Þjóðviljinn - 29.12.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.12.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 29. des. 1938. ÞJÓÐVILJINN fíTWFWlilM—TMgTBÍi »<■»■■■■«*«— lörgen Bukdahl: Víðsjá Þjóðvílíans 29«. 12« '38 Skáldskapur og bókmenntir tiiómnuiNN Otgefandi: SameiBingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Rttst jórnarskrifsto fur: H verfis- götu 4 (3. hæð), shni 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), shni 2184. Áskrjftargjöld á mánuði: Reykiavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,50. 1 lausasölu 10 aura eiatakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. Orsakir erfídlcíkanna* Menn segja að árið, sem nú er rétt að segja runnið í ald- anna skaut hafi verið erfiðleika ár. Svia langt geta menn verið sammála, en þegar farið er að ræða orsakir erfiðlieikanna, ja, þá versnar samlyndið. Flestir munu þo vera sam- mála um það, að ekki sé nátt- úmnni um að kenna. Orasið greri og heyið nýttist, svona eins og gengur og gerist, dg sjávarfang var í meðiallagi. Pví verður að vísu ekki neitað að bændur hafi orðið fyrir nokkr- um búsifjum af völdum sauðfjár, sjúkdóma, en það eru líka einu vemlegu skakkáföllin, sem at- vinnulíf okkar 'hefur orðið fyrir af völdum náttúrunnar. Ef við ræðum erfiðleikána við einhvern góðan og gegnan íhaldsmann, þá hefur hann skýringu á reiðum höndum. Innflutningshöfíin og ,,fjársukk“ stjórnarflokkanna, eru rót allra bölvana að hans dómi. Ef við gætum losnað við ríkisstjórnina iog innflutningshöftin, þá mundi hefjast Hér blómaöld. Petta er hin viðurkenda og sáluhjálplega trú, sem öllum íhaldsmönnum ber að játa. Tölum við hinsvegar við ein- hvern stuðningsmann ríkisstjórn arinnar, verður honum ekki eins greitt um svör, þegar spurt er um orsakir erfiðleikanna. Stundum heymm við að inn- flutningshöftunum hafi ekki verið beitt nógu skárplega, að stjórninni hafi ekki tekizt aði framkvæma, nema að nokkm leyti, þá stefnu, sem stuðnings- flokkar hennar hafa mótað. Öll svör, jafnt íhaldsmanna sem stjórnarsinna, við spurning- um um hvað erfiðleikunum veld ur, er vægast sagt út í hött. Það er sem sé hvorki innflutn- ingshöft, ,,fjársukk“ ríkisstjórn- arinnar, né skortur á fram- kvæmd innflutningshaftannat sem breytt hefur góðærl í hall- æri fyrir okkar fámennu þjóð. Erfiðleikar þeir sem nú hrjá þjóð vora, er ekki sérkennileg- ir fyrir okkur, þvert á móti, samskonar erfiðleikar þjaka all- ar auðvaldsþjóðir heimsins, og þannig hþ'tur það líka að vera, því erfiðleikarnir em afleiðing af auðvaldsskipulaginu, þeir fylgja því eins óumflýjanlega eins og nótt degi. Próunin á sviði tækninnar, hefur komið atvinnulífi þjóðarinnar á það stig, að það verður ekki rekið með sjónarmiði auðsöfnunarog einkáhagsmuna fyrir augum án þess að því fylgi þau ömurlegu fyrirbrigði ,sem kölluð em kreppxir. Þetta er sú staðreynd, sem enginn sósíalisti mágleyma, erfiðleikarnir, kreppan, em sjúk' Þegar Salka Valka kom út vom allir sammála um að þarna var nýtt skáld, kannske hið verðandi höfuðsk’áld. I bók- inni var óskapnaður og ójafn- vægi, fullt af gamni örvænt- ingarinnar, áróðri og kíommún- istisku skrafi. En höfundurinrl var sá listamaður, að