Þjóðviljinn - 22.10.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1939, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 22. október 1939. ó Ð V I L J I N N þiðmnuimi ftgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritst jórnarskrif stof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á raánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. „Föðurlandsási" valdhafanna. Engin ásökun er nú tíðari í munni hræsnaranna í herbúðum burgeisastéttarinnar en sú að só- sialistar séu landráðamenn. Ekki er þetta frumleg ásökun hjá leigu- þýjum burgeisanna. Þetta er sú ásökun, sem afturhaldið alltaf hef ur tönnlazt á gagnvart sósíalist- um frá því þeir hófu starf sitt í heiminum. Undir þessu yfirskini var Marx rekinn úr föðurlandi sínu. August Bebel og Wilhelm Liebknecht voru fangelsaðir fyrir „föðurlandssvik” 1870, fyrir að vera á móti stríði þýzka auðvalds- ins. Karl Liebknecht „fyrir sömu sök er gerður svívirðing í eigin hóp og dæmdur” segir Stephan G. um hann. Jean Jaures er myrt- ur af þjóðrembingspostulum Frakka. Lenin er úthrópaður um alia álfuna sem þýzkur njósnari og föðurlandssvikari. Það þarf því engan að furða, þó andlegir veslingar íslenzkrar burgeisastétt- ar tyggi upp það, sem erient aft- urhald hefur japlað á í heila öld. Það hefur aldrei farið mikið fyrir frumlegri hugsun í heila þeirra hvort sem var. Ástæðan til hatursins er aug- ljós. Sósíalistar berjast fyrir því að verkalýðurinn fái fullt frelsi til að hækka kaup sitt. Þeir heimta að hann fái hollar og ódýr- ar íbúðir að búa í. Þeir vilja fá að reisa verksmiðjur, svo atvinna verkamanna vaxi. Þeir berjast fyr ir réttlæti í þjóðfélaginu, svo hin- ir ríku og voldugu fái ekki að fé- fietta þá fátæku, eins og nú tíðk- ast. Fyrir þessa baráttu hata vald- hafarnir sósíalistana, þó þeir þori ekki af skiljanlegum ástæðum að segja hið sanna um orsökina. Þess ir valdhafar þykja3t elska föður- landið, — en hvað er það, sem þeir elska. Þeir elska skrauthýsin sín 00 ef til vill elska þeir kjallara- íbúðirnar, sem verkamennirnir verða að hýrast i, — því þær gefa burgeisunum gróða og þvi halda þeir þeim við. En þeir hata verka- mannabústaðina og banna nú með ofbeldi að byggja þá áfram, en ræna fénu, sem átti að fara í þá, handa bitlingalýð sínum. — Vald- hafarnir elska háu launin sín og bitlingana, en verkalýðnum hóta þeir fangelsunum fyrir lög- brot, ef hann vill fá laun, sem eru fjórðungurinn af þeirra laun- um. — Valdhafarnir elska gróð- ann og völdin, sem verksmiðjur og atvinnufyrirtæki þeirra gefa þeim, og láta alþýðuna borga, ef þeir tapa, — en vilji alþýðan koma upp verksmiðjum sjálf, þá sameinast öll klikan um að hindra Utanríkisstefna Sovétríkj anna Það er vissulega ekkert undariegt þótt margúr hafi orðið ruglaður út j af þeim atburðum, sem gerzt hafa | í heimspólitíkinni síðustu dagana. ( Þeir hafa skollið yfir eins og reið- ' arslag. Það er háð styrjöld ekki þðeins á landí, i lofti .og á legi held- ur líka á öldum útvarpsins o(gfí d’áfk um blaðanna. Þeim andlegu styrj- aldartaskjum, sem drottna í landi voru er að mestu leyti beitt í þágu eins striðsaðilans, Chamberlainstjórn arinnar. Það er því ekki undarlegt þó það tækist að svipta fjölda fólks ráði og rænu. En