Þjóðviljinn - 18.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 18. nóv. 1938. PJÖÐVILJINN pié@¥iyii2n Otgef/mdi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalis+aflokkurinn — Ritstjórar: Einar Oigeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritatjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Anaarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasöiu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Váðsjá Pjóðváíjans 18. 11. '58 Shúíí Þórdarson a Fjöldaflokkur — flokkur fjöldans. Sósíalisminn er voldugasta Jýðhreyfing, sem heimurinn hefur þekkt, — og hann er um leið síðasta uppreisn undirstétt- anna í veraldarsögunni, því með framkvæmd sósíalismans öðlast hinar kúguðu stéttir frelsi og stéttaskipting meðal mann- anna verður afnumin. Framkvæmd sósíalismans get- ur ekki verið verk nokkurra einstakra manna eða „foringja“, heldur ekki smáflokks harðsnú- inna uppreisnarmanna. Fram- kvæmd sósíalismans gefcur að- eins prðið verk fjöldans sjálfs, atþýðunnar, með samtaka verk- lýðsstétt bæjanna í bnoddi fylk- ingar. Skilyrðið fyrir sigri só- síalismans er því að alþýðan sjálf skipuleggi krafta sína í krafti sannfæringarinnar um að hún — og hún ein — megni að sigrast á fátækt og ranglæti auðvaldsskipulagsins með því að knýja fram sigur sósíalism- ans. Sósíalistaflokkurinn byggir starf sitt á þessari kenningu, þessari reynslu verkalýðsinsum heim allan. Sósíalistaflokknum nægir ekki að hafa fylgi fjöld- ,ans, að vera flokkur fjöldans í þeim skilningi að hann berjist fyrjr hagsmunum hins vinnandi fjölda og fjöldinn því fylgi hon- um. Pað verður ennfremur að vena fjöldinn sjálfur, semskip- ar flokkinn, ræður flokknum, er flokkurinn. ( • Og það er nú þegar auðséð að þetta ætlar Sósíalistaflokkn- um að takast ágætlega. Á fjöþ mörgum stöðum í landinu hef- ur verkalýðurinn og aðrir á- hangíendur sósíalismans núþeg- ar fylkt sér svo kröftuglega inn í flokkinn, að jafnvel hvorki meira né minna en 5—10% í- búanna gerast meðlimir flokks- ins (Norðfjörður, Eskifjörður, Akureyri, Borgarnes). I>að sýn- ir, að á þessum stöðum er hinn sósíalistiski verkjalýður þegar sameinaður í flokk'num oglegg- ur sjálfur höndina á plóginn til að verja það, sem hann þegar hefur unnið og sækja fram til fullnaðarsigurs;. Sósíalisminn er sjálfur bezta dæmið um það, hvernig — eins og Marx orðar það — kenning verður að valdi, þegar hún hrífur fjöldann. Sannfæringar- kraftur fjöldans, sem byggist á meðvitund hans til að afla sér frelsis og lífshamingju, — það er valdið, sem okkar flokkur byggir á og treystir á. Og það vald fær engin ofsókn brotið á bak aftur — það vald geta eng- ar mútur né bitlingar beygt, — það er valdið, sem gerir sósíal- ismann ósigrandi. E. O. Niðurlag. Á þessum tíma bjó í Ögri viðl ísafjarðardjúp Ari Magnússon sýslumaður. Hann var bæði ríkur og ættstór og í öllu hinn mesti höfðingi. Á Alþingi um sumarið hafði hann eins og laðrir valdsmemn í landinu feng- ið konungsbréf viðvíkjandi Spánverjum. Og þar sem þess- ir skipbrotsmenn höfðu núgert sig seka í að ræna frá bænd- ;um, þótt í smáum stíl væri og út úr neyð, þá hafði hann góða átyllu til að skíoða þá sem venjulega ræningja. Þar aðauki var útlendingum fyrirboðin vet- urseta á Islandi, að vísu að undanteknum skipbrotsmönn- um. " Samkvæmt gömlum ís- lenzkum lögum og venjum voru slíkar gripdeildir, sem Spánverjar höfðu framið, eng- an veginn dauðasök, en sam- kvæmt konungsbréfinu hafði sýslumaður rétt til að taka þá af lífi. Dýrfirðingum þótti heimsókn 14 Spánverjanna ill, drógu sam- an lið og ákváðu að ráðast að þeim, þegar þeir héldu vestan aftur til Martins og hans manna, sem dvöldu í Æðey. Eins og Dýrfirðinga hafði grun- að, sneru Spánverjarnir brátt iaftur á leið vestan og tóku nátt- stað í sjóbúð íeinni. Vöktu fimm þeirra