Þjóðviljinn - 19.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1938, Blaðsíða 2
P J 6 Ð V I L J I M N Sfefán Ogmtmdsson: Vídsjá Þjóðvíljans 19. 11. '38 Djiðli í uerfli? Laugardaginn 19. nóv. 1938. {XlðOVHJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflckkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigíús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2.00 Anaarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Shni 2864. Falsarar. Maður er nefndur Qunnar Thoroddsen.. Hann er lögfræð- ingur að menntun og sæmilega vitiborinn maður. Leiðtogar. Sjálfstæðisflokks- ins álitu hann til þess kjörinn að kenna ungum mönnum lög- fræði, og mun Gunnar hafa verið á sama máli. Var kappsamlega að þvt unnið, að koma hionum í kennarastoðu við Háskólann. Sú ráðagerð fór þó öll út um þúfur, sem kunnugt er. En „sjálfstæðisleiðtogarnir“ voru ráðnir í því að nota krafta Qunnars á'einn eða ann- [an háitt í flokksþjónustu, og því var hann til þess ráðinn að ferðast um landið í þeim erind- um að stofna Sjálfstæðismanna- félög. Gunnari hefur orðið nokkuð ágengt í þessum erindrekstri enda höfðu ekki áður verið gerðar verulegar tilraunir til þess að skipuleggja fylgiSjálf- stæðisflokksins í landinu. Pó mun það mála sannast, að fjöldinn allur af félögum Ounnars er nafnið eitt. En meðal annarra orða. Hvemig boðar Qunnar kenn- ingar sínar og Sjálfstæðisflokks ins? Kemur hann til dyra eins og hann er klæddur? Segir hann rétt og óhlutdrægt frá þeim meginstefnum, sem be;rj- ast um völdin í heiminum,1 só- síalismanum og auðvaldsstefn- unni? Qunnar hefur sjálfur gefið svör við þessum spurningum í erindi, sem hann flutti á fundi Heimdallar nú nýlega, og birt !er í Vísi. Par segir meðal ann- ars: „Við höfum nú haft sósíal- ismann ríkjandi hér í valdasessi um ellefu ára skeið“. Gunnar veit betur. Hann veit iað í þess- ari setningu felst svívirðileg blekking. Hann veit eins vel og að tveir og tveir eru fjórir, að sú stjórnarstefna, sem fylgt hef- verið hér á landi undanfarin ár, á ekkert skylt við sósíalisma Beinn eða óbeinn stuðningur sósíalista við þá stjóm, sem far- ið hefur hér með völd hin síð- ari ár, er byggður á lögmálinu: Af tvennu illu skal velja það skárra. — Þó að margt megi finna stjórn Framsóknar til for- áttu, þá er hitt víst, að verr mundi stjórn íhaldsins gefast. Hvers er að vænta af þeim mönnum sem vísvitandi reyna iað! kömia inn hjá þjóðinni röngum hugmyndum um þær stefnur, sem þeir berj- last gegn? Er hægt að treysta þeim til þess að vera sannir og ærlegir í boðun sinnar eigin stefnu ?' Þessari spurningu verður ekki svarað nema á einn veg, þ. e. neitandi. Það má fullyrða, að I. Dýpsta einkenni á réttarmeð- vitund íslenzkrar þjóðar er vafalaust það, hversu djúprætt- ur sá hugsunarháttur er meðal almennings að hafa megnan viðbjóð og dýpstu fyrirlitningu á hverskonarofbeldi og hryðju- verkum, ekki sízt þeim, sem framin eru á varnarlitlum smæl- ingjum í skjóli auðs og krafta. Þeir menn, sem ástunda slíkt atferli, hljóta sinn dóm, ogsvip- ir þeirra, sem fortíðinni til- heyra, reika enn í dag um byggðir landsins í dapurlegum, ógnandi hjúp þjóðsögunnar. Þannig á hver sveit, hvert byggðarlag sín