Þjóðviljinn - 22.10.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1939, Blaðsíða 4
þJÓÐVHJINN Or borglnnl Næturlæknir: I nótt og aðra nótt Halldór Stefánsson Ránar- götu 12, sími 2234; helgidags- læknir: Kristján Grímsson, Hverf- isgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Næturakstur. í nótt Aðalastöð- in, sími 1395. Námsflokkar Reykjavikur voru settir í gærkvöldi í Baðstofu iðn- aðarmanna. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld sjónleikinn Brimhljóð, eftir Loft Guðmundsson. Aðgöngumið- ar seldir í dag eftir kl. 1. Hjónaband. I dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú ölöf D. Úlfarsdóttir og Andrés Jóns- son klæðskeri. Heimili þeirra verð- ur á Þjórsárgötu 3. Frá höfninni: Kári og Tryggvi gamli komu af veiðum í gær. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í dag kl. 3 ef veður leyfir. Hið íslenzka prentarafélag held- ur fund í dag kl. 3 e. h. í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Útvarpið í dag. 11.40 Veðurfregnir. s 11.50—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plötur). Ýms tónverk. 17.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 19.30 Hljómplötur: Létt klassisk lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Islenzkir kór- ar. 20.30 Erindi: Stephan G. Step- hansson. I. (Sigurður Nordal prófessor). 20.55 Útvarpshljómsveitin leikur: Syrpa af norskum þjóðlögum. Tvísöngur (frú Elísabet Einars- dóttir og frú Nína Sveinsdóttir) a) Eg man þá tíð. b) Þó leið liggi um borgir. c) 1 rökkursöl- um. d) Heill þér fold. e) Ein yngismeyjan. f) Dýrðarfagri dalur vænn. g) Það laugast svölum úthafsöldum. 21.30 Kvæði kvöldsins. 21.35 Danslög. (21.50 Fréttir). 23.00 Dagskrárlok. tJtvarpið á niorgun: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Enska, 3. fl. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Þýzka, 2. fl. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Földesy leik- ur á celló. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Höfnum). 20.50 Samleikur á tvö píanó (Egg ert Gilfer og Fritz Weisshapp- el): Sónata í F-dúr, Op. 51, eftir Dvorák. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. ■ps Ný/ab'io a§ dal rísatrjánnal frá Ý Amerísk stórmynd VVarner Bros. Aðalhlutverkin leika: - Claire Trevor og Wayne Morris. Öll myndin er tekin í eðlileg- um litum. Sýnd kl. 7 og 9. HAMINGJAN BER AÐ DYRUM Amerísk skemmtimynd leik- in af Shirley Temple. Sýnd fyrir börn kl. 3 og 5. Síðasta sinn. G&mlal3ib % «•• Olympíuleikarnir I •?• 1936 Síðari hlutinn: „Hátíð fegurðarinnar. *•* f Sýnd í dag kl. 9. *g Þar sézt m.a, úrslitakeppni í !•! tugþraut, *|* knattspyrnu, * •;• kappsiglingu- og róðri, X linefaleik, •;• t sundi og dýfmgum. y ? sýndur í dag á barnasynmgu *t* kl. 5, á alþýðusýningu kl. 7. *|* * j og í síðasta sinn kl. 9. *»* . *i* I I 1 w.;-:-:-:-:-:-:-:-;-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:..:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:**:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:-:; | Leikfélag Reykjavíkur: | „Brimhljóð” * sjónleikur í 3 þáttum eftir Loit Guðmundsson I f f «;« SÝNING 1 KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 i dag. Kaupíö og dýrtfdín, Framhald áf 1. síðu lýðsfélagið á fætur öðru hefur krafizt þess að þetta hrópandi ranglæti verði tafarlaust afnumið, en svar stjórnarvaldanna er þögn og þrjózka. Ríkisstjórnin sparar ekki að gefa út bráðabirgðalög nú á síðustu tímum og skulu þau ekki öll átalin, en það gengur treglegar fyrir henni að verða við óskum verkamanna og samtaka þeirra í þessum efnum, en þegar Stefán Jóhann Stefánsson þurfti að beita alþýðu ofbeldi í bygg- ingafélagsmálunum sællar minn- ingar. Vaxandi dýrtíð krefst þess að láglaunastéttum landsins verði leyft að hækka kaup sitt sem dýr- tíðinni svarar. Engin sanngirni getur mælt á móti þessari kröfu. Ef alþýðan stendur sameinuð tekst engri ofbeldisstjóm að standa gegn henni til lengdar. Siguiður Guðmundsson skrif- stofustjóri hjá Eimskip er sextíu ára í dag, hefur hann starfað í þjónustu félagsins síðan það var stofnað. Messur í dag: I dómkirkjunni kl. 11 f. h. Friðrik Hallgrímsson og kl. 5 e. h. Bjarni Jónsson; í Fríkirkjunni kl. 2 og kl. 5 Árni Sigurðsson. Hlutavelta Fram verður í dag kl. 4 í íshúsinu við Slökkvistöðina. Á hlutaveltunni er margt ágætra muna og má þar nefna 750 krón- ur í peningum, 500 í einum drætti, sem verða afhentar á hlutavelt- unni. Auk þess eigulegir munir. Inngangurinn kostar 50 aura, og hver dráttur 50 aura. Hljómsveit leikur allt kvöldið. Ikviknun. 1 fyrradag kviknaði í Þvottahúsi, sem er áfast við hús- ið nr. 10 við Lauganesveg í Hafn- arfirði. Varð allmikill eldur í hús- inu, en brátt tókst þó að ráða nið- urlögum hans. Talið er að kviknað hafi út frá rafmagni. Valsmenn: Æfing í II. flokki í dag kl. 10,30 árdegis ef veður leyfir. — Ég er kominn hingað til yðar prestur minn, til að skýra frá þvi, að hún Stína mín og kýrin duttu í inógröf í gærkvöldi. Til allrar ham ingju gat ég þó bjargað henni aftur. Presturinn: — En hvað varð um kúna? , — Það var heimi sem ég bjargaði, en Stína drukknaði. Kínverskur stjómmálamaður, er var mjög frægur á síðari árum keisaradæmisins var einu sinni á ferð í Evrópu. Maður nokkur vildi sýna hinum aldraða kínverska stjórn málaskörungi sóma og sendi honum hund af völdu kyni að vinargjöf. Kínverjinn tók á móti gjöfinni og ritaði gefandaniun eftirfarandi bréf: Vegna heilsu minnar gat ég ekki neytt liundsins, en fylgdarinenn mín ir iwrðuðu liann og ég get sannfært yður um, að þeim smakkaðist hann ágætlega. Hvað er að sjá þig maöur, að þú skulir vera svínfullur dag eftir dag. — Ég er að drekkja sorgum mín- um, en þær vilja alltaf fljóta ofan á og því fer sem fer. GÓÐ RÁÐ Ullarföt skulu ætíð þvegin og skoluð úr heitu vatni, svo að þau hlaupi siður. Varast skal að dýfa peim í kalt vatn. Það er oft sterk lykt i nýmáluðum herbergjum. Til þess að ráða bót á því, er ágætt að skera lauk nið- ur á disk og setja diskinn inn í herbergið. Minnkar þá lyktin að miklum mun. Ef tei er hellt í glerkönnu, verö- ur hún oft gul að innan. Þessum lit má ná burtu með því að nudda könnuna innan með þurru salti. I Sfefna Sovéiríkjanna. .Framhald af 3. síðu. nú orðinn drottnandi aðili við Eyst rasalt. Bretar mótmæla