Þjóðviljinn - 16.09.1942, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.09.1942, Blaðsíða 1
Er pgtia aOoerdiF hlis iplihera I hMlanílanon? Áfengisútsalan tekur þriggja herbergja íbúð á Lindargötu 60 fyrir starfsemi sína Rauði herinn notar hvert tækifæri til gagnárása Fyrir skömmu síðan tók Áfengisverzlun ríkisins þriggja her- bergja íbúð, í húsinu nr. 60 við Lindargötu, til notkunar fyrir starfsemi sína, til þess að afhenda þar undanþáguvín. Eigandi Þessa húss er Guðmundur H. Þórðarson, en eins og 1 kunnugt er, rekur hann nú verzlun (Windsor magasin), í hús- næði því, þar sem útsala áfengis fór áður fram. I síað þess að taka húsnæði það sem Áfengisverzlun ríkisins 1 nota'li ifíur til starfsemi sinnar, er tekin þriggja herbergja íbúð. •: kingar eru nú í hundraðatali húsnæðislausir — konur :?"••• _iga hvergi skýli yfir höfuðið á komandi vetri. óþreyju hefur almenningur beðið eftir aðgerðum hins opíf. ra til þess að bæta úr húsnæðisvandræðunum. — Það hefur lítið kveðið að þeim ennþá. — Ætli þetta síðasta tiltæki eigi að vera upphafið? Hið opinbera virðist ekki láta sig miklu máli skipta, þótt Reykvíkingar séu á götunni, ef gróðalindir heildsalanna ekki steðvast! Stórkostlegar árásir sem fasistalierirnir gerðu á vamarstöðv- ar sovétherjanna við Stalíngrad síðastliðinn sólarhring mistók- ust, og notar rauði herinn hvert tækifæri sem gefst til gagnárása. í fregnum frá Moskva í gærkvöld segir að Þjóðverjar dragi saman ógrynni liðs og hergagna vestur af borginni, og megi gera ráð fyrir harðari bardögum næstu daga en nokkru sinni fyrr í sumar. 't||i Suðvestur af Stalíngrad varð Þjóðverjum nokkuð ágengt í gærmorgun, en síðar um daginn tókst Rússum í harðvítugum gagnáhlaupum að hrekja fasistaherinn til fyrri stöðva. Deilai k iBDOiall aeFhaiunia cf sfunda faouinna Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær, hafnaði Vinnuveit- endafélag íslands samningum um kaup verkamanna er fagvinnu stunda. Verkamannafélagið Dagsbrún setti því kauptaxta fyrir þá meðlimi sína, er vinna fagvinnu. Þar sem atvinnurekendur vildu ekki greiða þenna taxta, lögðu Dagsbrúnarmenn, er fagvinnu stunda, niður vinnu í gær hjá þeim atvinnurekendum, er ekki gengu að taxtanum. Nokkrir atvinnurekendur hafa þó viðurkennt taxtann og var unnið hjá þeim. j .MiA Virðist stjórn Vinnuveitendafélagsins hafa undarlega til- hneigingu til þess að koma í veg fyrir að vinnufriður geti haldizt. Þegar Verkamannafélagið Dags brún samdi við Vinnuveitendafé- lag Islands um kaup og kjðr verkamanna neitaði Vinnuveit- endafélagið að semja um kaup þeirra verkamanna, sem vinna í xagvinnu. Fulltrúum Dagsbrúnar þótti ekki rétt að láta almenna vinnu- og kaupgjaldssamninga stranda á þessu atriði, en lýstu því yfir um leið og samningarn- ir voru undirritaðir, að þar sem ósamið væri um kaup og kjör þeirra verkamanna, er ynnu fag- vinnu, þá yrði félagið að leita annarra ráða til þess að leysa það mál. Síðar gerðist það í þessu máli, að nokkrir verktakar og byggingameistarar ákváðu að greiða ófaglærðum smiðum kr. 2,60 í grunnkaup á klst. Þessa á- kvðrðun tóku þeir án þess að ræða nokkuð við Dagsbrún. Af þessu tilefni sendi stjórn Dags- brúnar fulltrúum þessara at- vinnurekenda. svohljóðandi bréf: ,,Reykjavík 4. 9. 1942 Til nokkurra verktaka og byggingameistara við húsabygg- ingar í Reykjavík. Stjórn Dagsbrúnar hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun, varðandi kaupgjald það, er þér hafið ákveðið til handa verka- mönnum þeim, er stunda fag- vinnu við byggingar í Reykjavík og nágrenni: „2. þ. m. gerðu nokkrir verktak ar og byggingameistarar í Reykja vík með sér samkomulag um að greiða verkamðnnum, er fagvinnu stunda, kr. 2,60 . í grunnkaup. Samþykkt þessi var gerð án þess að ræða málið við stjóm Dags- brúnar né viðkomandi verkamenn. Aðili að þessu samkomulagi er m. a. firmað Höjgaard & Schultz, sem er meðlimur Vinnuveitenda- ' félags Islands, er nýlega hefur undirritað samning við Verka- mannafélagið Dagsbrún. Stjórn Dagsbrúnar vill taka það fram, að í samningsuppkasti því, er Dagsbrún