sk’áldgáfa háns var alls staðar skbðun- unum yfirsterkari. Hann skraf- aði að vísu aftur á bak og á- frarp| í h'verjum kimjaj í bókinni, og var áð skýra orð og gerðir persóna sinna. en yfir öllu þessu lét hann hvelfast him- inn skáldskapar tog vitrana og í kring mannlíf og náttúra, fagrar, kyrrar stundir í þessari ókyrnu bók. Bækurnar, næst á eftir urðu ekki miklu betri að byggingu og formi. Rithöfund- inum og skáldinu kom ekki saman. Rithöfundurinn vildi í sífelíu segja skioðun sína, en skáldið bara gefa sig innblæstr- inum og vitmnunum á vald. Ár- angurinn varð röð af átakanleg- um og hneykslandi bókum, gull- sandur í árfarvegi, sem viða er þorrnaður. Síðustu bækur hans, LjÓ9 hleimsins, frá því í fyrra, og Höll sumarlandsins í ár, eru um það, hvernig skáld skapast og hvernig eðli þess er eigin- lega. íslenzkt skáld náttúrlega, afmúgaskáld, er það, sem við er átt, en þó ætíð svo, að hið almenna er gmndvöllur þesá sérkénnilega og lyftir persón- unni upp úr því staðbundna Bækúrnar eru fagrar og hríf- andi, þær fegurstu, sem birzt hafa í Danmörku í mörg ár, hvíld fyrir hugann, uppbygg- ing fyrir andann. Hér er maður, sem leikur á celló-fiðlu mitt í rugluðum og mglandi saxófón- glym tímans og sjúklegri klifun á ,,slögurum“ — undirleiknum við alla okkar sjóndeildar- hringslausu siðleysingjamenn- ing. Um hvað eru þá bækurnar? Já, það vilja menn vita nú á dögum; því að eitthvað þarf að gerast í þeim til þess, að lífið sanni þar virðuleik sinn og verðmæti. Það verður eitt- hvað að gerast, rúður verður að brjóta, Austurríki verður að hertaka, þjóðina verður aðkalla til vopna, Danmörku verður að frelsa o. s. frv. En skáldskap- urinn lætur aldrei neitt gerast; skáldskapurinn er alltaf það, sem hann er, heimur andans, aiuðlegð hugarins, fögur ský, sem hvíla lengi yfir bláfjöllum í fjarska; allt, ekki neitt; — sápubólur, sem maður blæs upp, fjólubláir glampandi hnettir, sem lyftast til himins og spegla í sér heim, ljós hleimsins, höll sumarlandsinjs, hið brothættasta af öllu brot- dómar auðvaldsskipulagsins, Það er hægt að beita ýmsum læknisráðum til þess að bæta líðan sjúklingsins, en fullkom- inn bati fæst ekki. Sjúklingur- inn, auðvaldsskipulagið, er ó- læknandi. Það er búið að vinna sitt sorglega hlutverk, og því á það að hverfa eins og hven annar úreltur hlutur, ög í þess; stað á skipulag sósíalismans að kíoma. S. A. S. h'ættu og þó er það eitt, sem eilíft lifir. Ríki i’ísa og sökkva, einvaldar drottna, d|eyja og gleymast, en fegurð, andi og skáldskapur líða ekki undirlok. Napóleon las ,,Werther“ í skugga pýramídanna. Napóle- on er horfinn og verk hans, en „Werther“ lifir og hrífurmenn errn í dag, þýzkt ástúðlegt um- hverfi, ball í sumardýrð þög- ulla fjalla Þýringaskógar, ofur- lítil hjartasiorg, bros Lottu . . . en það er ríki, sem hVerfur aldrei. Andinn bíður stöðugt ó- sigur í daglegri baráttu sinni við efnið. Hann er krossfestur kvalinn og pyntaður, séttur í fangaherbúðir, rekinn úr landi, en hann rís sífellt á ný, brýtur brodd diaúðans og gaddavírs-. girðingar valdhafanna. Þessar síðústu bækur Lax- ness tvær eru annars á ytra borði um lítinn, fátækan dreng sem fer á hreppinn og fær ör- lög hins útskufaða úr