yfir bátunum, en hinir níu sváfu. Réðust þá Dýrfirð- ingar að þeim með þrjátíu og fjóra rnenn í náttmyrkrinu, og gat einn þeirra laumað tals- verðu af vopnu m þeirra frá varðmönnum. En þegar hann fóraðraferð í sama skyni, urðu varðmennirnir varir við hann og réðust á hann. En þá réð- ust íslendingarnir allir á varð- mennina, og kenndi fljótt liðs- munar og varðmennirnir voru drepnir. Pví næst var veitt að- ganga að þeim, sem í búðinni voru, og báru Dýrfirðingar Igrjót í dyrnar og rufu þakið af kofanum. Spánverjarnir vörðu sig með mikilli hreysti, þótt erfitt væri um vörnina, og gerðu þeir eina svo snarpa hríð, að Dýrfirðingar voru nærri því að flýj.a, en að lok- um voru þeir bornir ofurliði og féllu allir nema einn ungling- ur, sem hafði sofið -í afkima einum og gat skotizt undan og flúið. Síðan voru lík Spánverj- anna afklædd og þeim sökkt í sjávardjúp. < Um þessar mundir sat Mar- tin skipstjóri og menn hans í Æðey og fengu engar fréttir af óförum landa sinna í Dýra- firði. Þeir fóru þegar að fást við fiskiveiðarog huga að hvöl- um. Er sagt, að þeir hafi tek- Úð föng frá bændum sér t0 matar og þar á meðal tvö naut. . Urðu þegar miklar viðsjár milli þeirra og Ara sýslumanns, og segjr sagan að þeir hafi siglt til Ögurs og haft í Ihótunum við hann. Pótti honum nú ekki mega við svo búið standa og skar upp herör ©g stefndi mönnum til Ögurs á ákveðnum degi. Jón lærði segir, að marg- ir hafi Verið ófúsir til fararinn- ar, enda áttu þeir allir að fæða sig og kosta að öllu leyti. — Þriðjudaginn síðastan í sumri 10. okt. kom liðið saman í Ögri og sat þar þangað til á föstud. 13. okt. Var þá sent njósnarskip yfir Djúp til Æð- eyjar til að vita, hvað væri títt. Og fréttu þeir að Spánverjar hefðu járnað hval og að hann v'æri kominn á land á Sandeyri á Snæfjallaströnd, og voru 13 af Spánverjum komnir þangað til að skera hvalinn, en fimm sátu eftir í Æðey og gættu eigna þeirra. Með þessi tíðindi héldu nú njósnarmenn aftur til Ögurs. Brá sýslumaður nú við og hélt til Æðeyjar með allt sitt lið, sem var yfir 50 manns, og kom þangað á kvöldvöku, áður en heimafólk var háttað. Liðið réðst þegar inn í bæinn, þar sem tveir Spánverjar sváfu, og var annar þeirra strax drep- inn. Hinn varðist lengi með mikilli hreysti, en varð seinast að láta líf sitt. Spánverjarnir þrír, semj í Æðey sátu, voru í smiðjukofa úti á hlaði og gátu komið vörn við. Urðu ísfirðing- ar að rjúfa þakið á kofanum til að komast að þeim, og féllu þeir þar eftir langa vörn. Því- mæst voru líkin flett klæðum og borin allsnakin fram á björg jog lcástað) í Djúpið. Daginn eft- ir rak' þau þó á land og voru þá dysjuð. Eftir þennan ágæta sigur hélt sýslumaður af stað með liði sínu til Sandeyrar. Þrátt fyrir storm og niðamyrkur komst hann heilu og höldnu með allt liðið yfir sundið til meginlands- ins og gengu þaðan út til Sand- eyrar. Þegar til Sandeyrar kom, var sýslumaður svo heppinn, að Martin skipstjóri var staddur í húsi einu úti á hlaði með fá- eina menn, en hinir sátu allir inni á baðstofugólfi og höfðu kynt eld fyrir sér. Áður en Spánverjar urðu varir við komu þeirra, náðu þeir tali af heima- mönnum og fengu að vita, hvar þeir voru. Því næst slógu þeir hring um bæinn og settu menn fyrir allar dyr og glugga. Nokk- ur hluti liðsins réðst að húsinu, þar sem Martin var og skutu in'íi hvað eftir annað. Martin og félagar hans brugðu skjótt við, þegar þeir heyrðu hávaðann, oggripuvopn sín. Sjálfur hafði Martin byssu, sem sennilega hefur veá'ið sú eina, sem þeir höfðu. Þó skaut hantn lítið eða ekkert á móti, heldur kallaði út og reyndi að stilla lil friðar. Séra Jón Gríms- son, sem áður er getið og deildi við Martin um nautið var í liði sýslumanns, og þar eð hann kunni latínu og þekkti Martin, varð hann fyrir svör- um. Þegar Martin hafði mælzt til