Þjóðviljinn - 14.12.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1938, Blaðsíða 3
E> J <0 Ð V I L J I N N Vlsir heimtar Gyðiagaofsiknir á Islandi Undir Yfirskyni þess að „vernda kYnstofninn“ heírniar blaðið bann við landvíst Gyðinga og bann við starfsemi Friðarfétagið. Einhver viðbjóðslagasta grein, sem birst hefur í íslenzku blaði, birtist í Vísi urn daginn. Er það' rjtstjórnargrein undir fyrirsögn- ínní „Verndun kynstafnsins'k í þessarj grein er fyrst grátið nokkrum krókódílstárum út af Gyðingaofsókhunum í þýzka- landí, einu alræmdasta níðings- verki aíræmdustu níðinga heims ins. Og svo er reynt að lauma eitrinu, sem sett hefur Þýzka- land utan við menningu nútím- ans, inn í íslenzkt þjóðlíf með því að krefjast þess, að Gyð- ingaofsóknir séu hafnar hér. I"að íandráðahyskí, sem stjórnar þessum slírifum eftir skipun Göbbels, þorir ekki að verja málstað yfirboðara sinna í Berlín beinlínis. Það segir bara að 50 Gyðingar geti eyði- lagt „norrænu ættarmérkin** á 2—3 mannsöldrum, það sé heil- ög skylda að vernda „hið nor- ræna og keltneska btóð“, Frið- arvinafélagið sé „stórhættulegt þjóðinni“ og ætti slík félags- starfsemi „að varða við lög“ og sérstaklega sé það glæpur, ef íslenzkur maður giftist konu af Gyðingaættum. Hvað! vilja menn fá nazistisk- ari boðskap: Lög um verndun kynstofnsins, bann við að ís- lenzkir menn giftist eins og þeim þóknazt, bann við starf- semi friðarvina, — og allt undir yfirskyni bandvitlausra kenn- inga fullra af mótsögnum iog rökleysum, sem enga stoð eiga í nokkrum vísindum. En fram- undan gægist þó ljónslöppin: aðalglæpurinn er sem sé að á-- liti Vísis að útlendingar, er hingað komi, geti sett á stofn hér „fyrirtæki í samkeppni við samskonar innlend fyrirtæki“!! Þar er glæpurinn, — samkeppn- in, sem Vísir er alltaf að lofa. Það er einsogbraskaralýðurinn, sem að þessu nazistamálgagni stendur, óttist hvað lítið sem er, ef það gæti hreyft við okri hans og einokun. Það er öllum ís- lendingum kunnugt, hvernig Vísir hefur alltaf rekið erindi erlendra hagsmuna gegn hags- miunum íslenzkú þjóðarinnar,' tekið afstöðu með Persílsamn- ingnum illræmda gegn íslenzk- um iðnaði, nítt og rógboriðsam vinnufyrirtæki íslenzkrar atþýðu til þess að þóknast íslenzkum bandamönnum erlendra auð- manna, — en það er jafnvitan- legt, hvernig blaðið hefur allt- af reynt að hjúpa sig í þjóð- rembingsgæru til að relca þessa þokkalegu iðju sína, t. d. hróp- að upp að KRON væri stjórnað af Stalin o. s. frv. Að þetta blað skuli dirfast að fara svo að prédika Gyð- ingaofsóknir hér nú iag það í nafni þjóðarinnar, sem það allt- af svíkur og blekkir, er eítt al- varlegasta dæmið um hvað fjendur íslenzks sjálfstæðis, mannréttinda og lýðræðis telja sér óhætt í skjóli þýzka yfir- gangsins. pað er því tími til kiominin að þeir fslendingar, sem unna mannréttindum, frelsi og menn- Jiúgu; skipi sér þéttar sam- an gegn heimskunni, fordæðu- skapnum og grimmdinni, sem hyggst að ryiðjast inn í , laind vort og feggja það uindir sig á sama hátt og þýzkaland, — með því að magna hleypi- dómana, þröngsýnina :og villi- mennskuna með tilstyrk nógu ósvífinna bíekkinga og lyga. — Bók þessi er hvorki sjálfsævi- saga höfundarins í venjulegum, skilningi né læknisfræðilegt rit. Til þess að vera ævisaga er hún of breið: í isniðlum og óper- sónuleg, og til þess að vera læknisfræðilegt rit um sóttvarn- ir og heilsuvernd skortir hana um of fræðilegan grundvöll og byggingu. Það er á mótum þessara tveggja greina í rit- mennsku, sem bókin liggur, og af þeirri rót eriu vinsældir henn- ar um öll lönd fyrst og fremst runnar. Höfundur bókarinnar, Victor Heiser, er amerískur læknir.; Hann leggst ungur í víking lOg heggur drjúgum strandhögg í ríki sjúkdóma og dauða. Hann fer 16 ferðir umhverfis jörð- ina, er hundeltur af ítölskum „camorristum“ með rýting á lofti. Leiðir hans liggja um sömu slóðir og manna, sem eru nýlega búnir að leggja niður mannaát. Hann segir frá langri starfsemi á viðburðaríkri ævi. Heiser hefur reikað um þjóð- vegu, krákustigu og sjúkrahús- ganga í 45 þjóðlöndum, og frætt miljónir manna um nyt- semi læknislistarinnar, og verið óþreytandi að benda mönnum á þá staðreynd að í flestum til- fellum er það fyrir handvömm eða þekkingarskort, að menn falla í valinn fyrir aldur fram. Hann gaf holdsveikum von og útrýmdi svartadauða. Hann var klóraður til blóðs af holdsveik- um manni, fársjúkúm af kóleru og geðveikum í þokkabót. — Hann hefur dvalið heila ævi í samfélagi við flær og rottur, holdsveika menu og kólerusjúka og átt í höggi við forherta skriffinna herstjórnanna. Þrátt fyrir allt hefur hann varðveitt ósvikna kýmni, sem víða bregð- ur fyrir í bókinni. Efni bókarinnar er hvíldar- laus barátta við sjúkdóma og dauða. Höfundur og samstarfs- ■menn hans ganga æðrulaust til verks og veitir ýmsum betur • eins og gerist og gengxír. Þetta virðist ef til vill ekki aðlaðandi við fyrstu sýn, en Heiserhefur tekizt áð glæða þetta efni per- sónulegum töfrum í frásögn sinni. Á hann þar sammerkt við Paul de Kruif, sem tókst að töfra fram skýrar, persónumót- aðar myndir úr þrotlausri leit vísindamannanna að sóttkveikj- um. Þá hefur Heiser ekki síð- ur glöggt auga fyrir samferða- fólki sínu, kostum þess oglöst- um. Gerir þetta bókina að merki íegu og um leið undarlega sundurleitu myndasafni, þarsem leiðir höfundarins hafa legið jafn víða og meðal jafn ó- Látið það aldrei verða, aðleigð- fom málgöginum heildsalaklík- iuinnar í Reykjavík takist aðsnúa íslenzku þjóðinni frá frelsi iog menningw til villimennsku naz- ismans. ísafoldarpirenísmið|a 19SS •Heiser. skyldra þjóða að uppruna og I menningu. En allar þessar myndir eru aðeins ívaf. Uppistaðan, ævistarf; höfundarins, hnígur öll að einui marki, að sigrast á þjáningum mannanna. Ef trúa má frásögn höfundarins hefur honum orð- ið furðu mikið ágengt á þessu sviði. Sennilega mega menn þó ekki láta ævisöguformið glepja sér um of sýn í þessum efn- um, en minnast hins í iþess stað, að höfundurinn hefur valið sér þetta form til þess að segja okkur einn þátt úr hetjusögu læknisfræðinnar. Það er sama, hvort menn taka bókina sem endurminningar höfundarins sjálfs eða þeirrar læknakynslóð- ar sem inú er að ganga til hvíld- ar. Freysteinn Gunnarsson skóla- stjóri hefur þýtt bókina og gert það smekklega. ísafoldarprent- smiðja gefur bókina út. Framhaldsfundur Knattspyrnu þingsins fór fram á fimmtudags íkvöld í Oddfeilowhöllinni. Voru þar ræddar tillögur um breyt- ingar á reglum K. R. R., sem nefnd skipuð af fyrra fundi hef- ur gert. Urðu nokkrar umræður um þær þó ekki væri þar um neinar stórvægilegar breyling- ar að ræða. Vallarnefnd skilaði einnig áliti og lýsti störfum sínum. Lagði hún til að framkvæmd vallar- málanna yrði í höndum nefnd- ar frá félögunum en starfaði í samráði við bæjarverkfræðing. Ennfremur komu fram tillögur um það að bærinn ætlaði á næstu fjárhagsáætlun sinni á- kveðna upphæð til þessa fyrir- tækis. Ennfremur að þingið skbraði a alþingi að veita 10,000 kr. ár- legan styrk til þessa