þegnfé- laginu, þau, að á honum hefn- ast allir fyrir eigin böl. Dreng- urinn Ólafur Kárasion Ljósvík- ingur er settur niður á bæinn Fóf undir Fótarfæti. Hann verð- ur að strita fyrir mat sínum, hunzaður og barinn, þangað til hann veikist og fer í rúmið. Þar liggur hann á sveitarkostn- að og til þess láta allir hann finna. Með logandi reiði hefur Laxness Iýst bæjarbragnum og skvggnzt inn að þeirri nálega sadístiskú nautn, sem fólk getur haft af því að kvelja varnar- lausa. En Ólafur Kárason þolir það. Hann á sinn eigin heim, veröld andans og hrifningarinn- ar, þar sem hann finnur guð. Hann hefur lesið þjóðsögurnar, smásögur Péturs biskupis Og Lúkasarguðspjall. Sjálfur yrkir hann og skapar sér heim, sem bætir honum upp eymdadaí þeirrar tilveru, sem er örlög hans. En svo á hann að fermíast og læra barnalærdóminn. „Quð barnalærdómsins, það var ekki guð upppnumningar og vitrun- ar, heldur hinn gamli kunningí úr postillunni, og drengnum gekk illa að skilja hann og fá hug á honum. Magnína varlát- in hlýða honum yfir. Það var þululærdómur. Það var hætt við að glompa dytti á guð, ef maður sleppti úr einu orði . . .“ Með vægðarlausu raunsæi og bitru háði er lýst samvistum hans við heimasætuna á bæm um. Samkennilegt við allan stí! Laxness er þetta: „Þegar öllu var á botninn hvolft, þá skildi heimasætan Magnína ekki and- ann, eða réttara sagt misskildi hann að verulega leyti. Hún las ekki heimsbókmenntirnar ti! lað láta sálina líða frjálsa um þau æðri svið, sem heilsulaus sveitarómagi heldur að sé full- kiomnasta stig lífsins, heldurtil að friða eða ófriða einn þung- an, þefmikinn kropp. — — — Bæði kristindómurinn og bók- menntirnar voru fyrst ogfremst líkamsþurftir, sem biðu sínsúr- slitadómis í líffærum fyrir neð- an þindina. Hvernig átti hann, þessi mjói sveitarómagi, nokk- urntíma að geta orðið kristileg- ur og skáld í augum hennar, svona digurrar?“ Eins og ofur- smár k’rossberi Drottins finnjsf honum hann vera í umkiomu- leysi sínu. Sem skáld verður hann að þola ranglætið og miskunnarleysið til þess að gæzkan og fegurðin megi lifa meðal mannanna. Á kviktrjám er hann fluttur á sveit sína og verður heilbrigður við krafta- verk. Ljósi heimsins lýkur með því að hann hittir skáldið mikla Guðmund Qrímsson Grunnvík- ing, sem er mynd Laxness, dregin sterkum dráttum, af ís- lenzku alþýðuskáldi, Sigurði Breiðfjörð, Bólu-Hjálmari, þessum alþýðusálum á alheims- mælikvarða, sem aldrei náðir fullri viðurkenningu á íslenzk- an bókmenntamælikvarða sinn- ar tíðar. Hið aldna skáld — „nú var hann löngu hættur að vera maður, þetta var þulur aldanna, höfundurinn, sem eng- ar ógnir náttúrukraftanna gátu fengið til að leggja frá sér bók og fjöður, þetta hrikálega and- lit, það var hið ósigrandi and- Iit ís!ands“. Höll sumarlandsins er frá unglingsaldri Ólafs Kárasonar. Það munar ekki miklu frá bernskuárunum. Hann er not- aður, ýtt til hliðar, umborinn, þegar skáldgáfa hans getur orð- ið að gagni. Kringum hann er lífinu lifað með öllu þess svindli og svikum. Þessu umhverfi hef- lur Laxness lýst í ýtarlegri, safa- ríkri frásögn, rissað upp marg- ar ógleymanlegar týpur, fram- kvæmdastjóra Viðreisnarfélags-. ins, Pétur, sem vanur var að