á slíkum timum riður á því fyrjr okkur sósíalista og verklýðsstéttina alla að hafa vald á tilfinningum sínum, hafa heila- -frumurnar í lagi og kunna að beita yfirburðum hinnar marxistisku hugs unar. Þjóðstjórnarflokkarnir vita vel að þeir stancla vel að vígi til þess að rugla fólk og æsa það upp út af því, sem er að gerast í heiminum. Aftur á móti vita þeir um veik leika sína innanlands. Þessvegna leggja þeir allt kapp á það að jagazt sé um alþjóðamálin, til þess að það gleymist sem nær liggur. Þetta bragð má ekki takast. Við sósíalistar verðum að einbeita kröft- um okkar að innanlandsmálum. Þar er okkar verkefni fyrst og 'fremst. Hitt er jafn ljóst, að það er slrýlda okkar að gera sjálfum okkur og öðr um, sem bezta grein fyrir þeim úrslitaátökum, sem nú eru að gerast’ í veraldarsögunni. Ef það tækist. að svipta okkur ráði og rænu á mati okkar á slíkum grundvallarat riðum, þá liði varla á löngu áður en við misstum allt skynsamlegt vit í innanríkispólitíkinni líka. Því hefur verið haldið frain meira að segjaj í gr»3in í Þjóðviljanum, að Ráðstjórnarríkin hafi gerbreytt um stefinu í ufanríkismálum siðan þau afsöluðu sér réttindum sínum í Kína. Þá hafi stefna þeirra í ut- anríkismálum miðast við hagsmuni sósíalismans. En nú miðist hún að- eins við hagsmuni þjóða Sovét-ríkj anna. Og úr því að það er stefnu- breyting að hætta að miða stefnu sína við hagsmuni sósíalismans, en fara að miða hana við Sovétríkin, þá liggur í hlutarins eðli að hags- munir sósíalismans og þjóða Sovét- ríkjanna fara ekki saman. Enda er sagt að það nái engri átt, fyrst svona sé að sósíalistar í auðvalds- löndunum „bindi sér byrðar” með því að taka afstöðu með utanríkis pólitík Sovétrikjanna. Og úr þvi að utanríkispólitík Sovétríkjanna er „byrði” fyrir sósíalistana í auðvalds löndunum, þá skilst manni að það sé ærjð djúp mótsetning milli hags muna þjóða Sovéfríkjanna og sósí- alismans í heiminum. Það er líka fyllilega gefið í skyn, að Sovét- stjórnin liafi nú látið allan stuðn- ing við fralsisbaráttu þjóðanna nið- ur falla, en tekið upp landvinn- ingastefnu til að undjroka aðrar | þjóðir. Og það ér réttilega tekið fram, að þegar ekkert er í þjóð- skipulaginu, sem knýr tjl landvinn inga, þ. e. þegar þjóðfélagið er orð- ið sósíalistiskf og mennimir, er með > völdin fara eru fylgendur hinna sós íalistisku hugsjóna, þá sé hættan á slíkri ofbeldispólifík úr sögunni.Eftir öllu þessu að dæma, þá hlýtur eitt hvað að vera í þjóðskipulagi Sovét- ríkjanna, sem knýr til landvinninga, eða þeir, sem með völdin fara, eru það með einokun sinni og kúgun. En þessir valdhafar þurfa eng- um að segja að þeir elski Island eða þjóðina, sem í landinu býr, því þá mundu þeir ekki níðast svona á henni, fjötra hendur hennar, pína hana með álögum og banna henni allar bjargir. Þeir elska að- eins peningana, sem þeir geta pint út úr alþýðunni. Efiir Brynjólf ekki sósíalistar, með öðrum orðum Sovétríkin eru að hverfa af braut sósíalismans. — Niðurstaðan af öllum þessuin bollaleggingum hlýtur því að vera þessi: Sovétrikin hafa svikið stefnu sína og grundvallarhagsmuni verka- lýðsins. Allt þetta er byggt á eftirfar- andi spurningu, sem Molo.toff varp aði fram í ræðu sinni 01. ágúst 1939. | „Er svona erfitt