Þjóðviljinn - 01.12.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 1. des. 1938. P JC0VILJINN ÚtgxfMidi: S«w»iaij»fcBíflGkiíur alþýöu — Sð»fati«t«íi»ltSrt!rlnn — nHetjirur: BUiar Ql*®ir*ae«, Sigfó* A. Sigurk jarta rson. StHKtjórfutrtkrifatefur: Hverlis götu 4 (3. b»ð). síwi 2370. Afgreiðslu- og augiýsingaskrif- stofa Auslnrstræti 13 (1. bæð), síbíí 2184. Áskriftargj'ölíi á mánuöi: Roykjavík eg nágrrnni kr. 2.00 Aanarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasðlu 10 aura eintakið. Vfltíngsprent, Hverfisgötu 4, Sínai 2864. Tryggíng sfálf~ sfæðis vors og utamíMspéHtíh vor Fyrsta tryggingin fyrir sjálf- stæði voru er eining íslenzku þjóðarinnar sjálf'rar um að vernda lýðréttindi sín og Jrjóð- réttindi sem grundvöll allra fjárhagslegra og menningar- legra framfara þjóðarinnar. Hver einasti sannur Islendingur verður án tillits til annars, sem lokkur skilur, að standa með í þeirri þjóðfylkingu, sem skap- ast verður um þetta frumskil- yrði frelsis og velferðar lands- búa. En þótí óhugsandi sé að halda sjálfstæði voru án þessa skilyrðis, þá nægir það samt vart eitt ,út af fyrir sig á slík- um tímum, sem við nú lifuri Að vísu yrði erfitt fyrir nokk- lurt erlent ríki að eyðileggjs sjálfstæði vort, ef öll þjóðin stendur sameinuð gegn árásum og lætur enga landráðamenn þrífast hér. En óhugsandi væri það þó ekki. Pví er það að íslenzka þjóð- in verður og að tryggja sér, ef nokkur kostur er á, 'að er- lend ríki, sem styrkur er að iog standa myndu við skuld- bindingar sínar, tækju einnig á- byrgð á sjálfstæði íslands og verðit það, ef á það yrði ráð- ist. Við vitum að Danmörk get- ur oss enga vernd veitt og á. sjálf fullerfitt með að vernda sjálfstæði sitt gagnvart yf- irgangi þýzka nazistaríkisins. En engin ríki hafa enn sem komið er tryggt sjálfstæði vort. Hinsvegar erú ýms ríki, sem ætla mætti að ekki vildu þola það að ísland yrði gert að þýzkri nýlendu. Til þessara ríkja verðum við að leita og fá úr því skorið, hvort Jtau vildu taka á sig skuldbindingi- ar gagnvart okkur.. Pau ríki, sem hér koma fyrst og fremst til mála eru Banda- ríkin, Norðurlönd, Sovétríkin og þvínæst England og Frakk- land. Hvað hin tvö síðastnefndu snertir, þá er að vísu trygging þeirra ekki mikils virði efí|; svikin vjjð Tékkóslóvakíu, en hinsvegar má segja, að Eng- land eigi, hvað hernaðarlega af- stöðu snertir, meira á hættu, ef ísland lenti undir yfirráðum þýzkrar nazistastjórnar en þó Tékkóslóvakía gerði það. Pað mun mörgum finnastþað hart, að við skulum á 20 ára afmæli sjálfstæðis vors verða að mnnsaka það af alvöru og fullir kvíða um framtíð vjora, hvernig tryggja megi fullvíeldi Mort áfram. En það vlæri arg- asta ábyrgðarleysi að gera það Sígfús Sígiiirfijairfasrson: Vídsjá Þjódvlljans l. 12. '38 Fnllveldisins minnzt Dagtsr mmnínga og gUðí F við lesum #þær til- kynningar, sem ríkis- stjórnin hefir sent þjóð- inni til þess að undirbúa hana undir að halda tuttugú ára afmæli fullveldisins hátíð- legt, þá hljótum við að kom- last að þeirri niðurstöðu, að hún hafi valið deginum eink- unnarorðin Að minnast og gleðjasí. Pað þ'arf ekki heldur að efa, að þjóðin vill halda daginn í dag sem minninga- og