friðar, spurði prestur sýslu- mann, hvort hann vildi gefa honum grið. Játaði sýslumaður því fúslega og leyfði presti að segja homím það, en setti það skilyrði að hann gengi þeim á vald og gæfi upp alla vörn. Martin tók þegar boðinu og gekk út og afhenti íslendingum byssu sína. Skipaði sýslumaður þremur mönnum að leiða hann burt og gæta hans. En nú var liðið orðið æst af drápunum og ;þyrst)i í meira blóð. Hjó einn til iyiartins með öxi og særði hann á viðbeininu. Martin brá hart við, hljóp til sjávar eins og kólfi væri skotið og út í sjó. Hann var syndur manna bezt. Var nú skip sett fram til að elta hann, en hann synti lengra og lengra út á sjóinn og söng á latínu með hárri og fagurri rödd. Þannig varði hann sig lengi í ísköldum sjónum, en loks varð hann þó svo yfir- kominn af kulda og sárum, að óvinir hans gátu náð honum og dregið hann upp í fiæðarmálið Og drápu hann þar á hryllilegan hátt. Þegar búið var að vinna á Martin, sneri sýslumaður hðinu á hendur félögum hans. Enþeir vörðust með hinni mestu prýði, og var það almæli þeirra, er viðstaddir voru, að þcir hefðu aldrei orðið unnir, ef skilyrði þeirra til varnarinnar hefðuver- ið sæmileg, og allra sízt, ef Martin hefði ekki gengið á grið sýslumanns. Urðu íslendingar að rjúfa allan bæinn yfir þeim, því að þeir sýndu ekki síður kænsku en hreysti í. vörninni. Þannig leið öll nóttin og fram á dag og féllu fáir af Spánverj- unum. Á þeim tíma kunnu fáir ís- lendingar að fara með byssu. En sýslumaður var svo hepp- inn að hafa í förinni Magnús son sinn, sem kunni að skjóta úr byssu. Á endanum var það ráð tekið að láta hann skjóta á Spánverjana, sem urðu að fela igig í skúmaskotum til þess að verða ekki skotnir niður. En við það varð þeim erfitt um vórnina, og það heppnaðist smám saman að murka úr þeim lífið. Sérstaklega var viðbrugð- ið vörn unglings eins í bað- stofunni, en að lokum féll hann fyrir skoti. Aðeins einn af Spán- verjunum sýndi ragmennsku. Hann hafði fengið lítið sár á fótinn snemma um nóttina, áð- ur en aðalbardaginn hófst, og hafði hann skriðið undir kú og lá þar alla nóttina og fannst ekki fyrr en allir félagar hans voru fallnir. Hann kastaði sér á kné og fórnaði upp höndun- um og beiddist griða, og vildi sýslumaður gefa honum líf, en éinhver af hinum blóðþyrstu liðsmönnum hans vó að Spán- verjanum, þar sem hann lá á hnjánum frammi fyrir þeim, og veitti honum bana. Síðan voru líkin flett klæðum og sökkt í sjóinn, og þótt þau ræki í land hvað eftir annað, var þeim aldrei sýndur sá sómi, að urða þau, því síður að grafa þau í vígðri mold. Þegar búið var aö koma lík- um Spánverjanna fyrir katíar- nef, var ánægjumjii bkið hjá liðsmönnum sýslu-manns. Því að nú lýsti hann vfir því, að allt góss þeirra va:ri kóngsins etgn? 'Og urðu liðsmenn að hjálpa sýslumanni til að flytja það heimj í Ögur. Sumir þeirra, sem höfðu orðið fyrir skaða af vöfdum Spánverjanúa, kröfð- lust bóta, en fengu enga leið- rétting mála sinna. Einustu launin, sem þeir fengti í þess- um heimi fyrir frægðárverk sín, voru hin blóðstorknu nog sund- urtættu föt, sem þeir höfðutek- ið af Spánverjxmum dauðum. Það var þeim að vísu mikil huggun, að þeir fengu að / drekka nægju sína af víni Spán- verjanna, á meðan þeir sátu í Æðey og hvíldu sig eftir stór- ræðin. Spanski unglingurinn, sem áður er getið, að slapp undan Dýrfirðingum, komst til skip- stjóranna Stephans og Pedro og sagði þeim tíðindin. Þeir héldiu til Vatneyrar með flokk sinn, fimmtíu rnanns, og sett- ust þar að. Þeir skildu nú að alvarleg hætta var á ferðum, og höfðu stöðugan vörð á sér. Það fara litlar sögur af þeim þar, en þó lítur út fyrir, að þeir hafi rænt einhverju. Þeir fengu brátt fréttir af óförum félaga sinna í ísafirði og víg- girtu sig í dönsku verzlunar- húsunum á Vatneyri. Eftir sigrana í Æðey og á