Þjóðviljinn - 25.11.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1938, Blaðsíða 3
P J 6 8 'v' I L J 1 N N Föstudag'urinn 25. nóv, 103». Á Jótlandi fæddist drengur í sept. í haust með tvo jaxla '1 þroskaða. 1 okt. tók hann þr nur í við- bót, og fleiri eru ■ oma. Amtstíðindi Álairorgar létu fylgja fréttinni, að á vargöld og vindöld Hútímans þyrfti auðvitað að beita kjafti og klóm frá fæðingu; þess- vegna uppfyllti náttúran nú skyldu sína og byrjaði að vopna manndýr- ið í vöggunni. — Dásamlegur er máttur framþróunarinnar! ** Frank Andersen lézt i Höfn um daginn, níræður að aldri. Elzti son- ur hans er hálf-sjötugur, en 11 ára hinn yngsti. 1 fyrra hjónabandi sínu átti Frank 10 börn, d,n 5 í síð: ara, sem hann gekk í sjötugur. Einn af sonarsonunum er 20 árum eldri en yngsti sonurinn enda eru barnabörnin mörg á aldur við síð- ari konuna. Fram til áttræðs ferð- aðist Frank, sem var umferðasali, á bifhjóli, en lengi eftir það á venjulegu hjóli, og hélt atvinnu sinni fram á síðasta ár. Slíkt er sjaidgæfur lífsþróttur i elli. í • f Jafnvel „dörnur'1 — af betra tagi — eru farnar að taka í nefið á Eng- landi, og ncftóbaksverzlun eykst þar óðfluga, samkvæmt hagskýrsl- um, til gleði og atvinnuauka hverj- um Jóni sker-i-nef. *• Sviar hafa sett undir gjaldeyris- leka neftóbakseyðslunnar, rækta nú sjálfir li/í tonn af tóbaki á ári og saxa það aHt í nefið. En hvort sem það leiðir af þessu eða öðru er nef- tóbaksnotkun Svíþjóðar „tilfinnan - •iega‘‘ að minnka. 1 Rússlandi dó 1831 trésmiður, 152 ára og kona hans 150 ára. — I Síberíu, skammt frá Tobolsk lifði maður að nafni Demetríus Erabow- sky, elsti maður, er inenn þá vissu, hann var 169 ára og lifði rósömu lífi sern hirðir. Tveir synir hans voru hjálparhönd hans, annar 120, en hinn 97 ára gamall. ** 1 Fíladelfiu réðust 12 menn á báti á móti sjóormi miklum, er lengi hafði haldið sig nærri árósum. Bar- daginn stóð yfir í 10 klukkutíma áður en hann varð yfirunninn, en á hann varð að eyða 600 skotum. Var hann svo dreginn að landi og mældur. Reyndist hann að vera 220 fet á lengd, 22 fet ununáls, augun 6 þumlungar að þvermáli og þrí- Sett tannaröð í kjaftinum. Einrf mað- ur dó af viðureigninni og tveir fót- brotnuðu. Nýíir áskrííefidur fá blaðið ókcyp« ís fíl mánaða~ mófa Kaffisalan Hafnarsfrœii 1«. Heít 0$ böld súr svíð alian dagínn. NMW Httlllliu Hvítidaoði 00 sjédaoði. Efiir Kristinn Maríusson P.að setti marga hljóða við hið sviplega slys, þegar togar- inn Ólafur fórst, og enn var höggvið stórt skarð í okkar vösku og hugdjörfu sjómanna- stétt. Harmafregnin vekur manntil umhugsunar um hin mögru og erfiðu lífskjör, sem þessi stétt á við að búa. Hún kemur flest- um til að hugsa um illan iog ónógan skipastól, útbúnað og aðbúnað og um sjómannaheim- ilin í landi með öllum þeirra á- hyggjutn. En mér varð hugs- að til þess við þá samúð og hluttekningu ,sem laðstandendur hinna látnu njóta allsstaðar frá, hversu mjög við erum skilnings og samúðarlitlir gagnvart þeim stóra hópi sjómanna, sem eftir langa og stranga sjómannsbar- áttu verða að heyja aðrastrang- ari baráttu við hvítadauðann. Petta er svo stór hópur manna, að það verður ekki fram hjá honum komizt, þegar minnzt er á þau stóru skörð, sem höggvin eru úr fylkingum sjómanna löngu fyrir aldur fram. Aðstandendur þessara manna eiga sannarlega ekki síð- ur skilið samúð og stuðning þess þjóðfélags, sem þeir fórn- uðu lífi sínu fyrir. En því iniður hefur ekki bólað á slíku. Pað er óhætt að fullyrða það, að kionur og börn