Þjóðviljinn - 23.11.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1938, Blaðsíða 4
1 ap Níy/a, fó'ib ag Njósmairasiíiáðsföd í SfofcfehóSissi,. Ensk kvikmynd, er styðst ,að ýmsu leyti við sanna viðburði, er gerðust í Stokkhólmi síðustu mán- uði heimsófriðarins. Aðalhlutverkin leika: Viviau Leigh og Conrad Veidt- Aukamynd: Mickey Mouse í flutning- um. Börn fá ekki aðgang. Orrbof*g!nn! Næturlæknir í nótt er Ólafur Þorsteinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegs-apó(- teki. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 íslenzkukennsla. 13.00 Þýzkukennsla, 3. fl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Orgellög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Kvöldvaka: a. Sveinbjörn Sigurjónsson magister: Þjóðdansar og viki- vakar, II. Erindi. b. Oscar Clausen: Hallæriog gjafakorn. Erindi. c. Sigurður Skúlason: Saga: ,,Hefndin“, eftir Tom Kristen sen, I. Upplestur. Ennfremur sönglög og hljóð- færalög. 22.00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. Eimskip. Gullfoss kom í gær- kvöldi frá útlöndum, Dettifoss fór frá Patr-eksfirði á hádegi í gær, Brúarfoss er í London, Selfoss er á Önundarfirði, Goða foss er í Hamborg. Sveiubjörn Sigurjónsson, magister, flytur í útvarpið í kVölda'nnað erindi sitt umþjóð- dansa og víkivaka. 7 Frí^ höfmimni. „Arinbjörn hersir“ kom frá Englandi í gær. „Maí“ komi í gær, tók ís og fór aftur. „Sigríður“ kom í fyrrakvöld frá Englandi. Aflasala. Geir seldi afla sinn í Grímsbyi í gær, 1233 vættir fyr- ir 1454 stpd. Kári seldi þar líka tafla sinn, 1028 vættir fyrir 797 stpd. Karlsefni seldi afla sinn í gær í Grimsby, 1560 vættir fyrit 1120 stpd. Loks seldi Sur- price 1332 vættir í gæ'ir í Grims by. Atvijnnuleysisnefnd Dagsbrún- ar hefur skorað á bæjarráð að hefja þegar mjólkur- og mat- gjafir við barnaskólana. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Iðnó niðri. Verður þar meðal annars rætt um ályktanir uppá- stungunefndar viðvíkjandi stjómarkosningu, sem hefstinn- an félagsins í þessum mánuði. Drtonning Alexandrine fór frá Kaupmannahöfn áleiðis til ís- Jands í dag . Ágætur skautaís er nú á tjörn- inni, svo að menn ættu ekki að draga sig, í hlé með að bregða sér á skauta, meðan hann stend- ur, því óvíst er hve lengi það verður . Verkamannafélaglð Dagsbrún heldur árshátíð sína í Iðnó á laugardaginn þ. 26. þ. m. kl. 9 e. h. Skemmtunin hefst með ræðu fyrir minni félagsins. Þá verður einnig sýnd kvikmynd frá kröfugöngu verklýðsfélag- anna 1. maí í vor. Ennfremur verður þar karlakórssöngur, gamanvísur, upplestur, ræðu- höld og fleira. Þá verður að lokum dansað eftir hinni ágætu hljómsveit hússins. Reynt verður að gera skemmtiskrána það fjölbreytta að eldri félagarnir, sem ekki fylgjast rneð dansinum hafi á- nægju af að sækja skemmtunina. Aðgöngumiða verður hægt ;að fá á skrifstofu félagsins frá fimmtudegi. Félagar í Dagsbrún! Sækið fyrst og fremst ykkar eigin skemmtanir. Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma. Mætum allir í Iðnó á laugardag. z. Ríkísskip. Súðin var á Tsafirði í gærkvöldi. peir, sem óska eftir að vera meðlimir í talkór æskulýðsfylk- ingarinnar mæýi í kvöld kl. 8,30 í Hafnarstræti 21 . Fimleikaæfingar telpna á aldr- inum 12—15 ára í Ármanni eru byrjaðar aftur og verða í fim- leikasal Menntaskólans á mið- vikudögum iog laugardögum kl. 7—8. Kennari er Fríða Stefáns- dóttir. Áskriftalistar að blaði Æsku- lýðsfylkingarinnar verða að vera komnir til skila á laugar- dag. Listunum sé skilað í Hafn- arstræti 21. Herðið söfnunina. IÓÐVILJINN Kaflakór Idnadafsiiaiigia. Sosigsfiéífi Páll Malldórsson Eítisöngvarar: Maríus Sölvason og MaMdótr Guðmnndsson, Endurtekur samsöng sinn í Gamla