Þjóðviljinn - 17.10.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1940, Blaðsíða 4
Nœtarlœlcnír í inótt: Halldót Stef- ánssDn, Ránargötu 12, sími 2234. Nœturvörðcir er þessa viku i Reykjavíkurapóteki >)g Lyfjabúðinni Iðnnni. Ján Magnússon fil. kand. flytur í kvöld útvarpserindi um bréfaskóla. Otmrpið í dag: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19,00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19,25 HljómplötuT: Ungversk fanta- sía eftir Doppler. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um bréfaskóla (Jón . Magnússon fil. kand.) 20,55 Utvarpshljómsveitin: Itölsk rapsódía eftir Mezzacapo. 21.30 Minnisverð tíðindi (Sigurður Einarsson dósent). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Búkasafn Svipjóðar er iopið til útlána hvern fimmtudag . kl. 4— ,4,45 í Mjólkurfélagshúsinu, herbergi 47—49. Þeir sem hafa bækur að láni frá í vor, gjöri 'svo vel að skila þeim sem fyrst. Bókavörður Eyrbekkingafélag var stofnað hér í bænum á mánudagskvöldið. Stofn endur voru um 80, en fleiri hafa til- kynnt þátttöku, sem ekki gátu mætt á stofnfundi. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Þorleifur Guð- mundsson formaður, Ragnar Jóns- son varaformaður, Guðinundur Pét- ursson ritari, Lárus Bl. Guðmunds son gjaldkeri; meðstjórnendur: Sigrún Gísladóttir, Konráð Gisla- son, Aron Guðbrandsson, Ásmund ur Guðmundsson, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Ingibjörg Bjama- dóttir. Póst- og símamálastjórnin hefur keypt húseignina Aðalstræti 11 og 11 B, ásamt trjágarðinum á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Húsnœo is vwtlrœ ðin. Á síðasta fundi Bæjarráðs Reykjiavíjtur var lagt fram bréf frá félagsmálaráðu- neytinu varðandi húsnæðisvandræð- unum í bænum. Samþykkti bæjar ráðið að skora á rikisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til að fólki búsettu í bænum verði tryggð ur forgangsréttur að íbúðum þeim sem til eru. Barnavpmdarnsfnd Reykjavíkur og barnavemdarráð hafa skorað á bæjarstjórn að banna útivist barna yngri en 14 ára eftir kl. 7,30 að Ensknkennsla Áherzla lögð á talæf- ingar og framburð. Upplysingar kl. 5,30—7,30 Hallgr, Jakobsson Lokasfíg 18. Ætlar ríkisstjórnin að krefja Gort lávarð um Islendingana sem rænt var? Því eru Sígurður Fímmbogason og Þórhallur Pálsson ekkí Þegar brezka hervaldið á Islandi rændi tveimui* tslendingum í ^ágúst- mánuði s. 1. og flutti þá nauðuga af landi burt, þá bar herstjórnin hér það m. a. fyrir sig, að útkljáð yrði um mál þeirra utanlands. Nú erkominn hingað einn af æðstu hershöfðingjum Breta, Gort lávarð- ur. íslenzka ríkisstjómin hefur þar með tækifæri til að ítreka kröfur þjóðarinnar, um að þessum Islend- ingum sé skilað aftur, við einn helzta valdsmann Breta. Við skulum vona að hún gieri það. Brezka stjórnin vill fá menn til að trúa því, að hún sé að berjast fyrir Iýðræði, fyrir persónufrelsi og mannréttindum. Sjálf hefur hún nú látið ræna hér tveimur Islend- ingum og flytja af landi burt