyr ir þessari fjársöfnun. Það fé, sem kynni að safnast, fyrir innan Rauðarárstíg, á að fara til kirkjubyggiugar í Laug- aráshverfi, en það sem safnast þar fyrir vestan, til kirkju á Skólavörðuholti. Þjóðviljinn beinir því til bæj- arbúa að taka skátum vinsam- lega og að tefja ekki för þeirra að óþörfu, og það alveg eins þó að margir kunni að vera þeirrar skoðunar, að aðrar þarf- ir kalli nú brýnna að en nýjar kirkjubyggingar. Skipafréttir: Gullfoss er áleið til Leith frá Khöfn, Goðafoss er á leið út, Brúarfoss er á leið til Grimsby, Dettiíoss er í Reykjavík, Lagarfoss var á Þórshöfn í gær, Selfoss er í Reykjavík, Varöy er á leið til Hamborgar, Dronning Alex- andrine er á leið til Kaupm.h. Tvær ffilDBlniorgrelBar Sígurþér Guðmussdsscu verkamaðuir Sigurþór Guðmundsson. Sigurþór Guðmundsson var annar þeirra rnanna, er drukkn- uðu uppi í FÍvalfirði, er trillu- báturinn fórst í ofviðrinu 23. f. m. Hann var fæddur 16. okt. 1897 að Klöpp á Stokkseyri og var því 41 árs. Hann fluttist til bæjarins með foreldrum sín- um 1903. Faðir hans var Guð- mundur Aronsson trésmiður, er dó fyrir um 15 árum, einn af elztu Dagsbrúnarmönnunum, en móðir María Guðmundsdóttir, Þórsgötu 2. Bræður hans eru þeir Guðmundur Ó. Guð- mundss'ön, áður form. Dags- brúnar, og Aron Guðmunds- son, 2. stýrimaður á Surprise, og systir Sigríður Guðmunds- dóttir, gift hér í bænum. Sigur- þór giftist ungur Þjóðbjörgu Jónsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt sonum tveim, Jóni, um tvítugt, verkamanni, og Guð- mundi 10 ára, en 2 börn dóu ung. Síðustu 15 árin hafði Sig- urþór unnið við götuþjappara bæjarins. Hann var sérstaklega 'duglegur verkmaður, að hverju sem hann gekk. Hann byggði sjálfur að mestu leyti hús sitt að Hrauni í Kringiumýri, en lætur engar eignir eftir sig og v.ar ekki líftryggður, og er heimilið því illa statt ofan á þann harm, sem því er búinn. Heimilið, sem Sigurþór ólst upp á, var eitt af hinum góðu Alþýðuflokksheimilum hér í bæ, og var hann einnig sjálfur Alþýðuflokksmaður, en tók ekki virkan þátt í flokksstörfum lengi framan af. Eftir að sam- einingaraldan reis, gerðist hann mjög áhugasamur fylgjandi þeirrar stefnu, hann var með- limur Jafnaðarmannafél.agsins og vann fyrir málstað þess af mikiu kappi. Er Sameiningar- flokki alþýðu mikil eftirsjá í þessum áhugasama verkamanni. Ég þekkti hann að vísu áður, en kynntist honum fyrst í stjórnmálum í sambandi við þau mál og vil flytja honum kveðju okkar s.amherjanna og þakkir. Hann var einbeittur á erfiðustu tímunum, en dó degi fyrir stofnþing Sósíalistaflokks- ins. Verk hans í þeirn málum og minning, einsog svo margra ónefndra áhugamanna, sona al- þýðunnar, munu lifa áfram í flokknum. Héðfinn Valdimmsson. Súðin er í Reykjavík en fer vestur og norður í strandferð lcl. 9 í kvöld. Frummenn nefnist erindi, sem Jóhannes Áskelsson jarð- fræðingur flytur í útvarpið í kvöld kl. 20,15. 3 Alberf Ólafsson múrarí Aibert Ólafsson. Albert var fæddur 6. júní 4904 í Búrfellskoti í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Ólafur Þorsteinsson, síðast verkamað- ur hér í bænum, en er nú dá- inn, og Vigdís Jónsdóttir, til heimilis á Njálsgötu 82. Af börnum þeirra hjóna lifa þrjár dætur og fjórir synir og eru tveir þeirra hjá móður sinni. Albert giftist eftirlif.andi konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur, 25. maí 1935. Eignuðust þau tvö börn, og er það yngra að- eins 7 mánaða gamalt, en það eldra tveggja ára. Ég kynntist Albert heitnum þar, sem er þrautalending hins atvinnulausa verkamanns t leit að atvinnu, á eyrinni, þar sem við vorum félagar öðru hvoru í atvinnu eða atvinnuleit. Höf- uðeinkenni hans voru prúð- mennska, skapfesta og sam- vizkusemi. Albert hvarf af eyr- inni og fór að vinna við bygg- ingar og síðan að nema múr- araiðn hjá Bergsteini Jóhannes- syni múrarameistara. Vann síð- an við þá iðn lengi hjá Þor- láki Ófeigssyni og var verk- stjóri hans við múrverk. Þeg- ar fyrstu verkamannabústaðirn- ir voru byggðir, sá hann um alla steypu og múraravinmu Var það umfangsmikið starf, en var prýðisvel af hendi leyst, eins og allt það, er hann tók að sér. Gerðist Albert úr því sjálf- stæður múrarameistari, tók að sér byggingar á eigin ábyrgéf — síðar í félagi við Böðvar Bjarnason trésmíðameistara; voru þeir samrýndir félagar og góðir vinir. Ekki auðguðust þeir á þeim verkum, er þeir tóku að séi" fyrir ákvæðisverð, því að hin villta samkeppni samrýmist ekki samvizkusemi og vand- virkni. Allt líf Alberts heitins, frá því hann var barn og þar til hann fórst, var barátta fyr- ir daglegu brauði, hin marg-' endurtekna saga alþýðumanns- ins. Albert og Sigurþór bróðir minn kynntust í vor, og urðu þeir vinir við fyrstu kynni. Þtir voru báðir hrekklausir dreng- skaparmenn. I frístundum sín- um fóru þeir margar ferðir saman til veiða, á smábát, sem Sigurþór átti. Þeir höfðu á- kveðið ,að fara ekki fleiri ferðir í haust, en af einhverjum á- stæðum breyttu þeir þessari á- kvörðun, og átti þetta að vera lokaferðin, og átti aðeins að fara stutt. Þeir fóru um kl. 6 að morgni 23. pkt. af stað. Þeir komust aðeins rétt inn fyrir Hvalfjarðarmynni. Kl. að ganga 4 lögðu þeir af stað heimleiðis. Þá fór veður versn- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.