munnmæli eða nútíðarstaðreyndir um þá menn, sem grunur féll á, eða dæmdir eru af almenningi fyrir harð- lyndi, kúgun, hryðjuverk. Þetta hatur fólksins á rang- læti, ofbeldi og hryðjuverkum, sem þróast hefir einangrað, jafnvel staðbundið í sveit eða sýslu, á sér rætur í sögu Jajóð- arinnar, minnimáttaraðstöðu, vopnleysi og smæð hennar í baráttu við yfirgang og áþján erlendrar harðstjórnar, í vit- undinni um óréttinn, sem hún var beitt í ■skjóli auðs og krafta. Þetta mat hennar á ranglætinu er arfur aldanna, arfur þjóðar, sem ekki rekur minningar neirifia sigra til hlekkjaðra bandingja, heldur öðlaðistgleði- og sigurstundir á lokadögum sinnar eigin áþjánar. Og sú þjóð, sem aldrei drakk gleði sigra sinna blandna tárum hinna yfirunnu, hefur vissulega kjör- ið sér réttinn til að hata rang- lætið og unna réttlætinu. Þetta er hin sögulega afstaða íslenzkrar þjóðarsálar til bar- áttunnar, sem háð er milli þess- ara tveggja afla, og hún hefur það til marks um óheilindi og fjandskap við frelsi þjóðarinnar, ef einhver hyggst að raska þeim réttarmatsgrundvelli, sem hún hefur reist í rótgrónu hatri sínu á ofbeldi og ranglæti. II. Friður, — viðhald friðarins, maður, sem vitandi vits kallar stefnur borgaralegs miðflokks sósíalisma í beinu blekkingar- skyni ,hikar ekki við að kalla villimennsku nasismaris „bar- áttu fyrir lýðræði og menn- ingu“. Þannig er starf ogstefna Gunnars; hin smáborgaralega pólitík ' Framsóknar heitir á hans máli sósíalismi, og hin sví- virðilega stefna nazista heitir „barátta fyrir lýðræði“. Þannig er starf og stefna Sjálf stæðisflokksins, já, þannig er starf og stefna alls íhalds. Vís- vitandi blekkingar um menn og málefni, hatrömm barátta fyrir hagsmunum hinna fáu handhafa fjármagns- og fram- leiðslutækja gegn hagsmunum hinna mörgu launþega, barátta, sem verður æ því hatrammari sem menning og lýð- ræði auka rneir sósíal- ismanum fylgi, barátta, sem snýst upp í hamstola villi- mennsku nazismans, þegar sýnt er, að sigur sósíalismans stend- ur fyrir dyrum. S. A. S. fórnir til friðarins eru tízkuoré pólitískra spekúlanta dagsins í dag. í fjögur ár hafa okkur borizt daglegar fregnir frá Abessiníu, Spáni, Kína, um að hundruð- um tonna af sprengjum, eldí og eimyrju hafi verið hvolft yfir friðsæl þorp og varnar- lausar borgir. Við minnumst þess að hafa lesiðj í skeytum frá Spáni frásagnir um borgir, sem voru gereyddar á nokkrum klukkustundum, og því hefur verið bætt við, ofur hæversk- lega, að þegar öll hús voru hrunin til grunna, og fólkið hljóp í ofboði dauðans milli brennandi rústanna leitandi hlés, — lítið barn eða örvita móðir, — þá voru þau elt uppi eitt fyrir eitt og skotin niður með hárvissri nákvæmni þess, er numið hefur kjarnann úr boðskap fasismans: alefling grimmdarinnar. Fyrir fall borganna Hankow og Kanton barst þessi stuttorða upplýsing til eyma íslenzkum útvarpshlustendum: „Þjóða- bandalagsfulltrúi Kínverja tel- ur að ein milljófl kínverskra borgara (ekki hermanna), hafi beðið bana vegna árásarstyrj- þldar Japana, en að minnsta kosti 30 milljónir standi uppi Islyppir og smauðir og eigi hvergi höfði síniu að að halla“. Þessar yfirlætislausu daglegu fregnir segja í raun og veru allt, ekki