þessara manna eru verst stæða fólkið í þjóð- félaginu. Pað hefur bariztþrot- lausri baráttu fyrir lífsviður- væri síinu við fátækt og ör- birgð. Pað lifir í Jþeirri von, að heimta fyrirvinnu sína úr helj- argreipum hvíta dauðans. í mörgum tilfellum hafa þær ósk- ir rætzt. Og maðurinu hefir komið að bjargarlausu heimili með læknisvottorð upp á vas- ann um, að hann megi ekki vinn.a erfiðisvinnu og umfram allt ekki stunda sjóinennsku. I bjartsýni sinni, eftir að hafa náð heilsu sinni aftur að miklu leyti, hyggur hann í fjyrstu, að einhversstaðar sé smuga fyrir sig að vinna annarsstaðar en ,,til sjós“. En reynslan er sögu ríkari. Krossgangan fyrir at- vinnu og brauði er hafin með- al þeirra einstaklinga og félaga, sem ráða yfir ýmiskionar at- vinnu. En svarið er undautekn- ingarlítið: „Engin vinna fyrir þig“. Síðan er farið til bæjar og ríkis. En þar fást sízt betri umdirtektir. Hvar endar svo þessi kross- ganga fyrir atvinnu og brauði? Venjulegast endar hún á þá leið, að eftir að hafa gengið um sturlaður á sál og líkama, dög- tim og vikum saman, við að sjá heimilið vera bjargarlaust, þá hefir hann, vegna skilnings- og aðgerðaleysis valdhafanna, orðið að taka fyrsta fáanlegt pláss, sem hann gat fengið „til sjós“, vitandi fyrirfram, að ef öldur ægis yrðu ekki svo misk- unnsamar að taka hann, þá félli hann fyrir sama vágestinum og hann var nýbúinn að glíma við. Hvað á þetta að ganga svona til lengi? Höfum við yfirleitt efni á því að neita að þiggja starfsorku þessara mamia, á sama tíma, setn hin mörgu og stóru skörð eru fyrir skildi, í baráttunni við ægi og hvíta dauðann? Hvaða vit er í þeirri sóun á mannslífum? Við hælisvist- ina í annað sinn eru líkurnar fyrir bata margfalt minni, og venjulegast verður þá barátt- 'an við hvíta dauðann gersneydd von um starfsorku og fulla heilsu. Nei! Það sem þarf að breyt- ast, er, að almenniiigur geri sér ljóst, hversu mikið sleifarlag er á berklavarnarlögunum. Að það skuli ekkert vera til, sem býr hælissjúkling út í lífið að nýju, eftir ,að hafa fengið sæmilegan bata, annað en mölin og gadd- urinn. — Fyrir utan það, að kóstnaðurinn við berklavarn- irnar verður margfalt meiri, eins og gefur að skilja, þegar sömu sjúklingarnir koma aftur 0g aftur. Enda segir það sig sjálft, að berklavarnirnar verða engar varnir með þessari fram- kvæmd laganna. Pess vegna á það að verða skýlaus krafa al- mennings til valdhafanna, að þeir breyti þessu í betra horf, | þannig að það þurfi ekkí að kbma fyrir, að útskrifaðir sjúkl- ingar þurfi að vinna þá vinnu, sem kostar þá ævilangt heilsu- tjón. Núna, þegar við minnumst í hugum okkar sjóhetjanna, sem féllu fyrir öldum ægis, þá skul- um við um leið vera inimiugir lallra þeirra, sem heyja hetju- baráttu sína við hvíta dauðann, — og minnast þeirra í verkinu. Ungmenna- félögin. Framh. ' 2. siðu. beztu sannfæringu að málefn- um samtakanna. Málstað ungmennafélaganna standa þeir næst. Málstaður ungmennafélag- anna er málstaður íslenzkrar æskú málstaður framtíðarinn ar. Þessvegna fylkir æskan sér undjr merki þeirra. Barátta ungmennafélaganna er barátta fyrir sjálfstæði, frelsi og framtíðargæfu þjóðarinnar. Happdræífí Karlakórs verkamanna Happdrætti KarLakórs verka- manna hefir vakið athygli um allt Iand. Einkum er mikill á- hugi fyrir bátslíkaniiru fræga, sem allir vilja eignast. Af öðr- um figætum munum má nefna öll ritverk1 Halldórs Kiljan Lax- ness í fallegu skinnbandi. Dregið verður í happdrætt- inu nú um mánaðamótin. Það eru því aðeins nokkrir