Þjóðviljinn - 17.11.1938, Side 4

Þjóðviljinn - 17.11.1938, Side 4
sb l\íy/a fi'iö a§ Sfella Dallas Fögur og tilkomumikil amerísk stórmynd frá Un- ited Artists, samkvæmt samnefndri sögu eftir Ol- ive Higgins. Aðalhlutverkin leika: Barbara Stanwick, Anne Shirley , Alan Hale o. fl. Aukamynd: TÖFRASPEGILLINN Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. 4 Oi* bor*g!nni Næturlæknir: Halldór Stef- ánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Nækirvörður er í Reykjavík- ur-apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unn. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.tí0 Veðurfregnir. 18.15 Dönskukensla. 18,45 Enskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Frummenn. — Jóhannes Áskelsson jarðfr. 20.40 Útvarpshljómsveitin leik- ur. 21.10 Frá útlöndum. 21.25 Orgelleikur í Dómkirkj- unni. — Páll ísólfsson. 22,00 Fréttaágrip. Hljómplötur: Létt lög. 22.15 Dagskrárlok. Frá höfn/nni. Búizt var við að aukaskipið „Soya IV“ færi til útlandaj í inótt eðá í morgun. Nýjar bækur. Eftirtaldar nýj- ar bækur bárust Pjóðviljanum í gær: Gríma, 13. hefti. Er það safn íslenzkra þjóðsagna, sem þeir Jónas Rafnar og Por- steinn M. Jónsson gefa út. „Fróðá“, leikrit eftir Jóhann Frímann skólastjóra á Akur- eyri. Fjallar það um efni úr Eyrbyggja sögu, og er nú ver- ið að leika það á Akureyri. „Sólargeislinn hennar og fleiri smásögur“, eftir Guðrúnu Lár- usdóttur. Hefir Lárus Sigur- björnsson rithöfundur safnað sögunum. Loks má nefna „Skíðabókina“, þýdda úr inorsku, — Mírnir gefur út. Sumra af bókum þessum verð- ur getið nánar hér í blaðinu við tækifæri. Slys. Pað slys vildi til t fyrrakvöld, að gömul kona varð fyrir bifreið á mótum Laufás- vegar og Bragargötu. Meidd- ist konan töluvert og var hún flutt á Landsspítalann. Bæjarstjórnarfiundiur verður í dag á venjulegum stað og tíma. Á dagskrá fundarins eru 12 mál log þar á meðal kosning í niður- jöfnunarnefnd. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Póra Sigurðar- dóttir, Nýlendugötu 27 og Júlí- us Kemp, stýrimaður á „Kötlu“ Alberí Olafsson, Framhald af 3. síðu. andi. Kl. rúmlega 4 voru þeir staddir milli skerja nærri landi. Pá skall á hríðarveður, er stóð um 30 mínútur, en síðan birti. Báturinn fórst og þeir drukkn- juðu í hríðinni. Þeir voru báð- ir ótryggðir. Viku áður en þeir lögðu í þessa ferð, sagði bróðir minn við mig: „Albert er sá bezti maður, sem ég nokkurn tíma hef þekkt“. Undir þessi orð munu allir taka, er þekktu Al- bert Olafsson múrara vel. Er til betri minnisvarði en sá, sem liver einn reisir sér ð lífi sínu? ouðm. Ó. Guðmundsson. Athygli skal vakin á auglýs- ingu happdrættis Karlakórs verkamanna í bljaðinu: í dag. mofív fíl ad fesfa á bamaföf, fæsf í VESTU Laugaveg 40. IAikki Aús lendir í æfintýrum. Saga í myndum fyrir bönnin. 14. IUÓÐVIUINN Ref aræktin eflist Mínníngarathöfnín í $ær. Loðdýraræktarfélag Islands hélt refasýningu, í fyrradag og Ifæír í markaðsskálanum í Rvík. Sýnd voru 160 dýr, þar af 15 Blárefir íslenzkir og Alaskakyns Petta.er mesta refasýning, se|m hér hefur farið fram, enda var hún sótt austan af Rangárvöll- um og allt norðan frá Hvantms- tanga. > Undanfarið hafa loðdýrasýn- ingar staðið á Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga, Búð- ardal, Stykkishólmi, Borgarnesi og bera vott um öra þróun at- vinnugreinarinnar. Til sýninganna var fcnginn sérfræðingur í loðdýramati, Norðmaðurinn Ole Aurdal, er dæmdi ásamt H. J. Hólmjárn. Veittur var fjöldi verðlauua, sem hér verða ónefnd. En á sýningunni í Rvík hlutu þessir mesta viðurkenningu: Fyrir bezta yrðlingstófu Loðdýra- ræktarfélag