Þjóðviljinn - 20.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1938, Blaðsíða 2
t Sunnudaginn 20. nóv. 1938. PJÓÐVILJINN IXIÓOVHJINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Sameínfng eða nazísmu Aldrei hefur verið gerð ejins viðurstyggileg árás á menn- ingu og mannréttindi eins og á vorum dögum. Hver mundi hafa trúað því, fyrir 10—20 ár- um, að á torgum þýzkra stór- borga mumdi stíga upp glóð- þrungnir reykmekkir, frá brenn- andi bókum, á fjórða tug hinn- ar 20. aldar. En staðreynd- irnar taka öllu ímyndunarafli fram. Pað verður skráð skýrum stöfum á síður mannkynssög- unnar, að á þeim tímum tækni og hámenningar, sem vér mú lifum á h.afi rit hinna mestu ítur- menna í andans heimi verið brennd á báli, í stórborgum Þýzkalands. Sagan mun heldur ekki gleyma því, að á þessum sömu tímum varð frægasti eðl- isfræðingur heimsins, Einstein, ,að fara landflótta úr Þýzkalandi af því að talið er að einhver vottur af Gyðingablóði renni í æðum hans. Sama er sagan um heimskunn skáld eins og bræðurna- Mann. Heimiurinn dá- ir þá, mannkynssagan mun geyma nöfn þeirra meðal þeirra sem hæst gnæfa á sviði bók- mennta. En Þýzkaland Hitlers, Þýzkaland nazismans, á ekki pláss fyrir þá. Hver hefði trúað því fyrir aðeins tíu árum síðan, að slíkt gæti hent Þýzkaland. Þó hefur villimennskan ekki náð hámarki sínu með þéim at- burðum, sem hér eru nefndir. Nei, þýzki nazisminn býður enn þá betur. Þúsundum saman eru saklausir borgarar ofsóttir, rændir og píndir, af því, að þeir eru Gyðingar að ætt, eða af því að þeir héldu tryggð við skoðanir, sem eru yfirvöld- um ógeðfeldar. Þetta gat komið fyrir á tutt- ugustu öldinni. Hvílíkur dóm- ur um menningu vorra tíma. Á reynslan ef til vill eftir að kveða upp álíka dóm um menn- ingu Englands, Frakklands, Bandaríkjanna og menningu okkar hinnar fátæku og smáu þjóðar hér nyrzt í Atlantshafi? Ef til vill segja menn sem svo: Nei, slíkt getur ekki kom- ið fyrir hér. En þeim, sem þannig hugsa, er bezt að spyrja aftur. Hver hefði trúað því fyr- ir 10—20 árum, að þetta gæti komið fyrir á Þýzkalandi? Sannleikurinn er sá, að her- ferð nazismans verður ekki stöðvuð nema öll þau öfl, sem unna lýðræði og menningu, taki höndum saman og vinni sem einn maður gegn þeirri ógn- þrungnu nútíma villimennsku, nazismanum. Af fregnum sem berast utan úr heimi, virðist mega ráða, André Mairfy; Víðsjá Þ)óðvíljans 20. ti. '38 eifls Do á (Ræða fluíf á spönsku á skílnaðairháfíð Ebré~fiersíns víö burfför síálfboðalíða 25« okfóbetr 1938)« Herra forseti! — herforingj- ar, þjóðfulltrúar og liðsmenn. Eftir bræðrasamveru tveggja ára, eftir stríð tveggja ára, þjáningarnar að sigrunum ó- gleymdum, erum við' saman- komnir, Spánverjar og Alþjóða hersveit sjálfboðaliða, í seinasta sinn. Skilnaðardagurinn er runninn upp. Eftir kröfunum frá Genf verðum við að færa þá fóm Og fórn er það sannarlega að hverfa frá spanskri jörð og hetjuþjóðinni, áður en hún vinn ur úrslitasigurinn. Spánarbaráffan bjargar sœmd allra lýðræðís* þjóðanna. Þess vegna flytjum við yður öllum þökk okkar á þessum j hátíðisdegi, stjórn lýðveldisins foringjum hersins, allri þjóð Spánar. Við þökkum fyrir að hafa