Þjóðviljinn - 27.11.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.11.1938, Blaðsíða 2
FjtÐVlLJINN Sunnudaginn 27. nóv. 1938. gndfsmjiNN Otgefandi: SaaaeiniiJgarflokkur alþýðu — Sósíalis+afitkkunrsn — Rit$tjórrir: Einar Olfeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Rifntjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), simi 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Ausiurstræti 12 (1. hæð), sími 2134. Áskriftargjöld á mónuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikjngsprent, Hverfisgölu 4, Sími 2864. Hvaða fábís- stfóra? — Hvaða pólí- tífe? Blöðum bæjarins hefur und- anfarið verið tíðrætt um „Þjóð- stjórnarmöguleika" og afstöðu hinna ýmsu flokka til hennar. Með „þjóðstjórn er eftir málvenjunni, sem hér hefur skapast, átt við hægri stjórn, sem margir flokkar standa að, ,og rekur pólitík fjandsamlega verkalýðnum >og hliðholla auð- valdinu. Slík „þjóðstjórn" hef- ur setið! í Englandi undanfarið, upprunalega mynduð af íhalds- flokknum, hægri armi frjáls- lynda flokksins og ,,Skjaldborg“ enska verkamannaflokksins (Mac-Donald-klíkunni). Þessi „þjóðstjórnu hefur verið stjórn auðvalds, atvinnuleysis >og svika — stjórn gegn hagsmunum brezku alþýðunnar og mest allr- ar brezku þjóðarinnar. — Eins og nærri má geta þá berst hver sannur sósíalistaflokkur harð- vítugri baráttu gegn slíkri stjórn og gen hennar pólitík. Og nú er svo komið' í Eng- landi, að sterk hreyfing er um samfylkingu allra lýðræðisafla gegn þessari ,,þjóðstjórn“. Og það má segja, að línan, semskil ur að hægri pólitík og vinstri pólitík liggi ekki á milli flokk- anna þar, heldur í gegnum þá, t. d. beita þeir Anthony Edenog Churchill sér fyrir sam vinnu við frjálslynda flokkinn og Verkamannaflokkinn á móti pólitík íhaldsins. Sú stjórn, sem lýðræðisöfl- in ensku berjast fyrir að fá, væri auðvitað miklu samnefnd- ari þjóðstjórn en klíkustjórn Chamberlains, því það yrði stjórn ensku þjóðarinnar móti fasismanum og bandamönnum hans í Englandi. En eftir mál- venjunni myndi slík stjórn miklu frekar verða kölluð þjóðfylking- arstjórn eða því um líkt. Þegar verið er að tala um stjórn á fslandi studda af mörg- um flokkum, þá verður því fyrsta spursmálið hvaða pólitík slík stjóm ætti að reka. Það væri t. d. vafalaust bezt, að finna sameiginlegan pólitískan grundvöll um viðreisn atvinnu- lífsins og verndun lýðræðisins sem sósíalistaflokkurinn, heið- arlegi hlutinn úr Skjaldborg- inni, vinstri armur Framsóknar (yfirgnæfandi meirihluti flokks- ins) og jafnvel lýðræðissinnaði hluti Sjálfstæðisflokksins væri sammála. Og eins er vitanlegt að afturhaldið í Sjálfstæðis- flokknum og Framsókn vinn- ur nú þegar saman að því að koma á „þjóðstjóm“ á enska vísu, gegn alþýðunni, til að Vídsjá Þjóðvllíans 27. n. '38 JohanVogí; Þlöðvergar geta ekkl kið stríð ðn Norðnrlanda Nfósnir peirra og leppar Þrátt fyrir umsköpun og laiuklning búnaðarframleiðslunnar þýzku fullnægir hún ekki þjóð- arþörfunum. Talið er að á vanti