á sendír hesm ? sanici hátt og Hitler hvað eftir annað hefur látið ræna andfasistum erlendis og flytja þá til Þýzka- lands. Islenzka þjóðin — auðvitað að undanteknum brezku þýjunum við Alþýðublaðið — hefur mótmælt þessari tröðkun á mannréttindum og persónufrelsi íslenzkra borgara. Brezka herstjórnin hér hefur við- urkennt sakleysi manna þessara, en kvaðst vilja láta þetta verða víti til vamaðar. Sjálf lærði hún hins- vegar ekki betur af þessu, en að láta ríkisstjórnina gefa Þjóðverjum óbeinar upplýsingar um hvar Bret arhefðu hervamir hér, með birtingu á flæðarmálsauglýsingunni alræmdu Það er tími til kominn að Is- lendingarnir tveir séu sendirheim. Þjóðin krefst þess. líi EngiM seglr iri Esiiierðini Framhald af 1. síðu. Á þessari bílferð urðu Islending- arnir áþreifanlega varir við her- búnað þar nyrðra. I Rovaniemi hafði bætzt í hóp- inn Þórarinn nokkur Sigmunds- son, er verið hafði sjálfboðaliði hjá Finnum í stríðinu og unnið að víggirðingum með þeim síðustu mánuðina, sem Finnar eru að byggja við nýju landamærin. Ann- ar sjálfboðaliði, sem var í stríðinu Ásgeií Einarsson, vinnur enn að víggirðingum í Miehikkálá — að sögn Þórarins. Kvað Þórarinn og mikið komið af þýzkum hermönn- um til Rovaniemi. Vegsummerkin eftir stríðið í vetur blöstu hvarvetna við, er bílarnir nálguðust Petsamo og innan um eyðilegginguna voru hvarvetna að risa upp nýir her- mannaskálar, nýjar víggirðingar og önnur vegsummerki um nýjan stríðsundirbúning. Alltaf öðru hvoru urðu Islend- ingabílarnir að hægja ferðina vegna þess hve margir þýzldr her- flutningabílar voru á leiðinni, m. a. gríðarstórir tankbílar. Reyndi bílstjórinn í fremsta vagninum að vinna þessar tafir upp með því að aka siðustu 100 kílómetrana með slíkum ofsahraða að öllum ofbauð — og þurfti samt nokkuð til. Síðasti bíllinn kom til Tribuna í Petsamohéraði, — en svo heitir réttu nafni staðurinn bar sem Esja var — um klukkan 10 um kvöldið 4. okt. Urðu menn nú meir en lítið fegnir að komast um borð í Esju og fá loks hvíld. Var Esju svo siglt til Liinahamari og komið þangað kl. 6y2 um morguninn 5. okt. Ferðín med Esju hefsf Um 6-leytið um kvöldið var svo siglt á haf út. Bátsæfingar voru gerðar til þess að vera við öllu búin. Fyrstu dagana var stefnt eins og sigla ætti norður fyrir Island og héldu allir að haldið yrði beint heim. 8. okt. uppgötvuðu farþeg- ar að breytt hafði verið um stefnu og fór hrollur um flesta, er grun- ur þeirra rættist, um að sigla yrði inn á hættusvæðið, til að koma við í Kirkwall. 9. okt. lagðist Esja „til drifs” og var legið fyrir fullum Ijósum undan Shetlandseyjum. Var það slæm nótt og voru allir í fötum. Næsta dag var aftur haldið af stað og kl. 3 þann dag var lagst fyrir akkeri við Vestri-Papey. Voru ljós slökkt og allir farþegar aftur látnir vera í fötum. — Var Esja og allir farþegar hennar settir í óþarflega mikla hættu með því að verða að fara þessa leið. 11. okt. um morguninn var hald ið til Kirkwall. Gekk eftirlit Eng- lendinga þar