fengið að koma og berj- ast undir fánum lýðveldisins. Þeim dögum æfinnar, sem við höfum eytt á Spáni, gleymum við aldrei. Meðan lífið endist vakir í vitund okkar stoltið yf- ir því að hafa tilheyrt voldi- ugum, ódjauðlegum þjóðarher lýðveldíisins. Stoltir erum við líka af hlut- verkinu, sem við höfum fengið í harmleiknum, þar sem örlög þjóðanna ráðast. Þýzkir, ítalsk- ir og austurrískir sjálfboðalið- ar hafa sýnt þjóð Spánar það, að þrátt fyrir tvéggja ára inn- rás tveggja fasistastórvelda hafa þjóðir Þýzkalands og ftal íu getað veitt henni áhrifaríka hjálp; beztu syni sína hafa þær sent á vígvelli Spánar. Við erum stoltir! Að vísu var það frönsk stjórn er fyrst tók að sér „hlutleysisstefnuna“ sem algerlega hefir ve'rið stefnt gegn lýðræðisstjórninni. En það hefur þjóðin franska gold- Á fundi Spánarhjálparinnar í París. George Gogniot, ritstjóri 1‘Humanité, Jacques Duclos, Pas- sionaria og André Marty. ið með því að taka drýgstan þátt í sjálfboðasveitunum (28°/o). Við erum fullir af stolti! Því að endaþótt Bretastjórn hafi í- vilnað innrásarríkjunum og Franoo á allan hátt, hafa synir Bretlands og írskrar jarðar, skírðrar frelsisblóði, verið með- al beztu liðsmanna Alþjóðaher- sveitarinnar. Stolt er það, sem fyllir hug okkar í dag! Við, fulltrúar 53 þjóða, vestan um haf, austan frá Balkan og Póllandi, já allt frá suðurodda Ameríku, Kína, Höfðalandi og Norð'urlöndum, við heimskautsbaug, — við hofum sýnt. Spánverjum, að þeir standa ekki einir, heldur er með þeim alþýðan um allan heim, allir þeir, sem unna fram förum og frelsi. Það er metn- aður okkar, þegar íhaldsblöð allra landa þvaðra um að al- þjóðasamhugur sé upprættur, , að hafa sannað hið gagnstæða. Og enn stoltari erum við afj því að hafa ekki boðið Spáni sléttmálar samþykktir, heldur verk, sem hjálpað hafa til að standast hina ofstækisfullu og grimmdarþrungnu framrás fas-< istanna. Vopn ireynslunnar. Við höldum héðan! Að fám stundum liðnum tilheyrum við ekki lengur Ebróhernum og fánum hans, sem blakta enn fyrir blæ hinna miklu sigra í júlí og ágúst. Að fám dögum liðnum tilheyrum við ekki leng ur þjóðher lýðveldisins, sem sprottinn er upp úr alþýðu lands síns og stýrt er af snilld. Við höldum burt! En við leggjumst ekki til hvíldar; við höldum burt til að berjast. (Dynjandi klapp og köll frá sjálfboðaliðunum og Ebróhern um — standa lengi yfir.) Já, héðan höldum við burt til að berjast, eins og skyldan kall ar nvern mann, í hrikalegum snýr þeim loks á stjórnlausan flótta og það því rækilegar sem eining spánskr-ar alþýðu- stéttar verður fastari og því fljótar sem hetjuskapur og ó- viðjafnanlegar þjóðardyggðir Spánverja renna samán í ómót- stæðilegri straum. Við höfum horft á daglegt erfiði þessarar alþýðufylkingar, og stöðugt hefur það orðið að betra stein- lími þessa einingarmúrs. Við höfum horft á hvernig alþýðu- fylkingunni tókst að gera spánska þjóðareiningu að virki leika, og sjáum, hvernig sú eining verður aflið til að frelsa Spán og endurskapa friðinn. Ojg( í dæmi dr. Negrins, manns ins, sem þorir að treysta á óþrjótandi, óbifanlegan styrk' þjóðarinnar, höfum við séð, hvernig hægt er að stýra þjóð. Þökk