gleði- dag. Hún vill og hún mun horfa á tjald sögunnar og hún mun skoða þar myndir sinna mætustu sona, og hún mun sjá aldirnar koma og hverfa, með bæði feiknstafi sín.a og líkn- stafi. En hún mun fyrst og fremst festa sjónir við raðir þeirra skörunga, sem hófu upp merkið gegn ómenningu og kúgun, manna, sem fremstir stóðu í þeirri baráttu, er veitti oss stjórnarfarslegt sjálf- stæði fyrir 20 árum síðan. Og því skyldum við ekki minnast þessara manna, því skyldum við ekki minnast V.erka þeirra? P>ví skyldum við ekki segja við hvern ungan Islands- son og hverja unga íslands- döttur: Lærið þið af Skúla, Baldvin Einarssyni, Tómasi og Jóni Sigurðssyni að ganga ótrauður út í baráttu við hvers- konar ómenningu, harðstjórn og kúgun. Gleymið því ekki, að blómunum, sem sagan hef- ur fléttað úr fagra sveiga um nöfn þeirra, var ekki stráð á leið þeirra, meðian þeir voru ofar moldu, meðan þeir enn börðust fyrir réttlæti og frelsi, því réttlæti og frelsi, sem við minnumst með gleði í dag. Þeirra hlutskipti var hlutskipti brautryðjandans, þrotlaus bar- átía við afturhald og kyrrstöðu, sífelld sókn undir eitraðar eggj- ar skammsýnnar fáfræðinnar, hleypidómanna og heimskunn- ar, en þó að lokum sigur þrátt ekki. Við skulum muna, ;að fyr- ir rúmum mánuði átti annað Jríki í Evrópu líka 20 ára sjálf- stæðisafmæli, ríki, sem líka á • 1000 ára menningu og sögu að baki, — Tékkóslóvakía —, en afmælisins var ekki minnzt op- inberlega, svo herfilega hafði það verið leikið. Sósíalistaflokkurinn benti strax á það í' bréfi sínu til stjórnarflokkanna og kunnger- ir það óhikað fyrir þjóðinni, að hann vill ,að hafizt sé handa um að fá erlend ríki til að tryggja sjálfstæði vort. En fyrsta skilyrði þess að það sjálfstæði sé tryggt, er þó að íslenzka Jajóðin sé sjálf ein- huga, vakandi á vlerði um þann arf, sem forfeðurnir hafa okkur ■eftir skilið, frelsi vort og menn- ingu, og sé sífellt reiðubúin til að vernda það gegn fasisman- um, gegn þessari harðstjórn, sem sagt hefur þjóðfrelsi og mannréttindum allra þjóða stríð á hendur. Og þessa einingu þjóðarinnar verðum vjið að skapa sem fyrst. E. O. fyrir ailt, af því að þeir áttu þami andans eld, þann hug- sjónaþrótt, sem jafnvel dauð- inn fær ekki deytt. SHkra sona og dætra þarfnast ísland í dag. Óræktað land, lítt ræktuð þjóð, áþján og atvinnu- leysi fjöldans hrópar hástöfum á slíkar hetjur. Já, land og þjóð kalla á menn með eldmóð og hetjulund Skúla og Tómasar, með \it og ráðsniild Jóns Sig- urðssonar. Við skulum minnast frum- herja frelsisbaráttunnar í dag, \ið sk ilum gleðjast yfir afrek- um þcirra, en við skulum um- fram allt láta líf þeirra og, s-arf vera brennandi vita, er vísi okkur leiðina til fórnfúsr- ar baráttu, við áþján, kiigun og afturhald, til fórnfúsrar baráttu fyrir frelsi og fullkomnum mannréttindum hvers einasta manns. Víð etrrnn háðfr sft* *aum um ffá meglnlandínu. ,' IÐ horfum á tjald sögunn- a:r og gleðjumst. Getur sú gleði verið óblandin? Við skoð- um raðir skörunganna, við sjá- um þá sterka og sjálfstæða, en bak við myndir þeirra sjáum við voldugar hreyfingar, hreyf- ingar, sem afturhald og kúg- un allrar Norðurálfunnar skalf fyrir. Við