Þjóðviljinn - 17.12.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.12.1938, Blaðsíða 1
/9 Bauðtr peaaar IV Ufgefandí Mál og meoníng Að þessu sinni verður ekki rúm til að rekja og ritdæma efni Þessara „Rauðu penna“ svo vel, sem þeir ættu skilið, heldur Verður aðalatriðið að vekja eft- ■rtekt á því helzta í þeim. Otkoma Rauðra peinna er nú hætt að vera bókmenntavið- rtirður eins og fyrst, heldur prðin föst venja, er flest- >r mundu sakna, ef út af væri breytt. Það fyrsta, sem vekur eftirtekt við þetta 4. bindi þeirra I er hve miklu rninna útljent efni : ®r í þeim en áður og miklu minna um skáldskap, en meir Um ritgerðir. Það eru ritgerð- irnar, sem fcera þetta hefti uppi, og eru það þá Kristinn E. Andr- ésson og Qunnar Benediktsson ásamt fleiri góðum mönnum, sem setja mark sitt á ritið. Bókmenntaperian í þessu hefti, er kvæði Oscars Wilde Um fangann í ágætri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Er þaðl meir en lítil'l bókmenntalegur íengur að fá þetta kvæði hins újúpa skilnings og samúðar með mannlegum þjáningum á okkai’ hörðu járnöld. Jóhannes úr Kötlum á þarna kvæði, sem er stórslegið og einstakt fyrir hina voldugu yf- irsýn yfir þróun mannfélagsins, sem það gefur, án þess að draga þó úr krafti eggíuúarinn- ar til þeirrar kynsl|óðar, sem nú iifir stórfengllegustu, en um f.ið hrikalegustu tímamótmann kynssögunnar. — Halldór Helgason rifjar uppp fyrir oss í kvæði sínu „Auður" þá fornu dyggð, hetjulundina, sem Is- iendingar þurfa :nú ekki síður á að halda en þá. — Eftir Quð- mund Böðvarsaon er eitt af fallegri kvæðum þessa sérkenni- lega og góða skálds: „Flakk- arinn á hestinum". — Og eftir Kára Tryggvason birtist draum- Ur sveitamannsins um suðrænt líf á Kóralsttönd. Svo á Steinn, Steinarr 3 kvæði í „Pennun- Um“, góð, en ekki eins góð Og síðast'k Saga Stefáns Jónssonar „Eins ög maðurinn sáir“ er snörp, en Um leið skemmtileg ádeilusaga. hrásögn Sigurðar Helgasonar:, »Maður moldu samur" opnari djúp hrikalegra hörmunga hé^ á landi, sem minna á þjáninga- lýsingar Dostojevskis, — en’ Vantar að öðlazt listrænt form, svo þessar staðreyndir hafiþau áhrif sem þarf. —‘ [ sögu Pór- odds á Sandi „Húsi“ er haíin fögur persónulýsing, en höf- Undinum bregst bogalistin á há-' Punkti sögunnar, þó ekki meira en svo, að hver maður skilur hvað hann vildi sagt hafa, en það brennir sig ekki inn í mann. Ritgerðirnar eru margar iog flestar snjallar. Stefán Einarsson uiinnist Einars Kvarans og fer vel á því í Rauðum pennum. Kristinn Andrésson Jón Porleifsson á þakkir skilið fyrir grein sína um Picasso og gera Rauðu pennarnir vel að i senda mvnd af listaverki Pic- assos „Guernica“. með heftinu, Pórbergur skrifar þarfa og, snjalla ádeilugrein í sínum; gamla ,<dúr“. Skúli Quðjóns- son segir „lúnum trúu varð- mönnum“ til syndanna. Sveinn Bergsveinsson skrifar um Is- lendinga erlendis og eftir Helge Krog birtist löng og snjöll rit- gerð um „skáldskap og sið- Rnii“ > þýðingu Firíks Magnús-j sonar. En greinarnar, sem mesta eft- irtekt munu vekja, eru eftir Kristin og Gunnar Ben. Gunnar Benediktsson rekur í grein sinni „Litið um öxl“ þró- unarferil þeirrar kynslóðar, er nú er á bezta skeiði, og tekur dæmi af bekkjarbræðrum sín- um úr Menntaskólanum. Sér- staklega tekur hann Vilhjálm P. Gíslason og „bókmenntafræði“ hans í útvarpinu alvarlega til' bæna. Og Qunnar sannar 'enn með þessari grein að hánn er einhver snjallasti ritgerðasmið- ur (,,essayist“), sem uppi ,er á íslandi — og hefur þó þessari grein bókmenntanna mikið far- ið fram á íslandi á síðasta ára- tug. Kristinn Andrésson á þrjár greinar