að skilja, að Sovétríkin hafa og munu hafa eigm sjálfstæða stefnu, sem miðast við hagsmuni þjóða Sovétríkjanna, og aðeins þeirra hagsmuni”? Með þessari spurningu gerir Mol- otoff ekki annað en að minna á það, sem Stalin sagði fyrir meira en 5 t(rum síðan á 17. flokksþing- inu: „við höfum ekki miðað stefnu okkar við Þýzkaland, fremur en við miðum stefnu okkar við Pólland og Frakklamt. Við miðuðum stefnu okk ar áður við Sovétríkin og við mið- um stefnu okkar nú við Sovétríkin og aðeins við Sovétríkin”. Þetta útskýrir Molotoff svo Ijós Jega í þessari ræðu sinni, að enginn þarf að efast um hvað átt er við, er hann ’segir: „Annarsvegar voru fenska og franska stjórnjn, hræddar við árás- ir, og vildu þessvegna gjarna fá samning við Sovétstjórnina um gagn kvæma hjálp, að svo miklu leyti, sem þetta styrkti þær sjálfar, var til stuðnings fyrir England og Frakkland En á hinn bóginn öttuð ust enska og franska stjórnin að raunveruleg samningsgerð við Sov- étrikin um gagnkvæma hjálp gæti styrkt land vort, gæti orðið stuðning ur fyrir Sovétríkin, og það sýndi sig að þetta var ekki í samræmi við tilgang þeirra”. Og hann heldur áfram litlu siðar: „Það er skylda vor að hugsa um hagsmuni Sovétþjóðarinnar, um hagsmuni hinna sósíalistisku * Sovét- j lýðvelda. Þetta er því meiri skykla , sem við erum fastlega sannfærðir um að hagsmunir Sovétlýðveldanna og grundvallarhagsmunir fólksins í öðrum löndum fara algerlega sam- 1 an‘‘. Það er krossgáta, sem menn geta spreytt sig á að leysa, hvernig hægt er að finna það út úr ræðu Molo toffs, að Sovétríkin hafi nú gert þá stefnubreytingu að skeyta ekkert um hagsmuni alþýðunnar í öðrum löndum veymi pess að þau hugsi aðeins urn hagsmuni þjóða Sovét- ríkjanna! Jafn fjarri lagi er að halda því fram, að Sovétríkin hafi allt í einu snúizt öndverð gegn stefnu hins sameiginlega öryggis með þýzk- rússneska griðasáttmálanum, en liafi nú ekkert á móti því að fasistarík- in fái að vera i friði með fórnar- lömbin. Sannleikurinn er sá, að Sov- étlýðveldin hafa ein barizt hiklaust Og af einlægni fyrir sameiginlegu öryggi. Þetta hefor verið sfpfna Sovétríkjanna, en engin einkastefna utanríkisráðherranna, Iivorki Litvin- ovs né Molotoffs. Hefði þessi við- leitni Sovétríkjanna horið árangur, liefði hvorki Abessinia, Spánn, Aust urríki, Tékkóslóvakía, Albanía né Kína verið ofurseld og stórvelda- styrjöldin mundi þá ekki hafa brot- izt út. Sovétríkin telja stefnu hins sameiginlega öryggis jafn æskilega nú eins og áður. En stefna hins sameiginlega öryggis strandaði á auðvaldsstjórnum Bretlands og Frakklands af þeirri einföldu á- stæðu, sem hlýtur að liggja i a:ug!um uppi fyrir hvern sósíalista, að stjórn ir þessara landa eru ekki að berj- ast fyrjr mannréttindum og frelsi, eins og þær þóttust gera i s'ðustu styrjöld og þykjast enn gera í þess- ari styrjöld, heldur miða þessar Bjarnason. stjórnir utanríkispólitík sína við hagsinuni yfirstéttarinnar í löndum sínum, stéttarhagsmuni hennar, stór veldahagsmuni hennar. Þessvegna er styrjöld sú, sem nú geisar „inn- perialistisk” styrjöld landvinninga- þyrstra stórvelda, eins og sjálfstæð isflokkur Indverja, Mexikóríki og allir sósíalistaflokkar, sem ekki hafa orðið múgsefjun stríðsæsinganna að bráð, hafa