sé því öllum, — lýð- veldisstjórninni, foringjum hersins og þjóð Spánar, — fyr- ir þá máttugu mennt, sem við höfum öðlazt hér. Verið vissir um það að sú mennt, sem áunnizt hefur inn- an um slíkar blóðsúthellinga. og þjáningar, gleymist aldrei og hvergi. Eininguna, sem við höfum skapað hér og viðhaldið gagn- vart öllum og gegn öllum, gegn hrakmennum „5. herdeild arinnar*) ekki sízt, — þá ein- ingu stöndum við framvegis á hlustnæmum verði um. Þarf að segja ykkur það í dag, Spánverjar, að í okkur eigið þið aldavini? Því verður ekki framar gleymt, að sem að skilningur á þessari stað- reynd fari nú vaxandi. í Frakklandi hafa leiðtogar radikalaflokksins, en hann svar- ar Bjð ýmsu leyti til Framsókn- arflokksins hér, viljað losa hann úr tengslum við Alþýðu- fylkinguna, en sveigja hann yf- ir til hins hálf-fasistíska íhalds. Ákvarðanir Daladiers og ann- arra flokksleiðtoga hafa vakið megna andúð. Margir af þing- mönnum flokksins vilja lialda vinstri samvinnu áfram. Senni- lega er svo um enn fleira af kjósendum hans. Ástandið er því þannig í Frakklandi, að kommúnistar og sósíaldemó- kratar standa þar samian, sem einn maður, og verulegur hluti hins franska framsóknarflokks krefst þess, að þeirra flokkur standi þeim við hlið í barátt- unni gegn Hitlers-villimennsk- unni/ 1 Sama er sagan á Englandi. I öllum þeim aukakosningum, sem fram hafa farið upp ávsíð- kastið, hafa sósíalistaflokkarnir snúið bökum saman og samí- starfsvilji þeirra virðist verka langt inn í raðir íhaldsflokks- ins. Skilningur hinnar voldugu ensku þjóðar virðist fara vax- andi á því, að menn eigi að ,skipa sqr í teveitir með eða móti nazismanum. En hvernig er ástandið hér heima? Sameiningarflokkur Al- þýðu hefur kvatt sér hljóðs og bent þjóðinni á þá alvarlegu staðreynd, að sameining og samstarf allra lýðræðisafla í landinu sé einasta leiðin til þess að vernda lýðræði vort og menningu, og eina leiðin til að reisa atvinnulífið úr rústum. Þeir kraftar, sem þannig þarf að sameina, finnast innan allra núverandi stjórnmálaflokka, — einnig innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins. Ber íslenzka þjóðin gæfu til þess að sameinast eða verður menning hennar nazismanum að bráð? Reynslan svarar því. Þeir, sem beita sér gegn sameiningu og samstarfi vinstri íaflanna í landinu, eru að brjóta nazismanum braut. S. A. S. Sjálfboðialiðiarinir fara heim. harmleik vorra tíma, þar sem aldarlöng örlög mannkynsins verða ákveðin. Við gongum ekki til að sofa, heldur til ann- arra vígstöðva. Og við höldum til nýrra bar- daga, vopnaðir voðalegri reynslu héðan af Spáni. Undir svipu mannkynsins, hinum hryllilega fasisma, höfum við lært leyndarmálið, hvernig hann verður sigraður. Þjóðin hefur sýnt okkur að leyndarmál þess sigurs felst í eé.iimgunni. Á vctrdí §cgsi yfrí og ínnrí íjandmðnntmi. Vjð höfum séð hvernig mót- staðan eflist dag frá degi, hvernig hún varð brimbrjótur á móti flæðandi múg Mára og ítala, stöðvaði þá, hratt þeim, stendur er miðdepill heimsvið burðauna á Spáni. Aldrei og hvergi gleynuim við því, að örlög frelsis og friðar í öll- um heimi úrskurðast hér. Víd ktrcfíumsf trcffar, Við heitum yður því, herra