í Rauðum pennum og er það vel farið. I „ölafs sögu Kárasonar Ljós- víkings“ skýrir hann „Ljós heimsins“ og „Höll sumarlands- ins“ — og pað virðist nú orð- ið svo með be;t“i sagnaskáld Is-> lands að ekki verði hann að fullu skilinn fyrr en Kristinn hefur sagt sína meiningu. Svo var það um „Sjálfstætt fólk“ og svo er það enn. Pað verða vafalaust margir, sem fara að lesa Halldór Kiljan upp aftur, og með enn meiri ánægju og einkum þó dýpri skilningi, eftir að þeir hafa lesið þessa snjöllu ritgerð Kristins. I „Eldraunir :nútímans“ talar Kristinn hin dýpstu. alvöruorð hins menntaða og víðsýna Framh. * 2. síöa. Bókmenntirnar eiga að rerða alþjóðar eign Pað cí emw þáifur í mennín$ar~ og sjáífsíœö** ísbaráffu Islendínga aö gera bcsfu bókmennfír vorar aö eígn hvers Íslendíngs. Pegar talað er um íslenzkti þjóðina erlendis, þá eru það' flestir af þeim, sem á annað borð kannast við hana, sem þekkja hana sem bókmennía- Þjóð. Virðing annarra þjóða fyrir tilverurétti vorum sem sjálfstæðrar þjóðar byggist tví- mælalaust að nokkru leyti á virðingu þcirra fyrir bók- menntamenningu vorri, sem allt frá Snorra Sturlusyni til Hall- dórs Kiljans Laxness hefurhlot- ið verðugt lof erlendis. Pað er því í senn heilbrigður metnað- ur vor og sjálfstæðisviðleitni að vilja viðhalda liróðri vorumsem bókmenntaþjóð. En við erum ekki í raun og sannleika bókmenntaþjóð fyrr en öll þjóðin hefur eignast bók- menntir vorar. Að því verðum við að keppa. Sú viðleitni er um leið þáttur í því að gera alþýð- una frjálst hugsandi og lá!a h'ana' finna til máttar síns, því „mennt og máttur“. Það er svo komið, að meiri hlutinn af bókakaupum íslend- inga mun nú gerast fyrir jólin. Það er því um leið orðin þjóð- arnauðsyn að þessi kaup farf sem mest fram beinlínjisj í þein\ tilgangi að gera alla íslenzku þjóðina að bókmenntaþjóð, mið ist við það að koma list ogi menningu góðra bókmennta inn; á hvert íslenzkt heimili og halda þannig við og efla eina af þeim þjóðarerfðum, sém íslendingar geta verið stoltastir af. Því er rétt að blöðin kappkosti sérstak- lega um þetta leyti að fræða menn um þær bókmenntir, sem út koma nú, og leggja þannig sinn skerf til þessarar þjóðlegui menningarbaráttu. Sígphan G, Sfephansson; Andvfiknr ¥1 Bókaútgáfan Heímskríngla 1938 Sjötta og síðasta bindi af Andvökum er komið út. Bóka- vinum þarf iekki að segja, hver viðburður það er, Við hliðina á bréfum pg ritgerðum Stefáns, sem 1. hefti er nýlega kbmið; af hjá Pjóðvinafélaginu, opnar þetta Andvökubindi nýjar leiðir til að kynnast persónulega ein- hverju merkasta skáldi, sem þjóðin hefur eignazt. Þarna er t. d. fjöldi lausavísna, allt frá 1891, árinu þegar hann nær fer tugur, virðist fyrst skilja skáld- köllun sína og segir: Ég verð ekki, ef ég lifi alla daga: einskis-virði-íslendingur, ofan-á-litinn fátæklingur. En einhver fyrsta hugsun manns við að blaða í bókinni verður óskin um úrvalskvæði Stefáns í eiriu væou bindi, helzt með efnisskýringum, miðuðum við alþýðu mantia hér á landi. Um leið og Heimskringlu er þakkað þetta bindi, verður að skbra á hana að fresta ekkj því átaki, þótt erfitt sé, að búa úrvalsljóð hans til' prentunar og gefa þau þannig út, að þau komizt á hvert heimili á land- inu. Stefáni verður ekki lýst, þótt list hans og skarpskyggni í mannfélagsádrepum og persónu skilningi væri rædd og rakin í þætti. Persóna hans er svo heil og steijk1 og stórfelld, að einungis verk hans sjálfs eru samboðin lýsing. I þessu bindi, Andvakna eru ekki fullgerð mörg höfuðkvæði (þó: „Erfðir“ um Ásdísi og Gretti). En um endilanga bókina hittum við á dreif glampa af