lýst yfir. Molotoff rekur alla þessa sögu mjög ýtarlega í ræðu sinni. En þegar öll Evrópa er að fara í bál vegna þess að baráttan fyrir sam- eiginlegu öryggi hefur inistekizt, þá ,er að horfast í augu við staðreynd irnar, oj? það hafa Sovétrikin gert og reynt að styrkja taflstöðu sína svo vel sem kostur var, ekki aðeins gagnvart Hitler heldur líka gagn- vart öðrum gömlum og nýjunr óvin um Sovétlýðveldanna. Er þá að líta á hvernig það hefur tekizt í stað þess að berja sér á brjóst og segja: Hið sameiginlega .öryggi er komið i hundana, hér stend ég, ég get ekki annað, guð hjálpi mér, amen! Það er nefnilega háttur kommúnista, og ætti að vera háttur allra sósíalista að haga bardagaaðferðum sínum eftir því sem aðstæðurnar breyt- ast. Þvi er haldið frám að úr því að við emm ekki í neinum skipulags- tengslum við bolsévikkaflokkinn, þá ættum við ekki að gerast fótaþurrk ur fyrir pólitik Sovétríkjanna. En ef við værum nú í skipulagstengsl um við bolsévikkaflokkinn, væri þá eðlilegt að við gerðumst fótaþurrkur fyrjr iiólitík hans? (Ég bið menn að afsaka þó orðalagið sé dálítið svipað Alþýðublaðinu). Ég held yfir- leitt. að það sé hið mesta óráð að gerast fótaþurrka eins eða annars hvað sem öilum skipulagstengslum líður. En undarleg skoðun er það, að ef við séum ekki í skipulags- tengslum við hinn ráðandi flokk í ■ Sovétríkjunum, þá séum við lausir I allra mála, þá kæmi það okkur lít- j ið við hvort Sovétríkin hafa svikið hagsmuni verkalýðsins eða ekki, en skipulagstengslin geri það aftur eðlilegra að við tækjum upp vörn 1 fyrir allt þeirra athæfi. Þessar „útskýringar” á pólitík Sovétlýðveldanna eru að vísu ckki hótinu verri, en margar fullyrðingar sem við höfum séð í dálkum and- stæðingablaðanna ár eftir ár. Einu sinni fullyrti Alþýðublaðið t. d. að Stalin hefði fyrirskipað öllum konnn únistaflokkum í auðvaldslöndunum að hætta allri starfsemi sinni. Frá sjónarmiði andstæðinganna er þetta vel skiljanlegt. Þeir vita að Sovét- ríkin er sterkasta vígi verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíalismans og þess vegna er það eitt af höfuðat- riðmn í áróðri þeirra að níða þau niður. En þegar sósíalistar taka unp á því að gera hið sósíalistíska stórveírii tortryggilegt án þess að hafa gildar ástæður, þá er það Iétt úðarfull og ábyrgðalaus iðja. Þvi vonir verkaiýðsins um sigur sósíal fsman,s í þeim átökum, sem nú fara fram í heiminum eru tengdar við það að til er sósíalistiskt stórveldi, sem ræður yfir sjötta hlutanum af þurrlendi jarðarinnar’og hefur enga aðra hagsmuni en heildarhagsmuni alþýðunnar i öllum löndum. Ef verka lýðurjnn glataði Sovétlýðveldunum sem bandamanni þá væri það stærsta áfallið, sem verkalýðshreyf- ing nútímans hefur orðið fyrir og í augum alls fjöldans myndi baráttan •fyrir sigri sósíalismans í þeirri úr- slitahríð, sem nú er háð, ekki leng- ur vera raunhæf pólitík. Allar örök- studdar tilraunir til að gera Sov- étlýðvveldin tortryggileg miða að því að veikja traust manna á sósíalismanum og trú manna á sigur hans í stéttabaráttu nútímans; slik ar tilraunir eru árás á sósíalism- ann. 1 því sambandi er gott að minn ast þessara orða Dimitroffs: „Prófsteinnim á einlægni og heiðarleik hvers starfsmanns verka- lýðshreyfingarinnar, hvers