fljótt og greiðlega. Og sunnudagsmorguninn 13. okt. var svo haldið af stað til Islands, og voru herskip í námunda við Esju lengst af meðan hún var á hættusvæðinu. Batnaði nú skap manna, enda fundu menn nú að Esja gekk af fullri ferð heim á leið. Sáu hinir ágætu vélstjórar skipsins, Aðalsteinn Bjömsson og Kristján Sigurjónsson fyrir því að ekki væri úr dregið. Höfðu farþegar ekkert nema allt hið bezta af skipshöfninni að segja. Á brytinn, Sigurður Guð- bjartsson, ekki hvað síst þakkir skyldar fyrir umhyggju sina fyr- ir farþegum, sem voru honum mjög þakklátir. Hjálpaði hann sérstaklega börnunum vel. Er vonandi að Esja fái lengi að njóta krafta lians, segir Jón. Farþegamir höfðu og hina beztu samvinnu um að gera hver öðrum lífið létt, söngkór var,kom- ið upp, blað gefið út o. s. frv. Skylt er að minnast sérstaklega aðalfararstjórans, Hólmjáms. Þjóðviljanum vannst ekki tími til að spyrja Jón frekari frétta að þessu sinni, en vonast til þess að geta næst flutt ýmsar fréttir frá Danmörku og ástandinu þar, frá Jóni og fleirum. Trésmíðadeilan Tílraun tít verkfallsbrots mtstókst í gaer Klukkan 12 á hádegp í gær fengu trésmiðir vitneskju um, að Langvaad yfirverkfræðingur á- samt öðrum verkfræðing og nokkr um verkamönnum (þar á meðal 3 Islendingum), höfðu hafið vinnu víð að losa mótin utan af kapal- húsi Landssímans. Tilkynntu tré- smiðirnir þetta lögreglunni, en hún vildi ekki sinna því. Stöðvuðu trésmiðirnir vinnuna, en kl. liðlega eitt voru báðir aðilar kallaðir á skrifstofu lögreglustjóra. Ákvað hann að vinnan skyldi stöðvuð þar til rannsóknarlögreglan hefði rannsakað málið og fellt úrskurð í því. Var úrskurðurinn samt ekki kominn kl. lO’/z ,í gærkvöldi. KÍukkan 3 var reynt að hefja vinnu á ný, en var stöðvuð af full- trúa lögreglustjóra. Framkoma eins Islendingsins, Oddgeirs Bárðarsonar (kollu- bana), er sérstaklega athyglis- verð, har sem hann gerði tilraun til að slá með kúbeini í höfuð eins af trésmiðunum, er þeir reyndu að stöðva vinnuna. Hefur stjóm Trésmiðafélagsins sent kæm á hann sem og á firmað Höjgaard & Schultz. Síðan verkfallið hófst, hafa engin samtöl eða samningaumleit- anir farið fram milli deiluaðila. Trésmiðirnir halda því verkfallinu áfram ' og njóta vaxandi samúðar verkamanná og alþýðu Reykja- víkur yfirleitt. Sextán og liálf . milljón Banda- ríkjamanna á aldrinum 21—25 ára voru í gær kvaddir til vopna samkvæmt hinum nýju herskyldu- lögum. Báðir framhjóðendurnir til for- setakjörsins í næsta mánuði héldu útvarpsræður og ávörpuðu nýju hermennina. Roosevelt minnti á Ijá tíma þegar hver Bandaríkja- maður hefði orðið að eiga byssu og kunna að nota liana. Svo gæti farið að enn á ný yrði að taka upp þann sið. Smniner- Wslles, aðstcðarutanrík isráðherxa Bandarík janna hefur und anfarið átt nærri daglegar viðræður við Úmanskí, sovétsendiherrann í Washington, að þvi er brezkar fregnir herma, um málefni, sem varða bælta sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Þeír sesn kotnu med Esju Framhald af 2. síðu. varðsson Rv„ Franoe Michaelsen Sauðárkr. Sigríður Axelsd. Lauf 79 Brandur Jönsson Rv., Gísli Halldórs son Fram. 17, Helgi Halldórsson Rv„ Pétur Pétursscn Rv., Margrét Þorfinns Baldurh. Ragnar Guð- laugss m Rv„ Sigurður Pétursson Pálsbæ, Björt Eiríksson, Guðm. Jónnnmdsson Stað, Mary Jónmunds son Stað, Haukur Jakobsson Rv„ Kjartan Guðmvundsson Oð. 8, Stef án Wathne Rv„ Björn Jóhannesson Rv„ I.