Sandeyri bjóst Ari sýslumað- lur til herferðar íil Barða- strandarsýslu. Hann safnaði 100 mönnum til fararinnar og lagði af stað. En til allrar hamingju fyrir hann brast í byl á leið- inni, og hann varð að hætta við ferðina. Ekki er ólíklegt, að hann hafi litið á bylinn sem bendingu af himnum, því að þótt Spánverjar sætu á Vatn- eyri fram á vor, lét hann þá í friði. Um vorið náðu Spánverjarnir í enska duggu, sem kom til Vestfjarða til fiskiveiða. Létu þejr í haf á skútu þessari og fara engar sögur af þeim síð- ar. : ' I Eftir vígin lét Ari sýslumað- 'ur dæm;a| Spánverjana rétt- dræpa óbótamenn, og Alþingi sumarið eftir fékk skýrslu frá honum og Vestfirðingum um vígin. Skýrsla þessi er nú glötuð, og ekki fara neinar sög- iur af því, hvernig lögmönn- um og lögréttumönnum hefur litizt á þessi stórmæli. En sam- kvæmt spönsku vísum séra ÓI- afs, virðist Alþingi hafa dæmt Spánverjana réttdræpa. Jón lærði, sem var vinur Spánverjanna og bar þeim öðruvísi söguna en sýslumaður vildi, virðist ekki hafa haldizt leingi við í Vestfjörðum eftir þetta. Sagan segir, að hann hafi hrökklazt þaðan, og hefur það vafalaust verið fyrir ofríki Isýslumanns. í frásögn hans um vígin kemur það fram, að hann hefur borið hlýjan hug til þeirra, enda þótt sögusögn hans sé hlutlaus að mestu og beri vott um mikla sannleiks- ást. Qetttlffiis fer á mámiudagskvöld 21. nóv- ember vestur og norðíur. Stefán Jöhtmn er nú búinn aö i: 'htnast um og kljúfa í íslenzkii verklyZ::hreijfingunm, framkvœma allt ,sem hœgri broddarfiir i Fram- sókn hafa heimtaZ, adeins til pess að missa ckki af nZPherraem- bœttimi, sem iniiTx var ad mesia að semja um og slá út á pá von hjá Stauning' og Per Albin. „En pað, sem helzt hajin varast vann, vard[ pó tw koma fyrir hann‘‘ — einmitt meo pví ad láta hafa sig til ad svikja, var St. Jóhann ad eydileggja eina grtinrívöUinn, sem hœgt var ad skapa sterka vinstri stjórn á. Aidrei upppvotiur framar! er vígorð, sem amerískur eigandi súkkulaðiverksmiðju hefur hafið á loft, og auglýsi? í ákafa matardiska, sem hann er byrjaður að framleiða. Þeir eru steyptir úr einhverjum sykurgraut. Fyrst borðar maður af disknum og hámar svo hann sjálfan í sig sem eftirmat. ** Hefurðu nú munað |>að, sem ég áminnti pig um, að öll hreyfing er góð móti offitu? Já, ég sem er tminn að fá mér ruggustól! ** .4 Nýtízku börn: Faðirinn: Ósköp er að sjá, að þú skulir koma til mín svona reiður. Hvað er að? Nonni: Já, fyrst þú villt endilega; vita það, þá hef ég verið aði skammast við kcnuna þína. l ** Heimilislceknirinn: Ef konan yðar heldur áfram að reykja svona, þá njótið þér hennar aldrei lengi £ þessu lífi. Stórkaupmadurinn: Aldrei leng.jr en þangað til hún er 36 ára, hvort sem hún reykir eða reykir ekki, ** Giftingarauglýsing í sœnsku bladi: Námsmaður óskar að kynn- ast með hjúskap fyrir augum — efnaðri dömu, sem er fúanleg til að kosta tveggja ára nám. Svar. merkt: Námsmaður 23 ára — sendist af- greiðslu blaðsins. ** Jæja, hvernig líkar ]>ér nýja í- búðin? Ljómandi vel náttúrlega. Bara verst, að húsið er svo hljóðbært, að nágrannarnir heyra hvert orð, sem maður segir. Hafið þið ekki reynt að setja flóka á veggina eða veggtjöld til að losna við þetta? Nei, biddu fyrir þér! — Þá hayrðum við ekki það, sem ná- grannarnir segja. * yinnuveitandinn: Þetta meðmæla' bréf frá fyrrverandi yfirmanni yð- ar sýnir anzi slæman frágang. Stúlka í atvinnuleit (lítur bros- rjóð undan). Já, — Ég sat líka i knjám lians, meðan ég vélritaði það! \ Umgherjar! Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Al- þýðuhúsinu, sunnud- kl. 10 f.h. Meðal annars verður sýnd ný kvikmynd, Hans og Gréta. Skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar er í Hafnarstræti 21. Op- in alla virka daga kl. 5—7. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.