sjáum ,,hjarta Norður- álfunnar", París, slá með ofsa- kenndum hraða, við nemum staðar við stjórnarbyltinguna rniklu 1789, við júlíbyltinguna 1830, við febrúarbyltingun.a 1848. Öll þessi ár sló hjartað svo ört, að öflugir straumar frelsis, jafnréttis og bræðralags flæddu allt til útskaga og ey- landa. Hver getur horft á tjald sög- lunnar án þess að viðurkenna þá staðreynd, að frelsishetjurn- ar okk.ar sóttu þrótt og hug- sjónir í lífsstraum frá hjarta Norðurálfunnar? Hver getur 1 látið vera að viðurkenna að ís- landssagan er að verulegu leyti háð þeim flóðöldum menningar eða ómenningar, sem á hverj- um tíma flæða yfir meginland álfunnar? Enginn neitar því, að sá sig- ur, sem var unninn fyrir tuttugu árum og við minnumst í dag, var meðal annars, og ef til vill fyrst og fremst, afleiðing af því, sem gerðist í Versölum 1918, og þess ber að minnast, þótt vissulega væri það ekki allt gleðiefni, sem þar gerðist. Pað er staðreynd, að saga okkar á mikið af upptökum sín- um í þeim straumum, sem á hverjum tíma gætir mest í um- heiminum. Pegar þessa er gætt ber skuggaí á gleðina, því að í dag liggur þungur straujmur gegn frelsi og jafnrétti, gegn þeirri hugsjón, sem nítjánda öldin fórnaði lífi og blóði fyrir, gegn þeim hugsjónum, sem gerðu forvígismenn okkar að hetjum. Daglega sjáum við rétt hins máttarminni fótum troðinn. Við sjáum bókfell skráð hátíðlegum samningi, staðfestum af leið- togum og höfðingjum stórþjóð- anna, verða að Jaýðingarlausum pappírsmiðum, sem fjúka veg allrar veraldar fyrir návindum nazismans. Við sjáum þjóðflokk, sem á ekkert föðurland, þjóð- flokk, sem hefur gefið mann- kyninu hin mestu íturmenni, jafnt á sviði trúmála, stjórn- mála, bókmennta, lista og vís- inda, ofsóttan, rændan og pínd- an. Við sjáum viðurstyggð ó- menningar og ófrelsis fara sem flóðbylgju, ekki aðeins yfir Norðurálfuna, heldur um allan heim auðvaldsins. Og sagan segir okkur, að við, hinir fáu og smáu, séurn háðir þeirri stefnu og sfraum- um, sem flæða yfir heiminn á hverjum tíma. Pað er að \onum, þótt okkur daprist gleðin um stund, þegar þessa er gætt. En aðeins um stund, því að vita megum við það, að það er heilög skylda okkar, skylda; sem tengd er við þær minningar, sem þjóðin gleðst yfir í dag, að hver og einn einasti Islendingur standj fast og trúlega á verði um þjóðfrelsi vort og menningu. Stjórnarfarslegt sjálfstæði vort er ekki tryggt af stór- veldum, og sannast mála erþað, að síðustu tímar hafa ekki auk- ið trú manna á skuldbindingar þeirra í garð smáþjóðanna. En þrátt fyrir allt er það glapræði að leita: ekki eftir loforðum lýðræðis stórveldanna um að vernda sjálfstæði okkar. Ég hygg það, þrátt fyrir allt, haf- ið yfir deilur, að okkur beri að Ieita slíkra loforða. Það er að minnsta kosti það eina, sem við getum gert út á við til þess að stuðla að því, að gleði okkar í dag yfir sjálfstæði og frelsi, þurfi ekki á morgun að snúast upp í harm yfi'r horfnu frelsi. „Maður, hyg$ sjálfum þér nær" V DAG er dagur minninga og * dagur gleði. Því miður er hætt við því, að dagurinn verði fyrst og fremst dagur hinniá fjarlægu minninga. En „maður, hygg sjálfum þér nær!