verka- lýðsflokks og verkalýðssamtaka og hvers lýðræðissinna í auðvaldslönd unum er afstada hans til hins mikla lands sósíalismans‘‘. Ég tel nauðsynlegt að þess sé vel gætt, að það endurtaki sig ekki að inn í Þjóðviljann slæðist mál- flutningur, „er talizt geti stuðnmg ur viS amðvaldsárásir á samtök verkalýðsins i öðrum löndum eða óhróður um riki hans“, eins og Sósíalistafélag Reykjavíkur hefur einróma krafizt af miðstjórninni að vaka yfir að ekki komi fyrir. II. Við skulum nú leitast við að gera okkur grein fy rir atburðunuml i sem stytztu máli. Fyrst er að athuga orsakir þessar ar styrjaldar. Þær er'u í höfuðatrið um hinar sömu og orsakir síðasta stríðs, þ. e. barátta auðvaldsstór-i veldanna uin markaði og hráefni. Hinar sérstöku hagrænu orsakir þessa stríðs eru eftirfarandi: Krepp- an mikla, sem hófst 1929 leiddi til skarpari mótsetninga milli stórveld anna. Hvert land reynir að loka ný- lendum sínum, mörkuðum og hrá-* efnalindum sem mest fyrir hinum. Til þess að verjast falli spilla yf- irstéttir ýmsra landa út sínu síðasta trompi, og koma á fasistisku ein- ræði. Fasistarnir í þessum löndum taka upp algera hernaðarpóiitík. Allt atvinnulíf landanna er tekið í þjónustu hernaðarins. Þau leggja út í landvinningastríð með góðum á- rangri af því ekki er veitt viðnám. Italía leggur undir sig Abessiníu, Albaníu og Spán, að kalla má, Þýzkaland leggur undir sig Austur-* riki, Tékkóslóvakíu og Memelhér að og Japánir leggja undir sig Man sjúríu og hefja stríðið í Kína og búast jafnframt í strið gegn Sov- étríkjunum. En þessi ríki geta ekki stöðvað út- þenslu sína. Þau þola ekki frið, af þeim ástæðum sem nú skal greina: Allt þeirra atvinnulíf er tekið í þjónustu hernaðarins. Gullforðinn gengur til 'þurrðar. Þeir kraftar þrjóta æ meir, sem nauðsynlegir eru til þess að halda atvinnulífinu í gangi og viðhalda hernaðarbákn- inu. Ný kreppa veifar sigðinni yf- ir höfðum þeirra-r Eina úrræðiö verð ur áframhaldandi stríð, sem að vísu er flótti úr öskunni í eldinn. Þá er spurningin: var hægt að stöðva þetta stríð? Var nauðsyn- legt að láta ftalíu taka Abessiniu og Spán og Þýzkaland Austurriki og Tékkóslóvakíu? Vissulega ekki. Það vnr hægt að kom!a í veg fyrir það með sanieiginlegum öryggisráS- stöfunum Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Sovétlýðveldanna !og annarra landa, ems og Sovétríkin hafa alla tíð bar- izt fyrir. En það var ekki gert, heldur hjálpuðu Frakkland og Bretland fasistunum heinlínis til að leggja þessi Iönd undir sig. Á- I standið er nú allt annað en fyrir síðasta stríð. Nú áttu yfirstéttir Bretlands og Frakklands ekki að- eins kapitalistiska keppinauta um auðæfi jarðarinnar, lieidur miklu hættulegri fjandmann, sem voru Sov étlýðveldin og verkalýður þeirra eigin landa. Lif auðvaldsinsi í þess- um löndum er undir því komið, hvort þeim tekst að koma þessum andstæðingum á kné. Þessvegna dreymdi Chamberlain um að etja Þýzkalandi og Japan í stríð við Sovétríkin og til pess vildi hann styðja þessi fasistaríki, til þess síðan, er þéssi lönd væru löm- uð af langvarandi styrjöld, að geta komið og ráðið friðarskilmálunum í samræmi við drauma brezka auð- FRAMH. Á 2. SIÐU i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.