Þjóðviljinn - 03.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1943, Blaðsíða 1
Llkur tU aO de Gaulle og Giravd hittist i næstunni Frá aðalstöðvum hinna stríð- andi Frakka í London hefur ver ið tilkynnt, að de Gaulle hafi sent Giraud hershöfðingja orð- sendingu daginn eftir að Darian var veginn. í orðsendingu þessari lagði de Gaulle til að þeir Giraud hittost til að ræða um samvinnu og einingu allra þeirra Frakka, er berjast með Bandamönnum fyrir frelsi Fraklkands. Ekki er kunnugt um hverju Giraud hefur svarað, en talið er líklegt að til samvinnu dragi- Rússncsfcar skríðdrefóa** og fóígöngulíðssveífír saskja fram í áft fíX landa- mæra Lefflands, — Þýzka sefufiðíð i Rseff reýnír árangursfausf að brjóf- asf fíf vesturs, — Sókn rauða hersins á suðurvigsfödvunum hefdur áfram Rauði heriun hefur unnið enn einn stórsigur. í tilkynningu frá sovétherstjórninni í gær var skýrt frá því að borgin Velikíe Lúki sé á valdi rauða hersins. Það voru úrvalshersveitir sem sovétherstjómin tefldi fram til úrslitaárásarinnar á þessa þýðingar- miglu járnbrautarborg. Árásin var undirbúin meö geysiharðri stórskotahríð, og baráttan um sjálfa borg- ina var mjög hörð. Var barizt í návígi um nær hvert virki og hús, og kveiktu Þjóðverjar í byggingunum er þeir neyddust til að yfirgefa þær. Víða þar sem setuliðssveitimar neit- uðu að gefast upp, voru þær stráfelldar. Síðustu fregnir herma, að um Velíkíe Lúkí fari nú stöðugur straumur sovéthersveita, fótgöngulið og skrið drekar, til vígstöðvanna vestur af borginni, þar sem Rússar sækja fram í átt til landamæra Lettlands. Aðstaða setuliðs Þjóðverja í Rseff hefur veikst mikið við það að Velíkíe Lúkí er komin á vald rauða hersins. í fregnum frá Moskva í gær er skýrt frá margendurteknum tilraunum þýzka hersins í Bseff að brjóta sér braut til vesturs, en borgin má heita umkringd. Rauði her- inn hratt öllum þessum árásum. Taka borgarinnar Velíkíe Lúkí hefur mikla hernaðarþýð- ingu. Sjálf er borgin járnbraut- armiðstöð, og skammt fyrir vest an hana liggur ein þýðingar- mesta samgönguæð fasistaherj- anna á austurvígstöðvunum: járnbrautin frá Leningrad til Kieff. Talið er að næsta markmið sovéthersins á þessum vígstöðv- um sé bærinn Novo Sokolniki, um 30 km. vestur af Velíkíe Lúkí, en hann stendur við þessa III hrimiidar 7. nóv. gaf fátæk ekkja hér í bænum, sem eitki hefur ann að sér til lifsuppeldis en lítil- fjörlegan ellistyrk, Sósíalista félaginu 10 kr. Þettaergeymt til þess að leggjast sem fyrsta framlag i söfnun tii Sovét- lýðveldanna. Nú um áramótin færði þessi sama ekkja flokknum 20 kr. og nokkru fyrr 15 kr., og var hvorttveggja áheit. Flokkurinn færir henni hér með sínar beztu þakkir fyrir þenna höfðingskap. Meira virði en peningarnir er það hugarfar, sem slíkar gjafir bera vott um. Flokki, sem á marga slíka fylgjendur, eru allir vegir færir. miklu flutningaleið þýzku herj- anna. Á suðurvígstöðvunum held- ur sókn rauða hersins áfram. Á Donvígstöðvunum hefur rauði herinn þjarmað að innikró aða þýzka hernum og tekið bæ einn. Fyrir suðvestan Kotelni- koff sækja Rússar fram í áttina til Salsk, og austar á þeimvíg stöðvum féll borgin Elista í hendur rússneskum her, sem sækir hratt fram til suðurs. Norðm- af Túapse hefur rauða hernum einnig orðið vel ágengt- Fallhlífarhermönnum Rússa tókst að eyðileggja 30 þýzkar ílugvélar bak við víglinu Þjóð- verja á Svartahafsströnd. „Síðasta dag ársins er svo komið, að þýzkir herir, meira en hálf milljón manna, eru í stór hættu“, segir enska blaðið Daily Telegraph í ritstjórnargrein á gamlársdag. „Þegar þeirrar staðreyndar er gætt, þarf engan að undra þó leiðtogar fasistaríkjanna í árs- yfirliti sínu dveldu aðalíega við hernaðaraðgerðir á vori og sumri, meðan herir þeirra sóttu fram (álíka hratt og þeir hörfa nú undan) frá Karkoff til Stal- íngrad, frá Taganrog í átt til Mosdoksvæðisins. En sagan sú er ekki saga ársins 1942. Það er staðreynd, að fasistunum hef- ur ekki tekizt aðalætlun sín, en það var að mola rússnesku herina, og heldur ekki þeirri ætlan sinni að stöðva flutning- ana um Volgu og lama norður- herina með því að svipta þá Kákasusolíunni. Eins er það, að hinar ýkjumiklu yfirlýsingar Þjóðverja um tjón Rússa að mönnum og hergögnuro verða furðu hljómlitlar ef það er haft í húga að Rússar áttu þó í árslok Framh. á 4. síðu „Frehun alþýðunnarverður að verí hsnnar eigið verk“ Banðaian mmauui uarf ai uarda oronniOllanai ai oalialeffl ii Samþykkt Alþýðusambandsþingsins um nauðsynina á því að mynda bandalag alþýðusamtakanna á hinum ýmsu sviðum, er eftirtektarvert tímanna tákn. Fjöldhui finnur til máttar síns og skilur að í samtökum hans liggur valdið, sem hann verður að leggja til grundvallar aðgerðum sínum í þjóðlífinu. Þessi hugmynd inn bandaiag alþýðusamtakanna er ekki gripin úr lausu lofti- Hún á sér rætur hjá' fólkinu sjálfu og kemur fram svo að segja samtímis hjá fleiri en einum af sam- tökum þess. Bandalag starfsmanna rikis og bæja samþykkti á þingi sínu, sem haldið var á undan Alþýðusambandsþinginu, svipaða tillögu. Sósíalistaflokkurinn tók á flokksþingi sínu samsvarandi ákvörðun. Alþýðan — launþegarnir og aðrir vinnandi menn og konur — þarf að flýta sameiningu krafta sinna svo sero frekast er unt. Yfirstéttin hefur auð og allskyns drottnunartæki til þess að tryggja það að stjórnað sé henni í hag. En alþýðan hefur aðeins sjálfa sig — fjöldann — skipulagðan í samtökunum — á að treysta. Það hlutverk, sem nú bíður alþýðunnar hér á íslandi, er að afla sér frelsis, öðlast svo mikil áhrif á þjóðfélagið að því verði stjórnað méð hag hennar og þar með alþjóðar fyrir augum. Þessi áhrif getur alþýðan því aðeins öðlast að öll samtök hennar legg ist á eitt til þess að ná þessu marki, að í hverju einasta verk- lýðsfélagi, samvinnufélagi, menningarfélagi, stjórnmálafé- lagi ræði menn þessi viðhorf og geri allan þorrann af meðlim- unum virkan til þess að vinna að framkvæmd þeirra stefnu- .marka, sem bandalag alþýðu- samtakanna setur sér. AÍþýðan á íslandi verður að byggja upp_ valdakerfi sitt á grundvelli samtaka sinna. Bandalag