Stefáns göfugu lund. Fram yfir sjötugt sér ekki, elli á honum og til dauða, 74 ára, stóð hann við hreystiyrð- in frá 1891: Víst er það lánsæld að lifa og njóta og leika og hvíla sem hugur- inn kýs, en mér finnst það stærra að stríða og brjóta í stórhríðum ævinnar mann- rauna ís. Pann ferðamann lúinn ég lofa og virði, sem lífsreynslu-skaflana brýtur á hlið, en lyftir samt ævinnar armæðu- byrði á axlirnar margþreyttu og kiknar ei við. Brotin sum í VI. bd. verða ógleymanleg eins og þetta úr Guðbjarti Glóa: FRAMHALD Á 2. sí0U. Kristleifur Þorsteinsson. Héraðssaga Borgarfjarðar IL bínáí, Reykíavik 1958, * Fyrsta bindi bókar þessarar kom út fyrir þremur árum, og var því á ýmsan hátt nokkuð' áfátt. Saga Borgarfjarðar á fyrri öldum er Guðbrandur Jónssort' skráði var svo léleg að undrutn sætti, og þáttum Kristleifs Pör- steinssonar var of þröngur stakk ur skorinn. Pættirnir eru fyrst og fremst endurminningar höf- undarins um eigin æfiogættar- saga hans. Sem slíkir eru þeir ágætir, skipulega samdir og rit- aðir á léttu blæfögru alþýðu- máli, en þeir áttu ekkert er- indi sem heild inpl í héraðssögt una. Með þessu bindi opnazt sýn yf- ir rýmra svið. Héraðið blasír við sem heild. Bókin hefst á kvæðí Einars Benediktssonar, „Hauga-' eldur“, er hann orkti einu sinni á sigling um Borgarfjörð. Ann- ars er meginhluti bókarinnar framhald af þáttum Kristleifs og annáll Mýramanna eftir Ásgeir Bjarnason frá Knarrarnesi. Gæt-. ir nokkuð hins sama með frá- sögn Kristleifs, en þó er saga hans hér stórum betri sem hér- aðssaga, rýmri og almennari og hvergi horfið út yfir takmörk' héraðssögunnar og inn á svið einkamálanna. Saga Ásgeirs um Mýramenn á ekki lítinn þátt í því að skapa héraðssvipinn, þar sem Kristleifur dvelst einkum við syðri hluta héraðsins og innsveitir þess. Er frásögn Ás- geirs hin skilmerkilegasta og skemmtilega rituð. Báðar gefa greinarnar góða hugmynd um héraðsháttu eins og þeir munu hafa verið í Borgarfirði á 19. öldinni. Þá erlu í bókinni ýmsar minni ritgerðir um sérhæfari efni eft- ir ýmsa. Má þar nefna grein. Péturs G. Guðmundssonar um flóðgarð er Borgfirðingar hugð- ust að reisa þar sem Grímsá fellur úr Reyðarvatni. Átti á þann hátt að þurrka Upp ána, svo að hægt væri að taka lax og silung á þurru landi. Por- steinn Jósepsson rithöfundur á í bókinni lýsingar á borfirzkri. náttúrufegurð. Er greinin mjög flaumósa og skýtur höfundur yfir markið, ef það hefur verið að lýsa náttúrufegurð héraðs- ins, en ekki átt að vera einskon- ar stílæfing með sínu lagi., Loks á Pórunn Sivertsen í jHöfa mjög alúðlega grein í bókinni um fjármanninn sem hrekst úti hjá fé sínu í stórhrið. Borgarfjörðurinn er fyrst og fremst landbúnaðarhérað, og hefur verið það frá öndverðu. Á landbúnaði hefur öll afkoma; héraðsins byggst. I bókinni hafa| FRAMHALD Á 2. ^ðu. Síg. B. Gröndal: Skríftir heídingjans Fágað ljóðrænt form, hrif- næ»n íhugsun, stundum heim- spekileg íhugun, blandin lífs- þreytu, stundum ósvikin nátt* úrugleði mainns, sem notið hef- ur ofurlítilla samvista við nátt- úruna, — þetta er það, sem einna mest ber á í bókinni. Eldri rit höfundar eru Glettur (ljóð), Bárujárn og Opnir glugg ar. Heiðnin er ekki auðfundin þarna. Ádeilur eru kvæði eins og þessi: „Brauðijð var þurrt“, örstutt öreigasaga langrar ævij, — „Það em í dag“, jólakvæði, — „750 sálir er söfnuður prest- inum kær, á 1500 fótum“ o. s, frv. ogj í bókarlok stærsta kvæð- ið: „Jörðin brosir“. En bezt eru kannske sagan af kisu (XVIII. kvæði) og ljóði.ð um flúðina í fjöiunnii: „Landiðauða yljar“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.