“ Fregn berst um það, óljós og óstað- fest, að framandi þjóð í fjar- lægri heimsálfu vilji fá ungtfólk frá Norðurlöndum í vinnu- mennsku. Landbúnaður og byggingaiðnaður þessarar þjóð- ar þarfnast verkamanna, — ekki landnema, því að landið er full- numið. Dag eftir dag þyrpast ungir menn og meyjar á þá staði, þar sem hugsazt getur, að hægt væri að fá einhverjar upp- lýsingar um vinnufólksþörf þessa á Nýja Sjálandi. Hundr- uðum saman er þetta fólk reiðu- búið að yfirgefa það land og þá þjóð, sem í dag minnist frelsisbaráttunnar og gleðst yf- ir unnufn sigrum. Hvað veldur? Við höfum fengið stjórnar- farslegt frelsi, en unga kynslóð- in, sem nú er reiðubúin að flýja Iandið hefur ekki fengið það frelsi, sem henni ber. Ég heyri raddir þeirra manna, sem af mestum fjálg- leik binda horfnum frelsishetj- um blómsveig, þeirra manna, sem dást að sigurvegurunum, eftir að bein þeirra taka aðfúna, en spyrna broddum gegn öllu því, sem hafði eilíft lífsgildi í hugsjónum þeirra. Ég heyri Iraddir þessara manna. Þær segja: Hefur ekki hver e|inasti íslendingur fullt frelsi til að brjóta sér braut til frægðar og frama? Höfum við ekki allin sama rétt til gæða þessa lands? Við þekkjum þessar raddir, og við vitum þær segja ósatt. Hvar er frelsi hinna ungu verkamannasona og dætra? Ör- snauður faðir gengur bónleiður frá Heródesi til Pílatusar og biður um atvinnu. Að lokinui þessari píslargöngu liggur leið- in oft til sveitar- eða bæjarfé- j lags, síðan heim í þungbæran skort og örbirgð. Synir og dæt- ur á manndómsaldri hefjasömu píslargönguna. Þau biðja um at- vinnu í dag, þau biðja um at- vinnu á morgun. Þau fá alls- staðar sama svarið: Það er ekk- ert pláss fyrir þig. Því verður ekki með sanngirni neitað, að það er mannlegt, þótt það hvarfli að þessu fólki, að yf- irgefa það land og þá þjóð, sern á tuttugu ára fullveldi^afmæl- inu býr því slík kjör. Þegar við hugleiðum þessar staðreyndir, hljótum við að spyrja: Er það frjáls þjóð, sem býr í hinu fullvalda, íslenzka ríki? Eru einstaklingar þjóðar- innar frjálsir menn í frjálsu landi? Við höfum virt fyrir okkur frelsi verkamanns og barna hans. Honum er heitið margsháttar frelsi í stjórnar- skrá og landslögum, en lífið færir honum fjötur atvinnuleys- is og skorts. Og hvað líður frelsi smáatvinnurekandans? Er ekki allt hans líf þrotlaus bar- átta í fjötri skuldaófrelsis? Já, er ekki meginþorrinn af öll- um okkar atvinnurekendum vaf- inn í viðjar botnlausra skulda og fjármálaerfiðleika? Jú, vissu- lega. Við höfum fengið stjórn- arfarslegt frelsi, það er gott, því ber að fagna, en yfirgnæf- andi meiri hluti þjóðarinnar býr við ófrelsi og jafnvel skbrt, svo mikið ófrelsi og svo mikinn skort, að hundruðum saman eru vöskustu synir og dætur þjóð- larinnar reiðubúin að klæðast farmannskufli og leggja leið sína yfir úthöfin til að leita frelsisins og gæfunnar í verk'a- mannastétt fjarlægrar heinis- álfu. Áfram sfefna sporin. ETTA sýnir okkur, að ® verki frelsishetjannai er ekki lokið. Þær unnu glæsileg- an sigur. Þær náðu í áfanga á hinni löngu leið, sem liggur að markinu: frjáls þjóð í frjálsu Iandi. Það eru enn ugglaust margir, sem vilja setjast að í áfanganum. Ýmsúm líður þar vel, og hvað varðar þá ann- arra neyð? En öld tekur við af öld, og hver öld kallar á nýjar þjóðhetjur. hver öld krefst nýrra fórna fyrir frelsi og mannréttindi. „Áfram stefna sporin“. Ef til vill hefir aldrei riðið meira á því en einmitt nú, að allir synir og dætur íslands skilji það til hlítar, að sporin eiga og verða að stefna áfram. 