um 1 millj. tonna af feitmeti og 1 millj. tonna af eggjahvítu- efnum. Það þýðir, að í stríði er Þjóðverjum lífsnauðsyn að fá búnaðarvörur frá Dönum. pýzkalandi tókst að auka svo járnnám sitt, að 1935 fullnæglðíi Það 30»/o af þörfinni, og stöð- ugt er reynt að auka þá hundr- aðstölu með gernýting hinná mögru náma, sem fyrir eru. En óhugsandi er að ná upp í svo mikið sem 50% af þörfinní. Nægileg viðbót fæst ekki nema frá Svíþjóð. Árin 1926—1930 fluttu Svíar út 8,7 millj. tonnaaf járnsteini að meðaltali. Kreppu- árið 1932 var útflutningurinn kominn niður í 2,2 millj., en hafði vaxið 1936 upp í 11,2 millj. og 1937 í meir en 12 millj. tonna, þ. e. langtum meira en nokkru sinni fyrr. — Þýzkaland tók áður við 75% þessa útflutnings. Nú hefir England, þrátt fyrir áköf mót- skera niður lífskjör hennar enn meir, og hefir hafið árásimar á réttindi hennar nú þegar og þeir broddar Skjal'dborgarinn- ar, sem blindaðir eru af hatri til sósíalista, hafa stutt að þessu beint og óbeint. Það sem Sósíalistaflokkur- inn fyrst og fremst lítur á í sambandi við spurninguna um stuðning við ríkisstjórn, er hvaða pólitík hún rekur. Ef ríkisstjórn, sem kallar sig ,,vinstri“ eða jafnvel „stjórn hinna vinnandi stétta“ rekur pólitík, sem þýðir það að verkalýðurinn sveltur áfram og að atvinnuleysið eykst, — þá skoðar Sósíalistaflokkurinn ekki hug sinn um að taka upp baráttuna gegn slíkri stjórn, sem hefir á sér yfirskyn al- þýðunnar, en afneitar henn,ar stefnu og hagsmunum'. Það, sem gerzt hefir í Frakklandi nú, sýnir bezt hve valt er að treysta slíkum stjórnum, jafnvel þótt mennirnir í ráðherrastól- unum hafi um tíma reynzt vel og þótt samningar um hags- munamál alþýðunnar séu und- irskrifaðir. Því er það, að sósíalistískur flokkur verkalýðsins verður hvenær sem er að vera viðbú- inn til baráttu, — og hafa svo gott samband við alþýðu ann- ara flokka, að hún fáist til að rísa upp með honum, ef flokks- foringjar þessara flokka bregð- ast því, sem þeir hafa lofað og skuldbundið sig til að fram- kvæma. Og slíka tryggingu get- ur aðeins virkt I,ýðræðisbanda lag alþýðu — og lýðræðis-sam- takanna sjálfra — veitt. „Þjóðstjórnarskraf“ borg- arablaðanna er endurhljómur- urinn af samsærismakki aftur- haldsaflanna í landinu. -^að er því tími til kominn að vinstri menn, að lýðræðissinnar, hvar í flokki sem þeir standa þjappi sér um að knýja fram hags- munamál fólksins og hugsjóna- mál þjóðarinnar, sem afturhald- ið er að undirbúa árás á. E. O. Frá Iandsþingi Álandseyiaana.— I miðjunni íorseti þingsicis Sundblom til vinstri Sandíddt varaforseti og til hægri aruiar varsforseti Mattsoin. mæli af Þjóðverja hálfu, auk- ið svo kaup sín, að til Þýzka- lands fara aðeins 65% og brátt ekki nema 60% af heildarút- flutningnum. En magn hans hefir aukizt svo, að skerfur Þýzkalands er samt meiri en nokkru sinni fyrr. Orslitavald Svíþjóðar. Þarna er fólgið úrslitaatriði fyrir Þýzkaland í stríði. Sví- þjóð getur ráðið því, hvort það er fært í