íorseti, sem fulltrúa þjóðar og stjórnar á Spáni, við heitum yður því, yfirmenn þjóðhers- ins, sem við höfum barizt með, *) Franoo gortaði af því snemma uppreisnarinnar, að hann hlyti að sigra Madrid af því að hann ætti „5. her- deildina” sína (þ. e. njósn- ara, sundrungarleigutól og bakárásamenn) í herbúðum lýðveldisins. Madrid náði hann ekki, en að öðru leytí sannað- ist hrós hans um „5. herdeild- ina“. Nítjándu aldar madurinn: „1 heilt ár skrifaði ég henni hvern einasta dag‘‘. „Og svo?“ „Svo giftist hún stráknuni, sem færði henni bréfin“. ** Fyrir sextíu árum fékk liðsforingi [gjaldkerastööu í banka i sænskum smábæ. Par beitti hann sömu rödd og hroka í látbragði, sem hann hafði tamið sér við undirmenn i hemum að þeirrar tíðar sið. Mekt- arbóndi úr nágrenninu, Daniel að nafni, hafði koniizt í stjórnarnefnd bankans. Dag einn tók Daníel væna upphæð út úr bankabók sinni, taldi peningana að vanda og sagði: „Petta er skakkt talið“ — en á svari stóð ekki: „Hér er ekki talið rangt. Takið peninga yðar og farið!“ „Og jæja. En ég hef fengið 50 ríkisdölum of mikið. — Get svo sem haft þá, en“ — bætti hann við um leið og hann stakk á sig seðlunum — ég skal bara segja þér lasm, að það er ekki vert fyrir þig að vera mannýgur í fullum hey- stallinum; við gætum alveg eins sett annan bola á básiinn í staðinn. Lúðrajveit Reykjavíkiur leikur fyrir lalmenning í skemmtigiarð- inum við Lækjargötu kl. 2 í dag. Skátar munu jafnframt selja merki og gengur allur á- góði þeirna til aðstandenda sjó- mannanna er drukknuðu af b.v. Ólafi á dögunum. Ungherjar! Munið fundinn í Alþýðuhúsinu í dag kl. 10 f. h. Frá höfnirmi: Hannes ráð- herra kom í fyrrakvöld frá út- löndum . við heitum yður öllum á hátíð- arstundu skilnaðarins að unna okkur engrar hvíldar frá bar- áttu fyrir vígorðinu: „RéttlætS fyrir Spán!“ Við krefjum þess alþjóðleg.a réttar, sem Spánn var sviptur með ráðstöfununum, sem hræsn in kallaði „hlutleysisaðgerðir“. Við. lofum að berjast hvíldar- laust fyrir því að einangra svika laust þau ríki, sem fyrir Spán- arinnrásinni standa, og þjón þeirra Franco. Við setjum öll öfl, sem við náum til, í hreyf- ingu fyrir því, að spanskaþjóð' in fái allt, sem hana skortir af lífsnauðsynjum >og sjúkravörum Af fremsta megni berjumst við fyrir því í okkar eigin lönd- um að skapa þá eining verk- lýðsstéttarinnar og þfc 'eining allra vina framfara og friðarog frjálslyndra lýðræðissinna, serh imöguleg er með hverri þjóð um sig. „Sameinaðir einsog á Spáni!'1 Það er kjörorðið, sem við letrum hvarvetna á fána okk- ar frá því á morgun. Þetta loforð gefum við yður, lýðveldishermenn og vopna- bræður! — ug yður, herfor- ingjar, og yður, herra forseti, sem okkur til fyrirmyndar og í óskelfandi trú á sköpunarorku þjóðarinnar stjórnið henniver- aldarfriðnum til varnar. Hittumst heilir allir — hitt- umst bráðlega heilir á ný til liðskönnunarhátíðar að sigriu- um unnum! Lýðveldi Spánar lifi! Lifi þess dásamlegi her! Lifi stjórn þjóð- einingarinhar! Lifi frelsisfor- inginn, friðarhöfundurinn, sem kveikir aftur og aftur hita helgr- ar baráttu, Negrín forseti!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.