en lýsa því jafnframt yfir að þeir fari ekki í strið við Rússland. Með öðrum orð um: „Við þorum ekki“. Svo lágt hefur brezka lieimsveldið orðið að lúta. Við þetta bætist, að Þjóðverj- ar neyðast tii að halda miklu af þerstyrk sínum í Póllandi af ótta við Rauða herinn og óeirðir í hinu her- tekna landi. Og samt sem áður verða þeir að setja upp sitt sætasta bros og iáta eins og þéttá sé allt saman gott og blessað. j íbúar rússnesku landanna innan ]>ólska ríkisins hafa i 20 ár verið undirokaðir af Pólverjum ineð ó- : bærilegum sköttum og kvöðum ! pólsku landeigendanna og pólsku fasistastjórnarinnar. Næstum árlega hefurallt logað þarna í uppreisnum, enda er „galisísku eymdinni’’ við- • brugðið. Eitt árið lét stjórnin brenna J til ösku 800 þorp (1930). Nú er landi pólska aðalsins skipt á milli ! bændanna. í stað skattanna og kvað' ! anna fá þeir nú traktorstöðvar. 1 stað þess að komast undir yfirráð annars enn illkynjaðra fasistarikis fá þeir nú að tala mál sitt og rækja þjóðiega menningu sina. Þeir fá að senda börn sín á úkrainska og hvítrússneska skóla. Og þeir fá að byggja upp sitt sósíalistiska þjóð- Ifélag í friði fj’rir erlendri yfirstétt, sem lifað hefur sníkjulífi á landi þeirra. Sumir vorkenna aumingja Pólverj- unum þetta. En ég þjáist ekki af meðaumkun með pólsku landeigend unum né heldur með fyrrverandi fasistastjóm Póllands fyrir að fá ekki að iofa þýzka fasismanum að taka þessi lönd herskildi. Sumir harma, að Rússar skyldu ekki virða gamla samninga við Pólland eftir að það var liðið und- ir lok. Þeir menn hljóta líka að harma það, að þeir skyldu ekki virða Brest-Litovsk-samninginn, eftir ósigur Þýzkalands. — Þá eru enn aðrir, sem harma það að Rússar skyldu ná hagkvæmum samningum við Eystrasaltslöndin, ef það hefði kannske verið ríkis- stjórnum þessara landa á móti skapi. Eins og kunngt er, eru rík- isstjómir þessar hálffasistiskar kúgunarstjórnir, sem eru komnar þannig til valda að alþýða þessara landa var brotin á bak aftur með þýzku hervaldi og hefur verið und irokuð síðan. Síðan hafa þessi lönd verið háð þýzku oo brezku drottn unarvaldi, sem togazt hefur á. Al- þýða þessara landa hefur krafizt hernaðarbandalags við Sovétríkin í samræmi við ótvíræða hagsmuni þjóðanna. Og svo finna menn til með ‘einhverjum yfirstéttarklik- um, sem ekki komast upp meðs það lengur að vera leppar er- lendrar yfirdrottnunarstefnu gegn sinni eigin þjóð. Menn eru tilfinn- inganæmir nú á tímum. Ef sovétstjórnin hefði hlaupið eftir slíkum bamaskap, þá væru Sovétlýðveldin ekki það stórveldi sem þau eru í dag, heldur myndu þau sennilega ekki vera til. Að vonum spyrja menn hvort allt þetta sé ekki hjálp við þýzka fasismann, sem menn þrá umfram allt að verði þjarmað að. En það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá, að aðgerðir Sovétstjórnar- innar eru stærsta áfallið, sem Hitler. hefur fengið. Jafnvel franska ríkisútvarpið sagði fyrir nokkrum dögum, að í raun og veru væri innrás Hitlers í Póllandi lokið með ósigri fyrir Þjóðverja — ekki fyrir Bandamönnum, held- ur fyrir Rússum. m. Hvað kemur næst spyrja menn ? Hver verða endalok og úrslit