dagar til stefnu fyrir þá, sem enn hafa ekki eignazt miða. Hnllioss fer á föstudagskvöld 25. nóv. til Breiðafjarðar, Vestfjarða, Siglufjarðar og Akureyrar, það- an beint til Kaupmannahafnar og Stettin. — Kemur við í Lieith á heimleið. Auglýsing í Þjóðviljanum í gær gildir því ekki. Sl]ðrnarbosnlng i S|ð- mannaf ðlaglnn hef sl I dag Sjómenn! — Geríð félagíð þeím vanda vaxíð að hafa forustuna á hendí í hags*» munabaráftu ykkar, Fellíð Sígurjón A. Olafsson í dag hefst stjórnarkosinmg í Sjómajinafélagi Reykjavíkiur. Stendur kosning þessi fram yfir inýjár, iog fer húin fram lum borð í skipujnum eða á skrifstofu fé- lagsins. Samemingarmenn eru laingt frá því að vera ánægðir með skipuu listans, enda hefir lítið tillit verið tekið til vflja þeirra um skipuu haus. Kiosin- ingar þessar hljóta fyrst og fremst að snúast um það, að félagið fái starfhæfa stjónn serrt Igefcur leitt baráttju þá sem ná- lega er víst að bíður félagsius eftir nýjár í vetur. Eu til þess að svo megi vierða, þarf fé- lagið að losua við Sigurjón Á. Ólafsson úr formannssæt'. Sig- urjón hefir árum saman veríð dragbítur á samtökium sjó- 11100113 og er öllum msnnisstæð, Þó að endemum sé, framkomia haus í tiogaradeihmni í fyrra- veiur. Vilji félagið ekki efna affcur tll sama leiks í vetur, verðlur Sigurjón ólafsson að fara úr formannssæti. Stjórnarkiosningalistinn lítur svo út, þegar Sjómarmafélags- fundurinn í fyrrakvöld hafði gengið frá honum: I formannssæti: Sigurjón Á. ÓLafsson. Sigurgeir Halldórsson. Jón Guðnason. í varaformannssæti: Ólafur Friðriksson. Guðm. Halldórsaon. Ólafur BenediktS9on. í ritarasæti : Sveinn Sveinsson. Bjami Kemp. Torberg Einarsson. í gjaldkerasæti: Sigurður ólafsson, i Ásgeir Torfason. Rtíscnkranz Á. ívarsson. I varagjaldkerasæti: ólafur Árnason, Lúther Grímsson, Hafliði Jónsson . Að þessu sinni hafa samein- ingarmenn ákveðið að styðja eftirtalda menn við kosning- arnar: Sigurg. Halldórsson, Bjarna Kemp, Roseukranz Á. ivarsson og Lúther Grímsson. Vill flokk- uriun skora á alla fylgismienn sípa að greiða þessum mömm- um atkvæði með því að setja kross framain við nöfn þieirra á listanum. Listi þessi er orðinn til á þann hátt, að uppástungunefnd, kbsin af næstsíðasta fundi,gerði uppástungu um tvo efstu menn í hvert sæti. Var nefnd skipuð Skjaldbyrgingum einum saman Síðan skyldi Sjómannafélags- fundurinn í fyrradag tilnefna þriðja mann listans. Ekki vildu i þeir Skjaldbyrgingar samt sætta sig við tillögur nefndar- innar einar, og áður en Sigur- jón Á. Ólafsson hafði lokið lestri á uppástunguni hennar, lagði Sigurður Ólafsson gjald- keri fram uppástungur um þriðja mann í hvert sæti og voru flestir þeirra einnig Skjald- byrgingar. Að því loknu bað Sigurjón um uppástungur til málamynda. Var þetta allt gert með það eitt fyrir augum, aö andstæðingar Skjaldborgarinnar gætu engan fulltrúa fengið við kbsningarnar í þau sæti, sem Skjaldborginni þykja mestu varða. Alþýðublaðinu hefur undan- farið verið tíðrættium lýðræðis- brot við kosningar t Dagsbrún Þar hefur þó Skjaldborgin haft öll hin sömu réttindi og sam- einingarmenn og sína eigin full- trúa við atkvæðagreiðsluna, er farið hefur fratn í sérstökum kjörklefum. Við undanfarnar kosningar í Sjómannafélögunum hefur engu slíku verið til að dreifa. And- stæðingar Skjaldborgarinnar hafa engan fulltrúa fengið að hafa við kosningarnar yog þær hafa farið fram svo að segja opinberlega undir nefi gjald- kerans, og hann hefur teymf fétagsmenn á kjörstað á öll- um tímum dags, og loks hafa engir fengið að vera frá and- stæðinganna hálfu við talningu atkvæðanna. Skjaldborgin hef- ur því getað hagað kosningun- um og kosningaúrslitunum eft- ir því sem henni sýndist. Hvað mundi Alþýðublaðið segja um slíkt „lýðræði“ innan Dags- brúnar? Sameiningarmenn krefjast þess, að kosningin verði að þessu sinni látin fara svo fram, að kosið sé í kjörklefa, og á skrifstofutíma félagsins milli 4 i Framhald á 4. síðu. Mannasklptl i stiórn „fiomsoniolsu EINKASK. TIL pJÓÐVILJANS MOSKVA í GÆRKV. Dagana 1Q.