taká út úr sér efri tanngarðinn til að strá á hann neftóbaki, prest, sem lagt hefur hendur i skáut og berst fyrir straumi, lækni, sem er drykkfelldur, noskna könu, sem yrkir o. s. frv. Hamsun er í þessu ölluj („Börn av Tiden“ og „Segel- foss By“). En Laxness er ferisk- ari í biturhæðnum „impression- isma“ sínum, sem allt gefur í sk’yn, og í undirhyggjufullrí kænsku. Norska stórskáldið1 sýnir náttúrlega listamannsyfir- burði sína, þar sem Laxness' kástar stundum í reiði sinni! trompunum, sem hann hefur á hendinni, svo að upp kemst um allan tilgang spilamennskúnnar. Annars skal ég ekki fara að rekja þessa sögu. Það væri að fara að reyta blöð af blómi til þess að gefa hugmynd um vöxt þess og litblæ, vænleik' og angan. Framsetning efnisins er í aðra röndina eitthvað klaufa- leg og jafnvægislítil, margtfell- ur niður óljóst og ófullgert, annað er aftur gert af næmleik og nákvæmni, svo að vekur i undrun. Og bókin er svo íif- þindi, að ég þekki fáar eins; • frjáls innblástur skáldsinjs sveifl- ar sögunni áfram yfir allt, sem finnst þar veikt og gallað. Húrí er samin við háþrýsting í sál-i inni, þegar sýnir ryðjast fram og skapa titring stílsins, léttan hitaæsing, þetta sem tendrai* bjarma skáldblekkingarinnar og veldur beinni snerting höfund- ar og lesanda. Hlustið á þessari setningar og láiið þær verká á eitthvað rneira en þau fimm skilningarvit, sem geta rann- sakáð, hvort sálarfræði þeirra sé í lagi og hægt að þekkja' þetta allt í veruleikanum. Það er Ólafur og skáldið Örn úlfar, sem talast við: „Ég þoli þetta ekki“, sagði Ljósvíkingurinn og stóð upp og ætlaði að hlaupa burt. „Ég þrái fegurð, fegurð, anda“, sagði hann pg horfði nær gráti út í himinblámann--------“. örn svar- ar: „— Ég veit alveg eins vel og þú, hvað er fegurð og jafnvel hvað er andi, þó þú sért sjálf- þara kenndur v|ið úlf og örn. Eegurðin, það er jörðin, það er grasið á jörðinni. Andinn, þáð er him- ininn með ljósi sínu yfir höfð- um okkar, loftið með þessum hvítu skýjum sumarsins, sem dragast saman í flókla og greið- ast sundur. Ef það væri til rétt- lætíi í veröldinni, þá ætti ég að- ejns eina ósk, og hún væri sú, að rnega liggja upp í loft í gras- tnu, í þessu himneska Ijósi, og horfa á skýin. En hver sem heldur að fegurðin sé eitthvað, sem hann geti motið sérstaklega fyrir sig sjálfan, aðeins með því að yfirgefa aðra menn og lioká augunum fyrir því mann- lífi, sem hann er þáttur af, — hann er ekki vinur fegurðarinn- ar. Hann endar annaðhvort sem sk'áld Péturs þríhnoss eða pró- kúristi hans. Sá, sem ekki berst hvern einasta dag ævi sinnar tili hinzta andartaks ævi sinnar gegn þeim fulltrúum þess illa, gegn þeim lifandi ímyndum þess ljóta, sem stjórna Sviðirís- víkureigninni, hann guðlastar með því að taka sér nafn feg- urðarinnar í munn“. Þarna sést þungamiðjan írit- mennsku Laxness. Þarna er bent inn til jreirra árekstra í sálinni, sem gefa list hans á- stríðuna: Réttlætisbarátta, sem gerir hann að kommúnista og leggur í sögurnar skárpa þjóð- félagsádeilu, vægðarlaust raun- sæii í lýsingum, beiskjuþrunginn sálarlífsskilningur og oft óeðli- lega einhliða, og svo skáldgáfá af frumlegustu tegund, hæfileikí til uppnumningar í heimi feg- urðar