þessá stríðs? Það sem við fyrst og fremst vonum og þráum er að Hitlerfasisminn líði undir iok. Það er óvarlegt að spá nokkru um rás viðburðanna. En svo fram- arlega, sem stríðið dregst á lang- inn, er ekki hægt að hugsa sér önnur úrslit, en ósigur Þýzka- lands og hrun Hitlersfasismans. Ástæðurnar fyrir því að Hitler getur ekki haldið út í langvinnu stríði eru þær sömu og fyrir því, að hann þoldi ekki friðinn. Hann vantar hráefni, matvæli og fjár- magn, hann hefur þorra þjóðar- innar á móti sér og á i ófriði, sem á hverri stundu getur tekið á sig mynd alvarlegra vopnaviðskipta, við þær þjóðir, sem hann hefur lagt undir sig. Þjóðir Sovétríkjanna treysta því og við treystum því að alþýð- an í Þýzkalandi verði þess megn- ug að taka völdin, þegar Hitler er að þrotum kominn. En Chamber- lain þykist líka hafa sín tromp á hendinni. Hann treystir á þýzkar herforingjaklíkur, er ryðji Hitler úr vegi og bindi trúss sitt við Bretland. Hann treystir því, að honum takist með aðstoð slíkra bandamanna að skapa Þýzkaland, er verði einskonar fjárhagsleg ný- lenda Bretiands, í enn ríkara mæli en Weimarlýðveldið var, Þýzka- land, sem hægt yrði að nota gegn Sovétríkjunum. Að upp úr þessu stríði takist honum að skapa allsherjar-auðvaldsfylkingu gegn Sovétríkjunum. Hvort brezka heimsveldið fær eitthvað af þessum óskum sínum uppfylltar, eða hvort alþýðan í Þýzkalandi sigrar, fer eingöngu eftir því, hvort þýzki verkalýður- inn reynist hlutverki sínu vaxinn. En í báðum tilfellunum er gott fyrir Sovétlýðveldin að geta mætt því sem að höndum ber með öllum sínum styrkleika. Ef bragð Cham- erlains skyldi takast, er gott fyrir Sovétlýðveldin að hafa haldið á- fram hinni sósíalistisku uppbygg- ingu og styrkt herstöðu sína og hervarnir, meðan andstæðingarnir veiktu sig í innbyrðis styrjöld. En ef alþýðan í Þýzkalandi sigrar, þá verður væntanlega gert hernaðar- bandalag milli Þýzkalands og Sov- étríkjanna. Þá á hið nýja Þýzka- land á hættu vopnaða innrás brezka og franska auðvaldsins, eins' og Rússland áður. Og vissu- lega er þá gott fyrir Þýzkaland og alþýðu allra landa ,að Sovétrík in hafi atvinnulíf sitt og hervarn- ir í fullu lagi meðan Bretar og Frakkar hafa þreytt sig á stríði. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir öllu þessu, þegar at- huguð er utanríkispólitík Rúss- lands ,frá sjónarmiði Sovétlýð- veldanna og verkalýðshreyfingar- innar í heiminum. Þó að þýzki fasisminn sé erki- óvinurinn á núverandi tímabili, þá má ekki gleyma hinu, að brezka auðvaldið er sterkasti óvinurinn. í siðasta stríði fékk verkalýð- urinn sitt fyrsta stóra tækifæri og sigraði á sjötta hlutanum af yfirborði jarðarinnar. Nú eru horfur á að hann fái sitt annað í stóra tækifæri og við skulum ; vona að það verði notað betur en síðast, enda óliku saman að jafna. Nú hefur verkalýðurinn ekki ein- ungis auðgazt að reynslu síðustu styrjaldar, heldur hefur hann líka sósíalistiskt stórveldi sér við hlið. Það er engin ástæða til bölsýni. Enda þótt við eigum (þjáninga- tímabil framundan um stund, get- um við litið björtum augum á framtíðina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.