Andakílshrepps (Hvanneyri), fyrir beztan yrðl- ingsref Jóhann Reyndal, Akra- nesi, — fyrir bezta fullorðna tófu félagsbúið í V.algarði við Vífilsstaðaveg við Rvík (Tryggvi Guðm. og Gunnar Johnsen), — fyrir beztan full- orðinn ref, sama.félagsbú,—og ennfremur hlaut það silfurbik- iar fyrir bezta dýr sýningarinn- Utbreiðið ÞPviljann I gær klukkan tvö.fór fram í dómkirkjunni minningarathöfn um skipverjana, sem dmkknuðu af togaranum „Ólafi“. Varfyrst leikið sorgarlag og þvínæst sunginn sálmur. Síra Bjarni, Jónsson dómkirkjuprestur minnt ist sjómannannia í ræðu og einn ig þeirra tveggja sjómanna er fórust við Andríðsey í síðasta mániuði. Var athöfnin hið hátíðlegasta AlRýðnsköíinn á Reybinm Fyrsta fullkomin sjólaug á landi hér verður reist við Reykjaskólia í Hrútafirði, vermd með hverahitanum þar. Þetta er einn þátturinn í því að gera Reykjaskólann að menningar- miðstöð sýslnanna við Húnaflóa ekki aðeins meðan vetrarnám stendur, heldur með íþrótta- námskeiðum á vorin og íþrótta- mótum, gistihússrekstri, sem þarna er ákjósanlegasti staður, fyrir á sumrin, o. s. frv. Efl- ing skólans verðskuldar athygli, og stoð sem flestra góðra mann.a. ( Happdrættismiðar til ágóða fyrir sjólaugina verða seldir á 1 kr. á götum bæjarins næstu daga. í og mikill mannfjöldi viðstaddur. | gærmorgun um 10-leytið var afhjúpaður minnisvarði á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri flutti ræðu við það tækifæri, og kvað þenn- .an vita eiga að minna menn á að auka slysavarnir og koma í veg fyrir slys. Er minnisvarðinn hinn feg- ursti. Hann er gerður ,af Rík- harði Jónssyni, myndhöggvara. u» ■ ii ——m————■—^——— Sósíalístafélag Hafnarfjarðar FRAMHALD AF 1. SÍÐU. Lagauppkasti var vísað til 2 umr. á framhaldsstofnfundi og kosin laganefnd. I stjórn voru kosnir: Ólafur Jónsson formaður, Alexander Guðjónss. varaform. Jón Bjarnason ritari, Þórður Guðnason gjaldkeri, Helgi Sigurðsson, Kristinn Sigurðsson og Albert Kristinsson. Pá var og ákveðið að gefa út fjölritað blað og kosin blað- nefnd til að undirbúa það. Á þessum stofnfundi höfðu 58 skrifað sig inn, en vafalaust verða komnir fleiri á framhalds- stofnfundi, sem bráðlega verður haldinn, því rneðal stofnend- anna ríkti áhugi og sterkur vilji, til að virina að sameiningu verkalýðsjns og sigri hans. G&mta 6io % Nóff bafe víd vígsfödvamair Áhrifamikil og listavel leikin þýzk kvikmynd, tekin af UFA-félaginu. Aðalhlutverkin leika, hin fagra leikkona Lida Baarova og Mathias Wieman. Skrífstofu- ogverzlunarfólk Drekkið morgun- og eftirmiðdagskaffið í hinum vistlegu og björtu sölum Oddfellowhússins. — Kaffi með pönnukökum og mörg um öðrum kökutegundum. Máinaðarfæði. — Vikufæði. Laiusar máltíðir frá kr. 1.25. Gyðíngaofsóknír. FRAMHALD AF 1. SÍÐU. lunni og bar mannfjöldinn spjöld sem á v.oru letruð alls- konar óvinsamleg ummæli um Gyðingaofsóknirnar og mót- mæli gegn þeim. Hafði mann- fjöldi þessi í frammi óvinahé)t við Þjóðverja á skipinu. Lög- reglulið varð að halda mann- fjöldanum í skefjum. ' „to , « *>( (>( — Pykir þér verra að ég fari með, Mikki? — Nei, góða Magga, það er nú öðru nær, — en ég vil ekki vita þig í hættu. ekki ver,a að neyða þig til að lofa mér með, ef þú vilt það síður. Ég er ekki vön slíku. — Heyrðu nú, Magga. Þetta máttu ekki segja. Mér þykir vænt um að þú verður með. — Segiirðu það satt? — Já, góða Magga. Víst er það satt. — Þá höfum við það svo, Mikki. Ég fer með þér. Agatha Christie. 