árus Pálsson Rv„ Friðgeir Grímsson Rv„ Steinunn Hafstað Skagaf. Hjörleifur Elíasson Rv„ Kristrún Cortes Eiriksg. 11, Sita Sigurðsson • Rv„ Haraldur Sigurðs son Rv„ Kristbjörn Tryggvason Rv. Haraldur Sigurðsson Rv„ Ósk Ölafs dóttir, Rv„ Jóhann Þorsteinsson Víf Þilsst., Þorbjörg Sturludóttir Rv„ Kristinn Arnet Rv„ Sigríður Pét- ursdóttir Rv„ Þórdís Péturd. Rv„ Alma Leifsson Rán. 19, Lára Ás- mundsdóttir Rán. 34, Guðrún Valdi mars Sjafn. 14, Ragnhildur Eiríks dóttir lsaf„ Valgerður Magnússon Bank. 7, Guðrún G. Finnbogason Suðurg. 7, Birgitta Engilberts Rv. Amelía Engilberts Rv„ Tove Engil berts Rv„ Ingibjörg H. Jónsdóttir Rv„ Þorbjörg Eldjám Svarf.d. Guð jón Guðbjörnsson Ak„ Stefán Bjöms son Rv„ Halldór Erlendsson Rv„ Kjartan R. Guðmundsson Rv„ Þ. Ragnar Jónsson Blönduósi, Sveinn Einarsson Rv„ Jörundur Pálsson Rv., Árni Jónsson Sandfellshaga, Gerður Gunnars Laug. 19. Kristjana Pét- ursdótttir Tún. 38, Kristján Aðal- steinsson Mán. 17, Ólöf Richter Isaf. Auður Guðjónsdóttir Vestm., Petrina J. Röge Sighif., Guðrún Björnsd, Rv„ Haraldur Magnússon Grjót. 7, Ester Blöndal Tún. 38, Þórdís Claes sen Hólatorg 7, Margrét Sólmunds son Klapp. 17, Óla Hinriksen Sf„ Hekla Árnadóttir Ak„ Pálnra Thord arson Rv„ Sigvaldi Thordarsen Rv„ Sigríður Pálsdóttir Skólavst. 8, Ól- afur Davíðsson Hafnarf., Ásta Ein arsson Rv„ Sigurgeir Gíslason Rv„ Guðmundur Gíslason Rv„ Sigurrós Níelsd. Rv„ Edith Guðmundsson, Rv„ Páll Ólafsson Rv„ Gunftar Gort es Eiríksg. 11, Björa Sigurðsson Þingh. 31, Regína Þórðard. Leifsg. 8 Jöhanna Björnsson Sólv. 17, Guð- rún Björnsson Sólv. 17, Skúli Skúla son Bankastr., Elma Jóhannsson Rv. Ólafur Jóhannsson Rv.„ Finnur Jóns son lsaf„ Broddi Jóhannesson Rv„ Gunnar Guðnnmdsson Laugav. 42, Anna Vigfúsdóttir Rv„ Bergljót Ei- rí'ksdóttir barn, Einar Eiríksson barn, Hólmjárn J. Hólmjám Rv„ Davíð Gíslason Rv„ Jón Matthías- son Rv„ Guðjón Vigfússon Húsav., Gunnar Jóelsson Rv„ Elsa Andres sen Rv„ Hulda Soebech Rv„ Elín Soebech, Kristjana R. Soebech Rv. Sig Ágúst Soebech Ak„ Vésteinn Guðmundsson Rv„ Ásgrimur Gari- baldason Ak„ Hulda Svanlaugsdólt ir Ak„ Bjarni Jónsson Rv„ Einar Malmberg Rv„ Toni Malmberg Rv„ Sveinn Þórarinsson Rv„ Karen Þór arinsson Rv„ Ragnar Karlsson Rv„ Baldur Kristjánss. Rv„ Jósef Gísla son Rv„ Kristján Guðmundsson Rv„ Þorleifur Sigurðsson Rv., Haf steinn Axelsson Rv„ Höskuldur Austmar Rv„ Jón Engilberts Rv„ Ólafur Tómasson Rv„ Kristbjörg Júl íusdóttir Rv„ Bjarni Jónsson Rv„ Bjarnheiður Pétursdóttir Rv„ Guðm Hólm., Georgina Bjarnason. Rv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.