stríð. Þetta skýrir allan áhuga nazista fyrir því, að smjaðra sig inn á Svía og fá þá til að vera „hlutlausir"’ í væntanlegu stríði, — hlut- lausir þannig, að þeir sjái þeim fyrir nauðsynlegum hráefnum Það er óhrekjandi undir- stöðuatriði, sem gæta verður við allar rökræður um Þjóða- bandalagsstefnu eða hlutleys's- stefnu, að Þýzkaland getur ekki rekið hernað nema fáa mánuði án þess að fá hjálp í innflutn- ingi nauðsynja frá Norðurlönd- um. Reynslan dæmir. Aðalveikleiki Þjóðverja í stríðinu 1914—1918 lá í skorli þeirra á einstökum hráefnum, sérstaklega eir og f’óuefnum. Samkvæmt þeirri reynslu hefur nazistastjórnin gert allt mögu- legt til þess, að Þýzkaland yrði sjálfu sér nóg um þau hrá- efni, sem ómissandi eru í stríðii Á sumum sviðum hefur mikið áunnizt. En undir engum kring- umstæðum tekst það að öllu leyti, svo að Þýzkaland er neytt til að eiga undir verzlun við hlutlausa nágranna á stríðstím- um. Þýzk utanríkispólitík er því sú, að reyna að binda þessi ríki í verzlun við Þýzkaland. Þcssi pólitík hefur fyrst og fremst borið ávexti í Dónárlöndum >og á Balkan, en þar næst í Dan- mörk. Ógnun Breta um barm gegn olíusölu til Italíu hausíið 1935 virðist hafa haft ógurleg áhrif á þjlzku stjórnina. Þá var hert sem mest mátti á innlendri hráefnaframleiðslu. Samtímis sýnist þýzka stjórnin hafa á- kveðið stefnubreytingu gagn- vart Norðurlöndum í þeim til- gangi að ná þeim undan Þjóða- bandalagsáhrifum >og leysa þar með Þýzkaland frá óttanum um að þau kunni að taka þátt í ! refsiaðgerðum í komandi síríði. Höfðki síu.igið í saad’cn. Þessar staðreyndir voru ekki fnefndar í ,,hlutleysis“-kappræð- unum sænsku, nema af Al'an Vougt í „Arbetet". Menn tala um hlutleysi án þess að bregða birtu yfir það að ekkert virkilegt hlutleysi er um að ræða, heldur aðstoð við Þýzka- land — árásaraðilann — í því, sem úrslitum getur ráðið. Menn, sem berjast fyrir þess kyns hlutleysi, hafa tekið upp nafnið „Þjóðabandalagsstríðs- menn“ eða blátt áfram hern- aðarsinnar um þá, sem vinna móti því, að Svíþjóð dragist raunverulega inn í ófriðar- bandalag við Þýzkaland, hags- munalega séð. Óskin um lilut- leysi er svo rótföst með allri al þýðíu í Svíbjóð, að þessi áróð- ursstefna hefir heppnazt prýði- lega. Því miður getur nú þýzka stjórnin hrósað þar í bráð sigri þeirra sjónarmiða, sem tryggja hagsmuni hennar. Svíar þeir, sem hafa barizt fyrir „hlut- leysinu", geta engan veginn tal- izt nazistavinir né þýzklundað- ir, að undanteknum fáeinum þýðingarlitlum hópum. „Dag- ens Nyheter“ er t .d. greini- Ioga andnazistískt. Sigur þýzkra hagsmuna stafar af þeirri mis- notkun orðsins hlutleysi, sem I blekkir alþýðu, að Svíþjóð sé hlutlaus ef hún einungis áskil- ur sér rétt til að verzla við hvaða ófriðarþjóð sem er. Daðiir við ,inorrænu fræid- þ>jóð'niar“. Af þessu leiðir, að þýzk blöð hafa orðið óvenjulega blíðmái jafnvel um lýðræðið norræna o g sósíaldemókrata Norður- Ianda. Fjölda clæma mætti nefna. Hamburger Fremden- blait hyllir