aðeins hryllilegustu viðburði, er sagan greinir, kvik- sárustu þjáningar mannlegs lífs, heldur færa þær okkur sönn- ur á, að það sé aðeins augna- bliksverk fyrir óvini mannkyns- ins á tuttugustu öldinni að ger- eyða og uppræta allar þær dyggðir, allan þroska, sem mannkynið telur sig hafa öðlazt gegnum reynslu og framþróun aldanna og mótað er í hinu virðulega orði: menning. Hver áhrif hafa þessar fregn- ir á íslenzka þjóð, sem borizt hafa út hingað síðastliðin ár um algleyming hins vitfirrta styrjaldaræðis? Hvar snertir það íslendinginn, er hann frétt- ir um samningsrof og sölu stór- veldanna á smáþjóðum, land- ráðamenn, sem pöntuðu erlend- ar vígvélar og hermenn tilsinn- ar eigin fósturjarðar til þess að tortíma þjóðbræðrum sínum, í von um jarlstign að launum? Hlýtur það ekki að kveikja harm í hjarta hvers einasta manns, er veit í æðum sér dropa af því blóði, er í sex ald- ir barðist við ofurvald og á- þján, fyrjr frelsi þessarar smáu þjóðar? Eru ekki griðrofin og ofursala smáj)jóðanna logsár minning? Eru þau ekki sem axar. högg til þeirra bróðurlegu tengsla, er smæð þjóðarinnar hefur knýtt við alla stríðandi, vörnum svifta alþýðu? III. Það hefur sennilega* aldrei verið framinn svo grimmúðug- ur glæpur — sízt til fjár — að fremjandinn hafi ekki átt sam- hyggð einhverra, sem bjuggu yfir glæpahneigð af líku taki og/prísuðu fordæmið hátt eða í hljóði. Við mundum telja það mjög varhugaverðan mann, og ekki ólíklegan til verstu verka, sem lýsti velþóknun sinni á atferli morðingja, sem ráðizt hefði á næturþeli að bæ nágranna síns, drepið hann, konu hans og börn, en rænt síðan öllu, sem hönd á festi. Og það ætti sízt að raska áliti okkar og viðbjóði á glæpaeðlinu hið minnsta, þótt morðinginn sé orðinn að heil- um bófaflokki, heilli stétt manna *og þótt auðmagn þeirra hafi þröngvað dásemdum mann- legs vits, vísindum og tækni, til auðsveipni við tjónsköpun glæpsamlegra hneigða. Sá, sem var hataður fyrir að valda líf- tjóni einnar mannveru, verður ekki dáður þótt árangrar iðju hans birtist í hrannmorðum heilla þjóða. Árásarstríðin, kynþátta- og skoðanaofsóknir síðustu ára. eru glæpir framdir í augsýn alls heimsins. Getur það átt sér stað að slíkir menn fyrirfinnist hér á á landi nú, sem bera jafn ótví- ræða og hættulega gllæpa- hneigð í brjósti! og þá, að dást að eða halda uppi vörnum fyr- ir svo kynhreina glæpamenn, sem stjórnendur þessara styrj- alda? Já, — þessir glæpir eiga sína formælendur í hverju landi, en þeir hafa alþýðu allra þjóða að bölvendum. Höfuðpaurar stærstu hryðju- verkanna, sem nú ógna öllum heimi eru í yfirstéttunum og þar eiga þeir bandamenn og samhyggjendur meðal allra þjóða. Manndráp eru nefnilega arðbær atvinnuvegur. Þankafar íslenzkra burgeisa er hvorki hreinna né kámugra ríkjandi hugsunarhætti erlendra auðvaldssinna. Það er mótað af „siðfræði“ ágirndarinnar og ber reynsla síðustu tíma þess ljósan vott að ekki allsmár hluti íslenzka afturhaldsins hefur til- einkað sér „rök“ ofbeldisins og á engar óskir heitari en þær að kbmiast í aðstöðu til að leggja klafa þess á þjóð sína, jafnvel þótt ekki væri auðið án full- tingis erlendra. harðstjórna. Þessir menn hafa notað hvert tækifæri til að