alþýðusamtakanna á að vera sá kraftur, sem róttæk stjórn í landinu styddist við. Það kemur til með að kosta bar- áttu, og fórnir að knýja fram þær róttæku aðgerðir, sem gera þarf til þess að tryggja alþýð- unni það öryggi, sem hún krefst Framh. á 4. síð'u. Norsu gjlf til fslenzkra stúdenta Á gamlársdag afhenti hr. Har. Faaherg skipamiðlari og formað- ur ..Normanslaget" í Reykjavík tíu þúsund króna gjöf til Stúd- entagarðsins frá tfu Norðmönn- um hér í bæ, þeir eru: Paul Smith verkfræðingur, Bernhard Petersen kaupm., L. H. Múller kaupm., E. Rokstad kaupm., frú Marie Ellingsen, Othar Elling- sen, Erling Ellingsen verkfr., Joh. Rönning rafmagnsfræðing- ur, A. J. Bertelsen kaupm. og Harald Faaberg skipamiðlari. Fyrir þetta verður eitt herbergi á Nýja Garði nefnt ,,Norska her- bergið" og er ætlun gefenda síð- ar að skreyta það norskum hús- munum. Þessi veglega gjöf mun eiga sinn þátt í að styrkja þau sterku sifjabönd, er tengja oss við hina norsku frændur vora. Færi ég gefendunum, fyrir Könd byggingarnefndar alúðar- þakkir íslenzkra stúdenta. Alexander Jóhannesson, Asgcír Bjarnason frá Ásfardí scgir frá dvöl sinni í Noregi^of Sviþjód, Ásgeir Bjarnason, sonur hins kunna bændahöfðingja, Bjama Jenssonar í Ásgarði, er fyrir skömmu kominn heim frá Svíþjóð, en hann hefur dvalið við nám þar og í Noregi undanfarandi ár. Þjóðviljinn hitti hann að máli í gær og fer frásögn hans hér á eftir. Hvað geturðu sagt okkur um dvöl þína í Noregi ? — Eg fór til Noregs vorið 1938. Fyrst dvaldi ég á bóndabæ hjá íslenzkum bónda, Edvard Búasyni landbúnaðarkandídat frá Stuðlum á Reyðarfirði, en hann hefur dvalið í Noregi frá því í fyrra stríðinu. Systir hans er gift norskum bónda, er býr þar skammt frá. Hjá Edvard dvaldi ég unz ég fór á Statens smábruklererskole, Sem Asker, sem er um 2 mílur frá Oslo, en það er landbúnaðar-kennara- skóli fyrir smærri bændur. Þang- að fór ég um áramótin 38— 39 og var þar óslitið í 2 ár, eða til ársloka 1940. Síðan vann ég í skrifstofu í Osló við búreikninga hjá Selskabet for Norges Vel, sem er félagsskapur, sem upp- runalega starfaði á svipuðum grundvelli og Biinaðarfélag ís- lands og hefur haft helztu fram- kvæmdamál landbúnaðarins á dagskrá sinni. Þaðan fór ég á landbúnaðarháskólann í Ás, til- raunastöðina Vollebek og dvaldi þar til haustsins 1941, en þá fór ég til Svíþjóðar. Tilraunastöðin í Vollebek starfar aðallega að til- raunum með allskonar afbrigði af korni, kartöflum og rófum. — Þú varst í Noregi, þegar Þjóðverjar hertóku landið. Hvað segir þú um ástandið þar ? — Já, innrásin kom Norð- mönnum algerlega á óvart og það mun alkunnugt hverjar til- finningar Norðmenn bera í brjósti til þýzka hersins, en þó munu þeir- hata norsku kvisling- ana enn meir. — Fréttir þaðan hafa borizt hingað. — Þar eru allar vörur skammtaðar og oft þröngt í búi. Um hemám Noregs vildi Ás- geir hafa sem fæst orð, en vísaði til þeirra frétta, sem þaðan hafa borizt. — Hvað er að segja um dvöl þína í Svíþjóð ? Framh. á 4. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.