þannig beinlínis sænska ríkisþingið og sænska sósfaldemókrata í grein fyrir síðustu áramót: „Það, sem marxisminn hefur innleitt ó- þjóðlegjt í öðrum löndum, á sér sögulega þróun í Svíþjóð. Ár- ið 1935 gat hinn sænski „Rík- isdagur" litið um öxl yfir 500 ára tilveru sína“. Meira að segja ,,marxistar“ á Norður- löndum eru nú stundum taldir heiðarlegt fólk í þýzkum blöð- um, gagnstætt hinum „ger- spilltu“ þýzku demókrötum og sósíalistum. þýzka klíkan vill gefa Hitler Áíatidseyjar fyrir árásarstöð. Njósnir Þjóðverja í Svíþjóð verða uppvísar öðru hvoru og reynt að stöðva þær. En þeir leita þá nýrra leiða. í sænska hernum er fjöldi foringja í nánu sambandi við handlangara þýzku stjórnarinnar. Fyrst >og fremst er það hópurinn kringum bræð- urna de Champs aðmírál og de Champs herforingja. Hinn síðarnefndi er einnig formaður sænsk-þýzka félagsins og ákaf- ur talsmaður aukinna tengsla- við Þýzkaland >og nútíðarstefnir þess. I fyrra köm út í Svíþjóð bókin Lýðræðisþróun hersins (Riksförsvarets demokratiser- ing) eftir Arvid Riudling, með formála eftir Psr Albfa Hansaon forsætisráðherra. Andinn í æðstu stjórn Svíahers er sýndui þar glöggt, og málið er afaral- varlegt fyrir framtíð Svíþjóðar. Þýzka stjómin hefur þar stuðn- ingsvon, sem allt getur oltið á. . Torsten Kreuger er eágandi tveggja Stokkhólmsblaða, Stock holmstidningen og Aftonbladet. En meginmálgagn íhaldsins, Svenska Dagbladet, misstihanr, eftir Kreuger-hrunið, þegar hann reyndist samsekur ívari bróður sínum. Að afstaðinni f,angelsisrefsing sinni er þessí imilljónamæringur aftur að verða höfuðpaur í blaðaútgáfu jafnt sem fjármálalífi. Daglega heimsækir hann ritstjórnir blaða sinna, og það sér á þeim, sér- staklega Aftonbladet, sem hef- pr forystuna í nazisíaáróðrinum, að efnið er fengið úr skugga- legustu skotunum. Valentín Sjö- berg heitir sá, sem skrifar þar um utanríkismál Svía >og er ekki aðejns í nánu fréttasambandi við fulltrúa Þjóðverja, ítala og Jap- ,ana í Stokkhólmi, heldur lætur blátt áfram þýzka útbreiðslu- málaráðuneytið semja sumar greinarnar fyrir sig. Þegar upp kómst í fyrra um fyrirætlanir Þjóðverja að víggirða Álands- eyjar, varði hann þær hispurs- laust með því að vitna í nauð- syn Þjóðverja á því: „Þýzkir járnsteinsflutningar frá Norður- b-otni mega ekki hindrast, hvað sem kostar“, segir í einni grejn- inni, „>og þar sem Álandseyjar eru lykill jafnt að N-orðurbotni sem öllu Eystrasalti, ríður Þýzkalandi á því í slíkri að- stöðu að taka eyjarnar á vald sitt, svo framarlega sem Finn- ar eða þeir og Svíar sameigin- lega geta ekki ábyrgzt það með víggirðingum og herbúnaði, að eyjarnar falli aldrei í hendur Sovétríkjanna, er stríð brýzt út, -----Ég bæði veit og er sann- færður um, að þá verða örlög Álandseyja ekki útkljáð við samningaborð. Ég þykist líka hafa mjög góðar heimildir fyrir því, að Þjóðverjum leiki ekki jafnmikill hugur á því að taka Qotland sem Álandseyjar —“ — Það var von, að sænsku lýð- ræðisblöðin spyrðu eftir birting þessarar fróðlegu greinar, hvort rétt væri að líta enn á hr. Valen tín Sjöberg sem sænskan ríkis- borgara, en ekki þýzkan. Torsten Kreuger stendur cýnn ig bakl við Nils Flyg (áður Kil- bom-flokkinn), sem >nú virðist byrjaður á samskionar sveiflu V.S.