'Skúli, Baldvin, Tóm|ás og. Jón Sigurðsson féllu fyr- ir lögmálum lífs og dauða, en stungu merki frelsis og jafn- réttis í jörðu. Öll saga Pósthúsið verður opið milli kl. 10 og 12 í dag vegna sölu nýrra frímerkja. Stúdentablaðið verður selt á götunum í dag og er það hið vandaðasta að öllum frágangi og fjölbreytt að efni. Er blaðið að þessu sinni ,að miklu leyti helgað fullveldisafmælinu, og rita í það meðal annarra full- trúar öllum þingflokkum Iandsins. Auk' þess eru í blað- inu sögur, smákvæði og fréttir frá stúdentum og starfi þeirra. I ritnefnd blaðsins voru Hauk- ur Kristjánsson, Bárður Jakobs- son og Axel V. Tulinius. Dansleik heldur A. S B. í kvöld kl. 10 síðdegis í Iðnó. Aðgm. verða; seldir í Iðnó eftir leftir kl. 4 í dag. Leiðiétiig. I minningargrein um Þorstein Björnsson, er birt- ist hér í blaðinu fös.udaginn 25. s. 1. misritaðist fæðingar- dagur Þorsteins og fæðingar- ár. Hann var fæddur 25. ágúst 1901. Ennfremur var móðir Þorsteins Bjarnadóttir en ekki Björnsdótiir, eins og í grein- inni stendur. Verzlunum og rakarastofum bæjarins verður lokað í dag. Útvarpsíígindi, 7. tbl. ér ný- kbmið út og flytur ýmsar grein- ar ert snerta útvarp og útvarps- mál. Skákklúbbur Æskulýðsfylking arinnar heldur fund annaðkvöld (föstudag) kl. 8.30 í Hafnarstr. 21. Komið með töfl! þeirra er óslitið hróp til eflir- komendanna um að grípa merkið og bera það framar og framar. Þið ungu menn, sem í dag talið um að flýja land undan örðugleikum og áþján. Minnizt þess, hvernig var umhorfs hér á landi, þegar Skúli hóf sína baráttu. Minnizt þeirrar heilögu skyldu að láta það merki ekki falla, sem hann hóf við loft. Það er ykkar hlutverk. Það er hlutverk okkar allra, að þoka merki hans áfram. Frjáls þjóð í frjálsu, landi er markið. Áfram stefna sporin, hversu þungt serti móti blæs. Siguf sósíallsmans cr ssgur ftrclsísins. N við megum ekki gleyma því, að frelsi hins vinn- andi manns verður aldrei ann- að en draumórar og fjarlægar hillingar innan auðvaldsþjóðfé- lagsins. Sú frelsisbarátta, sem þjóðin nú verður að heyja, er barátta fyrir sigri sdsíalismans. Sigur sósíialismans er sigur • frelsisins. Aðeins í ríki sósíal- ismans er hægt að tala um frjálsa þjóð í frjálsu landi og aðeins í heimi sósíalismans geta smáþjóðirnar vænzt þess að njóta frelsis og jafnréttis. í dag höldum við dag minn- inga og gleði — látum minn- ingarnar og gleðina sameina okkur til úrslitabaráttu fyrir hinu sanna J)jóðfrelsi, fyrir ])ví þjóðfrelsi, sem veitir hverjum einasta einstakling frelsi í frjálsu landi, — fyrir Jjjóðfrelsi sósíalismans. Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fyrsta skemmlikvöld sitt næstkomandi sunnudag. Aug- lýst síðar. Aflasöíur: Júpiter seldí afía ‘Sinn í fyrrada’g í Grimsby 1175 vættir fyrir 1086 stpd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.