lagði til grund- vallar við samningagerðina við Framhald á 4. síðu. EoM 10 silk MMttaiia Það var einu sinni flokkur, sem átti 2 bæjarfulltrúa 1 Reykjavík og hét Frafnsókn. Þessi flokkur sagði að Reykja vík væri dýrasti bærinn í ver- öldinni, en að Framsóknar menn væru þeir einu, sem kynnu að vinna á móti dýrtíð. Og sjá: Framsókn stjórnar mjólkursölunni til Reykvík- inga — og setur mjólkurverð- ið á 1.50 kr. líterinn — eða næstum ferfalt það, sem var fyrir strið. Svona efnir sá flokkur lof- orð sitt um að sigrast á dýr- tíðinni í Reykjavík. Svo var annar flokkur, sem einu sinni hafði meiri hluta Reykvíkinga bak við sig. Hann kallaði sig Sjálfstæðis- flokk. Hann óskapaðist leynt og ljóst yfir Því, hvernig Framsókn hagaði sér við Reykvík'inga, kvað Framsókn armenn vera „utanbæjar- menn“ og „aðskotadýr“, sem bara reyndu að hafa Reyk- víkinga að féþúfu. Hann hét því að vernda Reykvíkinga gegn ágengni Framsóknar- manna. Og svo komu efndirnar. „Sjálfstæðismenn“ gátu ráð- ið kjötverðinu. Og þeir tvö- földuðu það frá því árinu áð- ur, fóru í kapphlaup við Frarfisókn um að hækka verðið á landbúnaðarvörum. „Maður verður eitthvað að gera fyrir kjósendur sína“ — tautaði Morgunblaðið. Það blað er auðsjáanlega hætt að reikna með því að Sjálfstæð- isflokkurinn eigi kjósendur í Reykjavík. Líklega verður því að orðum sínum í þetta sinn. I Kákasus eru háðir haðir bar- dagar í Mosdokhéraði, og hefur fasistaherjunum I tið tekizt ao sækja fram í áttma til Grosní- olíu* ndanna. Rauði hérinu gerir harðar gagnárásir. og tók í gær tvð þorp, er Þjóóverjar hofðu náð i j'rir nokkrum dogum. Frá Moskva berast engar fregn ir um bardagana á Svartahafs- strðnd, en Þjóðverjar skýra frá bardögum suðaustur af Novoross- ísk og öflugri vörn sovéthersins. Þýzkar og ungverskar hersveit- ir hafa gert gagnárásir í nánd við Vorones, en þeim hefur ver- ið hrundið og biðu árásarherimir mikið tjón. Hisþyrmingar, morð og grimmd Norsk kona, sem á heima skammt frá fangabúðum, hefur hvað eftir annað komið mat til rússnesku stríðsfanganna, sem þar eru hafðir. Dag eina struku tveir Rússarnir, en þeir náðust aftm' og var misþyrmt svo að aimar þeirra Iézt. Þjóðverjar grófu líkið í landar- eign konunnar, sem fyrr var get- ið, og þýzki liðsforinginn, sem sá um greftrunina, sagði við hana: ,,Yður þykir svo vænt um Rúss- ana, hérna fáið þér einn, sem ekki verður tekinn frá yður aft- ur”. Togaradeilan Sáttanefnd, sem vinnur að Því að leysa deiluna um kaup tog- arasjómanna, hélt fundi í gær. Samningaumleitanirnar báru engan árangur. Nefndin heldur fund aftur í dag. nen öarðltiMð oem higorinii „Vínnusainband" nasísta verður aldrei annað en nafníð Nazistar í Noregi hafa ákveðið að reyna að ná verkalýðshrey ingunni á vald sitt með því að neyða verklýðsfélögin til að ganj í „Verkalýðssamband“ nazista. Um afstöðu verkalýðsfélaganna til þessarar fyrirætlunj segir norska blaðið „Fri fagbevegelse“, sem gefið er út leynilef í Noregi, meðal annars: „Enda þótt aðstaða verkalýðs- ins hér á landi sé á margan hátt ótrygg éins og stendur ríkir slík eining og samhugur meðal hans, að ástæða er til að vænta góðs af framtíðinni. Þrátt fyrir hinar slæmu horfur sem er á matvæla- ðflun fyrir veturinn er starf verk- lýðsíé’aganna yfirleitt mótað af bjartsýni. Ástæðan er sú, að verk lýðshreyfingunni er orðið alger- lega lióst markmið baráttunnar. sem háð er. Allt var margfalt örð ugra fyrir tveimur árum. Þving- unarráðstafanir Þjóðverja og Kvislinga hafa orðið til þess, að loks hafa myndazt hreinar línur Nú hefst baráttan fyrir alvðr Aldrei hefur alþýðan samfyll eins einhuga og nú. Verkalýð stéttin mim eyða öllum tilraunu: sem gerðar verða til að skapa - frjáls félagssamtðk. Jafnskjó og slíkt verður reynt, verða sar tök um að borga ekki félagsgjöl „Vinnusamband” nazista verði aldrei lifandi félagsskapur. Það er einingin um þes: stefnu og vissan um að hvergi i lát á röðum hinna skipulag bundnu verkamanna, sem veldi því, að þeir líta með trausti ( .bjartsýni móti komandi tímum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.