Bíó fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 7 e. h. IBsreyfi söngskrá, Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsen pgj í Gamla Bíó eftir kl. 4 á morgun. Allur aðgöngueyrir rennur, í samskotasjóð ekknanna efíir sjó- rnenmina sem fóriust með íogaranum Ólafi. UPPBOÐ Opinbert uppboð verður haldið í Goodtemplarahúsinu fimmtudaginn 24. nóvember n. k. og hefst kl. 1,30 e. hád. Verða þar seld húsgögn, þ. á m. borðstofuhúsgögn, dag- stofuhúsgögn, borð og stólar, kómmóður, skápar, dívanar, klukkúr, þ. á m. rafmagnsklukka, útvarpstæki, grammófónar, orgel, klarinett, rafmagnsbökunarofn, saumavélar, hefilbekkir, rennibekkur, bifreið, peningaskápur, ritvél, dómkröfur, úti- standandi skuldir og loks nokkur eintök af verðmætum bók- um, einnig upplög. Munirnir verða til sýnis á uppboðsstaðnum, uppboðs- daginn kl. 11—1 e. hád. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmadtirínn á Re^kjavík VERÐLAUNABOK Nýlega efndi sænska bókaútgáfan Natur och kulíur til verð- launasamkeppni um bók fyrir drengi á aldrinum 12—15 ára. Fyrstu verðlaun, 2000 krónur, hlaut Harald Victorin, fyrir bók um kappflug í kringum jörðina Margar flugvélar taka þátt í kappfluginu og er meiri „spenningu,r“ í frásögninni á köflum en títt er í unglingabókum, en öll er bókin óvenjul. skemmti- lega rituð. Þessi ágæta bók er nú komin út á íslenzku í snilldarlegri þýðingu Freysteiins Gunnarssonar skólastj. Bókina kallar hann Kappfliugið umhverfis jörðina. peir, sem vilja gefa drengjum skemmtilega bók, velja þessa. 18 myndir eru í bókinni. | | Sparið gjaldejfri Minnkið kolaeyðsluna með því að vefja miðstöðvar- pípiur og hitageyma með innlendum einangrunar- flóka. Fæst hjá Á. Einars- son & Funk, Helga Magn- ússyríi & Co„ J. Þorláks- son & Norðmann og ís- leifi Jónssyni. Nýlátinn er Sigurður Þorkels- son Öldugötu 5. Hann var mörg ár gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur. Nllhi Nfis og matrgaf aðrar fegundír af moí« ívum fíl að fesfa á barnaföf^ fassf f VESTU Laugaveg 40. Oheáðafleg bl a ðamemnska Stórmerkileg og afarspenn- andi sakamálamynd Aðalhlutverkin leika: FRED MAC MURRAY, CHARLIE RUGGLES og FRANCES FARMER. ’ Börn fá ekki aðgang. Flókaíðja FRAMHALD AF 3. síðu. þeim og erlendum flóka, og reynist sá íslenzki engu lakari eða jafnvel nokkuð fremri. Enn- fremur mun iðnfyrirtæki þetta geta búið til „stopp“ í húsgögu o. s. frv. Iðnfyrirtæki þetta vinnur úr innlendum efnum, sparar er- lendan gjaldeyri og veitir vinnu jnn í lándið. Kaffísalan Hafnairsíræfí 16« Heít og köld og súr svíð allan dagínn. TilkyöDinp til áskrifenda Þeir áskrifendur úti á landi, sem fá blaðið sent frá af- greiðslunni, eru áminntir um, að greiðsla árgjaldsins, kr. 15.00, á að fara fram 1. júlí ár hvert, eða í síðasta lagi 1. ágúst. Þeim áskrifendum, sem ekki hafa gært full skil fyrir 1. des. þ. á„ verður þess vegna ekki sent blaðið eftir þann tíma. Afgreiðsla Þjóðviljans Austurstr. 12, Rvík, box 57. Mnnið að gera npp íyrir happðrætti Karlakðrs verkanannna! Agatha Christie. 75 Mver er sá seki? — Ég hefðí ef til vill kvænzt einhverju æfintýra- kvendi, sagði ég og blés reykhringjum út í loftið. — Æfiniyrakvendi, sagði Karólína hneyksluð- En fyrst minnzt er á æíintýrakvendi — — Hún lauk ekki við setninguna. — Hvað þá ? spurði ég forvitinn. — O, svo sem ekki neitt- En mér datt í hug æfintýrakvendí, sem ekki er ýkjalangt héðan. Svo snéri hún sér að Poirot- — James segir að þér séuð senn á því að ein- hver heimamanna hafi framið morðið. En það er ekki rétt. — Mér þætti mjög leitt ef mér skjátlaðist, sagði Poirot Ég er ekki — ekki vanur því. — Mér er nokkurnveginn ljóst það sem upp hef- ur komizt í málinu, sagði Karólína áð þess