fyrirtækis. Framhald á 4. síðu. Víctoff Heíscir; Læknlrlnn Miðvikudaginn 14. des. 1938; Trnn-æærirniTnnmwnæiTiriíriBiMiBiiiiiiniii iiiiiiii ...... iiiiu ■ ■■■■ Aukin gjaldeyrisleyfi til íslenzki iðnaðurinn hefur vax- ið mjög á síðustu árum og ber þar fyrst og fremst tvennt til: Erfiðleikar með gjaldeyri fyrir erlendar iðnaðarvörur, iog vax- andi stórhugur íslenzkra iðnrek- enda. Iðnaður þessi hefur bar- ist mjög í bökkum að undan- förnu vegna skorts á erlendum gjaldeyri til þess að kaupa fyr- ir þau hráefni sem ekki var hægt að fá hérlendis. Einkum hefur þess þó orðið bagalega vart síðustu árin, hve erfitt hef- ur reynst að fá nægilegan er- lendan gjaldeyri. Víða hefuí þetta haft þær óhjákvæmilegu afleiðingar, að iðnaðurinn liefur orðið að draga saman seglin og segja upp því fólki, er hann hafði í þjónustu sinni Af þessu leiðir í fyrsta lagi að atvinnu- leysið vejx og erfiðara verður fyrir almenning að aflasérnauð- synlegra iðnaðarvara. Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd verður að vera stórtækari á framlögum sínum til iðnaðar- ins en hún hefur verið. Að öðr- um kiosti er ekki annað sj'nilegf en að hann leggist að meira eða minna leyti í rústir, og fjöldi manns, sem nú hefur þar at- vinnu bætist í atvinnuleysingja- Ferðasaga Fritz Liebig heit- ir nýútkomin bók eftir Jóhann Sigvaldason frá Brekkulæk. Seg ir hann þar frá ferð sinni ásamt nokkrum Þjóðverjum um Aust- urríki, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Tyrkland, Litlu-Asíu Grikkland og Italíu. Jóhann henti sú sk’yssa, að týna vega- hópinn. Þegar litið er á ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar er augljóst, að allt verður að gera tif þess að hindra, að fleiri menn bætist í þann hóp, sem nú gengur atvinnulaus og alls- laus. Bólstrnð húsgðgn er bezí ad kaupa hjá okkur Eonráð Gísiasos & Eriiagor Jóasson bréfi sínu ,og fekk hann ein- hversstaðar vegabréf, sem hljóð aði á nafn Fritz einhvers Liebig t og ferðaðist svo undir því nafni. Hvítabandið heldur bazar í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 2 —7. Mikið af ágætum munum. ' iðnaðarins Leíkfðngasýiiín$ aníim, Um þessar mundir sýnir Guð- finnur Björnsson leikíöng frá leikfangagerð sinni á Skóla- vörðustíg 18. Guðfinnur hefur undanfarin ár smíðað margvís- leg barnaleikföng. Nú sýnir hann nokkur leik- föng, sem gerð eru eftir mynd- um og tillögum þeim, sem dr. Símton J. Ágústsson sýnir og segir frá í bók sinni „Leikir og leikföng“. Leikföngin eru Iag- lega gerð og heppileg, enda munu þau vera eftir tillögum heimsfrægra uppeldisfræðinga. Leikföng þessi eru sérstak- lega gerð ti! þess að örva hug- myndaflug, hugsun og leikni barnanna. Þau eru misjafnlega erfið og þannig miðuð við þroska og þarfir barnanna á ýmsum aldri. Það er enginn vafi á því, að „brúðurnar“, sem eru samsett- ar úr mörgum trétoflum, sem raðað er upp á tréstaut, verða mjög vinsælar. Emnfremur eru fyrir eldri börn kubbar o. fl. sérstaklega skemmtilegt. Það er nauðsynlegt, að val- in séu leikföng við hæfi barn- ahna, til þess að þau komi þeim að notum. Þessi leikföng munu áreiðan- lega fagna miklum vinsældum, Frh. á 4. síðu. sa Þér viljlð hafs vðruna géða alveg éaðflnnaniega PlEONl-andlifssápa verður yðar jólasápa Paloma^sápan er mjúh eíns og fínasta hrem, fireínsar upp úr tiúðinm öll óhreiníndí og óþarfa fitu og gefur húðínní þægílega næríngu Sfeadlð efefeí ftáð yðar og barsianna sneð lélegrí sápnj! Noíið aðeins PALOnA-andlltssAþn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.