og anda. Það er háspenn- an milli allra þessara hluta, sem gerir bækurnar ósléttar, með Janusarandlitin tvö, tvísæjar,; þótt ekki séu tvíræðar. Frh. [i *, Prentmyndastofan i.F.inuk býr til 1. fiokks prent. myndir fyrir iægsta icrt. Hafn. 17. Símí 5371. SÓSÍALISTAFÉL. RVÍKUR. SKRIFSTOFA fclíagssns cf í Haínafsffætí 21 Sími 4824. Opin alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. Félagsmeun eru áminntir um að koma á skriístofum og greiða gjöld sín. Þeir félagsmemi, sem ekki hafa fengið skírteini geta vitjað þeirra á skrifstofuna. STJÓRNIN. Menn hata veitt því eftirtekt, , að prófessor Guðbrandur Jóns- son, áður doktor, er tekinn að 'rita í Alþýðublaðið síðan ha,nn féll í gegn hjá Vísi á spá- mennskúnni um 'erindisflutning Björns Þórólfssonar í útvarp- i inu. Menn hafa leitað ýmislegra skýringa á þessu dularfulla fyr- irbrigði og eru þessar meðal' annarra: 1. Einhversstaðar þurfa viond- ir að vera“. Guðbrandur Ieit- aði þá fyrst til Alþýðublaðsins, er hann var útrekinn frá Vísi- Áður þótti honuin Alþýðublað- ið ekki nógu fínt handa rithöf- undi, sem fyrst varð doktor og síðar varð prófessor. 2. Alþýðublaðið sá fyrst og skildi verðleika Guðbrands, er hann tók að stunda spájmennsk- una með árangri. 3. Finnboga Rút hefur ekki verið um Guðbrand gefið, en Stefán Jóhann hefur alltafhald-' ið hann fínan pappír. Þegat Guðbrandur er farinn að fá inni í Alþýðublaðinu er það af því að Finnbogi ræður ekki lengl ur yfir blaðinu, heldur Stefán Jóhann. Hvert er réttast? Eða eru á þessu enn réttari skýringar til? Danskur leynilögregluinaöur het- ur fundið upp þægilegt „patent til,þess að verja „hnakka“ á reiðhjól um fyrir vætu. Kvaðst hann sem iögregluþjónn hafa að jafnaði far' íð á hjóli til vinnu sinnar og pótt slæmt er setan blotnaði. *• Nemendur Kaupmannahafnarha- skóla eru nú samkvæmt nýútkomn- um skýrslum 5483. Hefur nemend- um skólans fjölgað um 175. hafa innritað sig á árinu 890 stu- dentar. Stúdentar rækja einkum lög' fræði, cn þeim er lesa læknisfræói fer heldur fækkandi. Árið 1913 voru aðeins 2735 nemendur við Háskól- ann svo að tala þeirra hefur tvö- faldast. Af nemendum háskólans eru 1185 konur. «* Enski veðurfræðingurinn Thomas Kershaw hefur að undanförnu dval' ist við jöklarannsóknir í Grænlandi og kom hann til Kaupmannahafnar nokkru fyrir jólin. Skýrði hann sV° frá, að jöklar færu þverrandi 1 Grænlandi og taldi hann það orsök þess, að veðrátta væri að batna 1 norðanverðri Evrópu. ** Meira en 90°/o af ölium papþ‘r’ sem búinn er til í heiminum er unninn úr timbri. Af pappír eru al's búnar til um 25 milljónir tonna ár hvert og er það mörgum sinnum meira en um síðustu aldamót. AÚS er eytt til pappírsgerðar 120 múb teningsmetra af timbri, en það svar- lar til þess að höggvinn væri u?p árlega skógur, er næmi jafnmik111 ummáli og hálft Þýzkaland. Þan^ mestur hluti þess timburs, sem n0Í/ að er til pappírsframleiðslu er grenI , . *• Þá kemur gervjsilkiiðjan ekki síð ur við skógana. Tii hennar þarf ar lega um milljón tonn af „oellulose En þrátt fyrir þessa miklu notkun til gervisilkiiðju nemur hún aðeins iitlum hluta af þeim við er fer 11 pappírsgerðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.