—22. nóvember hélt Samband ungra kommún- ista í Sovétrfkjunum (Komso- jtnol) aukaþing. Var á þessu þingi rætt ura verkefni sam- bandsins og starfsaðferðir. Ping ið ákvað að víkja Kossereff, Bogatsjoff og Píkínu úr mið- stjórn sambandsins. Er þeim gefið ,að sök að þau hafi brotið í bág við 13'ðræðisreglur sam- bandsins og látið stjórn sam- bandsins stirðna í skriffinnsku. FRÉTTARITARI. Þorsteínn Björnsson Mínníngarorð Þorsteinn Björnsaon bóndi lézt í Hafnarfirði 8. okt s. 1. Hann var fæddur 26. ágúst 1910, sonur hjónanna Björns Jónssonar söðlasmiðs og konu hans Gunnhildar Björnsdóttur. Andlát Porsteins bar að með nokkuð bráðum hætti, þó að vinum hans og vandainönnum kæmi það ekki með öllu á ó- vart. Okkur, sem þekktium skapgerð hans og fylgzt höfð- um með athöfnum hans og um- svifum, fannst svo að honum sorfið síðustu dagana. Mann- skaps- og drengskaparniönnum þykir illt að þola órétt og auð- mýkingu, og þeir kjósa gjarna heldur að bíða hel en lúta ó- rétti og ofurefli. Þorsteinn heitinn kom ung- ur til Hafnarfjarðar, fátækur að öllu nema góðum mannkostum. Par varð hann efnalega óháð- ur við búskap og verzlun. Eng- inn var hann þó gróðamaður, en í öllum viðskiptum var hann ábyggilégur og vandaður, enda seldi hann ,að jafnaði ódýrar en aðrir. Það er ekki ofmælt, þó að sagt. sé, að hann hafi hvar- vetna unnið sér traust, þar sem skilvísi og heiðarleiki er að nokkra metið. Porsteinn var um skeið for- maður verkamannafélagsins ,,Hlífar“ og hann var einn af hvatamönnum að stofnun Pönt- unarfélags verkamanna og fyrsti starfsmaður þess. Þar vann hann mikið og óeigin- gjamt starf af stakrí trú- mennsku og alúð, þrátt fyrir lítil laun og ef til vill litlar þakkjr. Á s. 1. vori keypti Þorsteinn jörðina Straumfjörð í Álfíanes- hreppi og hóf þar myndarleg- an búrekstur. Þorsteinn hugði gott til þessarar breytingar, þar sem búskapur hans í Hafn- arfirði hafði reynzt erfiður með núverandi kvöðum. Þorsteinn heitinn var hispurs- laus og heill alþýðumaður, og á tímabili var hann ákveðinn fylgismaður Alþ)'ðuflokksins. En þegar stjórnmálaspillitigin festi þar dýpri rætur, fjar- lægðist Þorsteinn flokkinn og dró sig í hlé um stjórnmál. Það er mikil eftirsjón að dug- legum, greindum drengskapar- mönnum eins og Þorsteinn var. Mönnum, sem ekki láta glepjast til þess að veita röngum máÞ stað fylgi. Ég veit, að vinum Þorsteins^ og ekki hvað sízt öldruðum foreldrum, er þungt um hjartarætur við fráfall hans. Ég veit einnig, að þau munu ekki varpa rýrð á minningu á- gæts sonar með voli eða hug- I sýki, heldur þola þá raun eins og aðrar ,með hugprýði. Sig. ólafsson. Taflklúbbur Æskulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík kemur saman í kvöld kl. 8,30 á skrif- stofu félagsins í Hafnarstræti 21. Þeir félagar ,sem hafa í h)'ggju að taka þátt í tafl- æfingum klúbbsins, en ekki hafa látið innrita sig enn, ættu að mæta þá. Þeir félagar, sem eiga töfl eru beðnir að hafa þau með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.