lýsa samúð sinni og aðdáun á blóðtröllum fas- ismans, glaðzt í hjarta sínu yf- ir sigrum þeirra og fundizt það vera sinn eigin sigur, varið harðstjórn þeirra og hervirki, lófsungið svikara stórveldanna við smáþjóðirnar og greikkað götu erlendra fasista til ítaka hér á landj. Það er á allra vit- orði að íslenzkir auðvaldssinnar hafa náið samstarf við þýzka nazistaerindreka hér, um að- drátt vopna og skipulagningu áróðurstækja, og hafa með þýzkum fjárstyrkjum og full- tingi áhrifamanna innan íhalds- flokksins unnið að því leynt og ljóst að brjóta ofbeldinu leið til öndvegisj í þeim flokki. Þeg- ar áreitni þýzkra nazista við ís- lenzkt sjálfstæði hefur birzt í jafn áþreifanlegri mynd. sem herflokkum á götum Reykjavík- tur, æpandi Hitlers-dýrðar- söngva og Gyðinganíð, njósn- arflugvélum og „sérfræðjnga“- puðri út um landið til að „pæla það út“'þvers og langs, — hafa blöð burgeisanna hrinið upp einum rómi til varnar. Lof- gerðaróðurinn um þessa landav mangara Hitlers hefur svojafn- an endað á kjúru níði um þá menn og flokka, sem beint hafa varnaðarorðum til þjóðarinnar um að standa vörð um sjálf- stæði sittogþola engum móðg- andi framkomu eða ágengni í þeim helgu véum. Höfuðmarkmið þessa áróðurs og aðfara er þó fyrst og fremst að leggj.a prófstein á árvekni þjóðarinnar og fá hana smám saman til a*> venjast við og þola ágengni ofbeldisins, rneð öðrum orðum að sljóvga rétt- lætistilfinningu hennar og hol- grafa þannig grunnstöðuna, sem réttarmat hennar hvílir á: hati'- ið á ranglæti og ofbeldi. IV. Það, sem íslenzka þjóðin hef- ur numið í hinum harða skóla lerlendrar áþjánar gleymist henni ekklil í svipan, þótt í eyru hennar sé ruglað hugtökum frelsis og áþjánar^ lýðræðfs og ofbeldis. Þau þekkjast hvar sem þau fara, þessi nazistahundruð, sem íslenzkt þjóðerni er dæmt til að feðra. Þeir bera samasvip á öllum öldum þessir júdasar og Gissurar, þótt blygðunar- leysið hafi þróazt og þeir leiti ráðherrastóls í stað athvarfs í snörunni. Rödd þeirra sver sig í ætt við heróp villimanns 20. aldarinnar, sem hrópar um leið og hann brenn- ir horgir og gerir saklaust fólk að skotspæni grimmdar sinnar: Við berjumst fyrir friði. Við erum að bjarga menningunni! Þannig hrópa hinir soramerktu, íslenzku ættvillingar, dáendur ægilegustu hryðjuverka, sem mannkynið hefur þolað: „Rek- ið böðlana af höndum ykkar!“ Siðferðisþrek íslenzku þjóð- arinnar er enn ekki svo lamað, að hún uni því til lengdar að hættulegir óvinir samfélaginu, dáendur manndrápa og hryðju- verka, gangi um kring og noti í þokkabót fé hennar sjálfrar til útbreiðslu á kenningum, sem eru samstæður við það hatað- asta og fyrirlitnasta, sem þjóð- in veit. Þá er sköpum skipt í lífi ís- lendinga, sem hafa byggt lífs- skoðun sína á samhygð og letrað á skjöld menningar sinri- ar frið og réttlæti, ef þeir una því til langframa, að í full- trúastöðum hennar, þar sem flutt skulu boðorð þeirra hug- mynda, sem hún vann frelsi sitt undir, sitji menn, er breyta hennar „ástkæra ylhýra“ frels- ismáli í bannsöng yfir rétllæti, frelsi og bræðralagi og í lof- gerðaróð um níðingsbrögð, múgmorð, píslir og dauða. Aflasölur. Rán seldi afla sinn J>ann 16. þ. m(. í Grimsby, 1407 vættir fyrir 1069 stpd. Daginn eftir seldi Haukanes afla sinn, 1685 vættir, í Grimsby fyrir 998 stpd. Þórólfur seldi í fyrra- dag í Þýzkalandi, 119 smálestir fyrir 20109 ríkismörk. Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur kvöldskemmtun að Hót- el Borg kl, 9 í kvöld. írvarcMs Öruar-Oddur uard fyrir ptdrri til- uiljun tið fci um leid i hendur leik- rit Jóhúfins Frímanns „Fródá‘‘ og 67. tbl. Tímans med yfirlýsingu 13 Framsóknarpingmanna. Jóhann Frímann sálgreinir Pór- odd skattkaupanda. Hann bjargadi skattheimtamönnum Orknegjajarls og tók skáttinn fgrir. Pad uarb upphaf audlegðar hans og ualda. Jóhann lœtur Pórodd skilja lítil- mennskiim i pessu og fimbulfamba einskonar skýringu sér til réttlcet- ingar: Pessu var logio um mig, en pad, sem allir leggja trúnac) á er ordiö sannléikur, ég hef ad lokum trúád pessu sjálfur og puí hef ég orbic) ómenni. Pessar umpenkingar gera Pórodd uitlausan og suo uirö- ist sem Jóhann Frímann uilji állta paT) upphaf draugagangsins á Fródá Framsóknarmennirnir mótmada pátttöku sinni í „diplómatísk- um‘‘ leik, er peir léku hér í Rvík. sumarid 1934, á sama hátt og Pór- oddur skattkaupandi. En vortandi uerdur eftirleikurinn betrj. Marg- ir viia, aó mótmœlin' eru staöleys- ur. Peir vita paT) sjálfir. Fyrir peim er petta bara nýr „diplð- matískyr‘‘ leikur, pul ad engin hœtta er á aó peir veröi af pessu vitlausir, eins og Jóhann Frímann lœtur veslings Pórodd ueröa. Peir uerda bara ennpá „diplómatlskari'‘ med œfingunni. Pessir 13 ueröa puí uonandi ekki leiöinlegir clraugar á Fródá. Peir leika bara skemmtilega hird. ** Skjaldborgin er uerzlunarfyrir- tceki. Nokkrir menn útvega sér pen- inga, setja pii, í blöö og kosninga- tceki, skipta um stefnur, eins og peim bezt byöur, uppskera sjálfir embœtti og fé - og paö er aöal- atriðiö, fá suo ef til vill eitt- huaó handa fólkinu, ef pati fœst ódýrt, ef paö á aö kosta em- bœtíin, pá ,,gefa‘‘ peir fólkinu held- ur vinnulöggjöf og geröardóma og segja pví, aö. paö sé fyrirtaks rétt- ur. Skjaldborgin h.f. pótti einu sinni álitlegt verzlimarfyrirtceki, en nú er paT> lent\ í braski, lifir á láraim i Œignablikinu og mun ueröa gjald- prota viö nœstu kosningar, — ekki aö fé, pví lengi má ,Má‘‘ auövald- fö til baráttu gegn einingu aipýö- unnaj', en aö fytgi, og pó ad Skjaldborgarbroddamir hafi sát og sannfœringu fyrst og fremst til sölu, pá eiga peir eftir aö reka sig á, dö fólkiö hefir sannfœringu sína til aö breyta eftir henni. • * Þýzki nazistaleiötoginn i hinu rœnda Austurríki gaf út fyrirskip- un um, aö skjóta skyldi á allet menn, sern reyndu ad rasna eignurn Gyöinga. Honum er pá óhœtt aö byrja á Hitler, Göring og Göbbels, pýzku rikisstjóminm, puí engir hafa rcent eigtvim Gyöinga i starri stil. ,Paö kernur hjákátlega út, pegar pjófar œtla aö fam aö vernda eignarréttinn. Frá höfminni: Ægir fór í gær áleiðis til Siglufjarðar með mót- orbátinn Víking í eftirdragi. Er bátur þessi vélarlaus, en hafði verið seldur til Siglufjarðar. Ungherjar! Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu á sunnudaginn kl. 10 f. h. Verzlunarmannafélagið held- ur skemmtun ;að Hótel Skjald- ibreið kll 9 í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.