að skeyta um athugasemd Poirots. Ég hef það frá James og öðrum. Eftir þvi sem ég fæ séð, eru að- eins tvær manneskjur af heimafólkinu, sem hefðu getað framið morðið, Ralph og Flóra Ackroyd — — En góða Karólína — — — Vertu ekki að grípa fram í fyrir mér Jamee. Ég veit hvað ég syng. Parker hitti Flóru fyrir ut- an dyrnar, var ekki svo ? Hann heyrði ekki frænda hennar bjóða henni góða nótt. Hún gat verið ný- búin að myrða hann. — Karólína! — Ég segi ekki að hún hafi gjört það. Ég hef aldrei haldið það ekki einusinni látið mér koma til hugar að Flóra sé morðinginn, enda þó að hún sé ein af þessum tízkudrósum1 sem énga virðirgu bera fyrir sér eldra fólki. En ég fer aðeins með staðreyndir. Raymond og Blunt majór hafa fjar- vistarvottorð, frú Ackroyd einnig. Meira að segja hefur ungfrú Russel einnig fjarvistarvottorð, til allrar hamingju fyrir hana. Hverjir eru þá eftir? Engir nema Ralph og Flóra- Og þið megið segja hvað sem ykkur þóknast, en ég skal aldrei trúa því að Ralph Paton sé morðingi, drengur sem við höfum þekkt allt olckar líf. Poirot sat þögull um stund, og horfði á reykjar- hringina frá vindlingi sínufn- Þegar hann hóf máls að nýju, var rödd hans einkennilega mjúk og hlut- laus, gerólík hans vcnjulegu rödd. — Hugsum okkur mann sem hvorki er betri né verri en gengur og gerist. Maður, sem enga morð- löngun bér i brjósti, En einhvernstaðar er hann veikur fyrir, án þess að nokkur viti, Ef til vill fá aðrir menn aldrei vitneskju um það, og þá íer hann í gröfina virtur og elskaður af samborgurum sínum- En það getur farið á aðra leið, Hann lend- ir í vandræðum, og það þarf það ekki til. Hann getur af tilviljun komízt að leyndarmáli, sem varðar annan mann lífið. Fyrst dettur honum í hug að gera leyndarmálið uppskátt, að gera skyldu sína sem heiðarlegur borgari. Enn þá kemur veiklynd- ið fram. Þarna er tækifæri til að ná í peninga, stórupphæðir. Hann hefur þörf fyrir peninga, — hann girnist þá, — þetta getur ekki verið einfald- ara. Hann þarf ekkert að hafa fyrir þvi nema að þegja. Það er upphafið. Peningagræðgin eykst- Hann heimtar meira, meira- Hann ölvar sig í til- hugsuninni um gullnámuna, sem opnazt hefur við íætur hans. Það er hægt að komast ótrúlega langt með karlmenn, en konur er ekki hægt að þvínga nema að vissu marki- Konur bera löngun til að segja satt Fjöldi eiginmanna er verið hafa konuna sínum ótrúir, hafa farið í gröfina án þess að hafa orð á því. En fjöldi ótrúrra eiginkvenna, hafa eyði- lagt lif sítt og annara með því að slöngva sann- leikanum upp í opið geðið á mönnum sínum. Á einn eða annan hátt hefur þeim verið ógnað svo að þær vita eklci hvað þær gera- í tillitslausum ofsa segja þær allan sannleikan, og hafa nautn af því rétt sem snöggvast, en iðrast eftir því allt sitt líf. Þannig hefur það verið í þessu máli. Morðing- inn hefur gengið of langt. Það eins og í æfíntýr- unum, konan með gullfjáðrirnar deyr. En ekki nóg með það. Morðinginn, sem um er að ræða, óttast að upp um hann komizt. Og hann er ekki sami maðurinn lengur og hann hafði verið fyrir ári. Sid- ferði hans hefur hrakað. Hann berst vonlausri bar- áttu, og hann er reiðubúinn að nota hvert þaé meðal, sem hann nær í, til að hindra að upp una hann komist. Og þá — híttir rítingurinn. Hann sat þögull um stund. Það var eins og hann hefði töfrað okkur bæði. Ég reyni ekki að ljrsa þeim áhrifum, sem orð hans höfðu. Það var eitt- hvað í þessum miskunarlausa hugmyndaferli, sena gerði okkur hrædd. — Þeðar hættan er liðin hjá, verður hann aftur eins og hann á að sér, vingjarnlegur og eðlilegur í framkomu. En ef nauðsyn krefur myrðír hana aftur. Karólína áttaði sig loksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.