Í. reynir að verja ðsæmilega framkomn Alpbl. V. S. V. fer á stað í Alþýðu- blaðinu í gær og segir þar, að ég hafi farið með ósatt mál, þegar ég hafi sagt að Alþýðu- blaðið hafi neitað að birta til- lögur samþykktar á fundum Dagsbrúnar, varðandi baráttu félagsins gegn atvinnuleysinu Furðu ósvífið finnst mér það hjá V. S. V., sem verið hefir á nær öllum félagsfundum Dagsbrúnar á þessu ári sem fréttaritari Alþýðublaðsins, að hann skuli nú fyrst neita þeim sannindum, sem hundruð fé- lagsmanna geta vitnað um að eru sönn. Á fiundunum hefir margsinnis komið* 1 fram ósk >og áskorun frá stjórn félagsins, að hann sæi um, að tillögur, er samþykktar væriu, kæmu >orð- réttar í Alþýðiublaðinu, þar á imeðal tillögiur, -er skomðu á stjórn ríkis og bæjar að auk? framlög til verklegra framh kvæmda. 1 stað þess að verða við þessium óskum, skrifaði V. S. V. um fuindina — og það, er þar fór fram og þar var samþykkt — vísvitandi rangar fréttir. Það hefir margsinnið verið sagt á félagsfundum, að það væri hneyksli, að Alþýðublaðið, sem ætti að vera málgagn verk- lýðsfélaganna, neitaði að birta tillögur, er Dagsbrún sam- þykkti á fundum sínum og þar á meðal tillögur varðandi bar- áttuna gegn atvinnuleysinu, -og enginn mótmælt því,' og ekki heldur V. S. V. Hart er það, þegar þeir menn, sem ódrengilegast hafa komið fram gagnvart samtök- um re)4vískra verkamanna á þessu ári, vilja láta líta svo út, sem þeir séu alsaklausir píslar- vottar. ’ Af tilviljun rakst égi á í fjund-* argerðabók Dagsbrúnar á til- lögu, er samþykkt var á fundi félagsins 12. -okt. 1932. Þar segir svo: „Fundurinn sam- þykkir að veita tvö þúsund krónur í styrk til Alþýðublaðs- ins“. V. S. V. ritaði fundargerð- ina. Ég spyr hlutlausa lesend- ur, hvort þeir álasi Dagsbrúnar- mönnum þótt þeim sárni, þeg- ar þetta blað nú flytur ætíð alrangar fréttir af fundum fé- lagsins og birtir ekki tillögur þær, er samþykktár eru á fund- um þess, ekki einu sinni í at- vinnuleysismálunum ? Guðm. ó. Guðmundsíiion og Doriot; í Frakklandi; — eitt- hvert ömurlegasta fyrirbrigðið í sænskri verklýðshreyfingu. Flyg berst ákaft gegn Þjóða- bandalaginu, telur engan eðlis- mun á veldi nazismans og stjórn Stalins. Stuðningur Þýzkalands af þessu liggur í augum uppi fyrir þá, sem nokkuð skilja í pólitík. Allan Vougt ritstjóri við Ar- betef í Malmö, næststærsta blað sænska alþýðuflokksins, hefur i unnið stjórnmálaafrek með því | að fletta ofan af gervihlutleys- inu >og >bend!ai í stað þess á sjálf- an virkileikann um stríðsvörur eins og sænska járnsteininn og ttndirbúning Þjóðverja til að ná þeim, hvað sem kostar fyrir Norðurlönd. Fljóta þau sofandi samt að feijgðarósi? '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.