70 Hyer er sá seki? — James er undarlegur náungi, sagði Karólína. Það kemur ekki fyrir að hann segi frá því sem hann kemst að. Hún horfði á mig með óánægjusvip. — Ég hef ekki fengið að vita nein leyndarmál, sagði ég, Poirot lætur mig ekki komast að neinu. — Hygginn náungi, sagði ofurstinn hlæjandi. Hann talar ekki af sér. Það eru merkilegir menn, þessir erlendu leynilögreglumenn. Eg hef heyrt að þeir hiki ekki við að beita hinum verstu brögðum til að hafa sitt fram. — Pong, sagði fröken Ganett sigri hrósandi. Og Mah Jong. Þetta kom öllum á óvart, og Karólína átti bágt með að dylja gremju sína yfir heppni fröken Gan- etts, er nú hafði unnið þrjú spil í röð. Hún lét þetta bitna á mér. — En hvað þú getur verið leiðinlegur, James- Þú hefur varla sagt eitt orð í allt kvöld. — En góða Karólína, sagði ég. Ég veit ekki um nokkurn skapaðan hlut, sem ykkur þætti gam- an að heyra um. — Vitleysa, sagði Karólína, og raðaði upp töfl- unum sínum. Þú hlýtur að vita eitthvað skemmti legt í málinu. Ég svaraði ekki strax. Ég átti engin orð. Ég hafði heyrt að hægt væri að fá á hendina töflur sem hægt var að segja Mah Jong á, strax í byrjun spilsins. Það þýddi langstærsta vinninginn í spil- inu. Þetta var nefnd himnagjöfin. Ég sá ekki bet- ur en ég hefði fengið hann gefinn, en þorði ekki að trúa á heppni mína. En það reyndist rétt vera. Ég lagði töflurnar fram á horðið sigri hrósandi. — Eins og við sögðum í Sjanghaj ldúbbnum, sagðí ég, og hermdi eftir ofurstanum. Hér sjáið þið himnagjöfína, stærsta vinninginn sem hægt er að fá í Mah Jong. Ofurstinn glennti upp skjáina- — Jú, sem ég er lifandi kominn, sagði hann, Þetta er merkilegt. Ég hef aldrei vitoð annað eins- Þá var það að ég hélt áfram í sigurvímunni yf- ir heppninni, ætlaði ekki að láta ásannast orð Karó- línu að é^ gæti aldrei sagt neitt fróðlegt. — Og hvað því fróðlega viðvíkur, sagði ég, — hvað álítið þið um gullhring með mánaðardegi og „Frá R“ letrað innan í Ég lýsi ekki næstu mínútunum. Auðvitað verð ég að segja frá því hvar og hvenær hringurinn hafði -fundizt. Og ég varð að segja frá mánaðar- deginum. — Þrettándi mars, sagðí Karólína. Fyrir réttu misseri. Ójá ! *• Þessar upplýsingar komu slíkri hreyfingu á spila- fólkið, að það talaði hvert í kapp við annað, svo að erfitt var að skilja, en smátt og smátt urðu til þrjár skýringar á hringfundinum. 1. Carter ofursti: Ralph og Flóra eru leynilega gift. Það er einfaldasta og sjálfsagðasta skýringin. 2. Fröken Ganett: Roger Ackroyd hafði verið leynlega giftur fru Ferrars, 3. Systir mín : Roger Ackroyd hafði verið leyni- lega giftur ráðskonunni, ungfrú Russell Fjórðu skíringuna kom Karólína með síðar um kvöldið, rétt áður en við gengum til náða. — Mig skyldi ekki furða, þó að það reyndist svo að Geoffrey Raymond og Flóra væru leyni- lega gift. — En þá hefði átt að standa „Frá G.“ í hringn- um en ekki „Frá R.“ — Það er ekki gott að segja. Ungar konur nú á dögutn nefna mann sinn jafnoft ættarnafninu. Og þú heyrðir hvað frbken Ganett sagði í kvöld um framferði Flóru. Satt að segja hafði ég ekki heyrt fröken Gan- ett segja neitt í þá átt, en ég ber virðingu fyrir því hve getspök Karolína er. — En Hector Blunt, sagðí ég- Gæti það ekki verið . . . ? — Uss, nei, sagði Karólína. Hann dáist að henni er sennilega ástfanginn af henni. En vertu viss um, að ung stúlka íer ekki að rjúka upp um háls- inn á ma.nni, sem gæti verið faðir henriar, þegar hún hefur ungan og laglegan ritara við hendina. Vel má vera að hún gefi Blunt undir fótinn til að blekkja aðra. En það ætla ég að segja þér, James Shepphard, að Flóru er alveg sama um Ralph Pat- on, og hefur alltaf verið sama um hann. Það get- urðu reitt þig á. Ég gat ekkert sagt við þessu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.